Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1986. 5 Fréttir Fómaði manni og bauð jafntefli - Kasparov kom á óvart í biðskákinni í Leningrad Biðstaðan í 21. skákinni í heims- meistaraeinvíginu í Leningrad þótti jafnteflisleg en búist var við því að Karpov myndi tefla til þrautar í gær og reyna að kreista fram vinning. Framhald skákarinnar kom því mjög á óvart. Kasparov neitaði að beygja sig. Eftir að leiknir höfðu verið fimm leikir af biðskákinni fómaði hann manni og bauð jafiitefli um leið. Taflmennska Kasparovs kom Karpov sýnilega á óvart en hann þekktist jafriteflisboðið eftir að hafa fullvissað sig um það að ekki leyndist vinningur í stöðunni. Staðan í einvíginu er þá jöfh, hvor hefur hlotið 10,5 vinninga. Karpov þarf að vinna eina af þeim þrem skák- um sem eftir em, að því tilskyldu að hinum ljúki með jafhtefli. Kasparov heldur heimsmeistaratitlinum falli vinningar jafht. I dag verður 22. skákin tefld og hef- ur Kasparov hvítt. Einvíginu lýkur á miðvikudag. Þannig tefldist 21. skákin frá bið- stöðunni: 41.-Bb5 + Biðleikurinn. Kasparov hefur upp- hugsað hættulegt firamhald sem hleypir lífi í taflið. 42.Kc3 Ra4+ 43.Kd2 c4 Nú er svartur tilbúinn að bæta víg- stöðu sína með Kd6-c5-d4. 44.e5+! fxe5 45.Re4+ Ke6! Og bauð jafhtefli um leið! Þetta er skemmtilegur leikur. Eftir 46.Bxa4 Bxa4 47.Rc5+ Kf5 48.Rxa4 exf4 49.gxf4 Kxf4 hafa þeir félagar komist að því að svörtu peðin séu jafhokar hvíta riddarans. Eftir 50.Rc3 g5 51.hxg5 hxg5 52.Rb5 a6 53.Rd6 g4 54.Rxc4 g3 55.Ke2 Ke4 lýkur skákinni með jafntefli og sömuleiðis eftir 50.Rb2 Kg4 51.Rxc4 Kxh4 52.Ke3 Kg3 53.Re5 h5 o.s.frv., svo tvö dæmi séu tekin. -JLÁ „Tek enga afstööu - segir dómsmáiaráðherra um kröfu Ragnars „Ég tek enga afstöðu til þessara tilmæla. Ríkissaksóknari er sjálf- stæður aðili og það er hans mál hvað hann gerir,“ sagði Jón Helga- son dómsmálaráðherra í samtali við DV er hann var spurður hvort hann tæki afstöðu til kröfu Ragn- ars Kjartanssonar, fyrrverandi forstjóra Hafskips, um að Hall- varður Einvarðsson ríkissaksókn- ari víki sæti í Hafekipsmálinu þar sem hann stjómaði rannsókn þess hjá RLR á sínum tíma. Kröfu þessa setti Ragnar fram í framhaldi af greinargerð sinni um rannsókn Hafskipsmélsins. -FRI Prófkjör sjatfstæðismanna í Reykjavík: TVeir berjast um fyrsta sætið Tveir menn berjast opinberlega um fyrsta sætið í væntanlegu prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Það eru Albert Guðmundsson og Friðrik Sophusson. DV hafði samband við allnokkra frambjóðendur flokksins í Reykjavik og spurði þá hvort þeir bæðu stuðn- ingsmenn sína að setja sig í fyrsta sæti. Aðeins þeir tveir fyrmefndu svöruðu því játandi. Albert Guðmundsson sagði: „Ég hvet mína stuðningsmenn til að setja mig í fyrsta sætið. Ég er fyrsti þing- maður Reykvíkinga og ég ætla að vera það áfram.“ Friðrik Sophusson sagði: „Já, ég stefhi á fyrsta sætið, en hitt er þó aðalatriðið að sjálfstæðismenn raði þannig á listann að hann verði sem sigurstranglegastur í komandi al- þingiskosningum." -KÞ Opið til kl. 20 í kvöld Leiðin liggur til okkar í verslanamiðstöð vesturbæiar. Opið frá kl. 9-16 laugardag Matvörumarkaður 1. hæð - Rafdeild 2. hæð Húsgagnadeild 2. og 3. hæð - Gjafa- og búsáhaldadeild 2. hæð - Ritfangadeild 2. hæð - Munið JL-grillið Sérverslanir í JL-portinu Munið barnagæsluna 2. hæð - opið kl. 14-20 föstudaga og 9-16 laugardaga JIS KORT JIS 'Á A ▲ A A A 2 d L- D d 33' . ^ _ UJ Lú 31 G uifiJ Q.QO.Ll 35' D3 , LJ i— ^ » ■lUMIÍ'+UUItltJUkil *IH Jón Loftsson hf. — . Hringbraut 121 Simi 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.