Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1986. 45 DV Sviðsljós Sean Penn hinn svokallaði eiginmaður Madonnu, hefur þurft að læra að temja skap sitt á opinberum vettvangi. Bíllinn hans, Ford Mustang árgerð 1965, brotnaði í sundur á miðri hraðbraut og hann mátti skunda á næsta verk- stæði og horfa á gamla bílinn sinn fjarlægðan af lögreglunni. Að lokum þurfti hann svo að borga háar fjár- hæðir fyrir að ^kilja bílinn eftir ólöglega staðsettan. Það undarlega var að Penn missti aldrei stjórn á skapi sínu og lamdi engan niður. m Joan Collins langar til þess að losna úr hlutverki Alexis í Dynasty. Kannski ekki alveg á stund- inni en hún hefur tilkynnt að hún muni hætta í þessum ótrúlega vinsælu þáttum eft- ir 18 mánuði. Þá hefur hún leikið í þáttunum I um sjö ár og þá mun alveg nýtt tímabil hefjast í sögu henn- ar. Hún ætlar að hefja framleiðslu á kvikmyndum. hlýtur að vera draumur leik- stjórans um þessar mundir þar sem hún virðist til í að gera hvað sem er til að fá hlutverk. Árið 1983 gekkst hún undir uppskurð til þess að stækka brjóstin svo hún fengi hlutverk kanínustúl- kunnar í mynd Bob Fosse's, „Star 80". Núna eyðir þetta afabarn rithöfundarins Er- nest Hemingway ótrúlegum tíma og fjármunum í söngn- ámskeið fyrir hlutverk í nýjum amerískum sjón- varpsmyndaflokki af styttra taginu. Sjónvarpsmynda- flokkurinn ber nafnið Ameríka og fjallar um innrás Sovétríkjanna í Bandaríkin. Tina Turner, sem hefur þau fallegustu læri sem Karl Bretaprins hefur séð, segir opinskátt frá því hvernig meðhöndlun hún hlaut hjá fyrrver- andi eiginmanni sinum, Ike. Kynbomban Tina Turner: Var misþyimt aflke - hélt við 100 konur í hjónabandinu Tina Tumer hefur nú fengist til þess að segja opinskátt frá því hvernig Ike, fyrrverandi eigin- maður hennar, meðhöndlaði hana í þeirra sambandi. Hún segir að hann hafi án þess að blikna fengið viðhöldin til þess að fylgja þeim hjónakornum eftir hingað og þangað, jafnvel milli landa, og leigt undir konurnar hót- elherbergi, oft við hliðina á þeirra herbergi. Síðan hafí hann skriðið í burtu um nætur og notið ásta. Tina sagðist iðulega hafa heyrt til hans í ástarleikjum, síðan hefði hann skriðið aftur upp í til sín eins og ekkert héfði í skorist. „Ike vaknaði upp eina nóttina og sagði: „Viltu giftast mér?“ Ég sagði auðvitað já, því annars hefði hann lamið mig og barið. En ég var hrædd. Við keyrðum strax til Tiju- ana í Mexíkó og stoppuðum á stað þar sem stóð skrifað: Giftingar. Inni var allt í ryki og drullu og einhver náungi henti í okkur blaði sem ég varð auðvitað að skrifa undir. Þá vorum við gift og ég hugsaði, þvílík giftingarathöfn." Tina sagði að Ike hefði a.m.k. átt vingott við 100 konur í þeirra sam- bandi og valdið henni ómældri óhamingju. Stundum hefði hann óhikað pikkað upp konur úr áhorf- endahópi, þegar hún var með sýningar, eða reynt við vinkonur hennar sem unnu við sömu sýningu og hún. Þá hefði hann iðulega sent sig heim á undan til þess að geta leikið sér og haldið fram hjá. Tina var bæði særð og afbrýðisöm. Það hefur vakið furðu margra hvemig Tina lét Ike fara með sig, þessi glæsilega kona sem að mati Karls prins hefur þau fallegustu læri sem hann hefur séð. Ólyginn sagði... Mariel Hemingway Leikararnir klöppuðu leikstjórann, Þórunni Sigurðardóttur, upp að leiks- lokum. Og síðan var haldið áfram að klappa. Frumsýningin búin. Hún tókst. Tvær þekktar á Akureyri, útvarpskonurnar Erna Indriðadóttir og Hilda Torfadóttir, ræða málin i hléi. Höfundurinn, Hannu Makela, fékk veglegan blómvönd að lokinni sýn- ingu. Honum á hægri hönd situr Njörður P. Njarðvík, þýðandi verksins, og ekki var hans vöndur siðri. DV-myndir JGH Sú fyrsta á Akureyri Jón G. Hauksson, DV, Akureyri Barnaleikritið Herra Hú var frum- sýnt á Akureyri um síðustu helgi. Hú er lítill, svartur náungi sem hefur unun af að hræða börn, hann er barnahrellir. Höfundurinn, Hannu Mákelá frá Finnlandi, var viðstadd- ur sýninguna ásamt Nirði P. Njarð- vík sem íslenskaði verkið. Sviðsljósið skellti sér á Herra Hú með mynda- vélina meðferðis. I leikhléi. Stefán Baldursson, leikhússtjóri i Iðnó, ræðir við Jón Kristins- son, formann Leikfélags Akureyrar, og konu hans, Arnþrúði Ingimars- dóttur. *v r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.