Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Blaðsíða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986. 11 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Áhrif koffíns á líkamann Á því leikur enginn vafi að koffin er sterkt fíkniefhi. Margir eru háðir sínu daglega kaffi eða kók en gera sér ekki grein fyrir að sýki í þessa drykki er einmitt þörf fyrir þetta mjög svo vanabindandi fíkniefiii sem koffin er. Koffin hefur bein áhrif á miðtauga- kerfið. Það orsakar næstum tafar- laust tilfinningu um skýrari hugsun og dregur úr þreytu. Það örvar einn- ig losun á sykurforða frá lifrinni, en það skýrir „upplyftinguna" sem kaffi, kók og súkkulaði valda. Þó geta hliðaverkanimar vegið töluvert þyngra á metunum en þessi góðu áhrif. - Losun sykurforða veldur miklu álagi á innkirtlakerfið. Fólk sem drekkur mjög mikið kaffi sýnir oft einkenni óróa og tauga- spennu. - Margir læknar telja koffin vera sökudólginn í of háum blóðþiýstingi. - Fólk sem drekkur fimm kaffibolla á dag á 50% meiri hættu á að fá hjartaslag en þeir sem ekkert kaffi drekka. '-r Tímarit bandarísku læknasamtak- anna greinir frá sjúkdómi sem kallast koffinismi, einkennin eru lystarleysi, svefhleysi, önuglyndi, kuldaskjálftar og einstaka sinnum lágur hiti. - Nýjar rannsóknir sýna að lítri af kaffi drukkinn á þremur tímum getur eyðilagt mikið af tíamíni líkamans. í stað koffíns Koffinlaust kaffi er ekki besta lausnin á kaffivandamálinu. Þrí- klóretýl sem upphaflega var notað til að fjarlægja koffin reyndist valda mikilli útbreiðslu krabbameins í til- raunadýrum. Þó framleiðendur hafi skipt yfir í metýlenklóríð, sem er hættuminna, setur það einnig sama kolefhi-í-klór-tengið í líkamann sem einkennir flest skordýraeitur. Venjulegt te er heldur ekki svarið, þar eð það inniheldur nærri jafh- mikið koffin. En jurtate geta verið mjög hressandi og fást þau í miklu úrvali í flestum heilsubúðum. Svo getur ginseng lyft þér upp, á svipað- an hátt og koffin, en án hliðarverk- ana. Kóladrykkir, sykurlausir eða venjulegir, eru orðnir jafnvinsælir og kaffi af þeim sem njóta koffin- hvatningarinnar. Reyndu að drekka sódavatn, vatn eða jafnvel sætan gosdrykk í staðinn. Þú munt ekki fá kaffihvatninguna, en þú gerir líkama þínum mikinn greiða. Að lokum, drekkirðu ekki meira en tvo-þrjá bolla af kaffi á dag þarftu ekki að hafa miklar áhyggjur af áhrifum koffinsins á líkamann. RóG. Kaffidrykkja er ein af hefðbundnustu athöfnum landans. „Kaffikúltúrinn" er sóttur til annarra landa og eru Islendingar orðnir vel að sér í þeim efnum. „Cappucino“, „Expresso" og „Mokkakaffi" þekkja flestir orðið vel. En varasamt er að drekka of mikið kaffi, 2-3 bollar á dag ættu ekki að gera neinum mein. Raddir neytenda Raddir neytenda Þakkar verðkannanir „Á síðustu mánuðum hefur verið rekinn mikill áróður fyrir því að fólk geri sjálft verðsamanburð á hlutum, sem það ætlar að kaupa. Það er nú gott svo langt sem það nær,“ segir m.a. í bréfi frá „hús- móður í Breiðholtinu". „Mér finnst nefriilega alls ekki vera vel séð af afgreiðslufólki ef maður aðeins spyr um verð á hlut og gengur svo út. Maður fær augnaráð sem segir fleira en mörg orð. Því vil ég þakka Verðlags- stofnun fyrir verðkannanir sínar og vona að við fáum meira af slíku. Mig langar í leiðinni til að mæl- ast til þess að þegar verði á vöru er breytt sé gamli verðmiðinn rif- inn af. Maður verður ofboðslega svekktur þegar maður uppgötvar að undir verðmiðanum er annar miði sem sýnir kannski helmingi lægra verð eða meira. Hver fylgist svo með því að þess- ar verðbreytingar séu samkvæmt settum reglum? Hef þetta svo ekki lengra að sinni.