Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Side 18
18
DV. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1986.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Hafnfirðingurinn Eggert Bogason
varpaði kúlu fyrir nokkru 18,21 metra
á móti í Tennessee í USA. Það er hans
langbesti árangur og fjórði besti ár-
angur íslendings i greininni frá
upphafi. Vésteinn Hafsteinsson keppti
einnig á mótinu og varpaði 17,31 m.
Vésteinn í
fjórða sæti
- á háskólamótinu í USA
Vésteinn Hafsteinsson varð í fjórða
sæti í kringlukasti á bandarísku há-
skólameistaramóti í Indianapolis um
helgina. Kastaði 59.08 metra en sigur-
vegarinn kastaði 60.48 m. Nokkur
vonbrigði því reiknað hafði verið með
sigri Vésteins í kringlukastmu. Eggert
Bogason varð í 14. sæti með 56,94 m
og gefur sá árangur vel til kynna hve
keppnin var jöfn.
íris Grönfeldt. sem sigrað hefur á
þessu móti tvö síðustu árin i spjót-
kasti, varð nú að láta sér fimmta sætið
nægja. Hún kastaði 56.10 m. íslands-
met hennar er 59,12 m eða svipað og
sigurvegarinn náði í keppninni. Ragn-
heiður Ólafsdóttir varð þriðja í 3000 m
hlaupi á 9:12,93 mín. og Helga Hall-
dórsdóttir hljóp 400 m grindahlaup á
59,20 sek. Komst ekki í úrslit. Xáð:
tíunda besta tímanum.
ÓU hsím
Jl
íþróttaskór
BMX, stærðir 27-28,
litir blár og rauður.
Verð aðeins kr. 990
Rover, leður, stærðir 24-38.
Verð kr. 980-1.080.
Björn Borg, leður,
stærðir 3‘A-IO'A.
Verð kr. 1.920.
® nSTUflD ®
SPORTVÖRUVERSLUN
Háaleitisbraut 68 Austurver
Simi 8-42-40 W*.
„Förum strax heim -
til einskis að bíða“
- sagði þjátfari Ungverja eftir tap gegn Frökkum
„Við ætlum ekki að vera hér til loka
riðlakeppninnar. Förum strax heim,
til einskis að bíða,“ sagði þjálfari ung-
verska HM-liðsins, Gyorgy Mezey,
eftir tapleikinn gegn Evrópumeistu-
rum Frakklands í Leon í gær í C-riðli,
3-0. Hann eins og aðrir Ungveijar er
búinn að gefa upp alla von um að
Ungveijaland komist í 2. umferð
keppninnar þó liðið sé með tvö stig.
Markataian er svo hroðaleg, 2-9, i
leikjunum þremur. Mikil vonbrigði
fyrir Ungverja sem sigruðu mjög ör-
ugglega í erfiðum Evrópuriðli undan-
keppninnar og voru af mörgum taldir
hafa mikla möguleika á að koma á
óvart í Mexíkó. En reyndin varð önn-
ur. Ungveijar voru greinilega illa
undirbúnir gagnvart þunna loftmu og
hitanum í Mexikó. Afar slakir og hefðu
hæglega getað tapað með mun meiri
mun gegn Frökkum.
„Það var ekki allt fullkomið hjá
okkur í þessum leik. Við misnotuðum
allt of mörg tækifæri - ég sé eftir því
að við skoruðum ekki fleiri mörk.
Einkum í fyrri hálfleiknum, þegar allt
of mikið hik var milli sóknar og vam-
ar,“ sagði Henri’ Michel, landsliðs-
þjálfari Frakka, eftir leikinn. Hann
sagði einnig að hann hefði orðið fyrir
vonbrigðum með Michel Platini,
knattspjmumann Evrópu, í leiknum.
„Ef maður hefur í huga hæfni hafts
þá var þetta ekki nógu gott hjá hon-
um. Hann verður að gera meira fyrir
okkur.“
Það var þó greinilegt strax frá upp-
hafi að nær allir leikmenn franska
liðsins tóku mjög létt á málum. Lögðu
sig ekki fram eins og þeir gátu og
geta. Ótrúlegt kæruleysi á köflum.
Virtust ekki hafa trú á því að geta
sigrað Ungverja með 7-8 mörkum til
þess að ná efsta sætinu í riðlinum.
Fjögur mörk vantaði þegar upp var
staðið og úrslitin lágu fyrir frá leik
Sovétríkjanna og Kanada. Frakkland
í öðru sæti í riðlinum og nú bendir
flest til þess að í 2. umferð leiki Frakk-
ar við Ítalíu í Mexíkó borg 17.júní.
Evrópumeistaramir gegn heimsmeist-
urunum það er bókstaflega ekki
sanngjamt þegar keppnin er ekki
komin lengra. Annað þessara landa
hlýtur þá að falla út. Útsláttarfyrir-
komulag í 2. umferðinni. En það kann
að vera að frönsku leikmennimir hafi
verið með annað í huga. Hugsanlegt
er að efsta hðið í ríðlinum leiki við
þriðja lið í F riðli. England gæti ef til
vill náð þvf sæti og Frakkar vilja helst
ekki leika gegn Englendingum. Stíll
enskra hentar þeim illa. Þama er
sennilega skýringin á að Frakkar léku
ekki á fullu í gær.
