Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Side 12
12 nv. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNl 1986. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALLSTEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKUR H F. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Brenndir Bolvíkingar A-flokkarnir sigruðu í sveitarstjórnarkosningunum. Víða mynda þeir meirihluta eða verða alla vega sterk- asti aðili meirihluta. Þá er jafnan nefnt, hvort sveitarfé- lagið skuli fara að fordæmi Bolvíkinga og gera það, sem kallað hefur verið Bolungarvíkursamningar við starfs- fólk sitt. Því er fróðlegt að skoða, hvernig þeir hafa farið út úr kosningunum, sem gerðu hið fræga Bolung- arvíkursamkomulag. Eins og oft er sagt: Brennt barn forðast eldinn. Samningur Bolungarvíkurkaupstaðar við starfsmenn sína gerir ráð fyrir, að starfsfólkið fái 30 þúsund króna lágmarkslaun á mánuði fyrir 8 stunda vinnudag. Flest- ir þeirra hafa þegar náð þessum áfanga. Þeir, sem fyrir höfðu yfir 30 þúsund fyrir dagvinnu, fá enga hækkun. Yfirvinna er áfram greidd samkvæmt taxta BSRB. Mörgum hefur þótt fýsilegt, að önnur sveitarfélög feti í fótspor Bolvíkinga. En hvernig hefur þetta gengið á Bolungarvík? Meirihluti bæjarstjórnar á Bolungarvík, sem upp- haflega gerði þetta samkomulag við verkafólk, sem starfar hjá bænum, var skipaður sjálfstæðismönnum, framsóknarmönnum og H-listamönnum. Hinir síðast- nefndu voru einkum alþýðuflokksmenn. Eftir að bærinn hafði gert þetta samkomulag við verkafólk sitt, spurði alþýðubandalagsmaðurinn, sem var í minnihlutanum, hvers vegna samkomulagið næði ekki til allra bæjar- starfsmanna. Samþykkt var, að svo yrði. Síðan fóru alþýðubandalagsmenn af stað og kröfðust þess, að slíkt samkomulag tæki einnig gildi á almennum vinnumark- aði. Sjálfstæðismenn, sem stýrðu fyrirtækjunum, voru spurðir, hvers vegna þeir hefðu nýlega talið ófært að hækka lægstu laun sem þessu næmi á almenna vinnu- markaðnum, en nú gætu þeir boðið bæjarstarfsfólki slíka hækkun á silfurbakka. Við það sat, að fólk á almenna vinnumarkaðnum gat ekki fengið þessa hækkun á Bolungarvík fremur en annars staðar á landinu. Sjálfstæðismenn töpuðu miklu fylgi og manni. Fram- sókn þurrkaðist út. H-listamenn klofnuðu, og alþýðu- flokksmenn buðu fram sér en vegnaði illa. Alþýðu- bandalagið stórjók fylgi sitt. Þetta er lærdómsrík niðurstaða fyrir þá meirihluta- menn í sveitarstjórnum, sem nú ræða hugsanlegt samkomulag við starfsmenn sína á þessum nótum. Samningurinn á Bolungarvík reyndist með öðrum orð- um þyrla upp moldviðri. Auðvitað sætti verkafólk á almenna vinnumarkaðnum sig ekki við, að starfsfólk sveitarfélagsins fengi slík sérréttindi umfram það. Við meirihlutamönnum blasir nú, að slíkt samkomulag gæti kostað fylgi. Minnihlutamenn gætu æst almennt verka- fólk til andstöðu við sérréttindi starfsfólks. Enda sagði forystumaður alþýðuflokksmanna á Bol- ungarvík í viðtali við DV, að Bolungarvíkursamning- amir yrðu ekki framlengdir um áramótin. Finna yrði annað kerfi, sem tæki tillit til starfsaldurs og ábyrgðar. Annað væri ekki réttlátt. Þessi alþýðuflokksmaður viðurkennir að hafa verið frumkvöðull Bolungarvíkursamninganna. A-flokkunum þætti kannski fýsilegt, þar sem þeir taka völd, að gera eitthvað í sama dúr. En slíkt kerfi er ekki réttlátt. Engar einfaldar lausnir eru á vanda láglaunafólks, því miður. Haukur Helgason. .Réttur almennings til að ferðast er mjög mikilvægur. Almenningur og umgengni við landið í þessum flokki greina verður fja.ll- að um fjölbreytileg áhugasvið almennings í umgengni við landið og hvemig hagsmunir fólks em ólík- ir í þeim efhum. (Stuðst er lítillega við bækumar