Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Síða 15
DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986.
Umsjóru
jóhannes Reykdal
59 •
BILAR
Reynsluakstur VW Golf Syncro:
Rásfastur
og með góða
afldreifingu
milli öxla
Markaður fyrir íjórhjóladnfna bíla
stækkar stöðugt. Þetta á bæði við
um hina eiginlegu torfærubíla jafnt
sem fólksbíla með fjórhjóladrifí á
einn eða annan hátt. Flestir þessara
bíla hafa skiptanlegt drif á þann
hátt að annaðhvort er bíllinn með
fram- eða afturdrifi og drif sett á öll
fjögur hjólin þegar þess er þörf.
Þýsku bílaframleiðendurnir eru
ekki á sömu línu hvað þetta varðar.
Þeir vilja sídrif á öll fjögur hjól, ann-
aðhvort þar sem drifið er stöðugt á
öllum fjórum hjólum eða þar sem
sídrifið kemur sjálfskipt inn. Þetta
er að vísu dýrari lausn en fyrri og
einfaldari lausnir. Nýjasti bíllinn á
markaði hér sem hefur þessa „sjálf-
skiptu" lausn er VW Golf Syncro.
Hann er búinn seigjutengsli sem
stýrir afldreifingunni á milli fram-
og afturhjóla á mjúkan og einfaldan
hátt.
Seigjutengslið eða vökvakúplingin
er mjög sveigjanlegt í vinnslu. í
venjulegum akstri er um 95% af afl-
inu á framhjólunum. Um leið og
afldreifingin breytist, framhjólin fara
að spóla eða átakið breytist þá færist
aflið yfir á afturhjólin. Þetta gerist
með undraverðum hraða. Ef ekið er
yfir hálkublett í inngjöf þá mun aflið
færast yfir á afturhjólin á sekúndu-
broti. Slík aflfærsla frá 18% upp í
80% gerist á 0,2 sekúndum og svo
liðlega að ökumaðurinn merkir það
varla.
Gagnstætt öðrum bílum með fjór-
hjóladrifi þá er Syncro með fríhjól-
ingu á afturöxlinum. Þetta þýðir að
ef stigið er á hemlana eða vélin látin
draga úr ferðinni þá losnar um átak-
ið á afturöxulinn. Þetta er gert til
að hægt sé að nota ABS eða bremsur
með læsivörn. Þetta þýðir jafnframt
að Golf Syncro er mjög hlutlaus í
akstri. Flestir fjórhjóladrifnir bílar
eiga til að yfirstýra, eða leita út í
beygju, vegna aflsins á afturöxulinn.
Hér hins vegar sér fríhjólingin um
að aflið á afturhjólin minnkar sé
ekið í beygju og slakað á bensíngjöf-
inni og þarmeð ýta afturhjólin ekki
bílnum inn í beygjuna.
Vegna þess hve VW Golf Syncro
er miklu dýrari en margir sambæri-
legir bílar er greinilegt að verksmiðj-
urnar eru að stíla á sérhæfðan
markað, kaupendur sem vilja bíl með
sportlega eiginleika þótt aðeins sé
boðið upp á 1,8 lítra 90 hestafla vél
nú í byrjun. Fyrir okkar aðstæður
er sú vél fyllilega nógu kraftmikil.
I heild má segja að í búnaði minni
Syncro nokkuð á Golf GTI, gírkass-
inn er sportlegur, fjöðrun er öflugri
bæði að framan og aftan og högg-
deyfar sömuleiðis. Vegna afturdrifs-
ins er komin ný gerð af afturfjöðrun
en síst verri en áður var. Hemlakerf-
ið er einnig öflugara en í venjulega
Golfinum. Sjálf innréttingin er svip-
uð og í standardbílnum, en vegna
afturdrifsins er farangursrýmið
minna en áður og er nú aðeins 230
lítrar. Hægt er að leggja fram hluta
aftursætisbaksins og ef allt sætið er
lagt fram fæst samtals farangursrými
upp á 1030 lítra.
Syncro er um það bil 170 kílóum
þyngri en venjulegur Golf CL með
90 hestafla vél. 100 af þessum auka-
* kílóum liggja í fjórhjóladrifinu, 40 í
aukinni hljóðdeyfingu og afgangur-
inn er aukabúnaður.
Viðbragðið er örlítið seigara en í
venjulega bílnum, 11,3 sek. frá 0 í 100
í stað 10,8 sek. Bensíneyðsla er 12%
meiri eða að jafnaði 8,1 1 á 100 km.
Með sínum 615 þúsund krónum er
Syncro nokkuð dýrari en þeir bílar
sem helst mætti líkja honum við hér
á landi fjórhjóladrifsbílunum frá Su-
baru og Toyota, en samt er hér á
ferðinni bíll með allt aðra eiginleika
og búinn drifbúnaði sem eðlis síns
vegna verður alltaf dýrari.
