Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Side 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1986.
13
Vörumerkingum ábótavant
Matarval er frá fomu fari bundið
því hvers konar fæðu einstaklingur-
inn venst á að neyta. Mótunartími
erfðavenja hvað mat varðar er að
vísu jafnlangur lífinu en lengi býr
að fyrstu gerð.
Uppvaxtarárin reynast drjúg þeg-
ar matarval og neysluvenjur eru
annars vegar. Dvöl á erlendri grund,
skólaárin og fyrstu ár í framtíðar-
starfi gera einnig sitt til þess að
marka spor í matseðil framtíðar-
áranna.
Fræðsla á grundvelli upplýsinga
um næringarefhainnihald er aðal-
málefni fullorðinsáranna. Hitaein-
ingaskráning, bætiefna- og
næringarefnasamanburður, líkams-
æfingar og þyngdarmælingar er mál
sem sjálfur einstaklingurinn gerir
eða lætur framkvæma. - í sem stystu
máli sagt má beita rannsóknamiður-
stöðum við eigin fæðuval sem lykli
að vemd líkamans gegn næringar-
efnaskorti.
Greining efnainnihalds markaðs-
settrar matvöm sýnir alltaf hrömun
á mældum lífrænum næringarefiium,
vegna ildingar sem gjaman er reynt
að hægja með því að bæta andilding-
arefrium - antioxydant efnum - í
matvömna. Þessu og öðrum við-
bótarefnum, til að mynda bakteríu-
og gerlahemjandi efnum, bindiefn-
um, litarefrium, kekkjavamarefnum
eða sérstökum næringarefnum er
bætt í matvöruna. Fylgist Hollustu-
vemd ríkisins með því að reglum um
leyfilegt hámark íblöndunarefha sé
fylgt. Merkingar eiga að vera
strangar hvað varðar öll efni sem
gmnur leikur á að geti haft heilsu-
Geir Viðar
Vilhjálmsson
sálfræðingur
spillandi áhrif, ef mikils magns er
neytt í langan tíma. Sum íblöndun-
arefni em meðal algengari ofhæmis-
valda, önnur ekki. íblöndunai-efhi,
eins og salt (NaKl), sykur (dex-
strosi, fruktósi), sætuefni (sakkarín,
cyklamat, aspartam), bensósýra,
Na-glutamat, saltpétur og fleiri rot-
vamar- eða gerlagrandandi efni,
hafa slíka útbreiðslu meðal fæðuteg-
unda á markaðnum að sérstök
ástæða er til að fólk fylgist með
heildameyslu sinni á þeim. Algeng-
um íblöndunarefnum hafa verið
gefin heiti í númerum og er hérlend-
is stuðst við skrá frá Efnahags-
bandalagi Evrópu. Eiga framleið-
endur að hafa slík efni merkt á
lunbúðum vörunnar og hafa reyndar
fengið frest á frest ofan, sumir hverj-
ir, því nýjar pakkningar og eigin
mælingar á raunvemlegu magni við-
komandi efna í rannsóknarstofu er
skylda sem hvilir á herðum framleið-
andans.
Margir framleiðendur urðu að
bæta við aðstöðu innanhúss og
fjölga starfsliði vegna þessara nýju
reglna. En merkingum er í ýmsum
tilvikum enn ábótavant þó mikið
hafi áunnist í þessum efiium hér á
landi sl. ár.
Hrömun náttúrulegra næringar-
efha í fæðu vegna ildingar á
geymslutíma er alls ekki nægilega
skilgreind í núverandi skráningu.
Nægir að merkja fymingardag. Þó
fyming sé oftast hlutfallslega lítil á
3 mánaða tíma þá er vara með 3 ára
fymingu, svo sem niðursuðuvörur
margar, augljóslega farin að tapa
innihaldi sínu af vítamínum, sem
yfirleitt eru viðkvæm fyrir ildingu,
gagnstætt steinefrium, sem verjast
ildingu vel. Fitusýrur og fituefni em
mjög viðkvæm fyririldingu. Þránun,
nefnist ilding meðal fituefna. Niður-
suðuvörur með fituinnihaldi ætti því
ætíð að vernda með þráavamarefh-
um, en alltof lítið er um að það sé
gert enn sem komið er. Fyrirtaks lif-
rænt þráavamarefhi, alpha-tokofer-
yl, er leyft hér á landi og fituleysan-
legt C-vítamín einnig. Tokoferylið
er þekktara undir heitinu E-vítamín.
Er það ásamt C-vítamíninu langmest
notaða andildingarefnið nú í seinni
tíð enda lífræn efhi sem einnig eru
náttúmlega til staðar í líkamanum
og þykja holl sem fæðubótarefni
hvort sem er. Fyming lifrænna efna
í langgeymdum mat, frystum, niður-
soðnum, súrsuðum t.a.m., á að vera
til athugunar hjá sérhverjum fyrsta
flokks matvælaframleiðanda. Hon-
um er auðvitað hagur í hraðri
umsetningu. Neytandans hagur er
að sjá aldur vörunnar frá
framleiðsludegi og geta gluggað í
töflu um fymingu í viðkomandi
fæðutegund á staðnum, hafi hann
ekki sjálfur aflað sér þekkingar um
það almennt.
