Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Side 30
42 SMÁSKÍFA VIKUNNAR CUTTING CREW- (IJUST) DIED IN YOUR ARMS (VIRGIN) Léttur smellur eftir réttri formúlu, auðmeltur og fljót- gripinn en vandaður engu að síður. Vanir menn. AÐRAR GÓÐAR M.C. MIKER „G“ & DEEDJAY SVEN - HOLIDAY RAP Ákaflega sérkennilegt lag en feiknvinsælt og það er svosum ekki erfitt að skilja það, sum- arfluga sem glymur um bað- strendur Evrópu, sambland af léttu spjalli og söng, umræðu- efnið sumarfrí, sól og sjór. Pottþéttur smellur. FIVE STAR - RAIN AND SHINE (TENT) Ég hef verið alveg gáttaður á því hvað langt þessi innan- tómu diskófönk lög þeirra Pearson systkina hafa náð að undanfömu en hins vegar yrði ég ekkert hissa þótt þetta lag næði langt. Að vísu nær það kannski ekki eins miklum vin- sældum á diskótekunum vegna þess að þetta er lag í rólegri kantinum en fyrst og fremst gott popplag með góðri laglínu. JAKI GRAHAM - BREAKING AWAY (EMI) Hér er annað gott popplag, létt yfirbragð, engin átök, allt rennur liðugt, dæmigerð dæg- urfluga, góð meðan hún endist. Saxófónninn skemmti- legur. HIPSWAY - LONG WHITE CAR (MERCURY) Það er skemmtilegur leti- tónn yfir þessu lagi, einsog það sé á mörkunum að söngv- arinn nenni yfirhöfuð að syngja. Lagið vinnur þó á og í því er þrælgott gítarsóló uppá gamla móðinn. Lagið annars í heildina nokkuð gamaldags. RAIN AND TEARS - I HAD A FRIEND (MCA) Hér er það innihald textans sem skiptir meginmáli, verið að vara við þeim ófögnuði sem fylgir dópneyslu en það skemmir ekki fyrir þessum ágæta texta að honum fylgir ágætt lag í þéttum takti með fönkyfirbragði. MISSKILNINGUR VIKUNNAR FARLEY „JACKMASTER" FUNK - LOVE CAN’T TURN AROUND (LONDON) Ég sem hélt að það væri eitt- hvað í þetta varið. En þar skjátlaðist mér, innantómar diskóbarsmíðar út í gegn. -SþS FÖSTUDAGUR 19 Van Monison - No guru, no method, no teacher Gamli soný Gráni Leiðir okkar Morrisons hafa ekki legið saman fyrr. Þegar þessi goðsögn kom fram á sjónarsviðið var ég fimm ára gamall. Síðan eru liðin mörg ár. Kynslóðabilið olli þvi að ég þekki Morrison þennan aðeins af afspum. Hann er alræmdur fyrir að fara sínar eigin leiðir í öllu. Ég hef til að mynda aldrei hlustað á plötuna Astral weeks, sem taldist tímamótaverk árið 1969. No guru, no method, no teacher er tuttugasta og fyrsta plata þessa um- deilda tónlistarmanns. Ekki hef ég hugmynd um hvemig einlægir aðdá- endur hans taka henni. Fyrstu kynni mín af kappanum segja mér að minnsta kosti að þama fer maður sem veit sínu viti. Þetta er í alla staði vön- duð plata. Hljóðfæraleikur er framiír- skarandi og er saxófónleikarinn Richie Buckley þar í aðalhlutverki. Tónlistin er hrífandi og full af nýjum hugmyndum. Textar Morrisons em að auki betri en gengur og gerist. Meira er ekki hægt að krefjast. Sérstaða Morrisons meðal jafhingja sinna í tón- listarheiminum er engin tilviljun. Sé það haft í huga að þessi náungi hefur lifað og hrærst í tónlistarheimin- um í rúm tuttugu ár er ótrúlegt að ekki skuli vera komið tómahljóð í skrokkinn. En á No gum.... er að finna merki þess að Morrison sé byrjaður að líta yfir farinn veg. Fyrsta lag plöt- unnar, Got to go back, er til dæmis fullt af nostalgíu um æskustöðvar hans í Orangefield. „Ég sat við gluggann í skólastofúnni, horfði út og lét mig dreyma" syngur hann- með sinni tregafullu röddu og tárin blika á hvörmunum. Að þessu leyti er ekki fráleitt að álykta að karl sé um það bil að renna sitt skeið á enda. En svo lengi sem hann hefur eitthvað nýtt fram að færa í tónlist og textum, eins og á þessari plötu, heldur hann sér- stöðu sinni í tónlistarheiminum. Það er engin spuming. Ég vona allavega að sá gamli sé ekki að guggna, loksins þegar leiðir okkar liggja saman. -ÞJV Easterfiouse - Contenders í skjaldborg réttsýni Easterhouse er kvintett frá Man- chester á Englandi sem starfað hefúr í tæp þrjú ár. Fyrsta smáskífan kom út í fyrra en hljómsveitin vakti fyrst eftirtekt í upphafi þessa árs með laginu Whistling in the Dark. Fjögurra laga plata um málefni N-írlands, Inspirati- on, fylgdi í kjölfarið og var útilokuð frá útvarpsspilun í BBC vegna boð- skapar textanna. Contenders er fyrsta breiðskífa Easterhouse, kom á markað í júni síðastliðnum og hefur síðan ve- rið ofarlega á óháða listanum í Bret- landi. Easterhouse leikur kröftuga rokk- tónlist, gædda seiðmögnuðum krafti, er leysist þó fyrst úr læðingi eftir tölu- verða hlustun. Ekki er unnt að bera kennsl á einhlíta áhrifavalda en menn hafa fundið sveitinni stað miðja vegu milli Joy Division og U2 og get ég fallist á þann samanburð en hlýt að bæta við Clash, einkum þó vegna skýrra og pólitískra texta. Whistling in the Dark er mest afgerandi af verk- um plötunnar, kynngimagnað rokklag samið í kjölfar hins langvinna námu- mannaverkfalls í Bretlandi árið 1985. Yfirbragðið er hrátt og ögrandi, í fullu samræmi við umfjöllunarefnið, lag- línan ekki flókin en það var Satis- faction ekki heldur! 