Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986. 29 Reagan og Gorbatsjov hafa áhrif á íþróttamót: BlaMeikir flytjast í Kenraraháskólann Þróttarinn Leifur Harðarson, númer 11, reynir að blaka boltanum yfir þétta hávörn Víkinga í leik i Kennaraháskólanum í fyrra. DV-mynd S. ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR Reykjavíkurmótinu í blaki verður fram haldið í íþróttahúsi Kennaraháskólans við Háteigs- veg á sunnudag. Þangað hafa verið færðir þeir leikir sem vera áttu í Hagaskóla síðastliðið mið- vikudagskvöld. íþróttahús Hagaskóla var tekið af íþróttafólkinu undir land- kynningu Útflutningsráðs Is- lands. Kvennaleikur er fyrr1 ur á dag- skránni á sunnudag. Stúlkurnar í Þrótti og Víkingi mætast klukk- an 17. Fyrri karlaleikurinn, milli Þróttar og Víkings, á að hefjast klukkan 18.15. Þar má búast við hörkuleik. Þessi lið léku til úr- slita í Háskólamótinu um síðustu helgi. Þróttur vann þá 2-1. I riðlakeppninni hafði Víkingur hins vegar unnið Þrótt. Klukkan 19.30 er settur á leikur Iþróttafélags stúdenta og Fram. Lokaumferð Reykjavíkurmóts- ins í blaki átti að vera í Haga- skóla á sunnudag. Vegna landkynningar Útflutningsráðs lýkur mótinu ekki fyrr en mið- vikudaginn 22. október. -KMU Þú hringir — við birtum og auglýsingin verður færð á kortið. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og ganga frá öllu í sama símtali. Hámark kortaúttektar i sima er kr. 2.050,- Hafið tilbúið: /Nafn - heimilisfang - síma - nafnnúmer - kortnúmer og gildistíma og að sjálfsögðu texta auglýsingarinnar. 7 Stígum trylltan toxzy kvöld Leitið og þér munið finna Ijós myrkursins Það eru menn með ólika fortið sem funda í Reykjavik um helgina. Í helgarblaðinu er saga þessara litríku manna rakin. Frjálst, óháö dagblað Á MORGUN Hún Raisa Gorbatsjova er senuþjófur. í helgar- blaðinu er rýnt í feril þessa sérfræðings í pól- itísku. ☆ Hvert sem Bandaríkja- forseti fer fylgja honum fjölmennar sveitir ör- yggisvarða. Að baki býr djúpstæður ótti við morðóða byssumenn. Allt um það í helgar- blaðinu. ☆ Þegar leiðtogar stór- velda þurfa á táknræn- um mótmælum að halda þá hefta þeir för listamanna. Listin og heimspólitíkin eru reif- aðar í heigarblaðinu. Gunnar Gunnarsson, starfsmaður öryggismála- nefndar Alþingis, veit allt um afvopnun og risaveldi. Hann ræðir málin i helgarviðtalinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.