Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Qupperneq 17
DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986. 61 _ Sérstæö sakamál - Sérstæð sakamál Brain ræðir við lögregluna Brain, sem hafði miklar áhyggjur af Sheilu, hringdi nú til hennar frá Stafford. Hún hafði að vísu ekkert minnst á sjálfsmorðstilraun við hann en þar eð hann vissi ekkert um að Sheila ætti neina vini í Charlisle ákvað hann svo að hringja til lög- reglunnar. Talaði hann þar við lögregluþjón að nafni Hardy sem benti Brain á að lögreglan gæti ekk- ert gert í slíkum tilvikum. Væri þetta verkefni fyrir sérstök hjálparsamtök sem störfuðu í Carlisle. Félagi Hardy, Patterson, fékk hins vegar að heyra hvert erindi mannsins í Stafford hefði verið. Tók hann skömmu síðar yfirhöfn sína og fór til heimilis Sheilu Nixon. Er Patterson var síðar spurður að því hvers vegna hann hefði gert þetta sagði hann: „Ég verð að segja að ástæðan til þess að ég fór til Leathamstrætis var sú að mig langaði til að sjá hvernig þessi kona liti út því að mér kom til hugar að ég gæti stofnað til sam- bands við hana sem orðið gæti náið.“ Reyndust þetta orð sem mjög komu svo við sögu rannsóknar málsins. Patterson var kvæntur. Leist vel á Sheilu Patterson sá að Sheila virtist róleg en undrandi yfir heimsókninni. Hún bauð lögregluþjóninum inn og kvaðst ekki hafa kvartað við neinn en viðurkenndi að hún væri döpur vegna þess hvernig komið væri milli hennar og manns sem hún þekkti vel. Patterson bauð henni úr á bar næsta mánudag og þáði hún boðið. Sunnudaginn 14. september fór Sheila aftur til Edinborgar til fundar við Duggan sem var þá enn á ferð þar. Féllst hann þá á að hringja til hennar á mánudagskvöldið til þess að „fá botn í málið“. Biður Brain um aðstoð Er komið var fram yfir kvöldverð- artíma á mánudagskvöld og Duggan hafði ekki hringt þá hringdi Sheila til Brain og bað hann um að hringja í flugstöðina við Albrighton og koma fyrir sig skilaboðum til Duggan. Um hálfníuleytið hringdi Sheila aftur til Brain og spurði hvort hann hefði náð í Duggan. Brain sagðist ekki hafa getað náð i hann í síma en hann hefði skilið eftir boð til hans um að hringja í Sheilu þá um kvöldið. Á meðan á þessu símtali stóð varð Bra- in ljóst að Sheila var ekki ein í íbúðinni því að hún var af og til að skiptast á orðum við einhvern sem var hjá henni. Brain hringir Brain var nú orðinn verulega áhyggjufullur og um ellefuleytið um kvöldið hringdi hann til Sheilu. „Þá var hún grátandi og móðursjúk," sagði hann síðar um þetta samtal. „Hún vildi ekki tala við mig og skellti á. Þá hringdi ég aftur. Er hún svaraði heyrði ég að sagt var: „Láttu mig fá tólið.“ Þekkti ég þá rödd lög- regluþjónsins. Ég spurði hana þá hvað væri að og þá sagðist hún ekki vilja tala við neinn. Ég spurði hana þá hvort Duggan hefði hringt og hún sagði hann hafa gert það. Allt væri hins vegar búið á milli þeirra.“ Laur- ence Brain talaði ekki oftar við Sheilu. Talið morð Er lögreglan kom að líki Sheilu Nixon morguninn eftir taldi hún að um morð væri að ræða. Var sú skoð- un meðal annars reist á því að blóð var á líkinu og áverki á höfði og því að kona í næstu íbúð, Denise Mun- son, kvaðst hafa heyrt mikið rifrildi inni hjá Sheilu kvöldið áður. Sagði hún að um tólfleytið hefði hún svo heyrt dyrnar á íbúðinni opnast. Út hefði þá komið maður sem hefði sest inn í hvítan Volvobíl og ekið burt. Nokkrum mínútum siðar hefði hún hins vegar heyrt þungan skell úr íbúð Sheilu og honum hefði fylgt mikið brothljóð. Kvaðst hún í fyrstu hafa haldið að sjónvarpstæki hefði sprungið. Rétt á eftir hefði svo bíll komið að húsinu. Hefði það verið sá sami sem farið hefði frá því skömmu áður og hefði maðurinn nú tekið að berja á dyr íbúðarinnar. Eftir nokkra stund hefði Sheila svo opnað og sagt: „Hvers vegna í fjandanum ertu kom- inn aftur?