Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Síða 14
14
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986.
Frjálst.óháð dagblaö
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JONAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr.
Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr.
Verkfallsréttur
Samningur tollvarða og fjármálaráðuneytisins skipt-
ir miklu. Hann bíður nú afgreiðslu tollvarða, sem munu
vera um eitt hundrað. Forsvarsmenn tollvarðanna
sömdu um verulegar kauphækkanir til sinna manna,
nokkuð líkt því, sem lögreglumenn fengu í sumar. Gegn
þessu var samið um, að tollverðir afsöluðu sér verk-
fallsrétti.
Lögreglumenn fóru eins að. Þeir höfðu dregizt mjög
aftur úr í launum. Verkfallsrétt höfðu lögreglumenn
ekki haft í reynd. Því sömdu forráðamenn lögreglu-
mannafélagsins um afsal verkfallsréttar, sem verið hafði
til á pappírnum, gegn verulegri kauphækkun. Launa-
hækkanir þeirra verða framvegis miðaðar við launa-
hækkanir nokkurra annarra hópa.
Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja snerist
hart gegn samningi lögreglumanna og reyndi að fá hann
felldan. Það mistókst. Almennir lögreglumenn sam-
þykktu samninginn. Það var enda þeirra hagur.
Enn vitum við ekki, hvort tollverðir samþykkja sinn
samning. En slíkt væri þeirra hagur.
Það er í sjálfu sér rétt, að löggæzlustéttirnar hérlend-
is hafi ekki verkfallsrétt.
Eitt meginatriði stjórnar hvers þjóðfélags er að sjálf-
sögðu gæzla laga og réttar.
Tollverðir hafa tvímælalaust rétt til að afsala sér
verkfallsrétti í kjarasamningum sínum. Tal BSRB-forys-
tunnar um, að slíkt standist ekki gagnvart landslögum,
er rangt.
Þegar litið er til þess verkfallsréttar, sem tollverðir
hafa haft, sést, að hann hefur verið mjög takmarkaður.
í síðasta verkfalli BSRB þýddi verkfallsréttur tollvarða
til dæmis gagnvart flugfarþegum mestmegnis aðeins,
að slakað var á gæzlu.
Auðvitað má ekki lýðast, að verkfall leiði til dæmis
til þess, að eiturlyf eigi greiðari aðgang inn í landið.
Því er óhætt að mæla með því frá þjóðhagslegu sjón-
armiði, að löggæzlustéttir hafi ekki verkfallsrétt.
Afstaða samningamanna tollvarða byggist meðal
annars á því, hversu illa tókst til í hinu síðasta stóra
BSRB-verkfalli, 1984.
Verkfallið var rekið af hörku. Niðurstaðan varð veru-
legar kauphækkanir, sem gengu yfír allt landið. Það
var stundarávinningur einn. Þjóðarbúið gat ekki staðið
undir þessum hækkunum, sízt útflutningsatvinnuveg-
irnir. Gengisfelling fylgdi og síðan óðaverðbólga. Þegar
upp var staðið, höfðu félagar í BSRB tapað á verkfall-
inu. Það var ekki vegna illvilja ríkisstjórnar, hvaða
ríkisstjórn sem er hefði gert hið sama. Af þessu lærðu
menn í BSRB.
BSRB er illa statt um þessar mundir. En það er ekki
vegna þeirra kjarasamninga, sem fj ármálaráðherra hef-
ur gert. BSRB hefur lengi verið að veikjast og sundrast.
Verkfallið 1984 var meðal annars gert til að halda ein-
ingu í samtökunum.
Ekki verður horft framhjá þeirri hættu, að hópupp-
sagnir taki við af verkföllum í vaxandi mæli sem vopn
í kjarabaráttu.
Nefna má, að lögreglumenn höfðu í sumar almennt
sagt upp störfum.
Vara verður við slíkri beitingu hópuppsagna. Ein
meginhættan við þá aðferð er, að tekjuháir hópar geti
bezt nýtt hana og aukið tekjumuninn í þjóðfélaginu.
