Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Page 4
4
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986.
Fréttir_______________________dv
Kaffibrennslan átti ekki
að fá að vita um avisos
- segir vitni í kaffibaunamálinu - spjótsn beinast að Hjalta
í forstofu dómsalarins: Jón Finnsson, verjandi Erlends, vitnið Sigurður Gils Björgvinsson, í miðið, og vitnið Þröst-
ur Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaffibrennslunnar, til hægri, ræða saman. Fyrir aftan þá, vinstra
megin, brosir blaðamaður Timans, Eysteinn Sigurðsson.
DV-mynd GVA
Framburður vitnis í kaffibaunamál-
inu í Sakadómi Reykjavíkur í gær
styður þá skoðun ákæruvaldsins að
Kaffibrennsla Akureyrar hafi vísvit-
andi verið leynd miklum afsláttum af
kaffibaunum.
Sigurður Gils Björgvinsson, sem var
aðstoðarframkvæmdastjóri innflutn-
ingsdeildar SÍS, sagði í yfirheyrslu að
ákærði, Sigurður Ámi Sigurðsson,
deildarstjóri fóðurvömdeildar, sem
annaðist kaffiinnflutninginn, hefði
sagt sér á árinu 1980 að Kaffibrennslan
vissi ekki um tilvist avisos-greiðsln-
anna og að Kaffibrennslan ætti ekki
að fá að vita um avisos-greiðslumar.
Ekki mundi vitnið hvort það hefði
komið fram í þessu sambandi hvaðan
þessi ákvörðun væri.
Ágreiningur um réttarstöðu
Sigurðar Gils
Yfirheyrslan yfir Sigurði Gils taíðist
í gærmorgun vegna ágreinings um
hvaða réttarstöðu hann skyldi hafa,
hvort hann skyldi hafa réttarstöðu
vitnis eða gmnaðs manns. Var gert
hlé um tíma á réttarhaldinu meðan
dómarar ræddu málið. Niðurstaða
þeirra varð sú að Sigurður Gils skyldi
yfirheyrður sem vitni.
Sigurður Gils er ekki ákærður í
málinu. Yfirmaður hans, Hjalti Páls-
son framkvæmdastjóri, og undirmaður
hans, Amór Valgeirsson, deildarstjóri
fóðurvömdeildar, em hins vegar báðir
ákærðir.
Amór hefur borið að Sigurður Gils
hafi haft umsjón með skilum á avisos
og tekið ákvarðanir um kaffiviðskipt-
in. Vegna framburðar Amórs hefur sú
spuming vaknað hvort tilefni sé til
útgáfu ákæm á hendur Sigurði Gils.
Reiðubúinn að bera vitni án
aðstoðar lögfræðings
Eftir að dómsforseti hafði gert Sig-
urði Gils grein fyrir mismun á réttar-
stöðu vitnis, gmnaðs manns og
ákærðs, svo og upplýst hann um að
hann gæti óskað eftir hléi til að ráða
sér lögfræðing, lýsti Sigurður Gils því
yfir að hann væri reiðubúinn að bera
vitni í málinu.
Sigurður Gils sagði að hann hefði
fyrst kynnst kaffiinnflutningsmálum
innflutningsdeildarinnar í nóvember
eða desember árið 1981 þegar ákveðið
hefði verið að Sigurður Ámi Sigurðs-
son færi til London. Hjalti Pálsson
hefði þá falið honum að setja sig inn
í kaffiinnflutninginn og ýmis önnur
mál hjá Sigurði Áma með það í huga
að hann setti síðar eftirmann Sigurðar
Ama inn í þessi störf.
Minnti Sigurð Gils að ákærði, Sig-
urður Ámi, hefði skrifað fyrir hann
lýsingu á því hvemig kaffiinnflutn-
ingsviðskiptin gengju fyrir sig. Jafn-
framt þessu hefðu þeir nafriamir farið
saman yfir stöðu allra kaffisendinga á
árinu 1980 og afhent Hjalta Pálssyni
afrit af skriflegri stöðu.
