Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Page 27
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986. 39 Merming íkaros á Króknum Geirlaugur Magnússon. Áleiðis áveöurs. Sauðárkróki 1986, 40 bls. Bók þessi er einkar smekkleg, eins og við var að búast af forlaginu, sem er Norðanniður. Þetta er sjöunda bók Geirlaugs en hin fyrsta birtist 1974 og sýndi hann þá þegar örugg tök. Hér eru tæp þijátíu ljóð, þar af þrjú þýdd eftir Nicanor Parra. Og alltaf styrkist skáldið. Góð var Þritíð í íyrra, og hér eru hrífandi ljóð. Ég er mishrifinn af þeim en það hlýtur nú að teljast eðlilegt. Lítum á tvö góð. flug Mér er sagt að aðdráttaraflið haldi okkur við jörðina hversvegna eflaust í fúllnægju þess tilgángslausa strits mér er ekki um fugla sjálfselskir eiginhreiðursdútlarar og svanasaungurinn tilfinníngalaust garg sem og annar skáldskapur líkt á komið okkur íkarosi treystum blint því sem leysist upp í sólskini Þetta ljóð byggist á skýrum and- stæðum: hinn jarðbundni annars vegar, en hins vegar þeir sem fljúga. Engin leið er að finna fullnægju í því að vera bundinn við jörðina, en talandinn horfir með andúð (og öf- und?) á hina fljúgandi, sjálfumgleði þeirra gerir þá öðrum einskis nýta. Þannig er litið á það að skáldskapur sé tilgangur í sjálfum sér því flugið táknar skáldskapinn eins og svana- söngur hefúr lengi gert. En svo fer hinn jarðbundni að fljúga og skáldið sýnir okkur hvem- ig það muni fara með því að vitna til goðsögunnar um íkaros. Hann var fanginn með Dædalosi föður sín- um í völundarhúsi Mínosar á Krít. Dædalos gerði þeim vængi, festi fjaðrir saman með vaxi og flugu þeir burt. En íkaros fór ekki að viðvömn föður síns heldur flaug of nærri sólu svo vaxið bráðnaði og hann steyptist í hafið. Að þessu lýtur síðasta erind- ið, sem mér virðist líka tákna skáldskap, því þar nálgast hið jarð- neska það himneska, en hlýtur þó einmitt að farast, nálgist það um of. Ef skáldið verður of háfleygt, mætti kannski segja, og leggur þá ljóðið sjálft mér orð á munn, sem ég vona að þyki ekki útúrsnúningur. Byggingin er skýr og áhrifamikil eins og svo oft hjá Geirlaugi. Orðav- al í 1. og 2. erindi sýnir að talandi ljóðsins er heldur fúll, tvinnar nýst- árleg skammaryrði svo sem „eigin- hreiðursdútlarar", sér ekki tilgang í grundvallarlögmálum tilvemnnar í 1. erindi. í 2. erindi lýsir hann frati á loftsins öfl og í þriðja lýsir hann blindu trúnaðartrausti sínu á það sem hverfúlast mun vera! Ljóðið er skemmtilega þmngið ýmiss konar merkingu sem erfitt er að njörva niður svo ótvírætt sé. Mér sýnist ljóðið „spreingíng" einnig sprottið af sögunni um fkaros. Geirlaugur Magnússon. Annað ljóð lengra er ekki síðra: leiði bardzo smutno bez ciebie máð letur stirðnaðra tilfinnínga málið órætt smáletri fjarlægða málfræði gleymskunnar eldíngarvaramir klofnir sumt letur geymist best í ösku án upphafsstafa tryggð dökka pennans takmarkalaus spyr aldrei tilefni áritana áheita bez ciebie á miðju torginu minnismerki torginu umluktu gráum súrkálsilmandi húsum borgin mannlaus minníngalaus hlaðin áletrunum merkjum hvitum borðum veggspjöldum að gleymi sér smutno bez ciebie niðrað fljótinu stigi hruninn rústir upplýstar á aðra hönd reimt eftir gángstígunum en aldrei milli runna eftir rigníngu gegnum rúðumar glittir í kertaljós óvært bardzo smutno bez cibie Bókmenntir Örn Ólafsson Hér vekur fyrst athygli að ljóðið skuli hefjast og ljúka á sömu setn- ingu á pólsku en inni á milli eru teknir upp hlutar úr henni svo hún myndar viðlag. Og þessi setning varð að vera á máli sem flestum lesendum ljóðsins mun óskiljanlegt því í fram- haldi er talað um hana eins og máð letur á legsteini eða minnisvarða - sem gerður er úr stirðnuðum tilfinn- ingum. Þetta er flott líking og vel útfærð i framhaldinu sem útmálar fjarlægð minninganna og gefur í skyn slys eða eyðileggingu, því hvað hefur getað klofið eldingarvara ann- að en of sterk elding. Eyðilegging er annað stef endurtekið í ljóðinu og magnar enn tilfinningu söknuðar og eyðileika. Andstæða þess hve minningamar mást er penninn, sem er persónugerður en þó jafriframt andstæða manna í órofa tryggð sinni. í þessum langa inngangskafla sýnist mér vitnað í Davið: „Sumir geyma í öskunni/öll sín bestu ljóð“ og e.t.v. líka í Stein Steinarr: „I dul þína risti/mín dökkbrýnda gleði/ sinn ókunna upphafsstaf*. Slíkar vísanir em til að magna tilfinning- una sem hér er sýnd, fyrir fjarlægð milli fólks, og fyrir þráiini að brjót- ast í gegnum þessa miklu fjarlægð. Mér finnst myndimar tvær í síðari hluta ljóðsins, sem hvor er innrömm- uð pólskum orðum, miðla einnig vel þessari tilfinningu. Því í þeim er reimt, engin mannvera, en hvar- vetna ummerki manna. Sú fyrri