Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 4
22 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986. Frímerkjasýning „Reykjavík 86“ safn, spjaldbréfasafn og átthaga- safn úr Hafnarfirði. Loks verða sýnd póstkort með myndum frá Reykjavík á ýmsum tímum. Aðgangur að sýningunni er ókeypis en sýningargestum gefst kostur á að kaupa póstkort með myndum af ýmsum póststimplum frá Reykjavík. Er upplagið tölusett og takmarkað. Gilda kortin sem happdrættismiði. Er vinningurinn frímerkjasafn sem sýnt verður í ramma nr. 1 á sýningunni og heitir Reykjavík 200 ára. Sunnudaginn 12. október verður skiptimarkaður í félagsheimili Fé- lags frímerkjasafnara í Síðumúla 17 og verður hann haldinn kl. 13-16. Eru allir velkomnir á mark- aðinn, jafnt félagsbundnir sem ófélagsbundnir frímerkj asafnarar. Sýningin er opin til kl. 21.00 í kvöld, kl. 13-20 á morgun, laugar- dag, og á sunnudaginn verður hún opin frá kl. 13-19. Pyrstu tónleikar Kaitimermúsíkklúbbsiiis Sunnudaginn 12. óktóber verða fyrstu tónleikar hjá Kammermús- íkklúbbnum á starfsárinu 1986-1987. Verða þeir í Bústaða- kirkju kl. 20.30. A efnisskrá eru eftirtalin verk: Dúó fyrir klarínettu og fagott í C-dúr, WoO 27.1 og Dúó fyrir klarí- nettu og fagott í B-dúr, WoO 27.3 eftir Ludwig van Beethoven. Flytj- endur Einar Jóhannesson og Hafsteinn Guðmundsson. Serenata fyrir 8 blásturshljóðfæri í C-moll, K. 388, eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Flytjendur, Daði Kolbeinsson óbó, Einar Jóhannes- son og Óskar Ingólfsson klarínetta, Joseph Ognibene og Emil Frið- finnsson horn, Hafsteinn Guð- mundsson og Björn Árnason fagott. Eftir hlé verður fluttur kvintett fyrir strengjahljóðfæri í C-moll, K. 406, eftir Wolfgang Amadeus Moz- art. Flytjendur Szymon Kuran og Kathleen Bearden fiðla, Guðný Guðmundsdóttir og Elizabet Dean lágfiðla og Arnþór Jónsson knef- iðla. Félag frímerkjasafnara heldur frímerkjasýninguna „Reykjavík 86“ dagana 9.-12. október í húsa- kynnum Landssambands íslenskra frímerkjasafnara að Síðumúla 17 í Reykjavík á 2. hæð í vesturenda. Á sýningunni verður reynt að hafa sem mesta fjölbreytni í söfn- um. Verða meðal annars sýnd tegundasöfn sem sýna fugla, dýr, skip, bíla o.s.frv. Þá verður lítil samkeppnisdeild og þar sýnd flug- Í5LSND:) 120 5 íslensk grafík ’86 Um síðustu helgi var opnuð á Kjarvalsstöðum sýningin Islensk grafík ’86. Félai ið íslensk grafík er nú 17 ára. Er þetta 7. félagssýningin og sú fyrsta sem haldin i á Kjarvalsstöðum. Á þeim þrem árum sem liðin eru frá síðustu sýningu hafa mari ir nýir félagar bæst í hópinn og eru félagar nú 41 en af þeim búa 34 i Reykjav og nágrenni en 3 erlendis. Þrjátíu meðlimir taka þátt í sýningu þessari og er það tímanna tákn hve litanotl un hefur aukist á undanförnum árum og borið nýjan ferskleika inn í grafíklistina. leiklestur í tilefni leiðtogafundarins í tilefni leiðtogafundar Reagans og Gorbatsjovs ætlar Leikfélag Reykjavíkur í bjóða upp á sviðsettan leiklestur á nýju bandarísku leikriti um friðarviðræður stó veldanna. Leikritið heitir Gönguferð í skóginum (A walk in the woods) og er eft Lee Blessing sem er með athyglisverðari yngri höfundum þar í landi. Leikritið gerist í Genf í Sviss í tengslum við afvopnunarviðræðurnar og fjall: um tvo menn sem eru í forsvari fyrir stórveldin tvö, Bandaríkin og Sovétríki Þessir samningamenn fara gjarnan í gönguferðir út í skóg til þess að ræða heimsmá in og möguleika á friði. Það eru leikararnir Gísli Halldórsson og Þorsteinn Gunnarsson sem fara mi hlutverk Rússans Botvinniks og Bandaríkjamannsins Honeyman. Þýðinguna