Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Blaðsíða 12
□ □ □ □ n □ □ □ □ □□ □ □
12
FÖSTUDAGUR 3. OKTÖBER 1986.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Funjgerði 15, 1 .t.h., þingl. eigandi Sigurður
Steinarsson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 6. okt. '86 kl. 15.00. Uppboðs-
beiðendur eru Landsbanki íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík.
_______Borgarfógetaembaettið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Skipasundi 1, kjallara, þingl. eigendur Steinþór Einarsson og
Svana Blomsterberg, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 6. okt. '86 kl. 15.45.
Uppboðsbeiðandi er Sigurður G. Guðjónsson hdl.
_______Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Skipasundi 21, risi, þingl. eigendur Ósk Ólafsdóttir og Sólveig
Halldórsd., fer fram á eigninni sjálfri mánud. 6. okt. '86 kl. 16.00. Uppboðs-
beiðandi er Ólafur Gústafsson hrl.
Borgarfógetaembaettið í Reykjavik.
□□□□□□□□□□□□
"^AKUREYRI
Blaðbera vantar
strax í neðri hluta
Suður-Brekku.
Upplýsingar í síma 25013.
□□□□□□□□□□□□
□
□
□
□
□
o
□
□
□
□
j
□
SMÁAUGLÝSINGAR DV
MARKAÐSTORG
TÆKIFÆRANNA
Þú átt kost á aö kaupa og selja
allt sem gengur kaupum og sölum.
Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV;
! hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna.l
í Markaöstorgið teygir sig víöa, Þaö er sunnanlands
j sem noröan, vestán sem austan, í bátum sem flug- j
I vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö.
! Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, .
’ken um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. :
Sumir borga meö fínpressuöum seölum.
Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. |
. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur.j
Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. j
; Þar er allt sneisafullt af tækifærum.
Þaö er bara aö grípa þau. !
Þú hringir...27022 j
Viðbirtum... j
Það ber árangur!
Smáauglýsingadeildin er I Þverholti 11. j
Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00
ER SMÁAUGLÝSINGABLADID
I haust hafa verið óvenjulega „lítið góðar“ kartöflur á markaðinum, þrátt fyrir að þær séu nýuppteknar og tíð hafi verið
þurr og góð til upptöku.
Frjáls verðmyndun á
kartöflum afnumin
„Við styðjum frjálsa verðlagningu
þar sem hún er til hagsbóta fyrir neyt-
endur. Frjálsa verðmyndun ber hins
vegar að afnema þegar fyrirtækin, sem
hlut eiga að máli, ktmna ekki betur
með frelsið að fara en raun ber vitni,“
sögðu Jóhannes Gunnarsson, formað-
ur Neytendasamtakanna, og Jónas
Bjamason, formaður landbúnaðar-
nefhdar samtakanna, í samtali við DV.
Verð á kartöflum til framleiðenda
hefur hækkað um 51% frá því 2. októb-
er í fyrra. Samkvæmt vísitölunni hafa
kartöflur hækkað um 39% á tímabil-
inu sept. 1985 til sept. 1986. Á sama
tíma hefur framfærsluvísitalan hækk-
að um 16,6%, matvöruvísitala um
14,8% og verðlagsgrundvöllur til
bænda um 16,4%-
Neytendasamtökin hafa í þessu ljósi
fárið þess á leit við sex manna nefhd
að hún taki á ný til við að ákvarða
hámarksverð á kartöflum til framleið-
enda. í framhaldi af því ákvarði fimm
manna nefhd hámarksverð þessara
vara í heildsölu og verði svo áfram þar
til raunveruleg samkeppni er komin á
í þessari grein.
Neytendasasmtökin ítreka einnig
áskorun sína til alþingismanna að
fella úr gildi heimild til landbúnaðar-
ráðherra um að leggja allt að 200%
jöfnunargjald á innfluttar kartöflur.
Samkeppnin ekki fyrir hendi
Fyrirtækin, sem eru allsráðandi á
markaðinum, eru bæði í eigu framleið-
enda og það fyrirtækið, sem hefúr
stærstu markaðshlutdeildina, Ágæti
hf., leyfði sér að hækka heildsöluá-
lagningu um hvorki meira né minna
en 76% á sl. sumri þegar neytendum
Forsendan
á frjálsri
verðmyndun
á kartöflum
brostin vegna
ónógrar
samkeppni
markaðarins
var gert að kaupa innfluttar kartöflur
á margföldu verði á við það sem þær
kostuðu erlendis.