“ Ekki hærra - heldur lægra Við þökkum bréfið. Leyfum okk- ur að benda á að það eru fleiri en Verðlagsstofnun sem gera verð- kannanir, m.a. hefur neytendasið- an sjálf staðið fyrir fjölmörgum verðkönnunum um árabil. Hvað varðar fleiri en einn verð- miða á vörum með lægra verði, þá á það ekki að geta átt sér stað. Það á ekki að vera hugsanlegt að verð vöru, sem búið er að verð- merkja, geti hækkað um helming eða meira. Það getur hugsanlega verið að nýr verðmiði sýni helm- ingi lægra verð eða varan sé komin á útsölu. -A.BJ. Fyrirmyndarþjónusta Ester hringdi: „Ég má til með að koma á fram- færi kæru þakklæti til tveggja verslana. Onnur er Marella, Laugavegi 41. Fyrir síðustu helgi keypti ég þar tækifærisgjöf og skrifaði ávísun fyrir upphæðinni. Afgreiðslustúlkan tók svo eftir því þegar ég var farin að ég hafði skrif- að ávísunina 300 krónum of háa. Hún reyndi með mikilli fyrirhöfh að ná sambandi við mig, sem henni tókst að lokum, og sagðist hún ætla áð senda mér mismuninn í gírógreiðslu. Mér finnst þetta mjög vinsamlegt því. afgreiðslustúlkan þurfti að hafa mikið fyrir því að ná í mig. Hin verslunin er Helgi Sigurðs- son úrsmiður, Skólavörðustíg 3. Þar keypti ég fyrir þremur árum mjög vandað úr sem ég gaf mann- inum mínum. Úrið reyndist gallað og var alltaf verið að gera við það. Úrsmiðurinn hefur boðist til að láta okkur hafa annað úr i staðinn en það hefur maðurinn minn ekki viljað því nákvæmlega eins úr er ekki lengur til né annað eins vand- að. Nú hefur úrsmiðurinn tekið úrið og sent það til framleiðandans þar sem skipt verður alveg um gangverk. Það mun taka nokkum tíma og fengum við annað úr lánað á meðan. Þetta finnast mér líka sérstök liðlegheit sem vert er að koma á framfæri.1' -RóG. Samanburður á brauðverði „Sendi hérmeð heimiliskostnað- inn í maí. Það er engin fyrirhöfri að punkta þetta niður jafnóðum. Og þegar lagt er saman sér maður í hvað peningamir hafa farið. Annars er það ekki svo gott því lítið fer fyrir því sem fæst fyrir hvem þúsund kr. seðilinn,“ segir m.a. í bréfi frá Ólafsfirði. „Annars finnst mér brauðin einna dýrust: rúgbrauð, 320 g, kostar 32 kr. skólabrauð, 480 g, kostar 55 kr. sojabrauð, 480 g, kostar 55 kr. sojabrauð, 330 g, kostar 39 kr. Að vísu eru öll brauðin niður- sneidd. Er þetta kannski líkt og kom út í verðkönnuninni í Reykja- vík?“ Brauðverðið í könnuninni Við birtum verðkönnun á brauð- um, sem gerð var á vegum Neyt- endafélags Reykjavíkur og aðildarfélaga ASI og BSRB, um miðjan maí sl. Þar er lægsta verð á svokölluðum grófum brauðum 25 kr. (500 g) og hæsta verð er 57, 50 (500 g). Þama er átt við óniður- skorin brauð. Niðurskurðurinn kostar allt frá 0 og upp í 12,10 kr. Ef við umreiknum verð á Ólafs- fjarðarbrauðunum í 500 g og drögum hæsta niðurskurðarverðið frá er verðið svipað og höfuðborg- arbrauð í dýrari flokkinum, eða 37.90 fyrir rúgbrauðið og 45,19 og 46.90 kr. fyrir hin brauðin. -A.BJ. Umsjón: Anna Bjarnason og Rósa Guðbjartsdóttir Laus pláss í sumar- búðir Þjóðkirkjunnar Síðastliðinn fimmtudag sögðum við frá sumardvalarstöðum fyrir böm og að uppselt væri orðið á flest námskeiðin í sumar. í Laugagerðis- skóla á Snæfellsnesi eru sumarbúðir á vegum Þjóðkirkjunnar. Þai- munu vera laus pláss fyrir börn. á aldrinum 7- 10 ára, næstu námskeið, 7.-18. júlí og 21. júlí-1. ágúst. Hvert nám- skeið stendur í 12 daga og kostar 9.960 kr. Guðfræðinemar sjá um námskeiðin sem bvggjast á leikjum, íþróttum, bænastundum, fi-asðslu og náttúmskoðun. -RóG. Fiskur og ávextir í þessum rétti á að vera kaldur lax. Auðvitað má allt eins nota ann- an kaldan fisk og gera þannig skrautlegan rétt úr afgangi. En með laxi em um 210 hitaeiningar í skammtinum en uppskriftin er ætluð fyrir tvo. Ca 150 g lax eða annar kaldur fiskur. /2 appelsína, flysjuð og skorin í smábita !4 bolli steinlaus vínber 'A bolli fersk jarðarber 2 msk. smátt skorið sellerí 'A bolb jógúrt með sítrónusafa 1 msk. undanrenna eða léttmjólk ögn af negul 8 fersk, ljósgræn salatblöð Vi niðurskorin agúrka 2 msk. niðurskornar möndlur Blandið saman í skál fiskinum, app- elsínubitum, vínberjum, jarðarberj- um og selleríi og hrærið varlega í. Látið fjögur salatblöð og helminginn af agúrkunni á hvom disk og skiptið fiskblöndunni á diskana, hellið jóg- úrtsósunni yfir og stráið möndlunum yfir réttinn. -A.BJ. Fiskinum er komið fyrir ofan á ávöxtum og grænmeti á salatblaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.