Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Side 19
DV. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1986.
19
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
„Fylgjast með HM-keppn-
inni gegnum skráargatið“
- segir Bobby Robson. Wilkins í 2ja leikja bann
;< H 'Ar * i■
vv
g/ss,<5,s ... ;
*s‘ 4
• Erlingur Kristjánsson.
Erlingur
til Noregs
Þráinn Steönsscan, DV Akureyri:
Erlingur Kristjánsson, einn besti
leikœaður KA í handknattleik og
knattspyrnu, fer til Noregs í haust og
mim Ieika með Fredensborg/Ski í
handknattleiknum næsta vetur. Þjálf-
ari norska liðsins er Helgi Ragnarsson
sem sl. leiktimabil þjálfaði SIF í Staf-
angri með frábærum árangri. Þjálfari
Fredensborg/Ski var Gunnar Einars-
son en hann er nú hættur þar.
Erlingur Kristjánsson lauk prófi frá
Háskóla íslands í vor í viðskiptafræði.
Hann mun leika með KA í knattspym-
unni í sumar í 2.deildinni. Sterkur
miðvörður sem leikið hefur fjóra
landsleiki fyrir ísland. í handknatt-
leiknum á síðasta leiktímabili var
Erlingur einn af máttarstólpum liðs
KA sem náði sínum besta árangri í
l.deild - fjórða sæti.
hsím
„ Ég viðurkenni alls ekki að leikmenn
mínir séu í of mikilli þjálfun. Eins og
leikmenn annarra liða verða þeir
þreyttir í síðari hálfleiknum. Fólk get-
ur ekki metið aðstæður hér, lamandi
hitann, sólina. Það er svolítið annað
að liggja við sundlaugina í 20 mínútur
eða leika hér knattspymu í 90. Það
er eðlilegt að leikmenn þreytist en ég
hef ekki áhyggjur af því. Við höfum
aðeins tapað einum leik af síðustu 14
og það var leikur sem við áttum alls
ekki að tapa,“ sagði enski landslið-
seinvaldurinn, Bobby Robson, í
Mexíkó. Hann er nú gagnrýndur mjög
vegna frammistöðu enska HM-liðsins,
bæði af enskum blaða- og fréttamönn-
um í Mexíkó en þó einkum heimafyrir.
„ Ég hef ekki áhyggjur af þessari
gagnrýni að heiman. Fólk þar fylgist
með HM-keppninni gegnum skráarga-
tið, veit ekkert í hverju við stöndum.
Ef við hefðum ekki æft vel hefðu leik-
menn mínir ekki það úthald sem þeir
hafa sýnt hér,“ sagði Robson. Vissu-
lega hefur frammistaða enska liðsins
komið á óvart, verið miklu lakari en
reiknað var með, einkum þegar það
er haft í huga að það hafði ekki tapað
leik í heilt ár fyrir HM-keppnina.
Meðal kunnraleikmanna hér á árum
Tveir leikir í
l.deildíkvold
Tveir leikir fara fram í 1. deild í
kvöld. Eru það leikir Þórs og ÍBV á
Akureyri og leikur UBK og Fram í
Kópavogi. Leikimir, sem eru úr 3.
umferð, áttu að fara fram 24. mai en
var frestað vegna Reykjavikurleik-
anna. Báðir leikimir hefjast kl. 20.00 í
kvöld. -SMJ
Miklar breytingar
hjá Stuttgart
„Bernd hefur staðið sig frábærlega
hjá Stuttgart í gegnum tíðina. En ég
óttast að hans tími sé búinn. Ég efast
um að hann nái að komast i sitt gamla
form eftir meiðslin sem hrjá hann
núna,“ sagði Egon Coordes, þjálfari
Stuttgart, þegar hann tilkynnti að
samningur liðsins við Bemd Föster
yrði ekki framlengdur. Samningurinn
rennur út 30. júní og eftir það verður
Bcmd að finna sér annað lið.
Þar með em tveir af þeim leikmönn-
um sem hafa sett hvað sterkastan svip
á hið sigursæla Stuttgart-lið horfhir á
braut. Föster-bræðumir hafa verið
nokkurskonar vörumerki hjá liðinu
allt síðan 1978. Þá gekk Bemd til liðs
við yngri bróður sinn, Karl-Heinz
Föster, sem þá var kominn til liðsins.
Karl-Heinz var hinsvegar nýlega seld-
ur til Mónakó í Frakklandi þannig að
hvorugur bræðranna verður með lið-
inu næsta vetur. Bemd er orðinn 32
ára og spilar í vöminni eins og bróðir
hans. Hann missti af öllum leikjum
síðasta keppnistímabils nema fyrsta
leiknum en þá meiddist hann.
Immel keyptur fyrir metfé
Stuttgart hefur nú keypt v-þýska
landsliðsmarkmanninn Eike Immel fiá
Borussia Dortmund. Söluupphæðin er
sú hæsta sem um getur í V-Þýska-
landi fyrir markmann eða 1,7 milljón
marka (32 milljónir kr.). Immel dvelst
nú í Mexíkó með v-þýska landsliðinu.