“ eða eitthvað á þá leið. Frú Munson segir að maðurinn hafi verið í íbúðinni þar til stundar- fjórðungi fyrir eitt er hann var farinn. Patterson gefur sig fram Robert Robinson leynilögreglufor- ingi fékk málið til rannsóknar. Sama dag og Sheila fannst látin kom Patt- erson á fund hans og sagði: „Ég er maðurinn sem þið eruð að leita að. Ég er sá sem var í húsinu hjá henni í gærkvöldi." Þá var frú Munson búin að gefa skýrslu sína og leitin hafin að manninum sem talin var hafa myrt Sheilu Nixon. f frásögn Patterson kom fram að hann hefði séð brotna glerborðið og sárið á fótlegg hennar. Hefði hún virst vönkuð en hann hefði talið að það væri vegna drykkju en ekki vegna fallsins. Sjálfur kvaðst hann hafa verið undir áhrifum áfengis og hefði hann ekki talið að áverkinn, sem hún var með, væri hættulegur. Áverki á hnakka banamein Líkskoðun leiddi í ljós að Sheila Nixon var með ýmsa marbletti og minni háttar sár auk sársins á fót- leggnum sem mest hafði blætt úr. Þá hefði hún fengið högg á hnakk- ann og hafði það dregið hana til dauða milli klukkan sex og níu um morguninn. Taldi líkskoðarinn, Brian Beeson, Sheilu hafa getað fengið hann við fall því að ljóst væri að hún hefði ekki orðið fyrir árás. Fallið frá ákæru Þegar þessi niðurstaða lá fyrir var ljóst að Patterson yrði ekki ákærð- ur. Málsgögn voru nú send saksókn- ara en hann sendi þau til baka og kvaðst ekki sjá neina ástæðu til þess að höfða mál á hendur lögregluþjón- inum. Er réttur var settur til þess að fjalla um dánarorsök endurtók Beeson fyrri yfirlýsingu sína. Sagði hann það skoðun sína að Sheila hefði dottið á höfuðið löngu eftir að borðið brotn- aði og sennilega einnig löngu eftir að Patterson hefði farið úr íbúð hennar. Niðurstaða réttarins varð sú að slys hefði orðið Sheilu Nixon að aldurtila. Húsið við Leathamstræti. LEIKFÉLAG AKUREYRAR VILL RÁÐA í EFTIRTALIN STÖRF: Starf sýningarstjóra, starf miðasölustjóra og starf sviðsstjóra. Spennandi og skapandi störf fyrir lifandi fólk meö ímyndunarafl. Upplýsingar í síma 96-25073. Umsóknir sendist til Leikfélags Akureyrar, pósthólf 522, 602 Akureyri, fyr- ir 1. júlí næstkomandi. HJÚKRUNAR- FRÆÐINGAR Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga við heilsugæslu- stöðvar eru lausar til umsóknar nú þegar: Dalvík, ein staða hjúkrunarfræðings. Keflavík, ein staða hjúkrunarfræðings. Sandgerði, ein staða hjúkrunarfræðings. Húsnæði á staðnum. Egilsstaðir, sumarafleysingar frá 1. júlí til 31. ágúst 1986. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf við hjúkrun, sendist heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. 2. júní 1986. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. LAUS STAÐA í SKÚTU- STAÐAHREPPI Skútustaðahreppur auglýsir stöðu umsjónarmanns vatns og hitaveitu, áhaldahúss og véladeildar hrepps- ins. Starfið er stjórnunarstarf og krefst góðrar þekkingar og reynslu á sviði málmiðnaðar - vélvirkjunar eða vélgæslu. Leitað er að traustum starfsmanni, starfsömum og útsjónarsömum. Starfinu fylgir einbýlishús í kyrrlátu og góðu umhverfi í sveitarfélagi með góða félagslega þjónustu og góð starfsaðstaða. Umsóknarfrestur um starfið er til 4. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 96-44263 og heima í síma 96-44158. Sveitarstjórinn í Mývatnssveit, Arnaldur Bjarnason. TIL VESTFJARÐA? Já, hvers vegna ekki? Kennarar, athugið. Á Vestfjörðum eru tæplega 2000 nemendur á grunnskólastigi í 23 skólum. Okkur vantar enn kennara í margra þeirra. Starfslið fræðsluskrifstofunnar veitir ráðgjöf og ýmsa aðstoð en þar starfa auk fræðslustjóra, rekstrarfulltrúi, sálfræð- ingur og sérkennslufulltrúi. Samvinna er við leið- beinendur í íslensku og stærðfræði. Gagnasafn er hér ásamt útibúi frá námsgagnastofnun með fræðsluefni á myndböndum. Meðal fríðinda, sem sveitarfélög hér bjóða umfram kjarasamninga, er ódýr húsaleiga, flutningsstyrkur og kaupuppbót. Hringdu til okkar í síma 94-3855 eða beinttii viðkomandi skólastjóra og leitaðu upplýsinga. Sérstaklega óskast sérkennarar, tónmenntakennarar og myndlistarkennarar. Fræðslustjóri Vestfjarðarumdæmis, Pétur Bjarnason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.