Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986. 5 Stjómmál Stjórnvöld gáfu fyrirheit um ákveðið gengi dollarans - segir Friðrik Pálsson I umræðum um bága stöðu íisk- vinnslunnar um þessar mundir hafa forsvarsmenn í greininni talað um að stjómvöldum bæri að bæta fisk- vinnslunni það tap sem hún hefur orðið fyrir vegna gengislækkunar dollarans síðan kjarasamningar voru gerðir í febrúar. „Þegar þjóðarsáttin var gerð byggðist hún á því dollarinn yrði 42,30 miðað við kaupgengi. Allar áætlanir sem lagðar vom til grund- vallar í kjarasamningunum byggðu á því gengi dollarans. Síðan fer doll- arinn á fleygiferð niður og það er ljóst að stjómvöld hafa ekki treyst sér til þess að standa við það fyrir- heit að gengi dollarans héldist í 42,30 krónum, sem í reynd var forsenda þess að forsvarsmenn treystu sér til að skrifa undir kjarasamninginn í vetur,“ sagði Friðrik Pálsson, for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, er hann var spurður að því hvort stjómvöld hefðu lofað fisk- vinnslunni ákveðnu gengi dollarans í kjarasamningunum. „Við getum ekki unað við það lengur að dollarinn verði undir 42,30 krónum. Við viljum fa okkar hlut bættan. Það hefur verið staðið við þessa kjarasamninga gagnvart öðr- um aðilum. Nú er komið að okkur,“ sagði Friðrik. -KB Sleipnismenn óánægðir með gerðardóminn Gerðardómur í kjaradeilu Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis og Félags sérleyfishafa er nú fallinn. Niðurstaða dómsins er meðal annars sú að bif- reiðastjórar skuli fá tveggja launa- flokka hækkun frá því sem áður var. Fyrsta hækkunin komi þegar til fram- kvæmda og sú síðari 1. október. í dómnum kveður ennfremur á um greiðslu fæðispeninga til bifreiðastjóra sem vinna fjarri heimilum sínum. Ekki munu Sleipnismenn alls kostar ánægðir með þennan úrskurð gerðar- dómsins. Telja þeir að þá skorti enn 30% upp á að ná launum bifreiða- stjóra á steypubílum. En dómurinn gildir sem samningur milli deiluaðila til áramóta. Þá fellur hann úr gildi án uppsagnar. -ÞJV Bág örlög fjölda fiystihúsa Fiskvinnslufyrirtæki á suðvest- urhomi landsins hafa átt við veruleg rekstrarvandamál að stríða á undanfömum tveimur árum. Sum hafa hreinlega hætt starfsemi, nokkur orðið gjaldþrota eða verið seld og/eða sameinuð öðrum. íshús ITafnarfjarðar var selt Sjólastöðinni fyrir u.þ.b. tveimur árum. ísstöðin í Garði var lýst gjaldþrota í fyrra. Rekstri Hrað- frystihúss Ólafs Lárussonar í Keflavik var hætt fyrir ca 2 árum. Heimir hf. í Keflavík var lýst gjald- þrota í fyrra og einnig hraðfrysti- hús Eyrarbakka. ísbjöminn var sameinaður Bæjarútgerð Reykja- víkur vegna rekstrarerfiðleika. Bæjarútgerð Hafnaríjarðar var seld. Fiystihús Grindavíkur var selt og Hraðfrystihús Sjöstjöm- unnar hf. í Keflavík var líka selt nýlega. Hjá Hraðfrystistöð Reykjavíkur er nú búið að segja upp flestum starfsmönnum. Þörf á 85 milljónum í hlutafé Ástandið hjá Hraðfrystihúsi Keflavíkur er nú mjög slæmt. Það er í hópi verst stöddu fiskvinnslu- fyrirtækja á landinu, skuldimar em yfir 300 milljónir, en vonast er til að hægt verði að bjarga fyrir- tækinu, þannig að það hljóti ekki sömu örlög og fyrrgreind fyrirtæki í þessum landshluta. „Það er ljóst að við fáum ekki aðstoð frá Byggðastofnun og við- skiptabönkum nema að til komi aukning hlutafjár. Hlutafé þyrfti að vera 100 milljónir en er núna 15 milljónir," sagði Helgi Jóna- tansson, framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss Keflavíkur. „Við höfum átt viðræður við bæjarstjóm Keflavikur um að bærinn komi til aðstoðar og gerist hluthafi í fyrirtækinu. Einnig er ætlunin að eigendur fyrirtækisins, Kaupfélag Suðumesja og Sam- bandið, auki sitt hlutafé. Endanleg niðurstaða er ekki fengin en ég er bjartsýnn á að það takist að bjarga fyrirtækinu. Hugmyndin er sú að bærinn eignist þriðjung af hlutafé fyrirtækisins," sagði Helgi. Kjarasamningarnir Að sögn Helga er aðalorsök rekstrarvandans uppsafnaðar skuldir, erfið lán og tap á útgerð- inni. „í sínum útreikningum um stöðu fiskvinnslunnar gerir Þjóð- hagsstofnun ekki ráð fyrir upp- söfhuðum skuldum liðinna ára. Eigið fé fiskvinnslufyrirtækjanna hefur brunnið upp á verðbólgubál- inu. Staðan er miklu verri en gert var ráð fyrir þegar gengið var til sam- komulags um kjarasamningana. Þá var gengið út frá því að gengi dollarans yrði 42,30 krónur en ekki 41 króna eins og er í dag. Þessi tekjurýmun ásamt auknum til- kostnaði veldur vandanum í dag.“ -KB cg SAMSUNG TÍJWMMIMA TAKN ORBYLGJUOFN með snúningsdiski r— A VERÐI SEM SLÆR ALLT ÚTÍ Kr. 10.900 stgr. 3.000 út — eftirstöðvar á sex mánuðum! íslenskur leiðarvísir Mámskeið innifalið í verði L Laugavegl 63 — Síml 62 20 25

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.