Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986. 9 Útlönd Hreinsað til eftir KalHomíuskjálfta Vinnusveitir unnu að því að hreinsa mannhæðarháa hnullunga af hrað- brautum, laga rafinagnslínur og negla fyrir glugga í gærkvöldi eftir kröftug- an jarðskjálfta sem varð í Palm Springs í Kalifomíu í gær. Jarðskjálftafræðingar, lögregla og slökkviliðsmenn sögðu að þeim væri óskiljanlegt að jarðskjálftinn, sem mældist 6 stig á Richterskvarða, skyldi valda svo litlu tjóni og engum alvar- legum meiðslum. Margir minni skjálftar komu i kjöl- farið og sögðu sérfræðingar að líklegt væri að þeir héldu áfram í nokkra daga. En Kalifomíubúar, sem em orðnir nokkuð vanir hörðum jarðskjálftum, kipptu sér ekkert upp við þennan skjálfta og héldu áfram við dagleg störf sín eins og ekkert hefði gerst. Risastórir hnullungar féllu úr hæð- unum við ströndina og lentu aðallega á hraðbrautunum og um 100.000 manns misstu rafinagnið um tíma vegna skemmda á rafmagnslínum. Einungis brotnuðu rúður í örfáum búðargluggum í Palm Spring og í einni verslun, sem sérhæfir sig í fínasta postulíni, brotnaði rúðan en ekki kom svo mikið sem spmnga í útstillinguna. Jarðskjálftans varð vart á svæðinu frá Los Angeles í vestri til Arizona í austri og fiá landamærum Mexíkó í suðri til Santa Barbara í norðri. Hess lagður á hersjúkrahús Rudolf Hess, fyrrum staðgengill Adolfs Hitler, er afplánað hefúr lífstíð- ardóm í fangelsi bandamanna frá því í síðari heimsstyrjöld, var lagður inn á breskt hersjúkrahús í Vestur-Berlín í gær. Læknar, er umgengist hafa Hess að undanfornu, segja hann þjást af þung- lyndi auk þess sem gífurlegir hitar í Þýskalandi að undanfömu hafa haft slæm áhrif á heilsufar hans. Hess var dæmdur sekur um stríðs- glæpi í lok síðari heimsstyijaldar og hefúr síðustu 40 ár dvalið í Spandau fangelsinu í Vestur-Berlín, er verið hefur undir umsjón fjórveldanna frá stríðslokum. Rudolf Hess, staðgengill Adolfs Hitler, sem orðinn er 92 óra, hefur verið lagður inn á breskt hersjúkrahús i Vestur-Berlín til skoðunar. Dauðadómur lyrir eiturlyfjadreífíngu Dómstóll í Malaysíu hefur dæmt tæplega sjötuga konu til dauða fyrir aðild að eiturlyfjadreifingu í landinu. Verjendur konunnar hafa farið fram á náðun skjólstæðings síns og vitnuðu í því sambandi til aldurs hennar og lélegrar heilsu. Stjómvöld í Malaysíu hafa hert til muna öll viðurlög við brotum á eitur- lyfjalöggjöf landsins og er hér um að ræða annan dauðadóminn í landinu sem kveðinn er upp vegna eiturlyfja- dreifingar á tveim dögum. í fyrradag voru tveir Ástralíumenn á þrítugsaldri hengdir í fangelsi í höf- uðborginni Kuala Lumpur fyrir meint eiturlyfjasmygl árið 1983. Stjómvöld í Malaysíu segjast stað- ráðin í því að bijóta niður alla eitur- lyflasölu í landinu og segja að slíkt sé óffamkvæmanlegt nema að halda uppi strangri eiturlyfjalöggjöf í landinu. Maxi speglarnir kosta aðeins 1250 kr., fjórir í pakka með festingum. Hver spegill er 39,6 x 60 cm og hægt að hengja þá upp á ýmsa vegu. MAXI húsgagnahöllin BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - 91 -681199 og 681410 Subur-Brónei K í nahaf í a Bonneo ndónes í a MARSHAL JEPPADEKK 30 x 9,5 x 15 Verð kr. 7124- 31 x 10,5 x 15 Verð kr. 7721- 33 x 12,5 x 15 Verð kr. 7970- 700 x 15 Verð kr. 5440- 750 x 16 Verð. kr. 6369- Okkar verð er. Já, þú veist. GiÞorstei yohnsoni irsteinsson Ihf. ÁRMÚLI 1 105 REYKJAVÍK Símar - 687377 685533, Yfirvöld í Malaysiu segjast staöráðin i þvi aö brjóta niður allt eiturtyfjaböl i landinu og hafa hert refsingar til muna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.