Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986. Frjáist.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLIVIIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Rítstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Vér landráðamenn Eftir nokkra deyfð á undanförnum árum hefur dag- blaðið Tíminn í ritstjórnargrein mótmælt þeirri stefnu, að leyfður verði innflutningur þeirra landbúnaðaraf- urða, sem nú er bannað að flytja inn. Röksemdafærslan er sem fyrr ekki upp á marga físka. Til marks um rénandi reisn Tímans er, að blaðið seg- ir ofangreinda stefnu vera landráðastefnu. Slík fullyrð- ing er oft ábending um, að hinn orðhvati sé kominn í rökþrot eða að hugsun hans sé ekki mikilla sæva. Hvort tveggja gildir um nafnlausan leiðarahöfund Tímans. Að stefna að innflutningsfrelsi er ekki sama og að stefna að ósjálfstæði. Við getum ekki hætt að vera sjálf- um okkur nóg í matvælaframleiðslu, einfaldlega af því að við erum ekki sjálfum okkur nóg í matvælafram- leiðslu. Við flytjum inn flestar okkar nauðsynjar. Umræðuefnið er ekki sjálfsmennskan, heldur hvort halda skuli áfram að vernda tvær mjög svo afmarkaðar búgreinar, sauðfjárrækt og nautgriparækt, sem fá að einoka innlenda markaðinn, þótt þær ráði svo sem eng- um úrslitum 1 matvælaöryggi þjóðarinnar. Raunar búa íslendingar við þjóða mest öryggi í að- gangi að matvælum. Það stafar ekki af kjötfjalli eða smjörfjalli, heldur af því að geymslur fiskvinnsluhús- anna eru fullar af matvælum, sem bíða útflutnings. Þar eigum við nóg af ódýrum mat á örlagastundu. Afurðir sjávarútvegs geta á neyðarstundu hæglega komið í stað afurða sauðfjár og nautgripa. Hitt er svo erfiðara að leysa, hvernig við eigum að komast yfir ávexti, grænmeti, korn og aðra búvöru, sem engum dettur í hug að framleiða hér á kostnað neytenda. Að stefna að innflutningsfrelsi er ekki heldur sama og að stefna að ósjálfstæði, sem sagt er mundu felast í kaupum á svokölluðum niðurgreiddum búvörum frá útlöndum. Fríverzlunarhyggj an vill, að við öðlumst frelsi til að kaupa sem ódýrasta vöru, - í þessu sem öðru. Heimsmarkaðsverði á búvöru er stjórnað annars veg- ar af nokkrum sérhæfðum afkastalöndum og hins vegar af varanlegri og vaxandi offramleiðslu. Afkastalöndin geta þolað lága verðið, en önnur lönd, til dæmis í Evr- ópu, greiða niður sína framleiðslu- fyrir heimsku sakir. Við eigum ekki að framleiða dýr smjör- og kjötfjöll, heldur aðstoða aðra við að losna við ódýr fjöll af slíku tagi. Skiptir þá litlu, hvort við skiptum við afkasta- miklu löndin, sem ekki greiða niður vöru sína, eða eitthvert niðurgreiðslulandið í Evrópu. í eðli viðskipta er fólgið að reyna að græða á þeim. Við reynum að selja vörur á borð við sjávarafurðir, sem við höfum aðstöðu og þekkingu til að framleiða, og kaupa í staðinn vöru, sem aðrir hafa aðstöðu og þekk- ingu til að bjóða okkur við vægu verði. Þær þjóðir, sem mesta áherzlu leggja á slík viðskipti og græða mest, eru sjálfstæðar, en ekki hinar, sem líta á sig sem safngripi í minjasafni hefðbundins landbúnað- ar, svo sem leiðarahöfundur Tímans gerir. Efnalegt sjálfstæði leiðir til annarra tegunda sjálfstæðis. Efnalegt sjálfstæði, sem fylgir í kjölfar skynsamlegra viðskipta við erlendar þjóðir, er ekki keypt með afnámi íslenzkrar tungu eða stuðningi við svokallaða aronsku í varnarmálum, þótt leiðarahöfundur Tímans haldi því fram, trúr lágkúru sinni allt á leiðarenda. Fríverzlunarsinnar verða áfram kallaðir landráða- menn af ómerkingum Tímans. En fríverzlunin sigrar og mun almennt verða talin þjóðhollasta stefnan. Jónas Kristjánsson „Auðvitað er gaman að eignast ný leikföng,...“ Við eram tækjagalnir Einar Einarsson vinur minn er búinn að kaupa sér bílasíma fyrir rúmar 100 þúsund krónur. Fyrirtæk- ið greiddi helming kostnaðarins á móti honum. Einar vinur minn ekur daglega nokkra kílómetra til og frá vinnu. Stundum fer hann með fjölskylduna á bílnum í sumarfríið. Tvisvar í viku fer hann út í bæ til að ræða við við- skiptavini en að öðru leyti vinnur Einar á bak við skrifborðið. Einar vinur minn hefur ekkert með bílasíma að gera. En ég reyni ekki að segja honum það. Einar er nefhi- lega tækjagalinn eins og svo margir aðrir karlmenn. Þægilegur í sumarbústaðinn Einar vinur minn er einn af þess- um skrifstofumönnum sem er búinn að fá sig fullsaddan af síhringjandi síma allan daginn i vinnunni. Samt fékk hann sér bílasíma. Hvers vegna? Ef það þarf nauðsynlega að ná í mig, segir Einar. Ná í þig hvenær? spyr ég. Þegar ég er