Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Síða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1986.
7
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Tæplega 80% fall í almennri lögfræði:
ff
Sæmilegir námsmenn
leika sér að þessu“
- segir Sigurður Líndal lagapröfessor
Aðeins 23% nemenda sem þreyttu
próf í almennri lögfræði við Háskóla
íslands náðu prófi að þessu sinni. 164
nemendur voru skráðir í próf í al-
mennri lögfræði á fyrsta ári í
lagadeild. 124 þeirra mættu í prófið,
en aðeins 28 þeirra, eða 22.6%, hlutu
lágmarkseinkunn eða hærra. Nærri
f]órir af hverjum fimm, eða 77.4%,
féllu því á prófinu. Upptökupróf
verða haldin í haust og þá mun
nokkur hluti hinna ólánsömu fall-
ista fylla hóp hinna 28 sem náðu í
fyrstu atrennu. Lágmarkseinkunn í
almennri lögfræði er 7 og því hefur
löngum verið talsvert fall, en nú
þykir keyra um þverbak.
Ekki þungt próf
„Nei, þetta var ekki þungt próf,“
sagði Sigurður Líndal lagaprófessor
í samtali við DV, en hann kenndi
almennu lögfræðina. „Ég held að
sæmilegir námsmenn leiki sér að
þessu. Þvi miður er það ekki aðeins
í lagadeild sem námsárangri hrakar.
Á þessu eru margar skýringar og
þeirra verður að leita í skólakerfinu
í heild.
í fyrsta lagi hefur stúdentsprófið í
raun verið lagt niður. Undirbúning-
ur þeirra sem setjast í háskólann
er mjög misjafn. Það er allur íjand-
inn inn í þessu svokallaða stúdents-
prófi enda er það orðið naftiið tómt.
Ýmsar hagnj'tar greinar, sem
kenndar eru í framhaldsskólum, eru
ekki nein þjálfun fyrir háskólanám.
Lenska að lesa lítið fyrir próf
I öðru lagi hefur verið dregið veru-
lega úr kröfum i framhaldsskólum.
í mennta- og fjölbrautaskólum virð-
ist vera lenska að að menn lesi lítið
sem ekkert fyrir próf. í þeim skólum
sem gefa skiljanlegar einkunnir,
(tölur en ekki bókstafi), fjölgar þeim
nemendum sem fá þriðju einkunn.
Fjölgun nemenda á þessu skólastigi
er nánast öll á þessu einkunnabili.
í almennu lögfræðinni er lágmarks-
einkunn tæp fyrsta einkunn, 7.00,
og það er segin saga að flestir nem-
endur halda áfram að lesa bara til
að fá þessa gömlu góðu þriðju eink-
unn sína. Þeir sem hingað til hafa
skriðið á litlum kröfiim gjalda þess.
Lögfræðingar verða að
kunna íslensku
I þriðja lagi komast menntaskóla-
nemendur upp með slúx. Við í
lagadeild erum ekki þau einu sem
verðum vör við þetta. í verkfræði-
og raunvísindadeild er farið að
kenna ýmislegt sem nemendur ættu
skilyrðislaust að vera búnir að læra
á menntaskólastigi. Stúdentar setj-
ast nú í háskóla án þess að geta
Sigurður Líndal: Margar ástæður fyrir
lélegum prófárangri nemenda við
Háskóla íslands.
gert sæmilega grein fyrir hugsun
sinni. Það getur enginn orðið lög-
fræðingur sem ekki getur sett mál
sitt fram á skilmerkilegan og tilgerð-
arlausan hátt og því er sjálfssagt að
gera þá kröfu að nemendur kunni
íslensku.
Heimta hærri einkunnir,
minni vinnu
I fimmta lagi tel ég að hægt sé að
skýra slæman námsárangur með því
að nemendur eru að sinna öðru. Lífs-
gæðakapphlaupið glepur fyrir þeim.
Stúdentar vilja vera búnir að gera
allt fyrir þrítugt: giftast, eignast
böm, eignast bíl, byggja, fara í utan-
landsferðir, eignast allt sem hugur-
inn gimist. Námið situr á hakanum.
í þessu sambandi má nefha að verka-
lýðsbaráttan er í rauninni komin inn
í háskólann. Stúdentar og þeirra
samtök hafa gleypt við lífsviðhorfi;
að krefjast sem hæstra launa fyrir
sem minnsta vinnu. Þannig er kraf-
ist hærri einkunna, hærri gráða fyrir
sem minnsta vinnu, og hærri náms-
lán og minni endurgreiðslur.