Ótrúlega rásfastur
Áður hefur verið fjallað um venju-
lega Golfinn í reynsluakstri hér í
blaðinu svo ekki þarf að fjölyrða svo
mjög um kosti hans og galla almennt
en frekar það sem Syncro hefur til
viðbótar.
Fyrir ári átti ég þess kost að
reynsluaka VW „rúgbrauði" með
syncro. Sá bíll sýndi nær makalausa
eiginleika í akstri við erfiðar aðstæð-
ur í hálku og snjó. Hann er með
fasttengt vökvatengsli og hagar sér
nokkuð öðruvísi en Golf Syncro.
í reynsluakstrinum var nær ógerlegt
að fá Golfinn til að „skrensa“ nema
á mikilli lausamöl. Hann var svo
ótrúlega rásfastur að undrun sætti.
Vélaraflið er fyllilega nægilegt og
sérstaklega nýtist þriðji gírinn vel
því hann má nota allt frá hægalulli
upp í mesta hraðakstur. Fimmti gír-
inn sem er yfirgír nýtist einnig vei í
langkeyrslu og hefur mikla sveigju.
Það verður að undirstrika að Golf
Volkswagen Golf Syncro — fjórhjóladrifsbíll þar sem vökvatengsli, fyllt silikon, stýrir átakinu á milli fram- og aftur-
hjóla. í þeirri útfærslu eins og billinn sem reynsluekið var er hann búinn vindkljuf að framan úr mjúku efni sem
lætur undan rekist hann á ójöfnur. Vindkljúfurinn er aðeins 13 sentímetra frá jörðu og of lágur fyrir okkar aðstæð-
ur og þvælist örugglega fyrir i akstri i snjó.
Syncro er EKKI torfærubíll. Fjór-
hjóladrifið er fyrst og fremst til að
auka akstursöryggi við slæmar að-
stæður, hálku og bleytu, og gerir það
vel.
Aksturshæfni bílsins er með ágæt-
um. Það er sama hvort tekið er af
stað á föstu undirlagi eða möl, bíllinn
spólar nær ekki, heldur fer léttilega
af stað. Veggrip er eins og fyrr sagði
frábært og þarf mikið til að ofbjóða
honum en að sjálfsögðu þarf að var-
ast lausamöl líkt og á öðrum bílum.
Fjöðrunin hefur batnað við það að
bíllinn er þyngri, sérstaklega í akstri
á þjóðvegum. en hann er fullstífur i
inn anbæj arakstri.
Stjórntæki og mælar eru til fyrirmyndar og aðgengileg. Innréttingar og
sæti eru likt og í öðrum þýskum bilum i háum gæðaflokki.
Farangursrýmið hefur minnkað nokkuð vegna afturdrifsins, en frágangur
allur á farangursrýminu er til fyrirmyndar.
Niðurstaða
Golf Syncro er lipur og stöðugur
ferðabíll fyrir fjóra fullorðna. Pláss
er ágætt, en mætti að vísu vera rýmra
að framan. Útsýni til hliða að aftan
er fullþröngt vegna stórra pósta aft-
ast. Mikið þarf til að raska rásfestu
en undirstrika þarf að þetta er fólks-
bíll með sídrifi vegna aukins aksturs-
öryggis en ekki til torfæruaksturs.
Frágangur allur og búnaður er góður
og ber þýsku handverki gott vitni.
Miðað við keppinauta á markaðinum
er hann fulldýr, en býður í staðinn
upp á betri aksturseiginleika.
í útliti er nær enginn munur frá venjulega Golfinum. Hér sjást vel breiðir
póstarnir aftast sem loka nokkuð fyrir útsýni til hliðanna að aftan.
Þessi skýringarmynd sýnir vei afldreifinguna á milli fram- og afturhjólanna
i akstri. Á efstu myndinni er ekið upp halla. Þá er meginaflið á afturhjólun-
um. í miðið er ekið á sléttu og þá er aðalaflið á framhjólunum og neðst
sést að þegar ekið er niður brekku færist enn meira afl á framhjólin til að
halda á móti.
VW GOLF SYNCRO:
Lengd: 3985 mm.
Breidd: 1680 mm.
Hæð: 1415 mm.
Þyngd: 1070 kg.
Sporvídd f/a: 1429/1438 mm.
Öxlamillibil: 2475 mm.
Vél: 4 strokka vatnskæld, þverstæð, 1781 rúmsm. 90 hestöfl við 5200 sn. á
mín. Þjöppun 10:1.
Stýri: Tannstöng með hjálparafli.
Gírkassi: Fimm gíra. Drif: Fjórhjóladrif með seigjutengsli.
Fjöðrun: Gormar að framan og aftan með innbyggðum höggdeyfum.
Hemlar: Diskar á öllum hjólum. Hjól: 175SR13.
Eyðsla: 90 km meðalhraða: 6,2 1 á 100 km. Innanbæjar 9,9 1 á 100 km.
Verð 22. maí: 615.000 kr.