Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Side 14
14
DV. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNI' 1986.
Spurningin
Hlustar þú á leikrit í út-
varpinu?
Jón Garðarsson verslunarmaður: Já,
þegar ég hef tíma til. Ég hef mesta
ánægju af framhaldsleikritum.
Guðlaugur Guðmundsson, á eftir-
launum: Nei, aldrei. Ég hef ekki
nokkum einasta áhuga á leikritum
í útvarpinu.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Beðið eftir strætó
Ó.G., farþegi, skrifar: þegar maður fer með stætisvagninum undanfömu séð miklar framkvæmdir göng og ég veit ekki hvað. Égheftekið
eftir því að vömbílamir, sem aka
burtu moldinni, skilja oft eftir sig
moldarslóða út um allt. Þetta er mjög
óhreinlegt og gæti kannski bara vald-
ið slysum. Mér finnst að hreinsibíllinn
eigi að fara þama um á hverri einustu
nóttu og þrífa þetta upp.
Svo er líka annað. Eg hef oft séð
fólk henda drasli út um bílgluggann
hjá sér í stað þess að setja það í sér-
stakan ruslapoka inni í bílnum. Þetta
er líka óþrifaaður sem ætti ekki að
sjást á afinæli borgarinnar. En það er
líka margt vel gert. Um daginn hljóp
kona með eitt bam á eftir vagninum
(haíði verið dálítið sein fyrir, greyið)
og bflstjórinn lét sér ekki muna um
að stoppa og leyfa henni að komast
inn. Mér fannst þetta drengilega gert
hjá honum því það em ekki allir bíl-
stjórar sem hefðu gert svona. Maður
getur átt það til að koma of seint út
á stoppistöð og þá er gott til þess að
vita að bílstjórinn hinkri eftir manni.
Þetta var svona það helsta sem mér
datt í hug meðan ég beið eftir strætó
um daginn. Það er svo margt sem flýg-
ur í gegnum huga manns í morgunsá-
„Það er margt sem manni dettur í hug þegar maður fer með strætisvagninum í vinnuna." rið, sérstaklega á sumrin.
Það er margt sem manni dettur í hug í vinnuna á morgnana. Nú hef ég að alls staðar við Miklubrautina, jarð-
Ásmundur Jóhannsson húsateikn-
ari: Já, ég hlusta yfirleitt á þau
leikrit sem em á dagskrá hverju
sinni.
Katrín Smári húsmóðir: Já, það geri
ég svo sannarlega. Ég er mest hrifin
af dramatískum leikritum.
Sigrún Haraldsdóttir tölvari: Já, það
kemur fyrir. Ég hef gaman af flestum
leikritum sem flutt em i útvarpinu.
Ester Elíasdóttir skrifstofúmaður:
Nei. Ég hlusta lítið á útvarp og horfi
þeim mun minna á sjónvarp. Ég les
bækur.
Miðbærinn - Hjarta borgarinnar
Reykvíkingur skrifar:
Það er aldeilis framtakssemi í borg-
arbúum þessi síðustu ár. Allstaðar er
verið að byggja og ný hverfi nánast
spretta upp á fáum árum. En ekki er
öll þróun jafhæskileg. Ég er til dæmis
mjög smeykur um að þessi nýi miðbær
sem verið er að byggja eigi eftir að
eyðileggja þá stemmningu sem ríkir í
höfuðborginni. Þessi stóri steinkum-
baldi hefur ekki þá hlýju og þann yl
sem gamli bærinn hefur.
Miðbærinn okkar er hjarta borgar-
innar. Það er leitt til þess að vita að
allt líf eigi eftir að færast þaðan og
hann eigi eftir að standa einn og yfir-
gefinn. Þetta er aukinheldur mjög
óæskileg þróun fyrir þá verslunareig-
endur sem eiga búðir við Laugaveg-
inn. Búðimar í nýja miðbænum eiga
eftir að taka frá þeim ómæld viðskipti
og þá er hætt við að heyrist harma-
kvein í bænum. Því er ég að minnast
á þetta núna vegna þess að mér finnst
að við íslendingar eigum að hugsa
okkur um áður en við hlaupum til og
hermum eftir erlendum stórþjóðum á
öllum sviðum. Miðbærinn okkar er
hjarta borgarinnar. Við eigum að
halda honum gangandi.
Reykvíkingur óttast um hjarta Reykjavíkur, miðbæinn.
Sigurður Magnússon hefur meiri áhuga á aö sjá útsendingar frá frjálsíþrótta
móti í Stuttgart en frá HM.
Fótbotti
og
frjálsar
íþróttir
Sigurður Magnússcn skrifar:
Um þessar mundir fer fram heims-
meistarakeppni í knattspymu í
Mexíkó. Sjónvarpið gerir þessari
keppni óvenjugóð skil og sýnir m.a.
tugi leikja beint. Það er ekkert nema
gott um þetta að segja þó að íslenskir
íþróttamenn komi hér ekki við sögu.
Hér er um gott sjónvarpsefni að ræða
sem fjöldi fólks hefur mikla ánægju
af að fylgjast með.
Síðustu daga ágústmánaðar fer fram
í Stuttgart í Vestur-Þýskalandi Ev-
rópumeistaramót í frjálsum íþróttum.
Mikil íslensk þátttaka verður í þessu
móti, a.m.k. einn tugur íþróttamanna.
Það ánægjulega er að nokkrir íslensku
þátttakendanna eiga möguleika á að
komast í fremstu röð, jafnvel á verð-
launapall. Enn hefur ekkert heyrst um
beinar útsendingar frá þessu stórmóti.
Það er gaman að geta þess að á þessu
ári eru 40 ár liðin síðan íslendingurinn
Gunnar Huseby stóð á verðlaunapalli
í Osló og veitti viðtöku gullverðlaun-
um fyrir kúluvarp. Þá komst ísland á
landakort þjóðanna.
Með fúllri virðingu fyrir knattspym-
unni í Mexíkó þá hef ég miklu meiri
áhuga á að sjá beinar útsendingar frá
Stuttgart þar sem íslendingar eru
meðal þátttakenda heldur en frá Mex-
íkó. Það verður gaman að vita hvort
sjónvarpið sýnir jafrimikið frá mótinu
í Stuttgart og það gerir frá Mexíkó.
Hringið í síma
27022
milli kl. 13 og 15
eða skrifið.
Áfram
Sveinn
Helga Jóhannsdóttir, Grensásvegi
60, skrifar:
Mig langar að lýsa yfir ánægju
minná með nýútkomna plötu
Sveins Haukssonar. Þama er á
ferðinni fersk og skemmtileg mús-
flc, Öðmvísi en sú sem daglega
glymur á manni. Sérstaklega vil
ég vekja athygli á laginu Adam
og Eva. Þar fer saman góður texti
og lag. Kærar þakkir, Sveinn
Hauksson, fyrir framlagið. Haltu
áfram á sömu braut.
Kosningar
og bílpróf
Boigari skrifar:
Ég vil bytja á að segja: Mikið
skelfing er gott að þetta kosninga-
fargan er afstaðið. Allur þessi
leiðindaáróður var að gera út af
við mann. Kosningabaráttan
minnti mig helst á „sjóbisness".
Mig langar einnig að minnast á
bflprófsaldurinn. Ég mælist til þess
að hann verði hækkaður upp í 20
ár. Þessir krakkar em stórhættu-
legir, bæði sjálfum sér og öðrum,
i umferðinni.