I sjötta lagi er Háskóli íslands al-
gjörlega vanbúinn til að taka við
hinum mikla nemendafjölda. Þegar
ég byrjaði að starfa við lagadeild
hafði hún nýverið eignast eigið hús,
Lögberg. Húsið þótti vel við vöxt
fyrir 14 árum en nú er svo komið
að kennt er í Tónabæ. Þá komu 20
stúdentar inn á ári, nú eru þeir 200.
Háskólanum er ekki gert kleift að
rækja hlutverk sitt. Tónlistaskólar
og myndlistaskólar fá að setja eigin
reglur um inntokuskilyrði en há-
skólanum er meinað að gera slíkt.
Þetta er að drepa allt niður. ekki
aðeins nemendur heldur líka okkur
kennarana, því við höfum vart tima
til að gera annað en kenna og fara
yfir próf. Við getum of lítið sinnt
fræðistörfum, svo sem að semja
kennsluefhi.
Á sama tíma gaspra námsmenn um
lánamálin sí og æ, en þegja þunnu
hljóði um fjársvelti menntastofhana
í landinu. Það heyrðist ekki orð frá
þeim þegar hætt var við byggingu
Þjóðarbókhlöðunnar.
Glepur djöfulgangurinn?
Ég held að þetta séu veigamestu
ástæðumar fyrir því að námsárang-
ur fer versnandi ekki aðeins í
almennu lögfræðinni hjá mér heldur
víðar. Og kannski má nefna eitt enn.
Glepur ekki djöfulgangurinn í þjóð-
félaginu fyrir námsmönnum? Öll
þessi blöð, tímarit, útvörp, sjónvai-p.
Alls staðar er ærandi hávaði, það
er aldrei næði. Það er svo komið að
ungu fólki líður illa í þögn. Og þá
er illa komið,“ sagði Sigurður Líndal
að lokum. ás.
Rætt við
lánar-
drottna
Amarflugs
Málefni Arnarflugs eru enn í óvissu.
Um 40 aðilar bíða með að leggja fram
fjármagn, samtals um 100 milljónir
króna, til að reisa við félagið þangað
til niðurstaða er fengin úr viðræðum
við stærstu lánardrottna þess.
Undanfamar vikur hefur verið rætt
við kröfuhafa, bæði innlenda og er-
lenda, um að fella niður kröfur eða
breyta skammtímaskuldum í lang-
tímalán. Er ekki séð fyrir endann á
þeim viðræðum.
Fyrfr liggja lög frá Alþingi sem
heimila fjármálaráðherra að veita
Amarflugi ríkisábyrgð fyrir allt að 100
milljóna króna láni.
Talið er að'skuldir Amarflugs um-
fram eignfr séu á bilinu 200 til 250
milljónir Jcróna.
-KMU
Húsbyggjendur og verktakar - sparið peninga!
Það er dýrt að byggja, um það eru allir sammála. Því er mikilsvert
að spara peninga þar sem því verður við komið.
Fyrirtækið KÍord-Skand er þékkt á öllum Norðurlöndum vegna flutninga
þess á byggingavörum frá verksmiðjum beint til kaupanda. Fyrirtækið
útvegar og flytur timbur, glugga, hurðir, plötur, innréttingar og einangr-
un.
Þið sendið okkur teikninguna og við sendum öll gögn
um hæl - ykkur að kostnaðarlausu.
Við sjáum um flutningsskjöl og tollpappíra.
Margir flutningsmöguleikar.
Við flytjum vöruna hvert sem er á íslandi.
Hjá okkur starfar íslénskur forstjóri. Spyrjið um Níels
Jón Þórðarson.
Biðjið um tilboð - berið saman - sjáið hvað unnt er
að spara!
ord-Skand
Postboks 297,9501 Alta
N 9501 ALTA, NORGE. SÍMI 084-35344.
COSTADEL SOL - BENIDORM
MALLORCA - COSTA BRAVA
Eftirsóttar íbúðir og hótel -
Gerið sjálf verðsamanburð
mi Spánn - flug og bíll
NYTT! 3 vikur 26. júní, kr. 17.800,-
íslenskir fararstjórar - Fjölbreyttar
skemmti- og skoðunarferðir
FIUGFERDIR
SGLRRFLUG
Vesturgötu 17 símar 10661,15331, 221OO.