Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Page 32
FRETTASKOTIÐ
62 25 25
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Hafirþú ábendingu eða
vitneskju um frétt -
hringdu þá í síma 62-25-25
Fyrir hvert fréttaskot, sem
birtist eða er notað í DV,
greiðast 1.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í
hverri viku greiðast 3.000
krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjálst,óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986.
Bamið í farbanni:
TVö bréf
á borði
Böðvars
H>á lögreglustjóraembættinu í
Reykjavík liggja nú tvö bréf varðandi
farbann það sem þriggja ára bam á
Blönduósi var sett í vegna deilna fóst-
urforeldra þess og fóður um yfirráða-
rétt. Annað bréfið er frá formanni
Bamavemdarráðs, Guðrúnu Erlends-
dóttur, nýskipuðum hæstaréttardóm-
ara, þar sem þess er farið á leit við
Útlendingaeftirlitið að baminu verði
ekki hleypt úr landi. Hitt bréfið er frá
Kristjáni Stefánssyni, lögmanni fóst-
urforeldra bamsins, þar sem Útlend-
■éngaeftirlitið er beðið um að líta íram
hjá farbanninu ef og þegar bamið fer
úr landi.
Eins og kunnugt er af fréttum DV
hyggjast fósturforeldrar bamsins á
Blönduósi flytja af landi brott 31. júlí
næstkomandi og setjast að í Noregi.
„Að sjálfsögðu getum við ekki skilið
bamið eftir. Milli okkar hafa myndast
tilfinningatengls sem ekki verða rof-
in,“ sagði fósturmóðir bamsins í
samtali við DV.
Reynt hefur verið að ná sáttum í
^máli þessu að undanfömu en lítið
gengið. Deila lögmenn málsaðila hart
en bréf varðandi farbann liggja á skrif-
borði Böðvars Bragasonar lögreglu-
stjóra. -EIR
ísafjörður:
Guðmundur
láti af
þingmennsku
Á félagsfundi hjá Alþýðubandalag-
inu á Isafirði í gærkvöldi var sam-
^þykkt ályktun þar sem þeim tilmælum
er beint til Guðmundar J. Guðmunds-
sonar að hann segi af sér þing-
mennsku. Samþykkt ályktunarinnar
má rekja til heilsubótarstyrksins er
Guðmundur þáði úr hendi Alberts
Guðmundssonar. -EIR
ALLAR GERÐIR
SENDIBÍLA
Skemmuvegur 50
LOKI
Já, já, fráleitt klofningstal.
Dularfullt eyðnismrt
í íslenskum kvenmanni
ekki eiturlyfjasjúklingur, blæðari eða hommi
Eyðni (AIDS) hefur í fyrsta skipti
greinst hér á landi í einstaklingi sem
stendur utan hinna hefðbundnu
áhættuhópa er veikina taka, eitur-
lyfjasjúklinga, blæðara eða homma.
Hér er um að ræða kvenmann og
er læknum hulin ráðgáta hvemig
konan hefur smitast.
„Þetta sýnir okkur einfaldlega að
AIDS getur borist utan hinna hefð-
bundnu áhættuhópa. Þetta er þekkt
erlendis en hefur ekki áður gerst hér
á landí svo vitað sé. Umrædd kona
hefur þó að öllum líkindum smitast
við samfarir, við erum að reyna að
komast til botns í þessu,“ sagði Har-
aldur Briem, smitsjúkdómalæknir á
Borgarspítalanum. Haraldur er nú
að leggja síðustu hönd ó samantekt
um fjölda eyðnisjúklinga á íslandi
en þeir em 25 talsins. Hefur þeim •
fjölgað tmi tvo á síðustu þremur
mánuðum. Annað tilfellið er konan
er hér mn ræðir, hinn sjúklingurinn
er hommi.
Skipting eyðnisjúklmga milli
áhættuhópa hér á landi er þannig
að 18 em hommar, 5 eiturlyfjasjúkl-
ingar og 2 Mla til hliðar eða utan
við áhættuhópana. Enn hefur eng-
inn blæðari verið greindur með
eyðni.
„Þessar tölur segja ekki alla sög-
una nema við vitum hversu margir
hafa komið til rannsóknar síðustu
þrjá mánuði. Mér virðist sem fólk
komi ekki lengur af sjálfsdáðum í
AIDS-rannsókn,“ sagði Haraldur
Briem.
-EIR
Þessi vörubíll sturtaði farmi sínum við Kirkjusand í Laugarnesi í gær. Til allrar óhamingju féll pailurinn ásamt farminum til jarðar.
Vélskófla kom bílstjóranum til hjálpar í ógöngunum og setti þennan viljuga vörubílspall á sinn stað aftur. DV-mynd Óskar örn
Ossur Skarphéðinsson, rttstjóri Þjóðviljans:
Klofningshugmyndir fráleitar
„Allar hugmyndir um klofning em
gjörsamlega fráleitar. Það er ein-
faldlega tómur hugarburður," sagði
Össur Skarphéðinsson, ritstjóri
Þjóðviljans, í samtali við DV í morg-
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ,
segir í viðtali við DV, sem birt er á
bls. 2, að viðtalið við Össur í Heims-
mynd sé liður í áróðursherferð
ákveðins hóps í Alþýðubandalaginu
sem ætlar sér að kljúfa flokkinn.
Þegar Össur var spurður að því í
morgun hvort hann stefndi að klofn-
ingi í Alþýðubandalaginu sagði
hann: „Alls ekki. Nei, undir engum
kringumstæðum." Össur vildi ekki
svara fleiri spumingum blaðamanns.
- sjá bls. 2.
-EA
Veðrið á morgun:
Hægyiðri
og bjart-
viðri um
allt land
Búist er við hægum vindi um
allt land á morgun. Úrkoma verður
engin og bjart verður um allt land.
Guðmundur J.
á sjúkrahúsi
Guðmundur J. Guðmundsson al-
þingismaður var fluttur á sjúkra-
hús í fyrrakvöld, að því er segir í
frétt i Alþýðublaðinu í morgun.
Samkvæmt upplýsingum DV
þjáist Guðmundur af of háum blóð-
þrýstingi. Að lokinni læknisrann-
sókn á mánudag var honum
ráðlagt að taka sér algera hvíld frá
daglegu amstí og lagður inn á
sjúkrahús.
-EA
í