Leifar frá fyrri tíð
Tökum sem dæmi sardínudós
Stimpill er á bakhlið pakkningar og
á máldósinni sjálfri. Hvorugur
stimpillinn gefur neinar upplýsingar
fyrir neytandann um framleiðsludag
eða geymsluþol.
Á niðursoðnum fiski er engar upp-
lýsingar um framleiðsludag eða
fymingu á pakkningu. Á dósina er
hins vegar stimplaður framleiðslu-
dagur svo vel sést. Neytandi verður
því í sumum tilvikum að skoða vand-
lega vilji hann finna lögbundnar
upplýsingar.
I báðum tilvikum er gefinn upp
fjöldi hitaeininga og skipting inni-
haldsins í fitu, kolvetni og prótín í
grömmum talið. Vítamín, steinefni,
fjölómettaðar fitusýrur eða aðrar
nákvæmnisupplýsingar er ekki að
finna. Væru slíkar merkingar enda
minna gagnlegar með vöm með svo
langan fymingartíma, sbr. þá hröm-
un sem á lífrænum efhum verður og
að ofan er minnst á.
Verulega aulalegt er hins vegar
að sjá á hverri matvörutegundinni
eftir aðra tilgreint salt, án þess að
fram komi hvort um „venjulegt"
matarsalt - NaKl - er að ræða er
hvort um steinefha- og snefilefharíkt
salt er að ræða.
Sjávarsalt, hvort sem það er unnið
beint úr sjó eða úr saltnámum, inni-
heldur lífræn hlutföll allra steinefiia
og snefilefria líkt og blóðið venjulega
inniheldur. í raun réttri ætti enginn
heilvita maður að neyta natríum-
klóríðs - NaKl - og heilvita fram-
leiðendur ættu að sjá sóma sinn í
því að nota eingöngu fullgilt nátt-
úmsalt.
Staðreyndin er svo sú að natríum-
klóríð er eitt sér rotvamarefhi og
því algengt í mat sem á að vera
geymsluþolinn. Lífræn rotvamarefhi
em til sem betur henta en natríum-
klóríð eða saltpétur, sem einnig er
fastur í sessi, til þess að hægja á
viðgangi gerla í mat. Margar
vinnslu- og geymslunýjungar gera
notkun natríumklóríðs og saltpéturs
leif frá fyrri tíð og tímaskekkju í
matvælaiðnaði seint á 20. öld.
Geir Viðar Vilhjálmsson
„Hrörnun náttúrulegra næringarefna í
fæðu vegna ildingar á geymslutíma er alls
ekki nægilega skilgreind í núverandi
skráningu.“
Olía og herskapur
Sovétríkin hafa um alllangt árabil
keypt tugi milljóna tonna af komi
og fóðurvörum erlendis frá. Mjög
líkleg tala er 45 milljónir tonna á
ári. Meginhlutann af þessu fá þau
frá Bandaríkjunum, en einnig fiá
Ástralíu og Argentínu. Jafhvel
Austurríki selur kom til Sovétríkj-
anna. Hvers vegna framleiða Sovét-
ríkin þetta ekki sjálf? Hvemig
stendur á þvi að þetta stærsta land
jarðar getur ekki brauðfætt íbúana?
Ástæðan er samyrkjukerfið. Það
tekur við peningum og fyrirskipun-
um frá miðstjómarvaldinu en skilar
afar litlu af mat. Auðvitað gætu
búin framleitt mat ef bændur fengju
leyfi til að ráða því sjálfir hvað þeir
setja niður og hvenær. En það geta
yfirvöldin ekki leyft. Þá væri yfir-
ráðum Flokksins yfir þessari at
vinnugrein lokið og vegið að grunni
sovétvaldsins. Bændur mega rækta
að vild '4 úr hektara við hús sín.
Af þessum hektarafjórðungi koma
allt að 40% sumra matvæla. En
komuppskera hefur staðið í stað
árum saman. Breyttir búskapar-
hættir gætu aukið hana snarlega.
En Sovétstjómin vill það ekki. Hún
kýs frekar að flytja inn kom í stórum
stíl. En bregðist innflutningurinn er
hungursneyð á næsta leiti.
Gjaldeyrir fyrir olíu
Með einhveriu þarf að borga kom-
ið. Það er gert með tvennu: gulli og
erlendum gjaldeyri. Gullið er að
miklu leyti numið í námum Gúlags-
ins af réttlausum þrælum. Gjaldeyris
er aflað með útflutningi. Sovétríkin
hafa aðeins hráefhi að flytja út. Þar
fer mest fyrir olíu.
