Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Síða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986.
3
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir
Lögreglumaður brýtur rúðu á Hofða. Myndina tók einn „varnarliðsmanna“, Sigurður Helgason, að innan.
„Þeir brutust inn
með kylfur á lofti“
- segir Þórður Gíslason
„Sýslumaður bankaði fyrst en fékk
ekkert svar. Hann kom þá á glugga
og bað um húsráðanda, það þögðu
allir sem einn. Hann ítrekaði það og
enn sagði enginn aukatekið orð. Því
næst lamdi hann þung högg á hurðina
og loks lét hann lögregluþjón mölva
rúðu í mél. Þeir lögðust á hurðina en
gátu ekki opnað og þá var staur settur
á lögreglubíl og hann látinn brjóta
hurðina." Þannig lýsti Þórður Gísla-
son, einn úr vamarliðinu á Höfða,
áhlaupi lögreglu í Snæfellsnes- og
Hnappadalssýslu á bæinn í því skyni
að bera út ábúandann.
„Gleri rigndi inn þegar rúðan var
brotin og bam ráðskonunnar varð
ofsahrætt og grét hástöfum. Eftir að
hurðin hafði látið undan þunga lög-
reglubifreiðarinnar gekk sýslumaður
inn og bað um húsráðanda en enn
þögðu allir sem einn. Lögreglumaður
gat þá bent á hann og sýslumaður
greindi þá frá erindi sínu. Hann bað
okkur að fara út en við fórum hvergi.
Okkur var gerð grein fyrir því að ef
við hindruðum lögregluna í starfi yrði
gripið til líkamsmeiðinga. Við höfðum
ákveðið að verjast en það var við ofur-
efli að etja.
Kona hefur barið þig
Þeir komu inn með kylfúr á lofti en
við sátum berhentir og dmkkum
morgunkaffi. Við þögðum og sátum
sem fastast er þeir hófu að bera út
dótið.
Þeir létu okkur eiga sig og við stóð-
um smám saman upp þegar stólamir
vom teknir undan okkur og bomir út
í bíl.“
- Vomð þið viðbúnir handalög-
málum?
„Það var við ofurefli að etja. En ég
segi fyrir mig að ég var tilbúinn til
þess. Og konurnar höfðu á orði að
löðmnga sýslumann og segja: Mundu,
vesæli maður, að kona hefúr barið þig.
- ás.
Veiðin gengur
ekki truflunar-
laust í sumar
- segir Sigurður Oddsson
„Ég átti ekki von á svona mddaleg-
um aðferðum," sagði Sigurður Odds-
son, ábúandi á Höfða, sem var borinn
út með fógetavaldi í gær.
„Ég skil ekki af hverju ekki var
hægt að bíða eftir niðurstöðu hæsta-
réttar í þessu útburðarmáli. Dómur
fellur tæplega í málinu í haust og það
má því segja að úr því skipti ekki
máli hver niðurstaðan verður. Ég fæ
tæplega hús og hey fyrir kindumar
mínar þrjú hundmð."
Eigandi stóð ekki við samn-
inginn
„Ég byrjaði að búa héma vorið 1974.
Það var engin leiga greidd en eigendur
héldu hlunnindum. Árið 1982 fer ég
fram á að fá að byggja íbúðarhús. Eig-
andinn svaraði því til að hann myndi
byggja hús sjálfur á jörðinni. Það var
ekkert úr þvf og málið þvældist fram
og til baka. Ég hótaði um síðir að
hefja sjálfur byggingu og til að knýja
á um úrlausn bannaði ég umferð veiði-
manna um túnið. Þá loks buðust þeir
til að byggja. Ég gekk til samninga
við. fulltrúa eigenda haustið 1982 og
átti einskis annars úrkosti en að ganga
að því sem ég vil kalla nauðungar-
samning. Ég var látinn greiða 3% af
bmnabótamati en vaninn er að miða
við fasteignamat sem er í þessu tilfelli
helmingi minni fjárhæð. Ég gekk að
þessu í staðinn fyrir að húsið yrði klár-
að fyrir árslok 1983. Húsið var steypt
upp haustið 1982 en meira varð ekki
um efndir af hálfu eigenda. Ekkert var
unnið við húsið 1983 og um áramótin
lýsti ég þvi yfir að byggingabréfið
væri fallið úr gildi. Þá vildu þeir bera
mig út og gáfu mér þriggja vikna frest,
í mars 1984. Ég hef ekki vitað til að
bændur flyttu búferlum um hávetur.