Undrandi á háum fjárhæðum
Sagði Sigurður Gils að honum hefði
komið á óvart, þegar niðurstaða lá:
fyrir, hversu háar fjárhæöir væri um
að ræða í sambandi við avisos.
Minntist hann engra sérstakra við-
bragða af hálfu ákærða, Hjalta, þegar
hann var búinn að fá í hendur yfirlitið
yfir avisos-greiðslumar.
Kvaðst hann hafa fengið að vita hjá
Sigurði Áma hvemig hægt væri að
nýta áunna avisosa. Kvaðst hann hins
vegar ekki hafa vitað að yfir hverja
sendingu væru gerðar tvær faktúrur
né hafa séð þessi skjöl.
Sagði vitnið að Sigurður Ámi hefði
sagt sér að NAF, Norræna samvinnu-
sambandið, sæi um að halda utan um
endurgreiðslumar, það er avisosinn,
og sæi um að fyrirtækið notaði avisos
til greiðslu á nýjum kaffikaupum.
„Það var Hjalti Pálsson“
Kvaðst Sigurður Gils engin afskipti
hafa haft af daglegri framkvæmd
vegna kaffiviðskiptanna en ákærði,
Arnór, hefði leitað til sín, meðal ann-
ars með kaffitilboð.
í réttinum var rifjað upp símtal sem
Sigurður Gils átti við framkvæmda-
stjóra Kaffibrennslimnar snemma á
árinu 1981 þar sem tilkynnt var um
ákvörðim um að endurgreiða Kaffi-
brennslunni avisos að fjárhæð 57
dollara á hvem 50 kílóa kaffibauna-
sekk. Var hann spurður hver hefði
tekið þessa ákvörðun um endur-
greiðslu og hver hefði falið honum að
tilkynna Kaffibrennslunni um hana.
„Það var Hjalti Pálsson," svaraði
Sigurður Gils.
Staðfesti hann að í bréfi, sem Amór
Valgeirsson hefði sent Kaffibrennsl-
unni í framhaldi af símtalinu, væri
rétt eftir sér haft og að hann hefði séð
frumrit bréfsins.
Saksóknari heldur því fram að með
þessu bréfi hafi Kaffibrennslan verið
blekkt og látin halda að um fulla end-
urgreiðslu hefði verið að ræða.
Saksóknari spurði hvort vitnið hefði
litið á kaffiinnkaupin sem beina sölu
til Kaffibrennslunnar eða umboðssölu.
Kvaðst Sigurður Gils hafa litið á þau
sem beina sölu.
Lengra komst yfirheyrslan yfir hon-
um ekki. Var henni frestað. Ljóst er
að síðasta svar hans um að viðskiptin
hefðu ekki verið umboðssala kallar á
margar spumingar enda um lykilatriði
að ræða.
Guðmundur Skaftason hæstaréttar-
dómari mætti einnig fyrir réttinn sem
vitni í gær. Guðmundur tengist málinu
á þann hátt að hann var í fjögurra
manna nefnd sem á síðari hluta ársins
1981 fjallaði Um skiptingu avisos-
greiðslnanna. Hann var þá sjálfetætt
starfandi lögfræðingur og endurskoð-
andi.
Valur bað Guðmund um að
vera fulltrúi Kaffibrennslunnar
Guðmundur sagði að Valur Am-
þórsson hefði, sem stjómarformaður
Kaffibrennslunnar, haft samband við
sig og farið þess á leit að hann tæki
þátt í þvi sem fulltrúi Kaffibrennsl-
unnar að leysa úr ágreiningi milli
Kaffibrennslunnar og SÍS um hvemig
skipta skyldi svonefndum avisos.
