Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986. Fréttir Asmundur Stefánsson, forseti ASI: Össur hlýtur að vilja kljúfa Alþýðubandalagið „Ég held að líta verði á þetta við- tal sem þátt í áróðursherferð ákveðins hóps í Alþýðubandalag- inu,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, þegar DV innti hann álits á viðtali við Össur Skarphéðinsson, ritstjóra Þjóðviljans, sem birt er í nýjasta tölublaði Heimsmyndar. í viðtalinu segir Össur að Ásmund- ur Stefánsson sé að reyna að leggja undir sig Alþýðubandalagið, hann stefrii á þing og ætli sér að verða næsti formaðurílokksins. Ásmundur var spurður hvað hæft væri í þessu. „Mér má eflaust í léttu rúmi liggja þótt ofstækisfullir menn geri mig að einhverjum allsherjargoða til lands og sjávar, í sinni martröð og sálar- þrengingum. En ég hef sagt það áður, og segi það enn, að því fylgja ákveðnir kostir fyrir forseta Al- þýðusambandsins að fara á þing. Þar er hægt að koma málum á framfæri og taka þátt í umræðum sem fá víð- tæka umíjöllun í þjóðfélaginu. Um leið er ljóst að starfi forseta ASÍ fylgir geysilegt vinnuálag. Það yrði einnig af öðrum og augljósum ástæðum erfitt að vera hvort tveggja í senn, foseti ASÍ og þingmaður. Eg hef hingað til verið þeirrar skoðunar að þessi síðari rök vægu þyngra og af þeim sökum hef ég hvergi leitað hófanna með þingsæti. En það má kannski bæta því við að eftir sjón- varpsfréttir á mánudagskvöld, þar sem þessu viðtali var slegið upp, heíur ólíklegasta fólk hringt til mín til að lýsa yfir stuðningi við mig til allra þeirra metorða sem Össur ætlar mér, þannig að það er kannski kom- ið tilefni til að endurskoða þessa afstöðu mína.“ - En hvað með formennsku í Al- þýðubandalaginu? „Þó ég hafi mikið traust á mínu eigin atgervi og dugnaði og hæfni þá held ég að menn verði einhvers staðar að kunna sér hóf. Ég ætla ekki að segja neitt um ákveðnar stöður eða ákveðin mál. Þetta er mál sem sjálfsagt er að taka til um- ræðu, en ég hef engar ákvarðanir tekið sem stefha í þá átt.“ - í ritstjómarskrifum sínum hefur Össur gagnrýnt stefnu verkalýðs- hreyfingarinnar í kjaramálum. I viðtalinu í Heimsmynd segir hann að ASÍ hafi ekki staðið sig sem skyldi í hagsmimabaráttu undan- farinna ára, að kaupmáttur hafi lækkað auk þess sem að barátta Alþýðusambandsins hafi ekki verið á pólitískum grunni. Hvað segir þú um þetta? „Það er náttúrlega auðveld aðferð, ef menn vilja gera aðra tortryggi- lega, að eigna þeim allt sem miður fer, á hvaða vígstöðvum sem vera skal. Ég verð reyndar að viðurkenna að ég get ekki gert mér grein fyrir því að hverju er stefnt með þessum að- dróttunum. Það er verið að reyna að gera okkur tortryggileg, okkur sem störfum innan verkalýðshreyf- ingarinnar, og reyndar fleiri. Því er til dæmis haldið fram að við viljum ritskoða leiðara í Þjóðviljanum. Ég veit ekki hvaða maður það ætti að vera sem hefði geðheilsu til að lesa alla leiðara Þjóðviljans. Ekki þekki ég þann mann. Það er kannski rétt að taka fram að sú gagmýni á Þjóðviljann, sem komið hefur frá mér og öðrum innan verkalýðshreyfingarinnar, gengurút á það að blaðið sé of þröngsýnt. Málum eru ekki gerð nægilega góð skil, fréttaskrif og ritstjómarstefna blandast saman, val á viðmælendum og uppsetning greina einkennist iðu- lega af hlutdrægni. Ágreiningurinn um Þjóðviljann af okkar hálfu er engan veginn um það að koma í veg fyrir einhver gagnrýnisskrif. Þvi fer fjarri að ég hafi einhvem áhuga á að ritskoða blaðið. Þvert á móti, það er mín skoðun að opna eigi blaðið svo að fleiri sjónarmið fái að koma fram. Það er að sjálfsögðu mjög alvar- legt mál að ritstjóri Þjóðviljans skuli líta á það sem hlutverk sitt að beita blaðinu í innanflokksátökum fyrir afinarkaðan hóp í Alþýðubandalag- inu. Og það er ekki síður alvarlegt að hann skuli nánast lýsa því yfir að af þeim hópi sé verið að undirbúa klofning og hugsanlega framboð með Bandalagi jafnaðarmanna og flokksbrotum annars staðar frá. Þar held ég að ritstjórinn gangi þvert á starfsskyldu sína. Það er auðvitað skylda ritstjórans að beita blaðinu Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ: Veit ekki hvaða maður hefði geð- heilsu til að lesa alla leiðara Þjóðviljans. til að fylkja alþýðubandalagsmönn- um saman.