Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Qupperneq 26
38
FOSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986.
Menning
Skemmtilegt starf
verður aldrei þreytandi
Rætt við Martein Hunger Friðriksson
Marteinn Hunger Friöriksson við nýja orgelið. DV-mynd Óskar Öm
í nýlegu hirðisbréfi biskups er það
hugleitt hvort lófatak í kirkjum sé
velsæmi. Lengi deildu menn líka um
hvemig tónverk samin Guði til dýrðar
mættu vera, og hafa tónskáld öðm
hverju verið að reka sig á kreddur i
því efrii. Þær hljóta þó endanlega að
vera fyrir bí eftir að hin frjálslynda
kaþólska kirkja lýsti því yfir að senni-
lega væri Lúkasarpassía Pendereckis
Guði þóknanleg. Þá er Guð farinn að
leyfa ómstríður og kannski bráðum
hávaða eins og lófatak.
Ekki veit ég hvað forkólfar kirkju-
tónlistar láta sig þetta miklu varða.
Þeirra er að fást við tónlistina sjálfa,
að halda ákallinu lifandi; en til að það
sé lifandi þarf tónlistin ef til vill einn-
ig að vera í endursköpun. Marteinn
Hunger Friðriksson virðist þeirrar
skoðunar. Ný tónverk hafa undanfarið
verið liður á efhisskrá Dómkórsins í
Reykjavík og nú spvrst út að væntan-
leg sé hljómplata kórsins með íslenskri
kirkjutónlist.
Marteinn er í sjöunda himni á
kirkjuloftinu og við tökum tal saman.
Dómkórinn er engin ný bóla, Mar-
teinn?
„Nei, hann hefur lengi sett svip sinn
á tónlistarlíf hérlendis. Til em ágætar
upptökur sem Páll Isólfsson gerði með
kómum.
Á síðari árum höfum við þó reynt
að taka meiri þátt í almennu tónlistar-
lífi og höldum sjálfstæða tónleika. Við
höfum sinnt meira nýrri kirkjutónlist
og höfum árlega látið semja fyrir okk-
ur verk af því tagi. Kórmeðlimir hafa
áhuga á nýrri tónlist.
Kórinn þarf þó jafnframt að sinna
hefðbundnu hlutverki sínu, messu-
söngnum. Til að þetta sé hægt höfum
við skipt söngfólkinu í hlutverk, þann-
ig að kórinn vinnur í tveimur hópum.
Þannig verður ekki of mikið álag á
fólk og árangurinn því betri. Nú em
um fjörutíu manns sem undirbúa tón-
leikahaldið, en mismargir í messu-
kómum, svona tveir tugir.“
Fylgir því einhver sérstaða að vera
dómkór?
„Kannski helst að þvi leyti að í
Dómkirkjunni fara fram ýmsar merk-
isathafnir á vegum ríkisins. Tónlistar-
flutningur er þá mjög mikilvægur og
hlutur tónlistar gjaman stór í athöfh-
inni. Dómkórinn mun alltaf hafa sínar
hefðir. Það er gaman að syngja við
forsetainnsetningu eða Alþingissetn-
ingu eða að syngja í fólkið hita þegar
það flýr inn úr rigningunni 17. júní.
Efhisskráin er auðvitað nánast ein-
göngu kirkjuleg tónlist. Það slæðast
þó oftast nokkur íslensk þjóðlög með.
Það er gott að syngja sig saman í þeim,
þau em góð á ferðalögum og falla í
góðan jarðveg í ágætu félagslífi kórfé-
laga.“
Ferðast kórinn?
„Það telst kannski ekki mikið enn
sem komið er. Sumarið 1985 fór hluti
kórsins til Danmerkur og Svíþjóðar
en annar hluti til Færeyja. Það er
áhugi fyrir meiri ferðalögum og að lik-
indum verður farið eitthvað næsta
sumar. Þetta árið fórum við hins vegar
ekki því fjármagn og tími fór í að
undirbúa plötuútgáfuna. Nú er upp-
tökum lokið.“
Á platan sér eitthvert tilefhi?
„Nei, ekkert. Við vildum bara ekki
að þessi nýju verk sem við vorum
búin að æfa upp gleymdust, og fannst
að þau mættu heyrast oftar. Þetta
verður eins konar sýnishom af þeirri
fallegu kirkjutónlist sem ísland á.