Haukur Helgason.
„íslenskir tannlæknar eru góðir fagmenn. Þeir eiga og hafa fengið vel greitt fyrir sína vinnu, ef til vill best af
öllum stéttum þessa lands.“
Tannlæknar, tekjur
og tiyggingar
Á dögum Krúsjefs höfðu Sovét-
menn lítið fram að færa á móti
styrkri og vinsælli stjóm Kennedys
annað en mergjaðan orðaflaum og
illa hegðan. Aðspurður hvort ekki
væri rétt að svara í sömu mynt sagði
Kennedy að síst skorti fukyrði í
enskri tungu, spumingin væri auð-
vitað miklu heldur hvort það væri
vænlegasta leiðin til að bæta sam-
búðina milli stórveldanna eins og
heimsbyggðin vonaðist til.
Þessi htla saga kom i huga mér
er ég las grein Ólafs G. Karlssonar
tannlæknis um deilu Trygginga-
sto&iunar ríkisins og Tannlæknafé-
lags fslands í Morgunblaðinu þ. 12.
september sl. Það er leitt til þess að
vita að svo skynsamur maður skuli
þurfa að verja svo erfiðan málstað
með svo vondri grein. Jafnvel að
hnökuryrðum slepptum er saga deil-
unnar rakin á þann hátt að athuga-
semda er þörf.
Nú eru tæp sex ár frá því að Trygg-
ingastofnun ríkisins sagði upp
meingölluðum samningi við Tann-
læknafélag fslands. Reikningsskil
skv. þeim samningi vom þess eðlis
að vart var hægt að sjá hvað fram
hafði farið milli tannlæknis og sjúkl-
ings. Þótt reikningseyðublöð TR séu
ekki fúllkomin enn þann dag í dag,
þá em þau hátíð miðað við hið eldra
form, sem tannlæknar kvörtuðu þó
aldrei undan. Allir viðskiptavinir
tannlækna, jafnt TR sem aðrir, eiga
kröfu á því að gerð sé grein fyrir því
á reikningi fyrir hvað sé verið að
borga. Vonandi standa tannlæknar
sig betur gagnvart almennum við-
skiptavinum i þeim efhum.
Ný gjaldskrá
Fljótlega eftir uppsögn samnings-
ins var farið að huga að gerð nýrrar
gjaldskrár en það verk hefur tekið
lengri tíma en nokkum gat órað fyr-
ir. Þegar einstakir gjaldskrárliðir
höfðu hins vegar verið metnir til fjár
nú í sumar kom í ljós að þeir vom
flestir hveijir mun hærri en gengur
og gerist á Norðurlöndunum. Al-
menningur á Norðurlöndunum
hefur hærra kaup til að mæta lægri
tannlæknareikningum þar. Hér á
landi er þetta öfugt.
Samninganefhd TR þótti þetta næg
ástæða til að fresta gerð nýs gjald-
skrársamnings og komast rækilega
til botns í þessu máli. Þvi var boðið
upp á bráðabirgðasamkomulag með-
an sameiginleg rannsókn færi fram.
í meginatriðum fól tilboð TR í sér
taxtahækkun fyrir tannlækna upp á
23,47% vegna hækkana á kostnað-
KjaUariiin
Sigurjónsson
hagfræðingur, deildarstjóri
í heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytinu
argmnni, en á móti kæmi lækkun
sérfræðiálags úr 40% í 20%, en það
mun ekki óalgeng álagsstærð á
Norðurlöndunum. Þar að auki er
20% sérfræðiálag mun meira virði
nú, þegar verðbólgan er komin und-
ir 10%, heldur en 40% vom við gerð
gamla samningsins 1975 þegar þjóð-
in bjó alla jafha við 50rí50% verð-
bólgu.