Taldi Guðmundur að þetta hefði
verið seint um sumarið 1981 eða um
haustið það ár. Virtist honum sem
Valur hefði þá verið nýbúinn að fá
vitneskju um avisosinn.
Taldi Guðmundur að tekið hefði
verið til við að fara ofan í málið í
október eða nóvember 1981. Með hon-
um hefðu starfað Geir Magnússon,
Geir Geirsson og Snorri Egilsson.
Hittust þeir í nokkur skipti og settu
sig inn í málið.
Hann sagði að ekkert hefði komið
fram um skjalalega meðferð í sam-
bandi við innflutninginn þegar hann
ræddi við Val Amþórsson fyrst.
Minntist hann þess ekki að hafa rætt
við aðra en Val frá Kaffibrennslunni
um framangreind mál.
Tók Guðmundur fram að hann hefði
aldrei verið kjörinn endurskoðandi
hjá Kaffibrennslunni né ráðinn sem
slíkur.
Samkomulag náðist ekki
Hann sagði að aldrei hefði náðst
samkomulag um skiptingu avisos og
ekkert skriflegt hefði verið gert um
störf nefndarinnar.
Sagði hann að skýring forráða-
manna Kaffibrennslunnar á því hvers
vegna þeim bæri avisosinn hefði verið
sú að um umboðsviðskipti hefði verið
að ræða. Fulltrúar innflutningsdeildar
SÍS hefðu hins vegar meðal annars
talið að vegna þátttöku SfS í NAF
hefði avisosinn fengist og því bæri SÍS
að njóta hans að hluta.
Guðmundur sagði að litið hefði verið
á umrætt mál sem viðskiptamál og
hefði hvorugur aðili gert ýtmstu kröf-
ur um allan avisosinn. Hefði Kaffi-
brennslan talið að SÍS bæri eðlileg og
sanngjöm umboðslaun vegna við-
skiptanna. Hefði það verið meginatriði
nefridarinnar að komast að niðurstöðu
um þetta atriði.
Ekki hefði af hálfu Kaffibrennslunn-
ar verið litið svo á að beita bæri
ýtrasta lagalegum rétti Kaffibrennsl-
unnar heldur bæri að miða að sann-
gjamri og eðlilegri lausn miðað við
aðstæður.
Kvaðst vitnið aldrei hafa heyrt
nefiidar tvöfaldar faktúrur í viðræðum
nefhdarmanna.
Fram kom að störfum nefhdarinnar
lauk í desember 1981. Mundi vitnið
ekki eftir neinum afskiptum sínum af
málinu eftir þann tíma. Taldi það að
ekkert samkomulag hefði verið komið
á þegar það hætti afskiptum sínum af
málinu.
-KMU
Ungur íslendingur lék
með Manchester United
- og skoraðí annað af tveim mörkum gegn Norwich
íslenskur piltur, Rúnar Guð-
mundsson, 19 ára, lék á dögunum
með úrvalsliði Manchester United
gegn Norwich. Skoraði Rúnar annað
tveggja marka United sem veinn
leikinn, 2-0.
Það var hinn góðkunni sóknar-
prestur, sr. Róbert Jack á Tjöm á
Vatnsnesi, sem fór með Rúnar utan
og kom honum á framfæri við Man-
chester United. Rúnar er sóknarbam
sr. Róberts og bað presturinn góðvin
sinn, Matt Busby, forseta Manchest-
er United, að koma Rúnari í leik hjá
liðinu. Það gekk, eins og fyrr sagði,
og skoraði Rúnar hið fyrra af tveim
mörkum liðsins. Eftir á sögðu þjálf-
arar unglingaliðsins að það hefði
verið fallegt mark sem sveitapiltur-
inn íslenski skoraði en eðlilega
vantaði hann æfingu miðað við sam-
herja sína í Manchester United en
þeir em allir atvinnuknattspymu-
menn sem leika níu mánuði á ári.
Matt Busby, forseti Manchester
United.