Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Page 36
FRÉTTASKOTIÐ fiO oc oc II afir þú ábendingu eða 0 vitneskju um frétt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í ¥■ HV hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Frjálst,óháð dagblað Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986. Flugvirkjar: Bannað að vinna lyrir Amarflug „Við festum upp auglýsingu í gær á vinnustöðum flugvirkja þar sem mönnum er bent á að þeim sé óheim- ilt að starfa fyrir Amarflug frá og með næstu mánaðamótum ef ekki hafi ver- ið gert upp við núverandi starfsmenn, laun, lögboðin fií og larmatengd gjöld,“ sagði Oddur Ármann Pálsson, formaður Flugvirkjafélagsins, í sam- tali við DV. Öllum flugvirkjum Amarflugs var sagt upp störfum fyrir skömmu og hafa þeir ekki verið endurráðnir. Upp- sagnarírestur þeirra rennur út um mánaðamótin. „Þetta er vamaraðgerð hjá okkur til að knýja á um endurráðningu mannanna og jafnframt að gera stjómendum Amarflugs ljóst að verði flugvirkjamir ekki endurráðnir geti reynst erfitt að fá nýja menn í þeirra stað eftir næstu mánaðamót," sagði Oddur Ármann. Rúmlega 20 flugvirkjar og flugvél- stjórar starfa hjá Arnarflugi. -EIR Banaslys á loðnumiðunum Banaslys \ arð á loðnumiðunum í fyrrinótt er skipverji á loðnuskipinu Þórði Jónssyni EA frá Akureyri féll útbyrðis. Atburðurinn átti sér stað er skipverjar vom að undirbúa að kasta út nótinni. Leit að manninum bar ekki árangur. _FRI Gæsluvarðhald og geðrannsókn Sakadómur Reykjavikur hefur úr- skurðað að maður sá er handtekinn var, gmnaður um að vera valdur að dauða stúlkunnar, sem fannst látin i Hátúni, skuli sæta gæsluvarðhaldi til 19. nóvember nk. og jafhframt gert að sæta geðrannsókn. Formlegar yfirheyrslur yfir mannin- um hefjast í dag en maðurinn var handtekinn á miðvikudag. -FRI TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF., IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVIK. SÍMAR: 92-4700-92-3320. LOKI Mávurinn virðist hafa komist í einn White Top! „Mikill skellur, nú hrynur allt“ Tryggingastofnun hefur ákveðið að hætta að samþykkja talkennslu- beiðnir og er nú engin talkennsla á vegum hins opinbera greidd af stofn- uninni, til dæmis er engin talkennsla á dagvistun bama og í einkaskólan- um Tjáning og hreyfing en tal- kennslu er haldið uppi grunnskólum eins og áður. „Þetta er mikill skellur fyrir okkur og nú hrynur okkar starf niður,“ sagði Svanhildur Svavarsdóttir tal- kennari í samtali við DV en hún rekur skólann Tjáning og hreyfing og hefúr haft 26 nemendur. „Annaö- hinsvegar ekki enn skilað greinar- hvort verðum við að hætta starfsem- gerð. inni eða foreldrar að borga sjálfir Tryggingastofaun hefúr hingað til fynr hana.“ greitt fyrir alla talkennslu en sam- Svanhildur sagði að sú ákvörðun kvæmt nýju lögunum á félagsmála- tryggingayfirlæknis að synja ráðuneytið nú að greiða fyrir greiðslu á talkennslubeiðnunum greiningarstig talkennslunar og væri sér óskiljanleg. Samkvæmt lög- menntamálaráðuneytið að greiða um ætti þessi umsjón þessarar fyrir meðferðarstigið. Trygginga- starfeemi að flytjast frá heilbrigðis- stofnun tók fyrir greiðslur sl. þriðju- ráðuneytinu yfir í menntamálaráðu- dag. Ekki