er hlaðin hvers kyns boðum, en við fáum ekkert að vita hvað á þeim stendur, þau virðast bara vera til þess að borging gleymist. Þannig er allt letur í ljóðinu að mást, gegn sviplausu minnismerki stendur gleymska. í andstæðu við þessa borða og spjöld, sem eiga að tala til samtímans, er grámi húsanna og gömul, staðin matarlyktin. Seinni myndin sýnir fyrst og fremst rústir, og svo þetta kertaljós. Táknar það von eða einsemd? Það er liður í ljóð- inu að hér er spuming en ekki svar. Sjálf hreyfingin frá fyrri mynd til seinni miðlar tilfinningum talan- dans, þetta endar í eyðilegum rústum. Þetta ljóð er listavel gert. Ég skil vel að skáldið setji fyrr- nefnda setningu hér á frummálinu, þannig miðlar hún þeim andblæ, sem færi forgörðum í þýðingu. En miðlar hverjum? Ég þurfti að hringja í mál- aséní, og fékk þá að vita að bardzo þýddi afar, smutno dapurlegt, og bez ciebie án þín. Það hefði nú ekki spillt svip bókarinnar að marki að láta þessa þýðingu fylgja, en ljóðið verður áhrifameira við skilning á þessari málsgrein. Og er þá komið að því eina sem ég lái Geirlaugi, hann hugsar ekki alltaf nógu vel um skilning lesandans. Aska með upp- hafsstaf er víst titill frægrar pólskrar skáldsögu um Pólland, sem alltaf er að rísa upp úr öskunni, en hvemig eiga íslenskir ljóðalesendur að vita það? Skáldinu eru nöfnin á bls. 27 sjálfsagt þmngin merkingu, en hvemig eiga lesendur að ná henni í: og farandsaungvarar bemard de bom er dáði stríð °g pére vidal ástarær úlfúr í elli sinni En þetta em lítils háttar aðfinnslur hjá öllu hinu sem er hrífandi. KO&£A - snjóbræðslurör KOBHA-PLAST HF. Sigtún 3-105 Reykjavík. Sími 91-28900. SÖLUMAÐUR Sölumann/konu vantar við heildverslun. Tilboð sendist á auglýsingadeild DV, Þverholti 11, merkt „Sölumaður 1870". KENNARAR - KENNARAR Héraðsskólann í Reykjanesi vantar kennara nú þegar. Aðalkennslugreinar íslenska og eðlisfræði. Mikil vinna, mjög góð vinnuaðstaða og gott og ódýrt hús- næði. Upplýsingar hjá Skarphéðni Ólafssyni í símum 94-4841 og 94-4840. Héraðsskólinn í Reykjanesi. Nauðungaruppboð annað og siðasta á fasteigninni Logafold 5, þingl. eigandi Skúli Jóhannes- son, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 22. sept. 1986 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru Klemens Eggertsson hdl„ Iðnaðarbanki íslands hf„ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hdl„ Sigurður H. Guðjónsson hdl„ Ólafur Gústafs- son hrl„ Ólafur Axelsson hrl. og Olafur Thoroddsen. ___________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð á fasteigninni Eirhöfða 17, þingl. eigandi Vélaleiga Helga Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 22. sept. 1986 kl. 15.45. Uppboðsbeiðendur eru Sigríður Jósefsdóttir hdl. og Ásgeir Thoroddsen hdl. Borgarfógetaembættið i Reykjavík, Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Hraunbæ 12, 1.t.v„ þingl. eigandi Hallgrím- ur Kristjánsson, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 22. sept. 1986 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Helgi ý. Jónsson hrl„ Veðdeild Landsbanka islands og Hákon H. Kristjónsson hdl. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð á fasteigninni Vagnhöfða 23, grunnhæð, þingl. eigandi Benedikt Eyjólfsson, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 22. sept. 1986 kl. 16.30. Uppboðs- beiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. ______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð á fasteigninni Glæsibæ 6, þingl. eigandi Magnús Andrésson, fer fram á eign- inni sjálfri mánudaginn 22. sept. 1986 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Rauðási 3, tal. eigandi Haraldur Gislason, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 22. sept. 1986 kl. 14.00. Uppboðs- beiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. ______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og siðasta á fasteigninni Jöldugróf 13, þingl. eigandi Tómas Sigurp- álsson, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 22. sept. 1986 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan i Reykjavík. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og siðasta, á fasteigninni Brautarási 9, þingl. eigandi Svavar A. Sig- urðsson, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 22. sept. 1986 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Ólafur Gústafsson hrl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Búlandi 10, þingl. eigandi Óðinn Geirsson, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 22. sept. 1986 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. ________________ Borgarfógetaembættið í Reykjavtk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.