Léttur sigur
Frakkar höfðu umtalsverða yfir-
burði gegn Ungverjum í l/.-on í gær
en leikurinn var þó ekki mikið augna-
yndi því þeir frönsku sýndu ekki hvað
þeir geta. Oft alls konar smádúll sem
ekki gekk upp. En þegar leið á leikinn
fékk Frakkland tækifæri til að skora
sand af mörkum. Ungverjar hefðu
einnig getað skorað nokkur. Það var
ekki fyrr en á 30. mín. að fyrsta mark-
ió var skorað. Franski bakvörðurinn
William Ayaehe gaf fallega fyrir mark
Ungverja frá hægri kanti. Miðherjinn
Platini leikur framhjá Ungverjanum Josef Kardos í gær en átti ekki nógu góðan leik að mati franska landsliðs-
þjáHarans. Simamynd Reuter
Yannick Stopyra skallaði glæsilega í
mark þrumuskalli. Á næstu þremur
mínútum hefðu Frakkar átt að skora
tvívegis. Fyrst Patrick Battiston, síðan
Luis Ferandez þogar hann komst einn
frir að márkinu og skaut framhjá.
Ungverjar hristu aðeins af sér slonið
í hyrjun síðari hálfleiks. Laszlo Dajka
átti hörkuskot í þverslá marks Frakka.
Knötturinn hrökk niður á marklínu
og bjargað var í hom. Þar munaði
aðeins millimetrum hjá Ungverjum en
um mark var alls ekki að ra:ða. Þá
átti Jozsof Varga fast skot á markið
en Joel Bats varði vel. En síðan var
mátturinn úr Ungverjum. Frakkar
náðu undirtökunum á ný. Stopyra
komst frír að marki Ungverja. Peter
Disztl varði mjög vel skot hans. Þarna
áttu Frakkar að skora annar leik-
maður dauðafrír innan vítateigs en
Stopyra var eigingjam. Það var til
þess að skömmu síðar var hann tekinn
út af. Áður hafði Michel þó skipt hin-
um miðherjanum, Papin, út af’ lýrir
Roeheteau.
Annað mark sitt skoruðu Frakkar á
63. mín. og það kom eftir glæsilegan
samleik Tigana og Rocheteau. Ung-
verski markvörðurinn átti ekki
möguleika á að verja frábært skot
'l'igana. Jcan Marc Fcrreri kom inn
fyrir Stopyra á 72. mín. og litlu mun-
aði að hann skoraði eflir nokkrar
sekúndur. Disztl varði fast skot hans
frá vítateignum. Þriðja mark Frakka
skoraði Rocheteau ;i 85. mín. eftir
snjalla sendingu Platinis. Þurl’ti að-
oins að ýta knettinum í markið sem
hann og gerði snyrtilega.
Ungverjar halda nú heim, sem fyrst
að siign, en það gæli þó dregist nokkra
daga hjá jieim að fá flugferð fr;i Mex-
íkó. Frakkar halda hins vegar áfram
og ef að líkum laitur ma:La þeir ítölum
í 2.umforð. Franska liðið í ga:r var
þannig skipað: llaks, Ayache, Battist-
on, Bossis, Amaros, Fernandez,
'l’igana, Giresse, Platini, Stopyra
(Ferreri) og Pa|)in (Rocheteau). l/>-
kashiðan í riðlinum.
Sovétríkin........3 2 1 0 9 1 5
Frakkland........3 2 1 0 5 1 5
Ungvorjaland.....3 10 2 2 9 2
Kanada...........3 0 0 3 0 5 0
hsím
Einar keppir í Gautaborg
- á fímmtudag - einnig Oddur Sigurðsson
Spjótkastarinn kunni, Einar Vil-
hjáímsson, hefur æft vel hér heima að
undanfömu og kastað spjótinu langt
yfir 70 metrana án þess að leggja að
sér. Hann er á forum til Svíþjóðar og
mun taka þar þátt í stórmóti í Gauta-
borg á fimmtudag. Þar ver<* margir
af þekktustu frjálsiþróttamönnum
Evrópu.
Oddur Sigurðsson, 400 m hlauparinn
snjalli, dvelur nú í Svíþjóð og keppir
einnig á mótinu. Hann verður i Sviþjóð
í sumar og mun kcppa fyrir félag i
Hálsingborg. Það kemur þó ekki í vcg
fyrir að hann geti kcppt með KR i bik-
arkeppninni i sumar.
Sigurður Einarsson, scm varð annar
í spjótkasti á bandaríska háskólamót-
inu í Indiunapolis um helgina, er
kominn heim. Hann kastaði 76,14 m á
mótinu þrátt fyrir lasleika. Hann er
enn háifiasinn en hefur þó hug á að
taka þátt í mótinu í Gautahorg á
fimmtudag með þeim Einnri og Oddi
ef hann hrcssist.
ÓU/hsím.