hefúr náðst samband við neytið og nú væri starfandi nefnd til tryggingayfirlækni þar sem hann er að ræða skiptinguna á kennslunni erlendis. milli ráðuneytanna. Sú nefiid hefði _FRI Ríkisútvarpið mætir sam- keppninni Talsverðra breytinga er að vænta á Ríkisútvarpinu vegna harðnandi sam- keppni. Mun það vera aðalumræðu- efni á útvarpsráðsfundi sem hófet skömmu fyrir hádegi. Ymsar tillögur munu vera bomar þar upp, meðal annars að rás 2 út- varpi allan sólarhringinn og að daglega verði í sjónvarpinu samfelld dagskrá frá klukkan 18, að fimmtu- dögum undanskildum. Áður hefur verið ákveðið að byija vetrardagskrá sjónvarps alla daga klukþan 18 með bamaefni. Að sögn Markúsar Amar Antons- sonar útvarpsstjóra kemur ekki til greina að sjónvarpa á fimmtudögum, enginn fjárhagslegur grundvöllur sé fyrir því. Aðspurður hvort breytinga væri að vænta á tímasetningu frétta- tíma sjónvarps sagði hann að það væri fréttastofunnar að segja til um það. Væri verið að velta ýmsum mögu- leikum fyrir sér í því sambandi en allt myndi þetta skýrast fljótlega. -KÞ Logreglan fann uppsprettu White Top bjórsins á Akureyri: Oflug bruggverksmiðja innsigluð Rannsóknarlögreglumaður virðir fyrir sér „White Top“ bjórflösku, en sá bjór var bruggaður í hinn: stórvirku bruggverksmiðju sem innsigluð var á Akureyri í gær. DV-mynd JGH Jón G. Haukssan, DV, Akureyii Lögreglan innsiglaði í gær afkast- amikla bmggverksmiðju á Akureyri. Þar hafði „White Top“ bjórinn um- ræddi verið bruggaður. Tveir Akureyringar, rúmlega tvítugir, em nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins Bmggverksmiðjan var til húsa í bakhúsi að Óseyri 6 á Akureyri, í húsnæði heildsölu sem annar bmgg- aranna rak. Báðir vom bruggaramir handteknir á staðnum í fyrrinótt og bmggverksmiðjan svo innsigluð í gær, engin smáverksmiðja sem mennimir höfðu komið sér upp. Þeir vom með tvo 1000 lítra geij- unartanka, auk þess fimm 200 lítra plastkúta og 21.000 einnota bjór- flöskur, tómar, sem keyptar vom í Danmörku. Þá vom í bmggverk- smiðjunni öflug eimingartæki og höfðu mennimir selt landa í ein- hvem tíma. Þá fundust 400 kg af sykri og prentvél til að prenta „White Top“ miðana í framtíðinni. I einum kassanum fann lögreglan „Glenfich" og „ Major Brandy“ bragðefni sem notuð vom í „White Top“ bjórinn. Einnig fannst mikið magn af grænum töppum sem bendir til þess að „Green Top“ hafi verið á leiðinni. Veðrið á morgun: Smáskúrir við norðaustur- ströndina Á morgun verður norðvestlæg átt á landinu. f fyrramálið verður rign- ing suðaustanlands en síðan léttir þar til. Við norðausturströndina verða smáskúrir. Hiti verður á bilinu 7-12 stig. Smygl í Amarfelli Tollgæslan á Akureyri fann í nótt töluvert smygl um borð í Amarfellinu í Akureyrarhöfn en þar er verið að losa fóður úr skipinu. Alls fundust um borð 30 kassar af bjór, 170 kg af skinku og 19 flöskur af sterku áfengi. Að sögn Ævars Hjartarsonar toll- varðar hafa 7 skipverjar á skipinu viðurkennt að eiga smyglvaminginn. Amarfell kom fyrir viku úr Evr- ópuferð og var skipið tollafgreitt í Reykjavík en Akureyri er fyrsta við- komuhöfnin á ferð skipsins um landið. -FRI i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.