-SMJ
DV-lið 5. umferðar
Eftirfarandi leikmenn skipa DV-lið 5. umferðar íslandsmótsins í 1. deild.
Halldór Pálsson
(ÍBV)
Þorsteinn Vilhjálmsson Henning Henningsson
(Fram) (FH)
Daníel Einarsson(3) Ársæll Kristjánsson
(Víði) (Val)
Júlíus Tryggvason Sigurður Björgvinsson(2)
(Þór) (ÍBK)
Sveinbjöm Hákonarson Helgi Bentsson
(ÍA) (Víði)
Júlíus P. Ingólfeson Hilmar Sighvatsson
(ÍA) (Val)
Það er að mörgu leyti nýtt lið sem við stillum upp eftir 4. umferð.
Aðeins Daníel og Sigurður hafa verið í DV-liðinu áður.
áður, sem nú eru í Mexíkó og hafa
gagmýnt Robson, eru Bobby Charlton
og Emlyn Hughes. Sagt er að Charlton
hafi verið með tárin í augunum eftir
jafnteflisleik Englands við Marokkó á
föstudag.
Fyrirliði enska liðsins, Bryan Rob-
son, slasaðist á öxl eftir 36 mín. og gat
ekki leikið meir. „Ég mun taka
ákvörðun um það eftir æfinguna i dag
hvort Bryan leikur gegn Póllandi á
miðvikudag. Við verðum að bíða og
sjá hvemig honum gengur," sagði
Bobby Robson á blaðamannafundin-
um. Þess má geta að Ron Atkinson,
stjóri Man. Utd, félags Bryan Robson,
hefur miklar áhyggjur af leikmannin-
um. Hafði samband við landsliðs-
þjálfarann og vildi helst að Bryan yrði
strax sendur heim til Englands. Ray
Wilkins var rekirrn af velli gegn Ma-
rokkó þegar hann kastaði knettinum
í dómarann. Hafði áður fengi bókun.
Aganefrid FIFA tók mál hans fyrir í
gær. Wilkins var dæmdur í tveggja
leikja bann fyrir „að skaða dóma-
rann“ eins og segir í tilkynningu
aganefridarinnar.
Vilja sigra í riðlinum
„Ég vona að leikmenn mínir verði
efstir í riðlinum - F-riðlinum. Með því
mundu þeir leika áfrarn hér í Monter-
rey, þeim mikla hitapotti, og það gæti
haft áhrif í 2. umferðinni. Við mundum
þá standa betur að vígi en leikmenn
þeirra liða sem þurfa að koma hingað.
Enn er mikil óvissa um efsta sætið í
riðlinum. Það er engin ástæða til að
taka létt á málum gegn enska liðinu
á miðvikudag. Það á eftir að sanna
sig hér á HM og við munum gera allt
til þess að verða í efsta sætinu,“ sagði
landsliðsþjálfari Pólverja, Antoni Pi-
echniczek, í Mexíkó í gær. Á miðviku-
dagskvöld gæti því orðið harður leikur
milli Englands og Portúgal. Englend-
ingar verða að sigra í leiknum, helst
með tveggja marka mun, ef þeir ætla
sér að komast í 2. umferð. Leikur
Portúgal og Marokkó verður á sama
tíma. Klukkan 22 á miðvikudagskvöld
að íslenskum tíma.
Landsliðsþjálfari heimsmeistara ít-
alíu, Enzo Bearzot, hefúr valið lið sitt
gegn Suður-Kóreu í A-riðli í dag. Leik-
urinn verður kl. 18 að ísl. tíma í
Puebla. „Við verðum að sigra hvað
sem það kostar og munum leika sókn-
arleik frá fyrstu mínútu," sagði
Bearzot í Mexíkó í gær. Hann varð
að gera eina breytingu á liði sínu þar
sem bakvörðurinn Giuseppe Bergomi
er í leikbanni. Tvívegis bókaður. f
• Bobby Robson.
hans stað leikur Fulvio Collovati eftir
því sem Bearzot gaf í skyn í gær. Hins
vegar telja ýmsir að Bearzot hafi einn-
ig augastað á gamla garpinum Marco
Tardelli. Þeir leika báðir með Inter
Milanó og léku báðir í úrslitaleiknum
við Vestur-Þjóðverja á Spáni 1982.
Talið öruggt að Giuseppi Galderisi
verði í liðinu og Paolo Rossi því áhorf-
andi í þriðja leik ftalíu á HM.
hsím
i ■■■■
FRA
OG HEMAFTUR
FYR/RAÐE/NS KR.
16.550.-
Flug til Færeyja er ekki aðeins ódýrt — það er skemmtilegt og það
er líka nýstárlegt því eyjarnar átján hafa ótrúlega margt að bjóða góðum
gesti.
Eftir dvöl í Færeyjum er hægt að fljúga beint þaðan til Skotlands — í
innkaup í Glasgow eða skoða heillandi fegurð skosku Hálandanna.
Aflaðu þér upplýsinga hjá næstu söluskrifstofu Flugleiða,
umboðsmanni eða ferðaskrifstofu um þennan ódýra og nýstártega
ferðamöguleika.