Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Side 32
44 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986. Sviðsljós Ólyginn sagði . . . Farrah Fawcett sat að snæðingi með sínum ást- kæra unnusta, Ryan O'Neal, þegar svo óheppilega vildi til að rækja hrökk af diski hennar undir borðið. Hún veitti þessu litla eftir- tekt og hélt áfram að borða. Farrah hafði farið úr skónum á meðan hún var að matast og þeir lágu undir borðinu og þegar Farrah fór að hugsa sér til hreyf- ings uppgötvaði hún hvert rækjan hafði farið. Hún fór að skellihlæja þegar hún varð vör við rækjuna og Ryan greip rækj- una og hélt henni að gestum á næstu borðum og sagði glað- hlakkalega háum rómi: „Er nokkur sjálfboðaliði hérna inni sem er reiðubúinn að borða rækju beint upp úr skónum hjá Förruh?" Honum til mikillar furðu sagði einhver já. Ryan var ekki á því og át rækjuna sjálfur. í Agnetha Föltskog fyrrum Abba söngkona er laus og liðug á nýjan leik. Agnetha hætti ekkert að syngja eftir að Abba lagði upp laupana en held- ur dró úr velgengninni. Ástarmál hennar hafa verið alveg jafnmikið til umræðu og plöturnar og hafa vist verið hin fjörugustu. Nú ný- lega var hún í mjög umtöluðu sambandi við plötuforstjórann Benny Hedlund en það stóð bara í hálft ár. Aðalorsökin fyrir að upp úrslitnaði voru langir vinnudagar og mikil ferðalög hjá kærastan- um. Agnetha segist þvi geta einbeitt sér meira að tónlistinni nú - að minnsta kosti á meðan hún er á lausu. Bill Cosby er hamingjusamur maður og seg- ist alltaf hafa elskað konuna sína og sú ást vaxi sífellt með árunum. „Camille er yndisleg að sjá en hún ér enn fallegri innra með sér og það er hið mikilvægasta," seg- ir Cosby sjálfur. Hann segist jafnframt alltaf vera hann sjálfur í þáttunum um fyrirmyndarföður og reyni aldrei að breyta sér í ein- hverja aðra persónu. Segist hann hafa þá trú að bók sú sem hann hefur í smíðum um barnauppeldi geti hjálpað mörgum manninum að öðlast meira samband við börnin sín. Konunglegt sjokk: Fyrrum einkaþjónn Kalla með eyðni Karl Bretaprins á heldur erfitt um þessar mundir eftir að hafa fengið þær fréttir að fyrrum einkaþjónn hans hafi farið í eyðnimeðferð. Karli er virkilega brugðið og Díana er ævareið og segist sjá eftir því að hafa ekki látið reka hann fyrr. Einkaþjónninn heitir Stephen Barry og var hægri hönd Karls og fylgdi honum eins og skuggi í næst- um 12 ár. Barry gætti fataskáps prinsins, lét renna í baðið fyrir hann, burstaði skóna, valdi föt morgun- dagsins og þar fram eftir götunum. Sú hugsun að framtíðarkonungur Englands hafi eytt svo löngum tíma í nánd við eyðnisjúkling hefur víst látið meðlimum kóngafjölskyldunn- ar renna kalt vatn milli skinns og hörunds. Og það er ekki nóg með að ríkisarfinn hafi verið í nálægð Barr- y’s, Díana prinsessa umgekkst hann líka næsta daglega frá því að hún giftist Karli í júlí 1981 og uns hann hvarf frá höllinni í apríl 1982 og síð- ustu 6 mánuðina var hún ólétt. Haldinn sjúkdómnum í höllinni „Díana og Karl eru bæði óttaslegin um að nærvera Barry’s geti á ein- hvern hátt skaðað heilbrigði fjöl- skyldunnar. Eyðni er ógurlegur sjúkdómur sem lítið er vitað um fyr- ir utan það að hann er bráðdrep- andi,“ segir vinur Díönu. Vel getur verið möguleiki á að Barry hafi óafvitað gengið með veir- una í sér á meðan hann vann enn í höllinni því einkenni sjúkdómsins þurfa ekki að koma í ljós fyrr en 7 árum eftir að maðurinn sýkist. Díana talar víst um Barry sem óféti og svikara vegna þess að hann gaf það í skyn við Karl að hann myndi aldrei skrifa um árin sem hann átti með hinni konunglegu fjölskyldu en þrátt fyrir þetta reit hann tvær „Segi það satt“ bækur um einmitt það efni. Karl er alveg miður sín yfir þessu öllu saman og að sögn kunningja- fólks hans og Díönu lét hann þau orð falla að þau virtust aldrei geta losnað við þennan mann. Hann hefði verið eins og plága frá því að hann hætti að vinna í höllinni. Vill ekkert segja Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki í marga mánuði um að Barry hafi eyðnisjúkdóminn. Fyrr á þessu ári sagði hann við breskt blað: „Ég hef ekki sjúkdóminn, en veiran sem veldur honum er í mér.