Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986. Útlönd Stórkostleg hátíðahöld gengu slysalítið fyrir sig Hátíðahöldin vegna 100 ára afmælis Frelsisstyttunnar þóttu fara vel fram og litið um slys á fólki, sem menn höfðu óttast. Einhverjar gagnrýnisraddir voru vegna umfangs hátíðahaldanna, mönnum þótti sem Bandaríkin gætu ekki staðið undir þeim dýrðarljóma og þeim hugsjónum sem umvefja Frelsisstyttuna, en flestir fögnuðu þó afmæli hennar. HaDdór Valdimarssan, DV, DaBas: Hátíðahöldin í Bandaríkjunum um síðustu helgi í tilefhi aldarafmælis Frelsisstyttunnar í New York gengu slysalítið fyrir sig. Fregnir hafa bor- ist af fjórum banaslysum af völdum flugelda, en að öðru leyti voru slys- farir með eðlilegu móti, að sögn lögregluyfirvalda. Óttast hafði verið að auk flugeldasfysa myndi verða óvenjumikið um ölvim við akstur og slys af þeim völdum. Raunin varð hins vegar sú að Bakkus var ekki neitt meir við stýrið en almennt ger- ist á þjóðhátíðardegi Bandaríkj- anna, 4. júlí, en hann bar upp á annan dag þessara hátíðahalda. Mest um dýrðir í New York Sem eðlilegt verður að teljast var mest um dýrðir í New York borg, og þá einkum umhverfis styttuna sjálfa. Tugþúsundir flykktust þar að hverju einstöku atriði hátíðahald- anna og hvem dag af fjórum streymdu milljónir manna inn á Manhattaneyju til að hylla „frúna“ og vera með. Mannmergðin á götum þar var svo mikil að stórum hluta eyjunnar var lokað fyrir bílaumferð. Götusalar fóm á kostum, seldu fána, eftirlíkingar af Frelsisstyttunni og allt það sem hægt var að koma mynd af henni á. Engar tölu em til um umfang þessara viðskipta, en ljóst er að þau hafa skipt hundmðum milljóna dollara. • Fjöldi listamanna kom fram við þessi hátíðahöld, bæði við athafhir í augsýn styttunnar, svo og viða annars staðar. Framlög þeirra vom allt frá rokkhljómleikum til hyllinga og foðurlandsástaryfirlýsinga. Öll- um var þeim tekið vel. Reagan og frú vom í broddi fylk- ingar, minntust þeirra milljóna sem fundið hafa framtíðarland undir vemdarvæng frúarinnar við New York höfn og tendmðu kyndil henn- ar að nýju. Mestu flugeldasýningar sög- unnar Daglega vom flugeldasýningar. Hin stærsta þeirra á þjóðhátíðardag- inn sjálfan, þegar nokkrum tonnum flugelda var skotið upp umhverfis Frelsisstyttuna á einni og sömu sýn- ingunni. Stærsta flugeldasýning í sögu Bandaríkjanna, að því er sagt er. Hátíðinni lauk svo á Giant-leik- vanginum í New York á sunnudag með mikilli skrautsýningu. Þar fóm fram tilheyrandi hópgöngur ungl- inga, danssýningar og blöðruslepp- ingar. Og svo auðvitað rétt ein flugeldaskothríðin í lokin. Fór svo hver til síns heima, eða því sem næst, og götusóparamir tóku við. Blendin ánægja En þótt meirihluti Bandaríkja- manna hafi ef til vill tekið þátt í fögnuðinum, í anda eða eigin per- sónu, vom ekki allir jafh sammála um eðli hátíðahaldanna og ágæti. Sumum þótti sem Bandaríkjamenn ættu ekki að fagna Frelsisstyttunni svo ákaft þegar svo margir þeirra búa ekki við fullt frelsi eða full mannréttindi. Innflytjendur af mexí- könskum uppruna töldu það hræsni að hylla innflytjendur á þennan hátt, á sama tíma og verið er að loka dyrunum á hundmð þúsunda svelt- andi landa þeirra, sem annaðhvort em í Bandaríkjunum, ólöglega, eða vilja komast þangað. Þeir spyrja sem svo hvers vegna innflytjendur séu nú óvelkomnir úr því þeir hafi gert Bandaríkin að þvi stórveldi sem þau em. Land tækifæranna Aðrir minntu á að afkomendur þeirra, sem gerðust innflytjendur gegn eigin vilja, það er þeldökkra sem fluttir vom sem þrælar til Bandaríkjanna, njóti ekki sama frelsis og flestir aðrir. Og að minnsta kosti ein sjónvarpsstöð fjallaði um húndmð kúbanskra innflytjenda sem setið hafa mánuðum, jafrivel árum, saman í fangelsi í Flórída, sumir hverjir fyrir lítið annað en að hafa flúið Kúbu án heimildar banda- rískra