Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986. 27 m Úr handgerðum pappír og máluðu taui Síðastliðinn laugardag opnaði Guðrún Kristjánsdóttir sýningu á verkum sínum á vesturgangi Kjar- valsstaða. Á sýningunni, sem er sölusýning, eru 50 verk, flest unnin á þessu ári og því síðasta. Flest verkin eru „samsett" (Collage) úr handgerðum pappír, sem hún útbýr sjálf, og máluðu taui. Guðrún Kristjánsdóttir er 36 ára Reykvíkingur. Hún var við nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur og listaskóla í Aix-en-Provence í Frakklandi um nokkurra ára skeið. Hún hefur tekið þátt í samsýningu F.I.M. 1983, sýningunni Hér og nú á fyrra ári og Reykjavík í myndlist á Kjarvalsstöðum á þessu ári. Þetta er fyrsta einkasýning Guð- rúnar Kristjánsdóttur. Hún er opin daglega frá kl. 14-22 og stendur til 19. október. Pétur sýiúr í Listasa&ú ASÍ Á morgun, laugardaginn 11. okt- óber, kl. 14.00 opnar Pétur Halld- órsson málverkasýningu í Listasafni ASÍ, Grensásvegi 16, á efstu hæð. Á sýningunni eru 26 verk, máluð á undanförnum þremur árum, aðal- lega olíu- og akrýlmálverk. Pétur Halldórsson stundaði nám yið Myndlistar- og handíðaskóla íslands árin 1969-74 og framhalds- nám við Middelesex Polytechnics, Graphics Design í London 1975-76. Hann hefur á undanförnum árum unnið sér gott orð sem útlitshönn- uður og teiknari og liggja eftir hann fjölmörg verk á þeim vett- vangi. Málverkasýning Péturs stendur til 24. október næstkomandi og er opin virka daga kl. 16-20 og um helgar kl, 14-22. Jónas Árnason á vísnakvöldi. Vísnavinir hefja vetrarstarf sitt nk. mánu- dagskvöld, þann 13. október. Þá verður haldið visnakvöld'á Hótel Borg og hefst það kl. 20.30. Kvöldið verður að mestu helgað Jónasi Árnasyni og munu þar ýms- ir góðir menn og konur flytja ljóð hans við lög úr ýmsum áttum. Jónas verður sjálfur heiðursgestur kvöldsins og ekki er ólíklegt að hann muni taka lagið fyrir við- stadda. Þessu „Jónasarkvöldi" tengist útkoma bókar einnar veglegrar sem hefur að geyma flestar söngvísur Jónasar ásamt nótum. Bókin er skreytt teikningum nokk- urra þekktra íslenskra listamanna og verður hún væntanlega til sölu á vísna- kvöldinu. Aðrir gestir á vísnakvöldinu eru sænska vísnasönkonan Thérése Juel og hornaflokkurinn Lurjámtarna, en þau eru stödd hér á landi á vegum Norræna félags- ins og taka þátt í norrænni viku á Vesturlandi. Áhugamenn um góðan vísna- söng eru hvattir til að láta þessa einstæðu dagskrá ekki fram hjá sér fara. Kvenfélag Árbæjarsóknar með hlutaveltu og flóamark- að. Hlutavelta og flóamarkaður verður í and- dyri byggingar Árbæjarkirkju sunnudag- inn 12. október kl. 15 til styrktar byggingunni. Kynningarfundur hjá Guðspekifélaginu Á morgun, laugardaginn 11. október, verð- ur efnt til kynningarfundar um starf og stefnu félagsins. Fundurinn hefst kl. 15 í húsi félagsins að Ingólfsstræti 22. Listmunasýning í Hveragerði Þessa dagana stendur yfir sýning á skúlptúrum og blómasúlum unnum úr tré í Eden í Hveragerði. Verkin eru gerð af Erlendi F. Magnússyni, Hveragerði sem m.a. sá um innréttingar í Skíðaskálanum í Hveradölum, Eden í Hveragerði og Hótel Geysi í Haukadal auk þess sem hann skar út kirkjuhurðina í Þorlákshöfn. Á árum áður tók Erlendur þátt í tveimur samsýn- Símiim í 80 ár _ Núna um helgina