Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Side 2
!— 2 ílSHMÍITHH5! ftr H'SO'í FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986. Fréttir Uppspretta Whíte Top bjórsins var á Akureyri: Tveir menn handteknir - og öflug bjórverksmiðja gerð upptæk Jón G. Hauksscn, DV, Akureyri; Tveir Akureyringar, rúmlega tvítugir að aldri, voru handteknir að heimilum sinum í fyrrinótt vegna bruggunar á „White Top“ bjómum, ólöglega bjóm- um, sem gengið hefur kaupum og sölum á Akureyri og í Reykjavík að undanfómu. Eftir handtöku mann- anna gerði lögreglan á Akureyri heimatilbúna bmggverksmiðju á Ak- ureyri upptæka. „White Top“ bjórinn var því framleiddur á Akureyri eftir allt saman. Yfirheyrslur yfir mönnunum tveim stóðu yfir hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri í allan gærdag. Frétt DV í fyrradag leiddi meðal annars til handtöku mannanna tveggja. „White Top“ bjórinn hefur verið seldur á 2500 krónur kassinn. Kúnstugt mál Allt er málið hið kúnstugasta. Fyrir tæpum tveim mánuðum kom maður til prentara eins á Akureyri og bað hann um að prenta innkaupamiða, „White Top“, sem áttu að límast á bjórkassa. Maðurinn sagði að kunn- ingi sinn, búsettur erlendis, væri með umboð fyrir „White Top“ og sæi með- al annars um sölu á bjómum í sendi- ráðin á íslandi. Prentarinn á Akureyri prentaði 12000 miða af „White Top“ og 12000 miða af „Baron Beer“ Mikið lá á að fá miðana. En þegar prentaranum var greitt fyrir prentunina var það gert með gúmmítékkum, tveim innstæðu- lausum ávísunum. Hefur prentaranum nú tekist að innheimta 12000 krónur af þeim 50-60.000 sem það kostaði að prenta miðana og standa nú yfir mála- ferli vegna þessa. Tveir menn sitja nú í haldi vegna bruggunar á „White Top“-bjómum. „Agætisbjór „Þetta var ágætisbjór, þrælsterkur og maður kippti af einni flösku," sagði viðmælandi DV á Akureyri sem fengið hafði sér „White Top.“ Annar, sem drakk flösku af bjómum í Reykjavík, var ekki eins hrifinn því í hans flösku var tómt grugg, ódrekkandi að sjálf- sögðu. En nú er saga „White Top“ bjórsins á enda, bmggverksmiðjan hefur verið gerð upptæk. „Hvíti toppurinn" átti eftir allt saman rætur sínar að rekja til Akureyrar. Grámávur á flugi yfír Reykjavík: Ræðst á bamaheimili og truflar knattspyrnuleiki „Hann byrjaði á þvi að glefsa í böm- in sem að sjálfeögðu urðu hrædd. Um þverbak keyrði þó þegar hann settist ofan á höfuðið á einu þeirra. Þá hringdum við í lögregluna," sagði Elín Mjöll, forstöðukona bamaheimilisins Ægisborg við Ægisíðu, en þar fengu böm og fóstrur óvænta heimsókn í fyrradag. Stór grámávur lenti í garðin- um hjá þeim og neitaði að fara fyrr en einkennisklæddir lögregluþjónar vom mættir á staðinn: „Það var eins og hann yrði hræddur við einkennis- búningana. Hann tók lítið mark á okkur þegar við vorum að reyna að flæma hann á brott. Um tíma vom bömin komin upp að vegg á meðan fuglinn spókaði sig í garðinum eins og hann væri heima hjá sér. Við von- um bara að hann láti ekki sjá sig aftur,“ sagði Elín Mjöll. Grámávurinn hóf sig á loft frá Guðný Þóra Guðmundsdóttir, 4 ára, á Ægisborg. Mávurinn settist á höfuð- ið á henni. DV-mynd S. bamaheimilinu er lögregluna bar að garði og flaug niður að sjó við Ægisíð- una. Hvarf hann þar sjónum manna. I hádeginu í gær birtist hann svo aftur í Laugardalnum þar sem knatt- spymuliðið Lunch United var við æfingar. Urðu menn hans fyrst varir er hann flaug tvo hringi umhverfis völlinn áður en hann áræddi að lenda. Sótti hann mjög að leikmönnum eins og í ætisleit og hafði sig ekki á brott fyrr en honum var nær því sparkað af velli. Fengu menn frið úr því. Grámávur þessi er greinilega merkt- ur á hægra fæti og lítt mannfælinn. Hann getur þó sýnt af sér grimmd, eins og fóstrumar í Ægisborg komust að raun um. Samkvæmt heimildum DV hefur lögreglan auga með fugli þessum og hyggst skjóta hann við fyrsta tækifæri. -EIR DV-mynd GVA. Gunnar G. Schram ásamt öðrum tormönnum samtaka háskólamanna á Norðurlöndum fyrir framan Uppsalaháskóla. Talið frá vinstri: E. Stengaardi frá Danmörku, R. Lethinen frá Finnlandi, J. Ullenhag frá Svíþjóð, Gunnar og H. Skuggedal frá Noregi. Sanvtök háskólamanna á Norðuriöndum: Gunnar fbrmaður Gunnar G. Schram, formaður BHM, hefur verið kjörinn formaður samtaka háskólamanna á Norður- löndum en í þeim eru um 800 þúsund félagar. Fór kjörið fram á ársfundi samtakanna í Uppsölum í Svíþjóð í byrjun þessa mánaðar. Á ráðsfundinum var rætt um sam- eiginleg hagsmunamál háskóla- manna á Norðurlöndum og sérstök áhersla lögð á þrjú atriði: Að menntun yrði að vera arðbær bæði fyrir einstaklinga og þjóðfélag- ið og því yrði að bæta kjör háskóla- menntaðra manna og auka kaupmátt launa þeirra. Að breyta þyrfti námslánakerfinu á Norðurl- öndum þannig að skuldabyrðin léttist og fleiri veldu háskólanám. Að auknu fé yrði varið til háskólar- annsókna og starfeaðstaða þeirra er þær vinna bætt. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.