Samkeppni í heildsöluverði inn-
byrðis milli tveggja stærstu söluaðila
garðávaxta er ekki fyrir hendi. Einnig
ríkir takmörkuð samkeppni í sölu
annarra garðávaxta og eru hagsmunir
framleiðenda látnir sitja í fyrirrúmi.
Andlitslyfting og annað ekki
Á meðan Grænmetisverslun land-
búnaðarins var við lýði ríkti algjör
einokun á markaðinum og réð versl-
unin algjörlega markaðsverði. Neyt-
endur eygðu von um breytingu þegar
einokunarverslunin var lögð niður og
Ágæti hf. stofhað.
Þetta hefur því miður ekki reynst
annað en andlitslyfting fyrir framleið-
endur. Gagnvart neytendum hefur
breytingin að mörgu leyti mistekist,
segja forráðamenn Neytendasamtak-
anna.
Á blaðamannafundi hjá Neytenda-
samtökunum var sýnishom af þeim
kartöflum sem nú eru á boðstólum frá
tveimur aðilum; litlar kartöflur, svip-
aðar í útliti og kosta nákvæmlega það
sama.
Aðstæður framleiðenda
misjafnar
Aðstæður kartöfluframleiðenda eru
misjafnar, sagði Jónas Bjamason sem
sæti á í landbúnaðamefnd Neytenda-
samtakanna. Sumir hafa mjög góðar
geymslur en aðrir lélegar. Þeim liggur
á að losna við kartöflumar sínar sem
allra fyrst þvi þær hafa stutt geymslu-
þol. Þá mætti ætla samkvæmt
markaðslögmálinu að þær kartöflur
væru seldar á lægra verði einmitt
núna. Það ætti að vera hagur fram-
leiðanda að losna við þær sem allra
fyrst. Þeir sem eiga góðu geymslumar
gætu geymt sínar kartöflur þar til síð-
ar í vetur og fengið þá hærra verð fyrir.
Einnig er eðlilegt að hinar mismun-
andi tegundir og stærðir séu seldar á
mismunandi verði, t.d. að minnstu
kartöflumar séu seldar á mun lægra
verði en millistærðin.
En þessu er ekki þannig farið. Jónas
sagði að engu væri líkara en að fram-
leiðendur losnuðu við kartöflufram-
leiðsluna eftir einhvers konar kvóta.
Neytendasamtökin féllust á inn-
flutningsbann á kartöflum þann tíma
sem innlendar kartöflur era á markað-
inum. Þau neyðast til þess að endur-
skoða afstöðu sína til slíks innflutn-
ingsbanns ef verð á kartöflum verður
ekki fært til meira samræmis við raun-
veraleikann, sögðu þeir Jóhannes og
Jónas. -A.BJ.
Hagamýsnar launa
fyrir vetrarforðann
Á dögunum sögðum við fiá blóm-
lauk, fritillariu, sem hefur þann
eiginleika að halda hagamúsum frá
sumarhúsum yfir veturinn. Kona ein
sagði okkur frá því hvernig hún gef-
ur hagamúsunum „sínum“ sem
launa henni matargjöfina með nögl-
um og fleira dóti.
Konan sagðist safiia saman allri
fitu sem til fellur á heimilinu og
bræða hana og láta í dósir. Ef ekki
hefur fallið til nein fita hefur konan
keypt tólgarbita.
Sumarhús þessarar konu er byggt
á staurum eins og algengt er nú til
dags. Undir húsið lætur konan dós-
imar með feitinni. Og viti menn.
Mýsnar gæða sér á feitinni en þær
launa fyrir sig.
„Hagamýsnar era miklu greindari
heldur en maður heldur," sagði kon-
an. „Fyrst eftir að byggingu sumar-
hússins lauk var mikið af nöglum á
lóðinni í kringum húsið og eins und-
ir því. Á vorin vora feitidósimar
fullar af nöglum. Eftir að mýsnar
vora búnar að tína alla naglana upp
hafa þær látið kvistbúta og annað
rusl í dósimar,“ sagði konan.
Hún sagði að mýsnar hefðu aldrei
gert neinn usla inni í húsinu.
-A.BJ.