Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Blaðsíða 25
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986.
25
Sandkorn Sandkorn
Þekking
Paili litli var í reiknings-
tíma í skólanum og allt hafði
gengið á afturfótunum.
- Jæja, sagði kennarinn,
óþolinmóður, - ef þú átt fjórar
kanínur og pabbi þinn gefur
þér þrjár til viðbótar hvað áttu
margar þá?
-28!
- Ertu galinn, krakki, þú
kannt bara ekkert í reikningi.
Jú, en þú hefur ekki hunds-
vit á kanínum.
Ekki leiðum
að líkjast
Aðalfundur Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga var
haldinn með pomp og prakt á
dögunum. Þar voru náttúr-
lega mörg mál rædd, eins og
gerist á slíkum samkundum.
Fundu margir sig knúða til
að stíga í stólinn og láta Ijós
sitt skína. Og það sem meira
var, nánasthver einasti ræðu-
maður vitnaði einu sinni eða
oftar í Eystein Jónsson, fyrr-
Eysteinn Jónsson.
verandi ráðherra Framsókn-
arflokksins.
Eysteinn sjálfur sat úti í sal
og lyfti ekki brún, þótt hann
væri nefndur í síbylju.
Þegar þetta hafði gengið
svona lengi vel varð einum
sessunaut Eysteins að orði:
„Það er bara vitnað jafnoft
í Eystein og Lúkasarguð-
spjall!“
Hún kemur
t byrjun næsta mánaðar
kemur hingað til lands merki-
legur gestur. Sá er enginn
annar en Maureen Reagan,
dóttir sjálfs Bandaríkjafor-
seta. Mun hún dvelja hér í
nokkra daga. Munu fjölmiðlar
vafalaust fylgjast með hverju
fótmáli ungfrúarinnar þann
tíma sem hún dvelur hér, enda
manneskjan forvitnileg f
meira lagi.
En hvaða erindi skyldi ung-
frú Reagan eiga hingað í
suddann og hráslagann? Jú,
hún er sögð vera í einkaerind-
um, sem getur þýtt nánast
hvað sem er. Einhver gæti til
dæmis látið sér detta í hug að
hún væri að leita uppruna
síns, því eins og DV skýrði
frá, fyrst fjölmiðla, er talið að
amma Reagans Bandaríkja-
forseta hafi verið íslensk,
nánar tiltekið „að norðan".
Það skyldi þó aldrei vera að
Maureen ætli að skella sér á
ættarmót norður í Skaga-
fjörð?
Og hundur-
inn gelti
Stjáni hafði verið í burtu í
viku. Þegar hann kom heim
mætti hann konu sinni í dyr-
unum. Hann kyssti hana og
faðmaði ákaft. Þá varð hund-
urinn vitlaus og gelti eins og
óður væri.
- Svei mér þá, ég held að
hundurinn þoli ekki ef ég tek
utan um þig, sagði Stjáni.
- Iss, hann er bara afbrýði-
samur, sagði eiginkonan
brosandi.
í sama bili þeytti nágrann-
inn upp dy runum hj á sér og
gólaði:
- Ég þoli ekki lengur
gjammið í þessum hund-
skratta ykkar. Nú erhann
búinn að gelta linnulaust daga
og nætur í heila viku!
Sá stóri
í nýju Sport-veiðiblaði er
meðal annars stórskemmtilegt
viðtal við Stefán Guðjohnsen,
framkvæmdastjóra Málningar
hf. Stefán er ötull laxveiði-
Stefán Guðjohnsen.
maður og hefur margt á daga
hans drifið í þeim efnum.
Hann var til að mynda sá sem
sá risalaxinn f Núpsfossum
síðastliðið sumar, er frægt
varð.
Stefán.er að sjálfsögðu
spurður um þennan físk í við-
talinu:
„...Þarna voru einir 2-3 lax-
ar, sem voru örugglega um 20
pund, og svo þetta mikla tröll.
Hann lá ágætlega við, lá
utan í steini í botni eigi langt
frá landi og við reyndum að
erta hann til töku, maðkurinn
bókstaflega skreið um nefið á
honum. Það þýddi ekkert,
hann vildi ekki gefa sig...“
En hvað ætli þessi fiskur
hafi verið stór?
„Ég get náttúrlega ekki sagt
það nákvæmlega, laxar virka
alltaf aðeins stærri í vatn-
inu,“ segir Stefán. „Hins
vegar hef ég sjálfur veitt laxa
allt upp í 26 pund og séð þá
væna um dagana. Þama vom
auk þess fyrrgreindir 20 pund-
arar og með því að byggja á
reynslu minni á stórlöxum
fullyrði ég að þessi lax hafi
ekki verið undir 40 pundum."