“ - Össur segir að vænta megi um- skipta á vinstri væng stjómmálanna. Er hætta á að Alþýðubandalagið klofhi? „Mér sýnist þetta viðtal gefa það mjög sterklega til kynna að ákveð- inn hópur fólks vilji kljúfa flokkinn. Það er ljóst að þegar ritstjóri Þjóð- viljans, sem er maður í innsta hring, fer af stað með gróusögur, eins og þær sem þar koma fram, getur fátt annað vakað fyrir," sagði Ásmundur Stefánsson. -EA Ólafur Ragnar Grímsson: Deilumar snúast um stjómarsamstaif Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins, telur ekki mikla hættu á því að flokkurinn klofni. „Það em auðvitað mismun- andi áherslur í ýmsum málum, til dæmis í kjaramálum og afstöðunni til stjórnarsamstarfs með Sjálf- stæðisflokki og Alþýðuflokki, en ég tel að þessi áherslumunur þurfi ekki að leiða til klofnings,“ sagði Ólafur í samtali við DV í gær. Össur Skarphéðinsson, ritstjóri Þjóðviljans, segir að ákveðinn hóp- ur innan Alþýðubandalagsins eigi hugsanlega meira sameiginlegt með Bandalagi jafnaðarmanna, Kvennalistanum og vinstri öflum í Alþýðuflokknum. Hann segir að þær aðstæður gætu komið upp sem steyptu þessum hópum í einn far- veg. Ólafur var spurður hvort þetta væri líklegt. „Ég held að allar svona einfald- anir geti verið mjög villandi ef menn taka þær bókstaflega. Það sem komið hefur fram er að yngra Ég hef enga ákvörðun tekið um formennsku. fólk í öllum þessum flokkum, og reyndar i Framsóknarflokknum líka, hefur talið mikla þörf á því að aukið samstarf skapaðist milli félagshyggjuafla til að skapa mót- vægi við Sjálfstæðisflokkinn. Ýmsir félagar okkar, sem starfa mjög náið með sjálfstæðismönnum í verkalýðshreyfingunni, hafa hins vegar verið nokkuð andvígir þess- um áheyrslum og sótt stíft í sams konar samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn í landsmálum eins og þeir hafa við ýmsa sjálfstæðismenn í verkalýðshreyfingunni." Við höfum bent á það ýmsir að ef Alþýðubandalagið ætlaði sér að verða stór flokkur þá yrðu menn að sýna umburðarlyndi og átta sig á því að margvíslegar skoðanir gætu verið þar uppi. Menn verða að átta sig á því að ekki er hægt að keyra allt í einn farveg og und- ir einn hatt einhverra örfárra forystumanna. Sú gamla tíð, sem áður fyrr var tekin góð og gild í íslenskum stjórnmálum, að allt væri agað undir einhvern einn vilja, hún er einfaldlega liðin. Menn verða að átta sig á því að ef flokkar vilja vera stórir og öflug- ir þá verða þeir að tileinka sér nútímaleg vinnubrögð og nútíma hugsunarhátt. Það þýðir ekkert fyrir einn eða tvo eða þrjá menn, hvaða titla sem þeir kunna að hafa, að ætla sér að segja heilum stjórn- málaflokki fyrir verkum." - Finnst þér þá ríkja óánægja innan Alþýðubandalagsins með þau vinnubrögð sem þar eru höfð í frammi? „Það hefur verið margvísleg gagnrýni innan Alþýðubandalags- ins. Ég tel hins vegar að hún sé á margan hátt eðlileg vegna þess að flokkurinn er búinn að ganga í gegnum mikið breytingaskeið á undanförnum árum. - Finnst þér að deilurnar innan Alþýðubandalagsins séu famar að einkennast meira af viðhorfi manna til stjórnarþátttöku og stjómarsamstarfs eftir næstu kosn- ingar? „Það er náttúrlega undirtónninn í þessu öðrum þræði. Það er sem sagt hin stóra spuming hvort menn eru fylgjandi því að Alþýðubanda- lagið taki höndum saman með Alþýðuflokknum til að stjórna með íhaldinu, eða hvort Alþýðubanda- lagið eigi að beita sér fyrir því að félagshyggjufólk í landinu myndi valkost sem kæmi í staðinn fyrir íhaldsöflin í landinu og leiti þá eft- ir samstarfi við félagshyggjufólk innan Framsóknarflokksins, Kvennalistans og annars staðar. Það er kannski hin stóra pólitíska spurning sem þarf að ræða.“ - í viðtalinu við Heimsmynd seg- ir Össur að þú stefnir að framboði til Alþingis og ætlir þér einnig for- mennsku í Alþýðubandalaginu. „Ég hef enga ákvörðun tekið um það.“ - Finnst þér það þá kannski of djúpt í árina tekið hjá honum að segja að átök um formennsku og forval í Alþýðubandalaginu á næstunni kunni að hrinda flokkn- um fyrir ætternisstapa? „Ég held að þetta sé einum of dramatískt orðalag," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. -EA Reykjavíkurflugvöllur: Einka- flugvél brotlenti á Fokker Um klukkan sjö í gærkvöldi brot- lenti eins hreyfils flugvél, TF-TAM, á Reykjavíkurflugvelli. Slysið vildi til með þeim hætti að flugmaðurinn missti sjóm á vélinni í flugtaki og skall hún niður á flugbrautina. Rann hún stjómlaust eftir brautinni og stað- næmdist lokst á Fokker vél Flugleiða, Dagfara. Þrír farþegar vom í vélinni auk flugmanns og sluppu þeir nánast ómeiddir. Engan í Fokkemum sakaði. -ÞJV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.