Umhverfisrétt eftir Gunnar G. Schram (Reykjavík, 1985) og Eignarhald á afréttum og al- menningum (Ritsafh Sagnfræði- stofnunar 4, Reykjavík 1981) eftir Gunnar F. Guðmundsson). Eignarréttur - afnotaréttur Allt fram á 20. öld gátu nánast engir aðrir en bændur nýtt sér af- rétti og óbyggðir hér á landi. Notin vom fyrst og fremst sauðfjárbeit. Við þessar aðstæður skipti ekki svo miklu máli hver átti landið, bara ef það var óvefengjanlegt hverjum bar upprekstrarrétturinn, enda var formlegur eignarréttur oft óljós. Þegar atvinnuhættir breyttust og fólki fjölgaði komu til sögunnar nýj- ar þarfir og ný áhugamál sem hafa skapað andstæða hagsmuni og jafh- vel árekstra um notkun. Þá fór eignarrétturinn allt í einu að skipta máli. Á eignarréttinum em reistar kröfur til notkunar eða friðunar, kröfur sem oft takmarka afnot ann- arra nái þær fram að ganga. Ólíkir hagsmunir Fyrst skal vikið að þörf almenn- ings til útivistar, þörf til að komast út úr ys og þys borgarsamfélagsins, þörf til að komast upp í óbyggðir, þörf til að njóta ósnortinnar náttúm, þörf fyrir tilbreytingu. Þessir hagsmunir almennings em afar margbreytilegir eins og komið verður betur að í næstu grein. Hvers konar skemmtiferðalög, veiðar, fjallaklifur, rallakstur, berja- og grasatínsla, svo eitthvað sé nefht. Undir hagsmuni almennings má eflaust líka flokka virkjanir þótt sumar virkjanir séu nú baggi á okk- ur. Almenningur hefur að sjálfsögðu augljósa hagsmuni af náttúmvemd. Megintakmark hennar hlýtur að vera að eyðileggja landið ekki meira en orðið er. Þannig er náttúmvemd Ingólfur Á. Jóhannesson sagnfræðingur og landvörður ekki bara einhver „sértrú" ofetækis- manna. En stundum rekast þessi sjónarmið á við það sem okkur lang- ar til í hugsunarleysi. Hagsmunir bænda af beit em aug- ljósir. Ötalinn er túrisminn, vaxandi at- vinnugrein. Innflutningur erlendra ferðamanna er talinn keppikefli og reynt er að laða þá til landsins. Sú gagnrýni heyrist jafiivel að sums staðar sé meira gert fyrir þá en ís- lendinga. Umferðarréttur almennings Réttur almennings til að ferðast er mjög mikilvægur og raunar er slíkur réttur undirstaða þess að landsins verði notið. Einhverjar tak- markanir hljóta þó ætíð að verða á honum, t.d. um varplönd. Um allt land utan landareigna, lögbýla eða óbyggða er almenningi heimil för og dvöl „í lögmætum til- gangi“ eins og það er orðað í náttúmvemdarlögum. Einnig má fara án sérstaks leyfís um eignarlönd manna séu þau ógirt og óræktuð, t.d. em lögin túlkuð þannig að tjalda megi þar til fárra nátta án leyifis. Yfirleitt er ómögulegt fyrir ókurin- uga að vita hvort ógirt land og óræktað tilheyri lögbýli eða ekki. Þegar ég ferðast geri ég því einfald- lega ráð fyrir að allt slíkt land sé utan lögbýla, jafhvel þótt ég viti að svo sé ekki alltaf. Hvað þá um umferðarrétt um girt land? Skv. laganna hljóðan má ekki fara um slíkt land nema með leyfi landeiganda. Þetta leiðir af sér um- talsverða og að mínu mati óréttmæta takmörkun á umferðarrétti almenn- ings, enda hefur þetta ákvæði náttúmvemdarlaganna verið gagn- rýnt talsvert. Athyglisvert er að umferðarréttur er miklu verr varinn í lögum en eign- arréttur. Landeigandi getur einfald- lega girt land og þar með bannað fólki umferð á því landi. Þessu þarf að breyta. Lagt hefur verið til að fólk verði að fara í gegnum hlið á slíkum girðingum. Ég hygg að það sé einföld lausn og fullnægjandi og varla telst það ósanngjöm krafa. Ingólfur Á. Jóhannesson „Almenningur hefiir að sjálfsögðu aug- ljósa hagsmuni af náttúruvemd. Megin- takmark hennar hlýtur að vera að eyðileggja landið ekki meira en orðið er.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.