Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Síða 5
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986. Úr handgerðum pappír og máluðu taui Síðastliðinn laugardag opnaði Guðrún Kristjánsdóttir sýningu á verkum sínum á vesturgangi Kjar- valsstaða. Á sýningunni, sem er sölusýning, eru 50 verk, flest unnin á þessu ári og því síðasta. Flest verkin eru „samsett“ (Collage) úr handgerðum pappír, sem hún útbýr sjálf, og máluðu taui. Guðrún Kristjánsdóttir er 36 ára Reykvíkingur. Hún var við nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur og listaskóla í Aix-en-Provence í Frakklandi um nokkurra ára skeið. Hún hefur tekið þátt í samsýningu F.f.M. 1983, sýningunni Hér og nú á fyrra ári og Reykjavík í myndlist á Kjarvalsstöðum á þessu ári. Þetta er fyrsta einkasýning Guð- rúnar Kristjánsdóttur. Hún eropin daglega frá kl. 14-22 og stendur til 19. október. Pétur sýnir í Listasafni ASÍ Á morgun, laugardaginn 11. okt- óber, kl. 14.00 opnar Pétur Halld- órsson málverkasýningu í Listasafni ASf, Grensásvegi 16, á efstu hæð. Á sýningunni eru 26 verk, máluð á undanförnum þremur árum, aðal- lega olíu- og akrýlmálverk. Pétur Halldórsson stundaði nám yið Myndlistar- og handíðaskóla íslands árin 1969-74 og framhalds- nám við Middelesex Polytechnics, Graphics Design í London 1975-76. Hann hefur á undanförnum árum unnið sér gott orð sem úthtshönn- uður og teiknari og liggja eftir hann fjölmörg verk á þeim vett- vangi. Málverkasýning Péturs stendur til 24. október næstkomandi og er opin virka daga kl. 16-20 og um helgar kl, 14-22. Símiirn í 80 ár Núna um helgina lýkur sýning- unni Síminn í 80 ár sem staðið hefur yfir í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll ,að undanförnu. Sýn- ingin er haldin í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá stofnun Lands- síma íslands. Þetta er aðallega tækni- og sögusýning. Hún spannar reynd- ar lengri tíma en þau 80 ár sem Landssími íslands hefur verið starfræktur. Ýmislegt eldra er til sýnis, má þar sem dæmi nefna símstöðina á Seyðisfirði sem enn er til og er hún uppsett á sýning- unni í sinni upprunalegu mynd. Margar nýjungar eru einnig til sýnis, til að mynda er hægt að skoða ljósleiðarakerfi. Tvær ís- lenskar kvikmyndir um símann eru einnig sýndar þarna. Á sýningunni eru menn sem leiðbeina gestum. Henni lýkur á sunnudaginn. Sýningin er opin kl. 16-20 í dag og 14-20 um helg- ina. ^\\t Af spjöldum sögunnar Á morgun, laugardaginn 11. október kl. 14.00, verður sýningin Af spjöldum sögunnar opnuð í Ásmundarsal við Freyjugötu. Sýndar verða myndasyrpur úr The Illustrated London News frá tímabilinu 1860-1866. Sýningin verður opin kl. 18-22.30 virka daga en frá kl. 14-22.30 um helgar. Henni lýkur sunnudaginn 19. október. GaHerí Götuhús á Stokkseyri Á morgun, laugardaginn 11. október, kl. 14 opnar Páll S. Páls- son málverkasýningu í Gallerí Götuhús á Stokkseyri. Sýningin mun standa til 19. október og verður opin kl. 14-22 um helgar og 20-22 virka daga. Allir eru velkomnir. Kaffi á könnunni. Jónas Árnason á vísnakvöldi. Vísnavinir hefja vetrarstarf sitt nk. mánu- dagskvöld, þann 13. október. Þá verður haldið vísnakvöld á Hótel Borg og hefst það kl. 20.30. Kvöldið verður að mestu helgað Jónasi Árnasyni og munu þar ýms- ir