1969 er eitt af lögum Irlandsplötunnar og laglínan er ein sú fallegasta á plötunni, hófst- illt lagasmíð en eitraður texti. Önnur lög eru seinteknari, en seiðandi and- rúmsloft Cargo of souls og Estates er sterkt og áhrifaríkt. Hljóðfæraleikur Easterhouse er hefðbundinn og hrár, hvass gítarleikur einkennandi og trommuleikur einkar öflugur. Lítið er um skreytingar í út- setningum, útkoman er því fremur dökkt en að sama skapi heilsteypt verk. Textasmiðurinn Andy Perry er hinn ágætasti söngvari og hæfir vel hinum róttæku óvægnu ádeilum tex- tanna. Contenders er óður til verkalýðs- stéttar í Bretlandi og Easterhouse reynir að varpa ljósi á auma tilveru imdirmálshópa, dulda ánauð þess í ómennsku umhverfi færibandaverk- smiðja, vonlitla baráttu við ríkiskerfið og blekkingar og sviksemi sem svo- kallaðir málsvarar þeirra á stjóm- málasviðinu beita. Það fer ekki á milli mála að Easterhouse fylgir róttækri jafnaðarstefnu og vinnubrögð Verka- mannaflokksins í Bretlandi eru hljómsveitarmeðlimum síst að skapi. Samskipti almúgamannsins við flokk- inn er áberandi umfjöllunarefni á plötunni og þó menn geti greint á um boðskap textanna hljóta þeir að teljast athygli verðir fyrir alla sem sækjast eftir innsýn í þjóðfélagsástand í um- heiminum. Liðsmenn Easterhouse em að sönnu óvægnir í gagmýni sinni en þeir forðast að mestu hvimleiða notk- im slagorða, með fjölbreyttum efrii- stökum, þar sem manneskjan og kringumstæður hennar em sýndar frá ýmsum hliðum. Easterhousemönnum er greinilega Ijóst að þeir muni ekki falla í kramið hjá öllum þorra popppælara og starfs- menn BBC em sannarlega ekki einu óvildarmenn þeirra í bresku popplífi. Barátta fyrir hugsjónum er harðvítu- gust allra átaka, segir í einum tex- tanna og í Get back to Russia er spjótum beint að pólitískri siðmenn- ingu Breta, þar sem reynt er að steypa alla í mót værukærrar hófsemi. Contenders er efalítið tormeltur biti í háls þeirra er unna slípaðri afþrey- ingartónlist og platan er ekki þægileg áheymar, síður en svo. Helsti galh hennar er skortur á blæbrigðum í lagasmíðum og útsetningum og gerir það heildina nokkuð einlita. Það breytir því ekki að þessi fyrsta plata Easterhouse er sterk, tónlistin kröftug og oft magnþrungin, textamir beittir og það sem e.t.v. er mest um vert, vekja til umhugsunar um samfélag og sam- skiptaflækjur manna. Það era kannski ekki svo lítil meðmæli með plötu á þessum tímum marklausrar fjölda- framleiðslu í poppinu. Skúli Helgason. Bob Dylan - Knocked Out Loaded Allt með kyrrum kjörum Það er af sem áður var þegar það taldist til stórtíðinda í poppheiminum að Bob Dylan gæfi út plötu. Nú laumar Dylan frá sér plötu við og við og það er vart að menn verði varir við að hann sé á lífi. Plötur hans sjást aukinheldur sjaldnar og sjaldnar í toppsætum vin- sælda- og sölulistanna og vissulega má Dylan muna fífil sinn fegri. Það er einna helst þegar út koma söfn af gömlum plötum meistarans að kau- pendur taka við sér. Skýringar á þessu em vafalaust margþættar, tónlist Dylans hefur róast með árunum og hvassi tónninn í text> unum er orðinn að golu. Og þar sem hann var hvað skarpastur áður fyrr í gagmýni sinni á þjóðfélagið, fjallar hann nú um trúmál og önnur mál sér hugleikin. Það að gamla baráttuhetjan skyldi gerast væminn trúboði, hefur eflaust átt sinn þátt í vinsældahruni Dylans og skiptir þá einu hvort hann tekur góða spretti inná milli, fólk hefur ekki trú á honum lengur. Og á þessari nýju plötu sinni - Knocked Out Loaded - er Dylan á svipuðum miðum og á síðustu plötum, tónlistin frekar á rólegri nótunum, engin átök, allt slétt og fellt. Við og við bregður fyrir göinlum sprettum, einsog í laginu You Wanna Ramble, en þess á milli dettur allt í dúnalogn. Dylan er samt alltaf Dylan og bara gamalkunnug röddin kemur manni í ákveðna stemmningu. Texta semur hann enn betur öðrum mönnum, burt- séð frá því um hvað þeir fjalla og hversu tilbúnir menn em til að gútera boðskapinn. Þessi plata er eflaust kærkomin við- bót í safri hörðustu Dylan-aðdáenda en hræddur er ég um að fáir nýir kau- pendur hætist í hópinn. -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.