ger Sverrir Hólmarsson og leikstjóri er Stefán Baldursson. Leikritið verður aðeins flutt tvisvar, á laugardag og sunnudag, kl. 15.00 bác dagana. Verði aðgöngumiða er mjög stillt í hóf. Kosta þeir 300 kr. Messur Keflavíkurkirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Beðið fyr- ir friði. Munið skólabílinn. Sóknar- prestur. Fíladelfía, Hátúni 2 Sunnudagaskóli kl. 11. Almenn guðsþjónusta kl. 20. Kjell Samuels- son frá Svíþjóð talar og syngur. Guðsþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæmi sunnudaginn 12. október 1986. Við biðjum sérstaklega fyrir friði í messunum. Kirkjurnar eru opn- ar á fundartíma leiðtoga stórveld- anna. Árbæjarprestakall Bamasamkoma í Foldaskóla í Graf- arvogshveríí laugardaginn 11. okt. kl. 11. árdegr °unnudagur: Bama- samkoma í satnaðarheimili Árbæjar- sóknar kl. 10.30 árdegis. Guðsþjón- usta í safnaðarheimili Árba ’ "' ókn- ar kl. 14. Organleikari Jón iviyrdal. Guðbjört Kwien syngur einsöng í messunni. Hlutavelta og flóamark- aður Kvenfélags Árbæjarsóknar eftir messu kl. 15. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Árni Bergur Sigurbjömsson. Breiðholtsprestakall Bamasamkoma í Breiðholtsskóla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14 í Breiðholts- ; skóla. Sr. Láms Halldórsson. Bústaðakirkja Barnasamkoma kl. 11. Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Elín Anna Antons- dóttir. Messa kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Kvenfélagsfundur mánudagskvöld. Æskulýðsfélags- fundur þriðjudagskvöld. Félagsstarf aldraðra miðvikudagseftirmiðdag. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan kl. 11. Laugardagur: Bamasamkoma kl. 10.30. Egill og Ólafía. Sunnudagur: Kl. 11. Messa. Beðið fyrir friði og góðum árangri leiðtogafundarins í Reykjavík. Ræðuefni helgað þessu. Elín Sigurvinsdóttir syngur „Friðar- ins Guð“ eftir Áma Thorsteinsson. Sr. Þórir Stephensen. Messa kl. 14. Sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur við báðar messurnar. Organ- isti Birgir Ás Guðmundsson. Elliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Sighvatur Karlsson. Fella- og Hólakirkja Bamaguðsþjónusta - Kirkjuskóli kl. 11. Ragnheiður Sverrisdóttir. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Jón Bjarman messar. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjartar- son. Grensáskirkja Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Organisti Ámi Arinbjamarson. Kvöldmessa með altarisgöngu kl. 20.30. „Ný tónlist“. Þorvaldur Hall- dórsson stjómar söng og UFMH tekur þátt í messunni. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja Bamasamkoma og messa kl. 11. Fermd verða: Hrafn Árnason, Granaskjóli 40, og Katrín María Káradóttir, Barónsstíg 57. Altaris- ganga. Sr. Karl Sigurbjömsson. Þriðjudagur 14. okt.: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Landspítalinn Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Jón Bjarm- an. Kirkja heyrnarlausra Messa í Hallgrímskirkju kl. 14. Sr. Miyako Þórðarson. Háteigskirkja Messa kl. 10. Bamaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. Kársnesprestakall Bamasamkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11 árdegis. Messa í Kópa- vogskirkju-kl. 14. Fermdur verður: Ólafur Árni Sveinsson. Aðalfundur safnaðarins verður haldinn í kirkj- unni að messu lokinni. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja Óskastund barnanna kl. 11. Söngur, sögur, leikur. Þórhallur Heimisson og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Sig- urður Haukur Guðjónsson. Organ- isti Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. Laugarneskirkj a Laugardagur 11. okt. Guðsþjón- usta í Hátúni 10B kl. 11. Sunnudag- ur 12. okt. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúss- prestur predikar. Kirkjukaffi. Mánudagur 13. okt. Æskulýðsfé- lagið kl. 18. Þriðjudagur 14. okt.: Bænaguðsþjónusta kl. 18. Tónlist frá kl. 17.50. Miðvikudagur 15. okt.: Síðdegiskaffi kl. 14.30. Jóhann Páls- son sýnir myndir. Sóknarprestur. Neskirkja Miðvikudagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Fimmtudagur: Opið hús fyrir aldr- aðra kl. 13-17. Biblíulestur kl. 20. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljasókn Fyrstu barnaguðsþjónustur vetrar- ins verða í Seljaskóla og Öldusels- skóla kl. 10.30. Almenn guðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 14 (ath. breyttan. messutíma). Þriðjudagur 13. okt.: Fundur í æskulýðsfélaginu í Tinda- seli 3 kl. 20. Aðstoðarprestur. Seltj arnarneskirkj a Barnaguðsþjónusta kl. 11. Börnin fá barnaefni afhent. Nýir söngvar kynntir. Framhaldssagan byrjar. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Sig- hvatur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Kaffisopi á eftir. Mánudagskvöld: Opið hús fyrir unglinga kl. 20.30. Allir ungl- ingar 13-15 ára velkomnir. Verum með. Sóknarprestur. Kirkja óháða safnaðarins Kirkjudagur Óháða safnaðarins er sunnudaginn 12. okt. Guðsþjónusta verður í kirkju safnaðarins kl. 14. Sr. Emil Björnsson, fyrrv. safnaðar- prestur, predikar. Sr. Ragnar Fjalar Lámsson, sóknarprestur í Hall- grímspréstakalli þjónar fyrir altari. Irma ðskarsdóttir flautuleikari leik- ur einleik. Heiðmar Jónsson organ- isti stjórnar kirkjukór safnaðarins. Kaffiveitingar verða eftir messu í umsjón kvenfélags safnaðarins. Sér- stök barnasamkoma verður í kirkj- unni eftir að börnin hafa gætt sér á gosi og góðgæti. Fríkirkjan í Hafnarfírði Bamasamkoma kl. 11. Sr. Einar Eyj- ólfsson. Ýmislegt Kvenfélag Bústaðasóknar heldur fund mánudaginn 13. okt. kl. 20.30 í safnaðarheimilinu. Á fundinum verður fjölbreytt ostakynning. Mætið vel og stundvíslega. Átthagafélag Strandamanna heldur spilakvöld í Domus Medica laugar- daginn 11. október kl. 20.30. Félagsmenn íjölmennið. Hundur í óskilum á Dýraspít- alanum Á Dýraspítalanum er í óskilum stór svart- ur hundur með hvítt á bringu. Hann fannst á Ártúnshöfða 6. október sl. Upplýsingar í síma 76620. Húnvetningafélagið í Reykjavík Félagsvist verður laugardaginn 11. októb- er kl. 14 e.h. í félagsheimilinu Skeifunni 17, 3. hæð. Allir velkomnir. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Frístundahóps- ins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 11. október. Lagt af stað kl. 10 frá Digranesvegi 12. Við göngum hvern- ig sem viðrar en styttum gönguna í haustvindum og rigningu. Nýlagað mola- kaffi. Markmið göngunnar er samvera, súrefni og hreyfing. Kvenfélag Óháða safnaðarins Súnnudaginn 12. október verður haldinn kirkjudagur safnaðarins. Eftir messu verður kaífisala í Kirkjubæ. Þeir sem vildu gefa kökur komi þeim í Kirkjubæ milli kl. 10 og 12 á sunnudag. Tónleikar á landsbyggðinni Nú um helgina munu harmóníkuleikar- amir Hrólfur Vagnsson og Ursula Schmid halda tónleika víðs vegar um landið eða nánar tiltekið á Selfossi, Akureyri, Húsa- vík, Isafirði og Bolungarvík. Þau Hrólfur og Ursula stunda bæði nám við Hoch- schule fur Musik und Theatre í Hannover í Vestur-Þýskalandi. Efnisskrá tónlei- kanna verður fjölbreytt og leika þau m.a. verk eftir Bach, Scarlatti, Lizt, Albeniz, Lundkvist og Zolotarjow.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.