Þama verða verk sem samin hafa
verið fyrir okkur; Gloria eftir Hjálmar
Tónlist
Atli Ingólfsson
Ragnarsson og Áminning eftir Þorkel
Sigurbjömsson. Eldri íslensk sálmalög
fylgja auðvitað með. Ég leik Tokkötu
Jóns Nordals, sem hann samdi i tilefni
af vígslu nýja orgelsins í Dómkirkj-
unni, og Chaconne eftir Pál ísólfsson.
Það líkist engu öðm að syngja verk
sem em samin fyrir kórinn. Að vinna
þau þannig, nýfædd, veldur því að við
þau myndast sérlega sterk og persónu-
leg tengsl. Sinn þátt í þessu eiga átökin
við æfingamar, að æfa verkin fyrir
tilsettan tíma, og síðan spennan að
vita undirtektir áheyrenda. Þetta er
nánara samband en við gömul verk
þótt auðvitað séu þau líka spennandi
viðfangsefrii."
Já, þú spilar á nýja orgelið á plöt-
unni?
„Einmitt, vígt 1. desember í fyrra
með Tokkötunni sem ég nefndi áðan.
Hljóðfærið er óvenjulega gott og er
metið á litlar sjö og hálfa milljón
króna. Mér verður stundum hugsað
til þess að það em fáir tónlistarmenn
sem fá jafhdýrt hljóðfæri til varðveislu
og meðferðar.
Við gerum okkur vonir um að þetta
verði til að auka áhugann á orgeltón-
list og hvetja mætti fólk til að láta
ekki orgeltónleika í Dómkirkjunni
fram hjá sér fara. Það er fyrirhafnar-
innar virði að heyra í þessu stórkost-
lega hljóðfæri.“
Hvað er svo i deiglunni?
„Framundan em tónlistardagar
Dómkirkjunnar 4. til 9. nóvember. Þar
heldur orgeltónleika Þjóðverjinn Rolf
Schönstedt. Annar ágætur gestur
verður norska tónskáldið Knut
Nystedt sem samið hefur verk fyrir
kórinn. Frumflutningi þess mun hann
stjóma sjálfur á tónleikum kórsins.
Messukórinn okkar syngur svo há-
tíðamessu. Um svipað leyti kemur
platan út.“
Þú ert störfum hlaðinn?
„Það er að mörgu að hyggja í kór-
starfi sem þessu. Tónleikar þurfa
langan undirbúning, maður hefur
varla slegið af á hausttónleikum þegar
byrja þarf að velja verk að syngja í
utanlandsferð sumarsins. Svo er mað-
ur að raddprófa, hringja út söngfólk,
kannski til að koma fram næsta dag,
eða maður gramsar eftir forspili við
næstu jarðarför. Ég er að leita fjár-
stuðnings við plötuna og ýmislegt
fleira fellur til. Þrátt fyrir þetta reyndi
ég að vera góður kennari í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík og þar bíða
önnur mál að fást við.“
Þú ert líka orgelleikari?
„Ég get ekki montað mig að hafa
verið iðinn sem konsertorganisti, en
þó hef ég haldið mína tónleika hér og
erlendis; ég hef alltaf gert eitthvað.
Til dæmis fer ég til V-Þýskalands í
byrjun október og held tónleika í
Hamm.
Það er óneitanlega nokkurt stríð
milli orgelleikarans og kórstjórans í
mér. Nýja orgelið hjálpar orgelleikar-
anum nú svolítið. Það er allt í lagi.“
Svo brosti Marteinn. „Jú, maður
hefur nóg að gera. Allir hafa nóg að
gera. Ef maður er í starfi sem maður
hefur gaman af finnur maður ekki fyr-
ir þessu. Sá sem gerir það sem honum
finnst skemmtilegt verður hvorki
þreyttur né gamall."
Hvað segirðu um lófatak í kirkjum?
„Ég er hreint ekkert á móti því. Sjálf
Biblían segir okkur að klappað hafi
verið hér áður fyrr. Menn mega sýna
lof og þakklæti fyrir góðan flutning
tónlistar þótt hún sé leikin í kirkju.
Ég er reyndar þeirrar skoðunar að
jafnvel mætti klappa eftir góða prédik-
un í messu, því ekki það?“
Marteinn vill halda kirkjunni og
tónlist hennar lifandi. Engar kreddur.
Þetta þykir honum skemmtilegt.
