Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986. 3 Fréttir Deilt um lottó á ársþingi ÍSÍ Allsnarpar deilur urðu á ISÍ-þingi um síðustu helgi vegna ákvörðunar stjómarinnar um að koma á fót svo- kölluðu lottói hérlendis eða talnaget- raunum, eins og það hefur verið kallað á íslensku. Eins og kunnugt er af fréttum DV hefur verið tekin ákvörðun um það að talnagetraunir fari af stað í nóv- ember og hafa verið gerðir samningar við Bandaríkjamenn um kaupleigu á öllum tækjum sem til þess þarf. Að sögn Þórðar Þorkelssonar, sem er í stjóm Islenskrar getspár, en svo nefnist fyrirtæki það er sér um fram- kvæmd talnagetraunanna, urðu margir þingfulltrúanna til að deila harkalega á fyrirtækið. Einkum óttast menn að þetta kunni að leiða til mik- ils samdráttar hjá íslenskum getraun- um. „Hins vegar er það orðið staðreynd að talnagetraununum verður komið á fót og menn gerðu sér fullkomlega grein fyrir því, enda fór svo að lokum að samþykkt var samhljóða svohljóð- andi ályktun: „ÍSÍ-þing 86 fagnar því að senn muni hefjast lottórekstur hér á landi. Jafnframt býður íþróttaþing samstarfsaðila sína velkomna til starfa“,“ sagði Þórður Þorkelsson. -KÞ Blindur maður með bók. Ný prentvél Blindrabókasafn íslands er að taka í notkun nýja blindraletursprentvél sem er lokaáfangi í framleiðslukerfi fyrir blindraletursútgáfu sem hannað er fyrir safnið af Hilmari Skarphéðins- syni verkfræðingi. Kerfið er þannig sniðið að hæglega má færa texta á ýmsum tölvutækum formum til vinnslu innan þess. Þannig má prenta texta á blindraletri sem upphaflega hefur verið settur í prentsmiðju fyrir hefðbundna bókaútgáfu. Þarf þá ekki fyrir blinda að vélrita textann vegna blindralet- ursútgáfunnar en það sparar að sjálf- sögðu gífurlegan tíma í vinnslu. Þá auðveldar kerfið samvinnu blindra og sjáandi starfsmanna bókasafnsins þar sem auðvelt er að flytja texta á milli blindraleturs og svartleturs. Nýja prentvélin er mjög afkastamik- il og hefur þann meginkost að prenta báðum megin á pappírinn. Skiptir það miklu í rúmfreku blindraletursprenti. -EIR I ? I Það ertilvalið að koma í JL Byggingavörur við Hringbraut eða Stórhöfða. Þiggja góð ráð frá sérfræðingum um allt mögulegt sem lýtur að husbyggingum, breytingum og viðhaldi húseigna. Við höfum ætíð heitt kaffi á könnunni. Laugardaginn 20. september verður kynningu háttað sem hér segir: Komið, skoðið, fræðist JL Byggingavörur v/Hringbraut, Laugardaginn 20. september kl. 1 Qt1 6. GÓLFTEPPIOG TEPPALÖGN. GÓLFDÚKAR OG DÚKALÖGN. Um ýmis konar ef ni og aðferðir. Sérfræðingar á staðnum. JL Byggingavörur, Stórhöfða. Laugardaginn 20. septemberkl. 10-16. SET SNJÓBRÆÐSLURÖR OG PLASTFITTINGS Sérfræðingar á staðnum. - KYNNINGARAFSLÁTTUR - BYGGINGAVORUR 2 góðar byggingavömverslanir. Austast og vestast í borginni Stórhöfða, sími 671100- v/Hringbraut, sími 28600 tórfallegt sófasett á hagstæðu Skoðið það um helgina SIÐUMULA 30 SIMI68-68-22 TM-HUSGOGN HjjsgO,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.