stjómvalda. Þannig hefur endurreisn æm Frelsisstyttunnar ýtt enn á ný við gömlum deilum, sem líklega taka seint enda. Þvi við gagnrýnendum blasa þær staðreyndir, ef þeir vilja sjá, að Bandaríkin geta ekki séð öll- um sínum þegnum fyrir atvinnu, hvað þá tekið við öllum þeim straumi sem þangað stefnir frá Mexíkó og víðar; að Kúbanimir hafa flestir brotið bandarísk lög, önnur en inn- flytjendalöggjöf, og sitja margir í fangelsi í Flórída því Kúba vill þá ekki til baka. Og svo loks það, að þótt kynþáttamisrétti eigi sér víða stað í Bandaríkjunum og þótt vegur hvítra sé þar meiri en annarra hefúr náðst vemlegur árangur í þeim mál- um, meiri en víðast hvar annars staðar. Enda fór ekki hjá því, þegar sjónvarpið fjallaði um innflytjendur sem auðgast höfðu í Bandaríkjunum, höfðu höndlað drauminn stóra, að því tókst að finna dæmi meðal allra kynþátta. Leitin var ef til vill auð- veldari í einum hópi heldur en öðrum, en hví skyldu menn fást um slík smáatriði? Bændurtöpuðu Að lokum má svo geta þess að hátíðin var bandarískum bændum dýrkeypt. Country-Westem stjaman Willie Nelson hélt um þessa helgi aðra hljómleika sína til styrktar illa stöddum landbúnaði. Þótt um 40.000 aðdáendur kæmu til að hlýða á kempuna og þá sem komu fram með honum, varð afraksturinn ekki nema rétt um hálf milljón dollara og var því kennt um að Frelsisstyttan hefði stolið athyglinni allri. Efhahagskreppa í Texas í kjölfar olíuverðslækkunar HaDdór VaHrmaissan, DV, DaDas: Efiiahagsörðugleikar em nú famir að segja töluvert til sín í Bandaríkj- unum og þá sérstaklega í Texas og öðrum olíuvinnsluríkjum. í siðasta mánuði var atvinnuleysi í Texas vel yfir 10 prósentum, sem er það mesta sem verið hefur, og er liðlega þrem prósentum yfir meðal- talsatvinnuleysi í Bandaríkjunum sem ný er um 7 prósent. Fjöldauppsagnir Orsaka þessara örðugleika er að miklu að leita í lágu olíuverði. Texas er olíuframleiðslufylki sem undan- fama áratugi hefur í síauknum mæli byggt afkomu sina á olíuiðnað- inum. Lækkun olíuverðsins hefur því komið illa við afkomu fólks í fylk- inu. Á hveijum degi berast fregnir af uppsögnum starfsfólks, lokun fyr- irtækja og auglýsingasíður dagblaða bera jafrian mikið af tilkynningum um uppboð á eigum fyrirtækja er starfað hafa í oliuiðnaðinum. Olían er þó ekki það eina sem veld- ur erfiðleikum, því landbúnaður hér i Texas á jafhframt við mikla örðug- leika að etja, svo og ýmsir aðrir atvinnuvegir. Þótt ástand mála geti ekki talist mjög alvarleg kreppa enn sem komið er telja maigir nú að Texas verði ekki lengi í viðbót í hópi auðugustu ríkja Bandaríkjanna. Hinir gullnu dagar suðvestúrsins séu hðnir. Texasbúar em því ákaflega ugg- andi um efhahagslega framtíð sína. Undanfarin ár hefur að jafnaði verið mikill straumur af fólki til ríkisins, bæði frá öðrum fylkjum Bandaríkj- anna, svo og utanlands frá. Á síðasta ári fjölgaði til dæmis að meðaltali um 700 manns á dag í Dallasborg einni saman. Þegar hefur dregið nokkuð úr þessari fjölgun og Texasbúar vilja minnka hana enn meir. Meðal ann- ars með mjög hertu eftirliti við landamæri Bandaríkjanna og Mex- íkó þar sem þau liggja að Texas. Talið er að hundruð þúsunda ólög- legra innflytjenda fari um þau landamæri árlega. Til þessa hafa Texasbúar lítið vilj- að amfist við þessu fólki en nú er ástand á atvinnumarkaði orðið þannig að flestir munu á eitt sátti'r um að samkeppni frá innflytjendum um fáanleg störf sé óæskileg. Meðan löglegt vinnuafl fái ekki vinnu, beri að stemma stigu við því sem ólöglegt er. Almenningur i olíuframleiðslurikjum Bandarikjanna hefur fundið fyrir sam- drætti í efnahagslifinu að undanfömu í kjölfar verðfalls á olíu. í síðasta mánuði var til dæmis atvinnuleysi i Texas vel yfir tíu prósent sem er um þrjú prósent yfir landsmeðaltali.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.