Engin furða þótt Stefáni
detti alltaf í hug hákarlinn í
kvikmyndinni „Jaws“ þegar
hann hugsar um þann stóra.
Umsjón:
Jóhanna S. Sigþórsdóttir
EINKAMÁL!
Til sölu VHS-videóspólur fyrir
Tilboð sendist til DV, merkt „VHS",
eða í pósthólf 8231, 108 Reykjavík.
LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK
SMÁSAGNASAMKEPPNI
Þeir höfundar sem sendu inn sögur í smásagna-
keppni Listahátíðar 1986 geta vitjað sagnanna á
skrifstofu Listahátíðar, Amtmannsstíg 1, Rvík., sími
12444, vikuna 23.-27. júní milli kl. 10.00 og 16.00.
TIL SÖLU
Lítið fyrirtæki í eigin húsnæði í austurborginni. Hent-
ugt fyrir fjölskyldu.
GÓÐ KJÖR
Tilboð sendist DV fyrir 1. júlí merkt „4371".
'jjíFÓSTRA - KEFLAVÍK
Fóstra óskast á dagvistarheimilið Tjarnarsel frá og með
1. september 1986. Umsóknir þurfa að berast fyrir
8. júlí 1986. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður
í síma 92-2670.
Félagsmálastjóri.
Sigurvegarar í víðavangshlaupinu ásamt Þorgeiri Þórarinssyni, Grásiðu.
FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU:
LAUSAR STÖÐUR VIÐ
FRAMHALDSSKÓLA
Fjölbrautaskólann á Akranesi vantar kennara í eftir-
töldum greinum:
stærðfræði, tölvufræði og rafeindavirkjun.
Umsóknarfrestur til 7. júlí.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150
Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið.
Orðsending til meðlagsgreiðenda
um innheimtu vanskilavaxta
Skv. lögum nr. 41/1986 ber að innheimta meðlags-
skuldir eldri en eins mánaðar með dráttarvöxtum.
Dráttarvextir, 2,27% á mánuði, verða fyrst reiknaðir
1. júlí nk.
Góðfúslega gerið skil fyrir þann tíma og komist hjá
greiðslu dráttarvaxta.
Innheimtustofnun sveitarfélaga.
Víðavangshlaup UNÞ
lón Sigurössan, fréttantari DV, Kelduhverfi
Ungmonnasamband Norður-Þing-
eyinga efndi til víðavangshlaupa á 5
stöðum í sýslunni. Var þátttaka víðast
hvar góð. Síðast var hlaupið í Ásbyrgi
17. júní og þátttaka heldur dræm því
úrhellisrigning var.
Þorgeirshlaup, en svo var þetta
hlaup kallað, var tileinkað Þorgeiri
Þórarinssyni, Grásíðu, Kelduhverfi.
Þorgeir gerði garðinn frægan á lands-
móti UMFÍ á Laugum 1946 þar sem
hann sigraði í víðavangshlaupinu þá.
Þetta hlaup er tileinkað Þorgeiri nú
þar sem liðin eru 40 ár frá því Þorgeir
vann þennan frækilega sigur og jafn-
framt varð Þorgeir 70 ára 12. desember
sl. Þorgeir tók þátt í þessu hlaupi nú
eftir 40 ára hlé.
Ýmislegt er á dágskrá hjá UNÞ í
sumar en þar ber hæst héraðsmót í
Ásbyrgi dagana 27.-29. júní nk. Það
hefst með því að hlaupið verður frá
Þórshöfn í Ásbyrgi á föstudag, dans-
leikur í Skúlagarði um kvöldið. Á
laugardag verða íþróttir í Ásbyrgi,
dansleikur í Skúlagarði um kvöldið. A
sunnudag verða íþróttir en kl. 14.00
hefst hátíðardagskrá í Ásbyrgi þar sem
ýmislegt verður til skemmtunar fyrir
unga sem aldna.
SÚÐAVÍK
Skólastjórar -
Kennarar
Súðavík, sem er vinalegt sjávarpláss örstutt frá
ísafirði, vantar réttindafólk til kennslu. Nemenda-
§öldi var 30 á síðastliðnu ári. Kjör eftir samkomu-
lagi, t.d. ívilnun í húsaleigu og þátttaka í flutningi
á búslóð.
Upplýsingar veita fráfarandi skólastjóri í síma 94-
4946, sveitarstjóri í síma 94-4912 og formaður
skólanefndar í síma 94-4964.
Skólanefnd Súðavíkur