Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Qupperneq 8
8 4 DV. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1986. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Fred Sinowatz, kanslari Austurrikis, hefur sagt af sér í kjölfar sigurs Waldheims. í ísrael ríkir mikil reiði vegna úrslita kosninganna. Urslitin réðust af gyðingahatri - segir Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels Sigur Kurt Waldheims í forseta- kosningunum í Austurríki á sunnu- daginn virðist ætla að hafa víðtækar afleiðingar bæði í Austurríki og einnig í alþjóða stjómmálum. í gær sagði Fred Sinowatz, kansi- ari Austurríkis, af sér embætti. Þessi ákvörðim kom í kjölfar hins gífur- lega kosningasigurs Waldheims. Ákvörðunin var tilkynnt eftir fimm klukkustunda langan fund í stjóm sósíalistaflokksins. Þar var einnig samþykkt að Franz Vranitzky fjár- málaráðherra myndi taka við af Sinowatz. Sinowatz segist ætla að halda áfram sem formaður flokksins fram yfir kosningar í apríl á næsta ári. Á þessum tíma mun hann reyna að græða sár flokksins sem hlaut mikið áfall um helgina er Waldheim sigr- aði frambjóðanda flokksins með 8% mun og fékk mörg atkvæði frá sós- íalistum. í ísrael var kosningu Waldheims tekið mjög illa. Shimon Peres forsæt- isráðherra sagði að gyðingahatur hefði ráðið miklu um kjör Wald- heims en fsraelar hafa hann grunað- an um aðild að stríðsglæpum. ísraelsstjóm kallaði í gær heim sendiherra sinn í Vín til „skrafs og ráðagerða" eins og það var orðað. Með þessu vildu ísraelar sýna van- þóknim sína á úrslitum kosning- anna. Þetta er í fyrsta skipti í 13 ár sem ísraelar kalla heim sendiherra sinn í einhverju landi. Sendiherrann, Michael Elitzur, mun hætta störfum í utanríkisþjón- ustunni í ágúst næstkomandi og er talið að ísraelar muni ekki skipa nýjan sendiherra meðan Waldheim sitji á forsetastóli því þeir vilji ekki láta sendiherra sinn afhenda stríðs- glæpamanni trúnaðarbréf sitt. Shlomo Hilel, forseti ísraelska þingsins, sagði að úr því það gæti gerst 40 árum eftir seinni heimsstyij- öldina að grunaður stríðsglæpamað- ur væri kosinn forseti í lýðræðis- þjóðfélagi væri ljóst að Evrópubúar hefðu ekkert lært af heimsstyrjöld- inni. Auknar líkur á borgaralegri ríkisstjóm í Finnlandi GuðrúnHelga SSgurðaxdóttir, Hehmki Á flokksþingi Fijálslynda þjóðar- flokksins í Finnlandi, sem haldið var um síðustu helgi, kom fram tillaga um að dómsmálaráðherrann, Christoffer Taxell, formaður Sænska þjóðar- flokksins, yrði sameiginlegur fúlltrúi miðjuflokkanna þriggja, það er fijáls- lyndra, Sænska þjóðarflokksins og Finnska framsóknarflokksins, í for- setakosningunum 1988. Með þessari tillögu vilja frjálslyndir, sem á þinginu sögðu sig úr fjögurra ára gömlu bandalagi við Framsóknar- flokkinn, hvetja miðflokkana til að velja sér „fordómalaust" sameiginleg- an fulltrúa í forsetakosningunum að því er fram kom i finnskum fjölmiðlum um síðustu helgi. Dómsmálaráðherrann segist hafa tekið tillögunni með mikilli undrun. Hann segir að Sænski þjóðarflokkur- inn ákveði fyrst á flokksþinginu 1987 hvem flokkurinn styður í forsetakosn- ingunum. 1 því efiii komi allt til álita. Það væri til dæmis ekki útilokað að flokkurinn styddi núverandi forseta Finnlands, Mauno Koivisto, til áfram- haldandi setu á forsetastóli. Likur aukast nú á þvi að næsta ríkis- stjóm í Finnlandi verði mynduð af borgaraflokkunum. Jafnframt aukast tikur á þvi að Mauno Koivisto forseti fái sterkt framboð gegn sér í næstu forsetakosningum. Hins vegar segir Taxell að sennilega geti Sænski þjóðarflokkurinn ekki stutt utanríkisráðherrann, Daavo Vá- yrunen, formann Finnska framsókn- arflokksins, enda hefur hann löngum þótt hafa lítinn skilning á hagsmuna- málum sænska minnihlutans í Finnl- andi. Á flokksþingum Sænska þjóðarflokks- ins og Fijálslynda þjóðarflokksins var rætt um hugsanlega myndun ríkis- stjómar eftir þingkosningamar 1987. Taxell lét í ljós þá skoðun sína að borgaraleg ríkisstjóm væri líklegri möguleiki eftir kosningamar en hing- að til hefði verið talið. Sænski þjóðar- ílokkurinn væri opinn fyrir tillögum sem hugsanlega gæfu flokknum sterk- ari stöðu eftir kosningar. Sú ríkisstjóm, sem