Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986. 19 Ef þú vilt dansa Ártún, Vagnhöfða 11, Reykjavík, sími 685090 Gömlu dansarnir á föstudags- og laugar- dagskvöld. Hljómsveitin Drekar leikur fyrir dansi. Broadway, Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500 Stuðmenn skemmta í Broadway föstudags- og laugardagskvöld. Evrópa v/Borgartún Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Glæsibær við/ Álfheima, Reykjavík, sími 685660 Hljómsveitin Kýprus leikur fyrir dansi í kvöld og annað kvöld. Ölver opið alla daga vikunnar. Hollywood, . Ármúla 5, Reykjavík, sími 81585 Diskótek á föstudags- og laugardags- kvöld. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Gömlu dansarnir undir stjórn Jóns Sig- urðssonar á sunnudagskvöld. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími 82200 Dansleikir föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Tískusýning öll fímmtu- dagskvöld. Hótel Saga v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221 Dansleikur föstudags- og laugardags- kvöld. Á Mímisbar leikur dúettinn André Bachmann og Kristján Óskarsson. Kreml við/Austurvöll, Reykjavik, simi 11630 Opið föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld. Leikhúskjallarinn v/Hverfisgötu, Reykjavík, sími 19636 Dansleikur föstdags- og laugardagskvöld. Sigtún v/Suðurlandsbraut, Reykjavík, sími 685733 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Roxzy við Skúlagötu Diskótek um helgina. Upp og niður, Laugavegi 116, Reykjavík, sími 10312 Opið föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld. Marilyn Monroe tekur á móti gestum með glæsibrag. Þórskaffi, Brautarholti 2, Reykjavík, simi 23333 Dans- og dægin-lagasveitin Santos og Sonja leika fyrir dansi föstudags- og laug- ardagskvöld. AKUREYRI H-100 Diskótek á öllum hæðum hússins föstu- dags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Sjallinn Fjörið í Sjallanum föstudags- og laugar- dagskvöld. Unglmgadans- leikur með MX 21 1 kvöld, föstudagskvöld, verður unglingadansleikur með hljómsveit- inni MX 21 á skemmtistaðnum High Teck við Skemmuveg í Kópavogi. Sætaferðir verða kl. 22.00 frá Lækjartorgi og bensínstöð Esso við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Dansleikurinn hefst kl 22.00 og mun standa til þrjú eftir miðnætti. Miðaverð er 400 krónur. Greifarnir í og austur Hljómsveitin Greifarnir mun spila í félagsmiðstöðinni Agnarögn í Kópavogi í kvöld, föstudagskvöld. Þar munu þeir taka fyrir aðalsrokk af síðustu breiðskífu og þeirri næstu. Miðaverð er 200 kr. Annað kvöld ætla Greifarnir að leggja land undir fót og vera með tónleika í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli og hefjast þeir kl. 20,00. Um klukkan 23 mun síðan hefjast ótrúlegur stuðdansleikur þar sem Greifarnir hyggjast halda uppi fjörinu fram á nótt. Greifarnir eru Felix Bergsson, söngur, Kristján Viðar Haraldsson, hljómborð og söngur; Jón Ingi Valdimarsson, bassi, Sveinbjörn Grétarsson, gítar, og Gunnar H. Gunnarsson, trommur. Kvennaathvarfstónleikar á Selfossi og í Keflavík ív kvöld klukkan 21.00 verða hljómleikar á Hótel Selfossi til styrktar Kvennaathvarfmu. , Þar koma fram Bubbi Morthens, Megas, Guðjón Guðmundsson og Kristján Hrafnsson. Einnjg mun hljómsveitin Trinity frá Selfossi spila. Hljómleikarnir enda með dansleik til klukkan 3 eftir mið- nætti sem hljómsveitin Kikk leikur á. Á sunnudaginn verða siðan hljómleikar til styrktar Kvennaat- hvarfinu í Félagsbíói í Keflavík. Þetta er miðdegisskemmtun sem hefst klukkan 14.00. Þar koma fram Bubbi Morthens, Bjarni Tryggva, Guðjón Guð- mundsson, Kristján Hrafnsson og ýmsir keflvískir skemmtikraftar. Á báðum þessum hljómleikum gefa allir sína vinnu og er miða- verð 600 krónur. Allur ágóði mun renna óskiptur til Kvennaathvarfs- Djassfjarkinn í Djúpinu Næstkomandi sunnudagskvöld ætlar hljómsveitin Djassfjarkinn að spila í Djúpinu við Hafnarstræti kl. 21.30. Að sögn aðstandenda er ætlunin að halda upp á vonandi farsælan endi leiðtogafundarins með hressi- legri djassmúsík og fjölmörgum friðarblúsum. Þeir sem fengnir eru til að fram- kvæma þetta vandasama verkefni Joan Baez á íslandi A morgun, laugardag, mun bandaríska þjóðlagasöngkonan Jo- an Baez halda tvenna hljómleika í Islensku óperunni. Hinir fyrri verða kl. 14.00 og þar munu ýmsir íslenskir listamenn koma fram einnig. En á hinum síðari, sem hefj- ast kl. 21.00, mun hún köma ein fram. Joan Baez er mjög þekkt síðan á sjöunda áratugn'um og hefur hún verið sett á stall með þeim Bob Dylan, John Lennon og Yoko Ono hvað það snertir. Það má eiginlega segja að hún gegni sérstöku hlut- verki hjá hinni svokölluðu 68 kynslóð. Nafn hennar hefur ávallt tengst baráttu fyrir friði, mann- réttindum og gegn ofbeldi. Meðal annars deildi hún hart á Víetnam- stríðið á sínum tíma. í dag er hún forseti samtakanna Humanitas Int- ernational sem starfa í þágu mannréttinda. Joan Baez hefur spilað á ótal hljómleikum á liðnum árum og var meðal annarra stórt nafn á Woodstock-tónleikunum. einum frægustu rokktónleikum sögunnar, sem voru í lok sjöunda áratugar- ins. Það er Samstarfsnefnd ís- lenskra friðarhreyfinga og fleiri aðilar sem standa að hljómleikum þessum. Friðarstund á Lækjartorgi ,eru Árni Scheving á víbrafón, Eg- ill B. Hreinsson á píanó, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Guðmundur R. Einarsson á tromm- ur. Ástæða er til að geta þess að Reykvíkingum og öðrum lands- mönnum verður ekki meinuð innganga og ekki er við því búist að Djúpið verði girt af. I kvöld frá klukkan níu til tíu mun Samstarfsnefnd íslenskra frið- arhreyfinga efna til friðarstundar á Lækjartorgi. Athöfnin hefst með því að Mót- ettukórinn syngur. Síðan mun biskup íslands, herra Pétur Sigur- geirsson, tala. Helga Bachmann leikari flytur ávarp fyrir hönd ís- lenskra friðarhreyfinga og Guðrún Ásmundsdóttir les ljóð eftir Jó- hannes úr Kötlum. Tendruð verða friðarljós á fund- inum. Samstarfsnefndin hvetur landsmenn til að tendra ljós í gluggum sínum á föstudags- og laugardagskvöld og sýna þannig vilja sinn um árangursríkan leið- togafund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.