Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Page 24
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986.
24
litaoigelsins
MyncUist
Aðalsteinn Ingólfsson
með Kóbra-málurum að þeim hefur
sést yfir það að hann er í raun hrein-
ræktaður íslenskur náttúrumálari,
þiggur sinn innblástur alla tíð frá
íslensku landslagi og þeim vindum
sem um það leika.
Þetta segir hann sjálfur skýrt og
skorinort í tuttugu ára gömlu við-
tali við Matthías Johannessen og ef
við þurfum frekar vitnanna við lítum
við til nafngiftanna á myndum hans:
Ævintýrafjöllin, íslandslag, Gull-
flöll, Álfaklettur, Sumar, Leysing,
Stuðlaberg, Grjótlundur, ísabrot,
Klungurbjört o.s.frv.
í opna skjöldu
En vitaskuld nægir okkur vitnis-
burður myndanna sjálfra. Það fer
tæplega á milli mála að alls kyns
bergmyndanir, t.a.m. stuðlabergið,
eru kveikjan að ýmsum stallamynd-
um Svavars þar sem litablakkir
hrannast upp, hver ofan á aðra, og
að sumar litafantasíur hans, þétt-
skipaðar smágervum formum, gætu
allt eins verið stúdíur af innviðum
landslagsins, rétt eins og margar
myndir Kjarvals.
Og þá er heldur ekki erfitt að sjá
íslensk fjöll í oddhvössum formunum
sem Svavar byggir upp með takt-
fastri stígandi í mörgum þekktustu
myndum sínum.
En það er umsköpun Svavars á
þessum náttúruformum og föngum
sem stundum kemur áhorfendum í
opna skjöldu. Þvi oftast hefúr hann
minni áhuga á áþreifanlegu lands-
laginu en þeim öflum sem eru sífellt
að móta og breyta því, og þá jafn-
framt okkur sem hrærumst í þessu
landslagi.
„Landslagsmyndir" Svavars fjalla
því um togstreitu náttúruaflanna,
hvemig form eru sífellt að verða til
og hverfa undan álagi sjávar og
veðra. í þessum myndum er enginn
fastapunktur, ekkert eiginlegt frum-
lag sem festa má sjónir á, heldur er
okkur gert að gefa okkur á vald
þeim skilyrðislaust, fylgja eftir um-
breytingunum eins og þær gerast.
Spennumyndir
Það er freistandi að skoða þessar
spennumyndir, sem Svavar er farinn
að gera strax upp úr 1940, sem inn-
legg í hina svokölluðu „all over“
afstraktlist, sem amerískir express-
jónistar voru sérfræðingar í, nema
hvað Svavar er ekki aðeins að gang-
setja allt yfirborð mynda sinna
heldur er sterka rýmiskennd einnig
að finna í þeim.
Augað hvarflar þvi ekki bara um
yfirborðið heldur verða mjög skarp-
ar andstæður litanna annað hvort
til þess að visa því inn í flötinn eða
út úr honum.
Svavar hefur verið trúr upphafleg-
um markmiðum alla tíð. Þrátt fyrir
breyttar áherslur, harðlínustefnu
sjötta áratugarins, snert af ljóðrænni
afstraktlist o.fl., hefur hann ævin-
lega lagt megináherslu á að spila á
strigann með sínu sérstaka litaorg-
eli.
Tilefni þessara skrifa er að sjálf-
sögðu sýning sú á verkum Svavars
Guðnasonar sem Norræna húsið
stendur fyrir í tilefhi Listahátíðar.
Aldrei er góð vísa of oft kveðin og
eins er aldrei hægt að fá nóg af
myndlist Svavars.
Ekki yfirlitssýning
En ég má til að ítreka gagnrýni
mína á það hvemig að þessari sýn-
ingu var staðið. Hún var ákveðin
með allt of stuttum fyrirvara og er
fyrir komið í allt of litlu húsnæði.
Það gefur auga leið að sýning á 45
verkum er engin yfirlitssýning, hvað
sem forstjóri hússins segir í sýning-
arskrá.
Ekki verður hún heldur réttlætt
með því að á henni sé fjöld mynda
sem Islendingar hafi ekki áður séð.
Erlendar lánsmyndir eru nákvæm-
lega sex, þar af fimm úr þekktum
dönskum listasöfhum (Louisiana,
Silkeborg og Nordjyllands Kunst-
museum) þar sem þær hanga uppi
meiripart árs. Helftina af myndunum
á sýningunni þekkja íslenskir list-
unnendur. Það hefði hins vegar
verið fj()ður í hatt Norræna hússins
ef því hefði tekist að fá til sýnis þær
myndir Svavars sem eru í tveimur
stórum einkasöfhum í Danmörku.
Sýningunni í Norræna húsinu
fylgir gerðarleg sýningarskrá, með
greinum eftir þá Robert Dahlmann
Olsen, fyrrum ritstjóra tímaritanna
Helhesten og Cobra, og Per Hov-
denakk, safiivörð við Henies/ Onstad
listasafnið í Noregi.
Alltfyrir augað
í grein Dahlmanns Olsen er að
finna fjölda almennra fróðleiksmola
um tengsl Svavars við listhópana í
kringum Línuna, Helhestinn og
Kóbra, en eyðumar eru líka ansi
margar. Hvaða augum leit Svavar
t.d. á grímuna? Hvaða hug bar hann
til tónlistar (sjá „fúgu“ myndir,
„staccato-legato" myndir o.fl.)?