nú situr við völd í Finnlandi, en hana mynda fjórir flokkar, jafnaðarmenn, Sænski þjóð- arflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur landsbyggðarinnar, er ein af þeim fáu finnsku ríkisstjómum sem hafa lifað hvað lengst. Ef hún situr út kjörtímabilið, það er til kosninga 1987, verður hún eina ríkisstjóm Finn- lands sem tekist hefur að sitja út kjörtímabilið. Tekjumissir ísraela í ferðamannaiðnaði HaDdór VakJimarsscm, DV, DaDas: ísraelsmenn kvarta um þessar mundir yfir því að tekjumissir í ferða- mannaiðnaðinum í landi þar verði líklega um 300 milljónir Bandaríkja- dollara á þessu ári og hugsanlega verði allt að þriðjungi starfsmanna í ferða- mannaiðnaði landsins sagt upp störf- um þar vegna fækkunar ferðamanna frá Bandaríkjunum. Segjast ísraelsmenn allt eins eiga von á því að ferðir frá Bandaríkjunum til ísraels leggist alveg niður, ef Bandaríkjamenn leyfa hugleysi sínu að ráða áfram og þora ekki að ferðast út fyrir landsteinana. Ljóst er nú að ferðum Bandaríkja- manna til annarra ríkja fækkar sem nemur um 20 prósent á þessu ári. Mik- ill hluti þessa samdráttar er rakinn til ótta vegna hermdarverka, en víst er að minnkandi kaupmáttur dollarans erlendis, svo og aðrir þættir, eiga þar jafrian hlut að máli. Innan um allar fréttimar af sam- drætti í ferðamálum skýrði þó útvarps- stöð ein frá því í síðustu viku að ferðum Bandaríkjamanna til Islands myndi ekki fækka í sumar, þrátt fyrir hermdarverk og aðrar ógnir. Bar stöðin Flugleiðir fyrir fregninni. Landherinn í landamæravörslu HaDdór VakJimarsson, DV, DaDas: Bandaríkjamenn bíða þess nú að viðbrögð berist frá Mexíkó við þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að láta sveitir úr bandaríska landhemum aðstoða við landamæraeftirlit við mexíkönsku landamærin. Er óttast að mexíkönsk stjómvöld taki ákvörðun þessari illa, telji hana jafnvel jaðra við hemaðaraðgerðir. George Bush, varaforseti Bandaríkj- anna, tilkynnti um helgina þá ákvörð- un að bandaríski landherinn myndi koma til aðstoðar landamæravörðum til að reyna að stemma stigu við bæði ólöglegum innflutningi fólks og smygli á eiturlyijum yfir landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó. í báðum þessum málaflokkum hefúr ríkt hin mesta óöld undanfarið. Hafa bandarísk stjómvöld sagt mexíkönsk yfirvöld ófær með öllu um að fram- fylgja lögum við landamærin og jafnvel látið að því liggja að háttsettir embættismenn í Mexíkó væm flæktir í eiturlyfjasmygl og aðra afbrotastarf- semi. Sveitir úr bandaríska landhernum munu nú koma landamæravörðum til aðstoð- ar við gæslu og eftirlit á landamærum Mexikó og Bandarikjanna. Fundur Alþjóða hvalveiðiráðsins: Svíar vonast eftir breyttri stefhu Noregs Gunnlaugur A Jónsson, DV, Lundi „Sænska ríkisstjómin væntir þess að allar þjóðir sýni ábyrgð í verki og aðstoði við að vemda hvalastofnana,“ sagði Birgitta Dahl, umhverfismála- ráðherra Svíþjóðar, í setningarræðu sinni á 38. fundi Alþjóða hvalveiðir- áðsins í Malmö í gær. Sovétmenn hætta af tækniástæðum Dahl sagði að Japan, Sovétríkin og Noregur yrðu að gerast aðilar að ák- vörðuninni um stöðvun hvalveiðanna. „Ég ber mikið traust til nýju ríkis- stjómarinnar í Noregi, Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra hefur lofað að endurskoða hvalveiðamar við Lófóten þegar í sumar. í september hitti ég umhverfismálaráðherra Norð- urlandanna og þá vonast ég eftir árangursríkum viðræðum um hval- veiðar,“ segir Dahl. Sovétmenn hafa af tæknilegum ástæðum ákveðið að hætta hvalveið- um eftir þetta ár. Sérfræðingar telja að ákvörðun þeirra byggist á þvi að hvalveiðar þeirra svari ekki lengur kostnaði þar sem hvalastofninn sé of lítill. Japanir hafa hins vegar komið til Malmö til að veija ákvörðun sína um að halda áfram hvalveiðum þrátt fyrir þrýsting erlendis frá. Japanir em með stærstu sendinefhd- ina á þinginu, 29 manns. Japönsku sjómannasamtökin vilja að Japan segi sig úr Alþjóða hvalveið- iráðinu ef bannið við hvalveiðum verði ekki afriumið. Umfjöllun um hvalveiðar í vísinda- skyni, er snertir fyrst og fremst Island og Suður-Kóreu, mun sennilega ekki hefjast fyrr en á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.