Skyldi hann nokkuð eldast?
Atli Ingólfsson.
Snillingar með bamahljóðfæri
Tónleikar Miinchner Xylophoniker í Lang-
holtskirkju 13. september.
Á efnisskrá verk eflir Georg Philipp Tele-
mann, John Playford, Michaei Prátorius,
Johann Sebasáan Bach, Johann Christoph
Bach, Louis Blaude Daquin, Franz Schu-
bert, Claude Debussy, Scott Joplin og
þjóðlög.
Öðru hverju rekur hingað út til okk-
ar óvenjulega músíkhópa. Yfirleitt eru
hér á ferð annaðhvort nógu snjallir
listamenn til að hafa eitthvað til
brunns að bera, og því fengur að komu
þeirra hingað, eða þá hreinir loddarar
sem halda að þeir komist upp með að
kalla sig listamenn hér eins og í þeim
útkjálkasveitum stóru landanna,
beggja vegna hafsins, sem þeir eru
vanir að troða upp í. Vandinn er sá
að sjaldnast veit maður fyrir fram
hvort um er að ræða. Rétt þykir að
taka fram strax að umræddur hópur
fyllir fyrri flokkinn.
í stað þess að vaxa upp úr
barnahljóðfærunum
Það var stjómandi flokksins, Bar-
bara Klose, sem valdi honum nafn.
Hún er kirkjutónlistarmaður og hafði
unnið að músíkölsku bamastarfi undir
merkjum Carls Orös og hans nóta.
En í stað þess að vaxa upp frá þeim
hljóðfærum sem brúkuð em á þeim
vettvangi hélt hún og hennar liðsmenn
áfram að spila á „bamahljóðfærin" og
rækta með sér það sem nefiia má þeg-
ar best lætur hreinan virtúósaleik á
þessi einföldu og tíðum vanmetnu
hljóðfæri.
Ofnotkun málmsins
Eins og nafh flokksins bendir til
leika þau á tréspil en einnig málmspil
og gítar. Þó ber mest á málmspilinu
vegna þess að því er gjaman fengin
leiðandi rödd í hendur. Pilturinn sem
sló málmspilið, eða metallofóninn, er
slyngur spilari. Mér fannst hann þó
iðulega of harðslægur og held ég að
heyrð Langholtskirkju hafi sist dregið
úr þeim áhrifum. Því varð leikur hans
of áberandi og skemmdi á tíðum þann
undurmjúka og fallega samhljóm sem
fram kom í vönduðu samspili á tréspil-
in, eða xylofónana sjálfa.
Góð þekking á viðfangsefnum
og hljóðfærum
011 verkin, sem flutt vom á þessum
tónleikum, utan einn dans frá Guate-
mala, vom í útsetningum stjóman-
dans, Barböru Klose. Bám útsetning-
amar vitni góðri þekkingu, bæði á
hljóðfærum og viðfangsefnum, að því
undanskildu hve mikið var upp á
málmspilinu byggt og heíði ég fyrir
minn smekk víða kosið að notast við
tréð eitt. Sérstaklega fannst mér svo
Tónlist
Eyjóifur Melsted
í verkum Telemanns og Johanns Se-
bastians Bachs og þá ekki síst í
fúgunni, sem hlýtur að hafa verið eftir
annaðhvort Johann Christophinn
Bach, bróður meistarans, eða föður-
bróður, en í efhisskrá stóð bara Joh.
Christ. Bach. Varla hefur hún verið
eftir Johann Christian, son meistarans
sem hataði fúgur.
Síst minnkar gildið
Og svo teygði efhisskráin sig allt til
Scotts Joplin, þar sem málmspilið fékk
sín vel að njóta og þar hefði mátt
fjölga þeim. Dansar úr Rómönsku
Ameríku vom svo skemmtileg lokaat-
riði dagskrárinnar. Barbara Klosa og
liðsmenn hennar sýndu okkur hér að
óþarfi er að telja sig vaxinn upp úr
því að brúka bamahljóðfærin þótt
maður telji sig fullorðinn. Séu hug-
myndaauðgi og fæmi fyrir hendi má
spila hvað sem er á þau og fá til að
hljóma vel og spennandi. Síst finnst
manni gildi þeirra sem frumhljóðfæra
músíkþreifinga bamsins minnka við
að heyra svo snilldarvel á þau leikið.
EM
Miinchner Xytophoniker.