Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Blaðsíða 14
14
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986.
Spurningin
Tókstu þátt í
trimmdögum?
Borghildur Höskuldsdóttir húsmóð-
ir: Nei, ég hafði annað að gera þessa
helgi.
Páll Benediktsson fréttamaður: Nei,
ég tók ekki þátt í þeim. Ég hreyfi
mig nægilega mikið þar fyrir utan.
Y
Ólafur Guðlaugsson nemi: Nei, ég
vissi ekki af þeim. Ég hefði annars
verið með.
Sigurður Ófeigsson nemi: Nei, ég tók
ekki þátt í þeim. Ég hafði nóg annað
að gera.
Benedikt Steingrímsson eðlisfræð-
ingur: Já og nei. Ég hreyfði mig þó
ekki væri það beint í tengslum við
trimmdagana.
örlygur Þór Jónasson nemi: Nei, ég
hafði ekki hugmynd um að þeir væru
um helgina.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Fjallalamb eða villibráð? spyr lambakjötsneytandi. ^
Markaðsnefnd og „fjallalömb
Lambakjötsneytandi skrifar:
Undanfama daga hef ég heyrt og
séð margar auglýsingar um gæði
hins íslenska lambakjöts. Nú heitir
það raunar „fjallalamb" eða „villi-
bráð“ og er lofað hástöfum íyrir
bragðgæði og aðra kosti.
Á dögunum heyrði ég útvarpsaug-
lýsingu þar sem sagt var að þetta
ágæta fjallalamb væri svona bragð-
gott vegna þess að það lifði á
ómenguðum villigróðri. Dettur
markaðsnefnd virkilega í hug að við
neytendur gleypum við slíkum upp-
lýsingum? Áreiðanlega hafa neyt-
endur hugmynd um hvemig
íslenskur sauðfjárbúskapur er rek-
inn og vita því að stór hluti íslenskra
lamba gengur á ábomu og ræktuðu
landi, bæði vor og haust, þó þau
njóti villigróðurs um miðbik sumars-
ins.
Mig grunar þó að til séu ekta
„íjallalömb" sem ala allan sinn aldur
i úthaga og njóta þar hins rómaða
villgróðurs. Markaðsnefnd verður
að sjá til þess að þessi lömb verði
sérmerkt við slátrun svo við getum
fengið að smakka ekta „fjallalamb".
Ferðamenn vakna í Laugardalnum á laugardagsmorgni og komast ekki í
verslanir, segir borgarbúi.
Þjónustuleysi
hófuðborgarínnar
Borgarbúi skrifar:
I bæklingi, sem dreift var íyrir síð-
ustu borgarstjómarkosningar, var
ein íyrirsögnin eitthvað á þessa leið:
„Bætt þjónusta fyrir ferðamenn“.
Þetta var tilvalið kosningaloforð
og vonir glæddust hjá manni að nú
nytum við hin góðs af, því er ekki
bætt þjónusta við ferðamenn m.a.
fólgin í því að geta farið í verslanir
hvenær sem er, jafiivel um helgar?
Ónei, ekki hefúr þeim lögum verið
aflétt enn sem loka öllum verslunum
yfir sumarmánuðina og em nú tveir
dagar í viku sem hvergi er hægt að
komast í matvöruverslanir nema fyr-
ir þá sem gjörþekkja Stór-Reykja-
víkursvæðið.
Dæmi em um að erlendir ferða-
menn hafi lent í örðugleikum, t.d. á
tjaldstæðinu í Laugardal, þegar þeir
vakna á laugardagsmorgni og kom-
ast hvergi í verslun. Sumir hafa
hreinlega tekið saman tjöld sín og
stytt dvöl sína. Nú nýlega mátti lesa
í blaði að verslun með bensín, stað-
sett í Grafarvogi, hefði tekið upp þá
þjónustu að bjóða fleira til sölu, svo
sem álegg, mjólk, dósavörur o.fl.
Þetta er gert alls staðar erlendis og
em hin mestu þægindi af. Þjónustu-
leysið í höfuðborginni Reykjavík er
enn til skammar.
Salernislokun
á Hlemmi
Jóhann Þórólfsson skrifar:
Ég vil kvarta undan þjónustunni á
Hlemmi. Það nær ekki nokkuiri átt
að loka salemum þama kl. 9. Hvað á
maður að gera ef maður þarf að nota
salemið eftir níu?
Auðvitað eiga salemin að vera opin
jafhlengi og biðskýlið, til 11.30. Þessu
þarf að breyta og það strax. Til að
fyrirbyggja misskilning skal tekið
fram að afgreiðslufólkið á Hlemmi er
mjög lipurt og kurteist.
Jóhann vill að salemunum á Hlemmi verði lokað um leið og biðskýlinu.
WVW* «s
■ lÉL 1 T4,
wájr~~'W ^