lýkur sýning- unni Síminn í 80 ár sem staðið hefur yfir í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöllað undanförnu. Sýn- ingin er haldin í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá stofnuh Lands- síma Islands. Þetta er aðallega tækni- og sögusýning. Hún spannar reynd- ar lengri tíma en þau 80 ár sem Landssími íslands hefur verið starfræktur. Ýmislegt eldra er til sýnis, má þar sem dæmi nefna símstöðina á Seyðisfirði sem enn er til og er hún uppsett á sýning- unni í sinni upprunalegu mynd. Margar nýjungar eru einnig til sýnis, til að mynda er hægt að skoða ljósleiðarakerfi. Tvær ís- lenskar kvikmyndir um símann eru einnig sýndar þarna. Á sýningunni eru menn sem leiðbeina gestum. Henni lýkur á sunnudaginn. Sýningin er opin kl. 16-20 í dag og 14-20 um helg- ina. 2M Af spjöldum sögunnar Á morgun, laugardaginn 11. október kl. 14.00, verður sýningin Af spjöldum sögunnar opnuð í Ásmundarsal við Freyjugötu. Sýndar verða myndasyrpur úr The Illustrated London News frá tímabilinu 1860-1866. Sýningin verður opin kl. 18-22.30 virka daga en frá kl. 14-22.30 um helgar. Henni lýkur sunnudaginn 19. október. Gallerí Götuhús á Stokkseyri A morgun, laugardaginn 11. október, kl. 14 opnar Páll S. Páls- son málverkasýningu í Gallerí Götuhús á Stokkseyri. Sýningin mun standa til 19. ingum á vegum SUM. Hér er á ferðinni sölusýning, fyrsta einkasýning Erlendar og mun hún standa yfir fram í miðjan þennan mánuð. Kvenfélag Kópavogs Félagsvist verður mánudaginn 13. október kl. 20.30 í félagsheimili Kópavogs. Allir velkomnir. íþróttahús Hagaskóla lokað um helgina. Vegna fyrirhugaðrar heimsóknar Reagans og Gorbatsjovs þá hefur íþróttahúsi Haga- skóla verið lokað fram yfir helgina 11.-12. október. Af þessum sökum hefur KKl orð- ið að færa nokkra leiki miðað við áður útgefna leikjaniðurröðun. Eftirtaldir leik- ir hafa verið færðir: Laugardagurinn 11. október. Fram-Valur í úrvalsdeild færist til þriðjudagsins 28. október kl. 20 í Haga- skóla. KR-Haukar í 1. deild kvenna færist til þriðjudagsins 21. október kl. 21.30 í Hagaskóla. Árvakur-Snæfell í 2. deild karla færist til laugardagsins 7. mars 1987 (nánar auglýst síðar). Sunnudagur 12. október. KR-lBK í úrvalsdeild færist til þriðjudagsins 21. október kl. 20 í Haga- skóla. Fram-UMFN í 2. flokki karla færist til þriðjudagsins 28. október kl. 21.30 í hagaskóla. Tölvusýning í Borgarleikhús- inu. Þessa dagana stendur yfir sýning á tölvum í Borgarleikhúsinu. Alls 40 sýnendur munu kynna allt það nýjasta og fullkomn- asta í tölvuiðnaðinum í dag. Sýningar- svæðið er um 2000 fm en þess má geta að það er stærra svæði en heildarsvæði sýn- ingarinnar Heimilið '86. Sýningarbásarnir verða einstaklega glæsilegir en þeir stærstu eru yfir 100 fm að stærð eða á við meðalíbúð í blokk. Sýningin verður opin yfir helgina frá kl. 10-22. Lionessur í Kópavogi selja heimilspoka Laugardaginn 11. október munu eldhress- ar konur úr Lionessuklúbbnum Ýr í október og verður opin kl. 14-22 um helgar og 20-22 virka daga. Allir eru velkomnir. Kaffi á könnunni. Kópavogi bjóða til sölu tvær gerðir af heimilispokum. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála. Lazgí í Hlégarði í kvöld Síðustu tónleikar og danssýningjjjóðlega söng- og dansflokksins Lazgí frá Uzbekist- an, sem dvalist hefur hér á landi undan- farna daga í tilefni Sovéskra daga MÍR 1986, verða í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellssveit í kvöld, 10. okt., og hefjast kl 20.30. Á efnisskrá eru þjóðlög og dans- ar frá Úzbekistan og fleiri lýðveldum Sovétríkjanna. Sýning á Hótel Selfossi Elísabet H. Harðardóttir sýnir myndvefn- að og vatnslitamyndir i anddyri Hótel Selfoss við Ölfusárbrú. Sýningin stendur í þrjár vikur. Ferðafélag íslands Dagsferð sunnudag 12. okt. kl. 13. Skúlatún-Gullkistugjá-Kaldár- sel. Ekinn Bláfjallavegur vestri að Skúlatú. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. ATH. að nálgast óskilamuni frá sumarferðunum á skrifstofunni Öldu- götu 3. Útivistarferðir. Helgarferðir 10.-12. okt. 1. Haustferð í Þórsmörk. Enn er tæki- færi til að sjá haustlitina. Gönguferðir. Gist í skálum Útivistar í Básum. Brottför fóstud. kl. 20.30. 2. Emstrur-Ker-Markarfljótsgljúfur. 2 dagar. Brottför laugard. kl. 8. Gist í húsi. Góð haustferð að Fjallabaki. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1. Símar: 14606 og 23732. Dagsferðir sunnudag 12. okt. kl. 10.30 Fagradalsfjall-Meradalir. Geng- ið yfir vestasta fjall Reykjanesfjallgarðs- ins frá Arnarsetri yfir að Vigdísarvöllum. Kl. 13 Vigdísarvellir (rústir) - Núpshlíð- arháls. Létt ganga í Reykjanesfólkvangi. Brottför fré BSÍ bensínsölu (1 Hafnarf. v. kirkjug.) Sjáumst. Útivist. Toyola Hl-Lux plckup árg. '82, eklnn 100.000, Toyola Corolla Llftback 1600 SE '81, blár, aklnn blár. Verð 480.000,- 68.000. Verö 265.000,- Cilroen GS Pallas irg. '81, ekinn 80.000, grœn- Toyota Corolla Spedal Serles, árg. '88, eklnn sans. Verð 210.000,- 13.000, rauour. Verð 410.000,- Toyola Camry 2000 GU '85, elnn með 6llu, Toyola Corolla STW'81, ekinn 37.000, liturhvil- eklnn 22.000. Vero 585.000,- ur. Verð 250.000. Elnnlg gulur, ekinn 70.000. Verð 240.000,- Toyota UndCruiser STW '83, ekinn 100.000, lil- Toyota Tercel '83, ekinn 70.000, lllur grænn. ur beige. Verð 840.000,- Verð 280.000,- Toyota HI-LUX 4x4, árg. '83, disil, origlnal Mazda 626 2000, 5 gira, árg. '82, rafm. rúður, vðkvastýri, yflrbyggður. Verð 700.000,- vðkvastýrl, ekinn 110.000, grár. Verð 270.000,- Toyota Corollo irg. '81, IHtback, SE, 5 gira, VW Jetta irg. '81, eklnn 68.000, grir. ekinn 48.000. Verð 285.000,- Verð 220.000,- Toyota HI-LUX irg. '86, benain, vökvastýri, ek- Toyota Hiace dlsll '82, eklnn 90.000, 30.000 i Inn 10.000. Verð 780.000,-. Plasthús. vél, Ittur blir. Verð 350.000,- Toyota Tercel 4x4, '85, eklnn 41.000, lílur gra- Toyota Cresslda Diesel '84, eklnn 150.000, lltur sans. Verð 480.000,- gullsans. Verð 460.000,- Toyota Cresslda '80, ekinn 70.000, litur rauð- Dalhatsu Charade '82, eklnn 57.000, litur rauð- ur. Verð 240.000,- ur. Verð 220.000,- Toyota Corolla irg. '85, 86 Twin cam. Toyota LandCruiser Olesel '86 STW. Toyota Cressida GLI-6 irg. '83. Toyota Carina irg. '81. Toyota Starlet irg. '80. Opel Rekord Olesel irg. '83. Toyota Tercel irg. '81. Mazda 626 irg. '80. Toyota Corolla Twln cam irg. '85, eklnn 4.000, hvitur. Verð 520.000,- Opið virka daga 9-19. Laugardaga 13-18. Höfum ýmsar tegundir bifreiða á söluskrá P. SAMUELSSON & CO. HF. SKEIFUNNI 15 108 REYKJAVlK SÍMI(91)687120

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.