“ Félagi hans hefur þó sagt að Barry hafi farið til læknis eftir að hafa uppgötvað að hann væri sífellt að léttast - rann- sóknir læknisins hefðu sýnt að Barry gengi með eyðni. {júlí fór hann í tveggja vikna með- ferð á heilsuhæli John Hunter í London en það heilsuhæli er víð- frægt og tekur einungis á móti fómarlömbum eyðni og annarra kynsjúkdóma. „Stephan Barry hefur Barry er orðinn grár og gugginn en á innfelldu myndinni sést hann eins og hann átti að sér. verið flokkaður sem eyðnisjúklingur og hann var hjá okkur í meðferð sem slíkir sjúklingar fá,“ sagði starfs- maður sjúkrahússins. Þegar blaðamenn fóru að heim- sækja Barry vildi hann hvorki játa þessu né neita. Hann leit vægast sagt illa út að sögn blaðamannanna. Var grár og gugginn og óstöðugur á fót- unum. Hann hallaði sér upp að dyrastafnum og talaði lágri og veiklulegri röddu. „Ég var á sjúkra- húsinu í meðferð vegna hálssýkingar og smávægilegra blóðerfiðleika," sagði Barry en Dr. Charles Farthing, læknir sjúkrahússins, sagði hins vegar um málefni Barry’s: „í hans tilfelli er algerlega um að ræða smit- andi kynsjúkdóm ...... og á þessu sjúkrahúsi höfum við kynnst um 140 eyðnitilfellum." Vinirnir forðast hann Spjótin standa að Barry úr fleiri Sem einkaþjónn haföi Barry mikiö samneyti við Karl og f jöiskyldu hans. Hann ber hér kápu ríkisarfans á veiðum. áttum. Fyrrum kunningi hans sagði um hann: „Það vita allir að Barry hefur eyðni. Það er að minnsta kosti ekkert leyndarmál i hommaheimin- um. Fyrrum vinir hans forðast hann eins og pláguna. Hann hefur misst að minnsta kosti 30 kíló og vegur nú vart meir en 45-50 kíló.“ En þær sterku líkur sem benda ein- dregið til þess að Barry hafi eyðni hafa valdið fjaðrafoki í höllinni, allt frá konungsfjölskyldunnni til þjón- anna. Meðal þjónustuliðsins eru fjölmargir hommar og fólk sem þekk- ir til í Buckinghamhöll segir að þetta leiði sennilega til þess að kynhverfir verði látnir segja upp og verði Díana prinsessa í fararbroddi þeirra að- gerða. En þó Karl ríkisarfi sé mjög pirrað- ur yfir þessur.. fréttum þá vorkennir hann þrátt fyrir allt Barry og sagði að svo illra örlaga myndi hann ekki einu sinni geta óskað sínum versta óvini. Sveit Vestmannaeyja sigraöi i karlaflokknum. Vanir sjómenn, Eyjamenn, frá vinstri: Lárus Einarsson, Arnþór Sigurösson, öm Andrésson og Bogi Sig- urðsson. Sveit Akureyrar sigraði i kvennaflokknum. Miklar aflaklær, frá vinstri: Helga Sigfúsdóttir, Sólveig Erlendsdóttir, Svandís Gunnarsdóttir og Sigrún Harðar- dóttir. Akureyrarmótiö í sjóstangaveiöi: Eyjamaðuiinn Om varð maður mótsins Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Vestmannaeyingurinn Öm Andr- ésson sigraði í sjóstangaveiðimóti Akureyrar, fyrsta stigamóti á ný- byrjuðu íslandsmóti sjóstangaveiði- manna. Örn hlaut 18 stig eða sama stigafjölda og íslandsmeistarinn Matthías Einarsson, Akureyri, vann titilinn á í júlí síðastliðinn. Allar lík- ur eru því á að titillinn fari til Eyja næsta sumar. Þáttakendur í Akureyrarmótinu í sjóstangaveiði voru 62 talsins, hvað- anæva af landinu og þar af 10 konur. Veitt var dagana 5.-6. september frá 7 á morgnanna og fram á miðjan dag. Að lokinni sjómennsku skund- aði liðið í allsherjarveislu í Alþýðu- húsinu á Akureyri. Teygað var úr bikurum og teygt úr sér á dansgólf- inu. Veislustjóri var Páll A. Pálsson, ljósmyndari og formaður sjóstanga- veiðifélags Akureyrar. Sigrún Haröardóttir, Akureyri, skaut öörum konum ref fyrir rass og varð nokkuö örugglega aflahæsta konan á mótinu. Ekkert hik á þeim bænum. Eyjamaöurinn örn Andrésson, maður mótsins og kominn með aöra höndina á íslandsmeistarabik- arinn eftir Akureyrarmótið. Örn var aflahæsti ein- staklingurinn á mótinu, veiddi flesta fiska og jafnframt flestar tegundir. Vestmannaeyingurinn Björgvin Sigurjónsson veiddi stærsta fisk mótsins, þorsk sem vó 4,18 kiló, og í verðlaun fékk hann styttuna: „Hann var svona stór“. DV-myndir JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.