Hvaða rök hníga að því að stíll
Svavars hafi að einhverju leyti orðið
til fyrir áhrif frá þeim Scarff, Isakson
eða Weie? Margt fleira mætti spyrja
um.
Hovdenakk leitast við að skoða
Kóbra-stefnuna í samhengi alþjóð-
legrar myndlistar á sama tíma og
ferst það vel, eins og hans er von
og vísa, en verk Svavars verða hálf
utangama í greininni.
Því er tæplega hægt að segja að
þessi sýning hafi í för með sér endur-
mat á myndlist Svavars. Þvert á
móti verður hún til þess að tcíja fyr-
ir því endurmati sem aðeins fæst
með þvi að búa til gott úrval mynda
hans frá öllum skeiðum, grandskoða
það, draga af því allar þær ályktanir
sem þörf krefur og gefa út á bók.
En enginn listamaður íslenskur
gerir meira fyrir augað en Svavar
Guðnason. Því er alltaf hægt að
mæla með sýningum hans, hvemig
sem þær em til komnar. Heill þér,
meistari litaorgelsins.
-ai
Frá tjaldsýningunni á Bellevue, 1941. Málverk eftir Svavar og höggmynd eftir Sigurjón Ólafsson.
Meistari
Svavar Guðnason - Einræðisherrann, olia, 1948-49.
Andspænis myndum Svavars
Guðnasonar dugir engin hálfvelgja.
Annað hvort þola menn þær ekki
eða þá að þeir hrífast upp úr skýjun-
um. Það gerir tilætlunarsemin í
þessum myndum, eða „helvítis frekj-
an í þeim“, eins og listamaðurinn
sjálfur mundi sjálfsagt orða það. Ef
á heildina er litið gera þær sennilega
meiri kröfur til áhorfenda en gengur
og gerist með íslenska myndlist.
Svavar er vitaskuld í framvarða-
sveit norræns expressjónisma á
20stu öld og tók þátt í endumýjun
hans og útbreiðslu á árunum um og
eftir síðara stríð. í þeirri framvarða-
sveit vildu menn hleypa nýju lífi í
viðtekin expressjónísk gildi, tján-
ingu sjálfsins, opna slíka myndgerð
fyrir súrrealisma, sálgreiningu, bylt-
ingarkenndum þjóðfélagsstraumum
og bemskri sköpunargleði.
Norræn ábyrgðartilfinning bann-
aði þeim að sniðganga vemleikann
alveg en á hinn bóginn vildu þeir
ekki gera greinarmun á ytri og innri
veruleika. ímyndanir og hugarhvarfl
mannsins vom í þeirra augum lykill
að hegðan hans í daglega lífinu.
Hugarfóstur vom þeim raunvemleg.
í verkum sínum leitast hinir nor-
rænu expressjónistar við að færa
ímyndanir mannsins, og þá einkum
ótta hans og angist, í áþreifanlegt
form. Enda var þá full ástæða til,
þar sem megnið af Evrópu var undir
jámhæl nasista.
Ófreskjur og uppvakningar
Óttinn verður að dýri, ófreskju,
eða einhvers konar uppvakningi,
sem er mkt á milli hins þekkta og
óþekkta, eða þá að listamennimir
nota grímuna, eitt af víðfeðmustu
táknum menningarsögunnar, tákn
hins klofna persónuleika, ímynd
duldarinnar.
Myndlist Svavars ber þess vissu-
lega merki að hún verður til á
sérstökum stað við sérstakar kring-
umstæður. Um það vitna opnir og
ólgandi litfletimir, ævintýralegar
skepnumar og grímumar sem birt-
ast öðm hvom í litakófinu eða miðri
togstreitu formanna.
En Svavar hefúr ævinlega rekist
illa í hópi. Sterkustu einkenni á
myndlist hans em heimatilbúin, afar
persónuleg viðbrögð við því sem
hann hefur séð og skynjað. Og þar
sem listamaðurinn er um margt sér-
lundaður em myndrænar lausnir
hans ósjaldan óaðgengilegar fyrir
þá sem ekki vita hvemig Svavar
hugsar.
Myndlist hans gengur fyrst og
fremst fyrir eðlishvötum, tilfinning-
um, ekki hátimbraðri lógík. Og
Svavar Guðnason á vinnustofu sinni
liturinn er sá miðill sem Svavar
brúkar til að láta í ljós tilfinningar
sínar, ekki aðeins sjálfur litblærinn,
heldur einnig áferð hans, þykkt og
mýkt - og svo auðvitað hvemig hon-
um er slengt á flötinn.
Hnausþykkir, glóandi farvar
Þegar litið er yfir feril Svavars
allan kemur einmitt í Ijós ótrúleg
fjölbreytni í notkun lita. Hann getur
bmgðið fyrir sig hlutlausu, óper-
sónulegu flatarmálverki í stíl Légers
(sjá „Styrbjörg", nr. 1 á sýningunni
í Norræna húsinu), búið til litaveislu
með hnausþykkum og glóandi förv-
um (sjá nr. 26), blandað saman litum
á fletinum og skafið ofan af þeim
með spaða, þannig að þeir verða
yijóttir og litföróttir eins og íslenskt
grágrýti (nr. 10), eða þá að hann
kembir saman mjúka pastelliti
mjúkum höndum (sjá nr. 41-45).
Meðhöndlun litarins er eins konar
barómeter á það hvemig listamann-
inum er innanbijósts hveiju sinni.
Til þessa hafa menn verið svo önn-
um kafnir að skipa Svavari í sveit