Auðunnar olíulindir í Sovétríkjun-
um em að tæmast. Sovétstjómin er
því knúin til að vinna olíu á tomýtt-
um svæðum. Til þess þarf risafjár-
festingu í tækni sem Sovétríkin hafa
ekki og eiga erfitt með að koma sér
Arnór Hannibalsson,
dósent í heimspeki við
Háskóla íslands
upp af eigin rammleik. Vinnslu-
kostnaður eykst og framleiðslu-
magnið minnkar. Arið 1980-1984
jókst olíuframleiðslan um 1% á ári
og fer minnkandi. Sovétríkin verða
því að draga úr innanlandsnotkun
og útflutningi til Varsjárbandalags-
ins til að geta haldið áfram að flytja
út olíu til Vesturlanda fyrir gjald-
eyri. En árin 1980-1984 jókst olíuút-
flutningur Sovétríkjanna til
Vesturlanda úr 1,2 millj. tunna í 1,8
millj. tunna á dag.
Hvemig er þetta hægt? írak og
íran eiga í kostnaðarsamri styijöld
og þurfa á vopnum að halda, hvað
sem þau kosta. Líbýa stendur í
skæmstríði gegn stuðningsríkjum
ísraels, svo'.iölluðum hryðjuverkum.
Líbýa þarf vopn. Sovétríkin láta
þessi ríki fá vopn, taka af þeim olíu
í staðinn og hafa sjálfdæmi um verð-
ið. Það er því ekki hátt og þessi
verslun því einkar hagkvæm fyrir
Sovétríkin.
Hluti af þeim vopnum, sem Sovét-
stjómin afhendir olíuríkjunum,
kemur frá Austur-Þýskalandi og
Tékkóslóvakíu. í staðinn fá þau olíu
á verði sem Sovétríkin ákveða. Þótt
olíuverð hafi lækkað verða Austur-
Evrópuríki enn að borga Sovétríkj-
unum 30 Bandaríkjadali fyrir
tunnuna. Þar að auki verða þau að
festa fé í olíuvinnslu í Sovétríkjun-
um. Þessi verslun heitir „sósíalísk
verkaskipting".
Sovétríkin hafa svo selt olíuna á
vestrænum mörkuðum fyrir gjald-
eyri á margfalt hærra verði en þau
sjálf greiða. Þannig fjármagna Sov-
étríkin komkaupin og forða sér frá
hungursneyð. Bandarískir bændur
losna við umframbirgðir af komi og
verð á því helst þolanlegt.
Siðgæði?
Okrið á olíuútflutningi Sovétríkj-
anna til Austur-Evrópu hlýtur að
hafa það i för með sér að þessi ríki
reyni að losa um efnahagstengslin
við Stóra Bróður og flytja meira út
til Vesturlanda til að geta keypt þar
olíu á helmingi lægra verði. Þetta
veldur árekstrum innan efhahags-
bandalags austantjaldsríkjanna
(COMECON). Sovétríkin munu
leggja áherslu á það, að Austur-
Evrópuríkin séu bundin samningum
um olíukaup af þeim til langs tíma.
Sovétvaldið hefur neitað að gefa
Austur-Evrópuríkjum kost á meiri
olíu, nema þau síðamefndu auki
fjárfestingar sínar í Sovétríkjunum
(sbr. grein Dans Morgans í Was-
hington Post, 19.8.84).
Sovétríkin hafa hag af háu olíu-
verði á heimsmarkaði. En lækkandi
heimsmarkaðsverð þýðir að þau geta
knúið vopnakauparíki til að afhenda
meira af olíu fyrir sama magn af
vopnum.
Siðgæði?
Það hlálega í þessu er, að með
komsölunni til Sovétríkjanna em
Bandaríkin óbeint að stuðla að
vopnakaupum Ghadafís í Sovétríkj-
unum.
Og við íslendingar erum þátttak-
endur í þessum hráskinnaleik.
Meginhlutinn af olíuinnflutningi
okkar er frá Sovétríkjunum. Með því
erum við óbeint að hjálpa írönum
og Irökum að heyja sitt stríð og
Ghaddafi að iðka sín hryðjuverk í
Evrópu.
Sumir kunna að segja að ekki beri
að blanda saman siðgæði og við-
skiptum. Viðskipti eigi að dæma út
frá hagkvæmni einni. En það er líka
til eitthvað sem heitir að bera virð-
ingu fyrir sjálfum sér.
Amór Hannibalsson
„Það hlálega í þessu er að með komsöl-
unni til Sovétríkjanna eru Bandaríkin
óbeint að stuðla að vopnakaupum Ghadaf-
ís í Sovétríkjunum.“
„Sovétríkin hafa aðeins hráefni að flytja út. Þar fer mest fyrir olfu.“