úti í bæ, segir Einar. Klukkutíma í senn, tvisvar í viku, hvái ég. Tja, það er líka gott að vera ekki sambandslaus þegar maður fer í sumarhús starfsmanna- félagsins í heila viku, segir Einar. Segir Einar, sem er þeirri stundu fegnastur að geta komist í frí frá öllu saman. Einar er fómarlamb. Nei, ekki fómarlamb „óprúttinna kaupa- héðna,“ heldur eigin leikfangafysn- ar. Karlmenn hafa almennt mikinn áhuga á tækjum og tólum, líkt og flestar konur hafa áhuga á að fa sér ný föt reglulega. Aðeins það flottasta Miðað við aðrar Evrópuþjóðir virðast íslendingar fremstir í flokki tækjavæðingarinnar. Bílaeign hér er sú mesta á Norðurlöndunum, mið- að við fólksfjölda. Það em ekki ódým bílamir sem seljast aðallega. Mest seldi bíllinn er fjórhjóladrifinn Subaru sem kost- ar um 550 þúsund krónur. Rosknir og ráðsettir menn láta sér ekki nægja minna en öflugar stereo- græjur í bílinn til að geta heyrt sæmilega í fréttunum. Og þeir sem alltaf þykjast vera að flýta sér þurfa að sjálfsögðu radarvara. Hinir for- vitnu fá sér svo að auki „skanner" til að geta fylgst með athöfnum lög- reglu, slökkviliðs og sjúkraliðs. Upplýsingar um myndbandstækja- eign landsmanna em ekki til áreið- anlegar. Ýmsar kannanir benda þó til þess að allt að helmingur heimila í landinu eigi myndbandstæki. Eitt slíkt tæki kostar um það bil ein venjuleg mánaðarlaun. Kjállariiin Ólafur Hauksson ritstjóri og útgefandi hjá Sam-útgáfunni Á flestum heimilum em til mynda- vélar. Þeir sem þekkja muninn á ljósopi og hraða láta sér ekki nægja annað en fín tegundarheiti á borð við Canon, Nikon, Pentax eða Min- olta, og helst nokkrar linsur. Og svo virðist fjöldi heimila vera búinn að eignast nýjustu gerð myndavéla, þessar alsjálfvirku fyrir 35 mm film- ur. Þær kosta frá átta þúsund krónum stykkið. Fótanudd og Ijósálfar Fræg em dæmin um fótanudd- tækin og htlu ljósálfana þegar minnst er á tækjaóða íslendinga. Fullyrt var að ein jólin hafi landinn keypt 20 þúsund fótanuddtæki, sem síðan þá hafa safhað ryki. Næstu jól á eflir var það litli Ijósálfúrinn sem fékk að hanga í þúsundatali á jóla- bókunum. Nú hangir hann inni í skáp og lætur sér leiðast. Þrátt fyrir gríðarlega sölu á Soda Stream tækjum hefur gosdrykkja- sala ekkert minnkað. Ef vel er leitað finnst Soda Stream tæki innst í eld- hússkápnum á allt að öðm hverju heimih. Heimilistölvur og símtæki Aftur em karlmenn fremstir í flokki þegar kemur að tölvukaupum. Þeir em á öllum aldri sem hafa að minnsta kosti gefið sjálfum sér í jóla- gjöf heimilistölvu til að leika sér með. Minnsti hluti þeirra hefur not- að tölvuna til ritvinnslu, gagna- grunnsvinnslu eða þvíumlíks. Víða hvílir tölvan sig nú inni í „dóta- skáp“. Þegar liðkaðist um símtækjamark- aðinn og símar fóm að fást í stór- mörkuðum urðu flestir að reyna nýju tæknina. Svo komust þeir að því að litlu og nettu símamir vom óþægilegir í notkun, svo þeir fengu hvíld. Og nágrannamir gátu hlustað í útvarpstækjunum sínum á það sem sagt var í smygluðu fjarstýrðu sím- tækin, þannig að þau fengu líka hvíld. Innan veggja fyrirtækja fær leik- fangafysn karlmanna fyrst að njóta sín. Nú, rétt rúmu ári eftir að fyrstu stafrænu (digital) símstöðvamar vom teknar í notkun, er búið að endumýja símkerfi í fjöldanum af fyrirtækjum. Þar em komnar nýjar símgræjur með alls konar „fídus- um“. Og ekki má gleyma sjálfVeljur- unum, eða þá fjarstýrðu símsvömn- um. Toppurinn er hins vegar „friðþjófúr“, lítið kalltæki sem pípar á menn, hvar sem þeir em staddir, ef það er síminn til þeirra. Áuðvitað er gaman að eignast ný leikföng, sérstaklega þegar þau koma líka að einhveiju gagni. Það er alveg eins og að fá sér nýja flík. Sú hugsun verður hins vegar áleit- in hvort þörfin fyrir ný og ný leik- föng bendi ekki til leiða og skorts á lífefyllingu. Væri ekki nær að minnka hraðann, minnka yfirvinn- una sem þarf að vinna til að kaupa tækin og gefa sér í staðinn tíma til að finna ánægju í þvi að rækta fjöl- skyldu- og vinabönd, sýna náungan- um tillitssemi og njóta lífcins án hjálpartækja. Ef svo fer sem horfir verður fjórði hver bíll kominn með eitt hundrað þúsund króna bílasíma innan tíðar og eigendumir flestir hveijir orðnir stórhættulegir í umferðinni vegna þess að þeir þurfa að kjafta og blaðra í tækin til að réttlæta fyrir sjálfum sér kaupin á þeim. Ólafur Hauksson. „Rosknir og ráðsettir menn láta sér ekki nægja minna en öflugar stereogræjur í bílinn til að geta heyrt sæmilega í fréttun- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.