Jón Steinar Gunnlaugsson tók við
málinu um þessar mundir. Hann lét i
veðri vaka að hann vildi ganga til
samninga en í rauninni var hann sí-
fellt með hótanir um að bera mig út
ef ég gengi ekki að öllum helstu atrið-
um nauðungarsamningsins.
Fyrsta útburðamálið vann ég og það
skilur enginn hvemig gat staðið á því
að hann vann það seinna. Maður hafði
á tilfinningunni að það heíði verið
dæmt fyrirfram í seinna málinu.
Ekki satt að ég hafi aldrei borg-
að leigu
Það er ekki satt að ég hafi aldrei
borgað leigu, ég get sýnt fram á það
með kvittunum. Þær lagði ég fram í
útburðarmálinu, en af einhveijum
óskiljanlegum ástæðum er þeirra að
engu getið í úrskurði fógeta.
Ég get með engu móti skilið af hveiju
-as.
„Jeppinn er eina þakið sem ég á yfir
höfuðið" segir Sigurður Oddsson.
DV- mynd: Árni Snævarr.
eigendur jarðarinnar vilja ekki bíða
með útburð þar til úrskurður hæsta-
réttar kemur. Ég veit ekkert hvað ég
á að gera. Jeppinn minn héma er eina
þakið sem ég á yfir höfuðið. Þeir gáfu
mér ekki kost núna á því að flytja
mitt dót sjálfúr. Því var komið fyrir í
lekum moldarkofa til að verða músun-
um að bráð.
Nei, svo mikið er víst að ég elska
ekki eigendurna út af lífinu. Og það
gerir enginn héma. Það má mikið
vera ef veiðar í Haffjarðará ganga
truflunarlaust fyrir sig í sumar,“ sagði
Sigurður Oddsson að lokum.
„Yfiigangur Sigurðar ástæða útburðar '
„Það er ekki landeigandinn heldur
ábúandinn, Sigurður Oddsson, sem
hefúr valið þessa leið. Það er ekki
ánægjulegt að láta bera mann út, en
það var einskis annars úrkosti," sagði
gerðarbeiðandi í útburðarmálinu á
Höfða, Jón Steinar Gunnlaugsson,
lögmaður dánarbús Thors Thors.
„Sigurður Oddsson hefur ekki viljað
hlíta dómsúrskurði án þess að til vald-
beitingar komi. Langflestir Islending-
ar hlýða niðurstöðum dómstóla enda
er það hin friðsamlega leið siðmennt-
aðra þjóðfélaga. Sigurður hefur aldrei
greitt krónu í afgjald af jörðinni. Út-
burðarbeiðni var ekki lögð fram fyrr
en Sigurður hafði sagt samningnum
upp og neitað að fara af jörðinni er
eigendur ítrekuðu að samningnum
væri sagt upp af þeirra hálfu.
Flutti inn í húsið í óleyfi
Hann flutti inn i húsið í óleyfi eftir
að samningurinn var runninn úr gildi.
Sigurður hélt uppi vömum í máli
sínu í fógetarétti. Þar var fallist á
kröfu um útburð um mánaðamótin
ágúst- september 1985. Hann virti að
vettugi birtingu dómsins og hefúr ekki
svarað ítrekuðum beiðnum um að
leiða málið til lykta friðsamlega. Á
meðan á þessum málarekstri hefur
staðið hefur ítrekað verið reynt að
semja við Sigurð en hann hefur ekki
sýnt neina viðleitni í þá átt. Konum
hefur verið boðið byggingarleyfi á
jörðinni en hann hefur ekki sinnt til-
raunum okkar um að semja um það.
Eins og málum er háttað var ekki
um annað að ræða en að láta fram-
kvæma útburðardóminn."
- Hvað vilt þú segja um fullyrðingar
þess efnis að eigendur jarðanna við
Haffjarðará stefni að því að koma þeim
í eyði?
„Það er algjör þvættingur. Útburð-
armálið á Höfða tengist ekki öðrum
málum jarðanna við Haffjarðará, svo
sem veiðiréttindamálum. Ef fylgis-
menn Sigurðar segja núna að þessi
deila sé sprottin af því gæti það stafað
af því að nýverið féll dómur um veiði-
réttindi á þessum slóðum þeim í óhag.
Ég skal ekki segja um það. Yfirgangur
Sigurðar er rótin að þessu útburðar-
máli, þetta er sérmál og út í hött að
tengja það öðrum málum,“ sagði Jón
Steinar að lokum.
- ás.
Það var sannarlega handagangur í öskjunni við Höfða í gær.
DV-mynd: KAE