Tannlæknar höfnuðu tilboð-
um TR
Þetta var heildartilboð, sem tann-
læknar gátu hafnað eða tekið. Þeir
ákváðu að pilla rúsínumar úr og
skila kökunni. Tilboðinu var því
hafriað. Mestu olli þar um að sér-
fræðingar vildu ekki una við skertan
hlut enda þótt 40% álag þeirra á
veglega hækkaðan taxta væri komið
gjörsamlega út úr kortinu miðað við
efhahagsþróun og önnur fagleg sjón-
armið.
Tannlæknar báðu nú um end-
umýjað tilboð um hækkun á kostn-
aðargrunni en vildu lítið hreyfa við.
sérfræðingum. Nú var af hálfu TR
lögð á það áhersla að hér væri um
bráðabirgðasamkomulag að ræða
meðan beðið væri eftir niðurstöðum
af samanburði norrænna taxta. Það
skal tekið fram að tannlæknar fá
allar hækkanir sem verða á launum
tíu efstu launaflokka BHM. Tilboðið
um 23,47% hækkun taxta var því
fyrir utan það. Þar sem þessi hækk-
un átti að koma á kostnaðargrunn
var tannlæknum nú boðið upp á
lækkun á opinberum innflutnings-
gjöldum af vörum til tannlækninga
sem þessu næmi. Þetta hefði þýtt
verulega lækkun tannlækniskostn-
aðar fyrir allan almenning. Viðkom-
andi heildsölur hefðu misst einhvem
spón úr sínum aski, en þær em flest-
ar í eigu tannlækna. Þessu tilboði
var hafiiað.
Nú var orðið ljóst að tannlæknar
vom ekki til viðræðu um annað en
ýtrustu kröfur og það kom síðan í
ljós er þeir gáfu út sína eigin gjald-
skrá þar sem stefnt er að öllum þeim
hækkunum sem þeir höfðu farið
fram á.
Rausnarlegt boð ráðherra
Heilbrigðisráðherra átti nú þann
einn kost að gefa út sérstaka gjald-
skrá. Þar var 40% sérfrseðiálag látið
óskert en taxtahækkun skv. hefð-
bundnum útreikningi var ákveðin
5,5% til 30. nóvember nk., eða skem-
ur ef niðurstaða væri fengin fyrr i
þessum samningum. Miðað við það
sem á undan var gengið var þetta
rausnarlega boðið af ráðherra, enda
meiningin að liðka til. Öll hnjóðs-
yrði í hennar garð em því ómakleg,
svo ekki sé meira sagt. En þvi miður
hafa tannlæknar ekki enn sýnt af
sér þann þroska, sem nauðsynlegur
er til samningsgerðar.
Ólafur G. Karlsson harmar í lok
greinar sinnar að þessi mál bitni
verst á þeim er síst skyldi og segir
það von forráðamanna TFÍ að trygg-
ingaþegar hafi sem minnst óþægindi
af þessu. Tannlæknar vita mætavel
hvemig á að haga reikningsgerð til
að sjúklingar fái reikninga sína end-
urgreidda hjá TR og sjúkrasamlög-
um. Þrátt fyrir það em mikil brögð
að því að sjúklingar séu sendir með
rangt útfyllta reikninga í sjúkrasam-
lögin af tannlæknum, sem neita þeim
síðan um leiðréttingu, þannig að
sjúklingar ná ekki rétti sínum gagn-
vart tryggingunum. Það er áreiðan-
lega eitthvert fúkyrði til á íslensku
sem skýrir þennan mun á orðum og
athöfhum.
íslenskir tannlæknar em góðir
fagmenn. Þeir eiga og hafa fengið
vel greitt fyrir sína vinnu, ef til vill
best af öllum stéttum þessa lands.
Það gildir hins vegar einnig fyrir þá
sem aðra í þessu þjóðfélagi að það
em takmörk fyrir því hvað gott þyk-
ir.
Jón Sæmundur Siguijónsson.
„Allir viðskiptavinir tannlækna, jafnt TR
sem aðrir, eiga kröfu á því að gerð sé grein
fyrir því á reikningi fyrir hvað sé verið
að borga.“