góðir menn og konur flytja ljóð hans við lög úr ýmsum áttum. Jónas verður sjálfur heiðursgestur kvöldsins og ekki er ólíklegt að hann muni taka lagið fyrir við- stadda. Þessu „Jónasarkvöldi" tengist útkoma bókar einnar veglegrar sem hefur að geyma (lestar söngvísur Jónasar ásamt nótum. Bókin er skreytt teikningum nokk- urra þekktra íslenskra listamanna og verður hún væntanlega til sölu á vísna- kvöldinu. Aðrir gestir á vísnakvöldinu eru sænska vísnasönkonan Thérése Juel og hornaflokkurinn Lurjámtarna, en þau eru stödd hér á landi á vegum Norræna félags- ins og taka þátt í norrænni viku á Vesturlandi. Áhugamenn um góðan vísna- söng eru hvattir til að láta þessa einstæðu dagskrá ekki fram hjá sér fara. Kvenfélag Árbæjarsóknar með hlutaveltu og flóamark- að. Hlutavelta og flóamarkaður verður í and- dyri byggingar Árbæjarkirkju sunnudag- inn 12. október kl. 15 til styrktar byggingunni. Kynningarfundur hjá Guðspekifélaginu Á morgun, laugardaginn 11. október, verð- ur efnt til kynningarfundar um starf og stefnu félagsins. Fundurinn hefst kl. 15 í húsi félagsins að Ingólfsstræti 22. Listmunasýning i Hveragerði Þessa dagana stendur yfir sýning á skúlptúrum og blómasúlum unnum úr tré í Eden í Hveragerði. Verkin eru gerð af Erlendi F. Magnússyni, Hveragerði sem m.a. sá um innréttingar í Skíðaskálanum í Hveradölum, Eden í Hveragerði og Hótel Geysi í Haukadal auk þess sem hann skar út kirkjuhurðina í Þorlákshöfn. Á árum áður tók Erlendur þátt í tveimur samsýn- ingum á vegum SUM. Hér er á ferðinni sölusýning, fyrsta einkasýning Erlendar og mun hún standa yfir fram í miðjan þennan mánuð. Kvenfélag Kópavogs Félagsvist verður mánudaginn 13. október kl. 20.30 í félagsheimili Kópavogs. Allir velkomnir. íþróttahús Hagaskóla lokað um helgina. Vegna fyrirhugaðrar heimsóknar Reagans og Gorbatsjovs þá hefur íþróttahúsi Haga- skóla verið lokað fram yfir helgina 11.-12. október. Af þessum sökum hefur KKÍ orð- ið að færa nokkra leiki miðað við áður útgefna leikjaniðurröðun. Eftirtaldir leik- ir hafa verið færðir: Laugardagurinn 11. október. Fram-Valur í úrvalsdeild færist til þriðjudagsins 28. október kl. 20 í Haga- skóla. KR-Haukar í 1. deild kvenna færist til þriðjudagsins 21. október kl. 21.30 í Hagaskóla. Árvakur-Snæfell í 2. deild karla færist til laugardagsins 7. mars 1987 (nánar auglýst síðar). Sunnudagur 12. október. KR-ÍBK í úrvalsdeild færist til þriðjudagsins 21. október kl. 20 í Haga- skóla. Fram-UMFN í 2. flokki karla færist til þriðjudagsins 28. október kl. 21.30 í hagaskóla. Tölvusýning í Borgarleikhús- inu. Þessa dagana stendur yfir sýning á tölvum í Borgarleikhúsinu. Alls 40 sýnendur munu kynna allt það nýjasta og fullkomn- asta í tölvuiðnaðinum í dag. Sýningar- svæðið er um 2000 fm en þess má geta að það er stærra svæði en heildarsvæði sýn- ingarinnar Heimilið ’86. Sýningarbásarnir verða einstaklega glæsilegir en þeir stærstu eru yfir 100 fm að stærð eða á við meðalíbúð í blokk. Sýningin verður opin yfir helgina frá kl. 10-22. Lionessur í Kópavogi selja heimilspoka Laugardaginn 11. október munu eldhress- ar konur úr Lionessuklúbbnum Ýr í Kópavogi bjóða til sölu tvær gerðir af heimilispokum. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála. Lazgí í Hlégarði í kvöld Síðustu tónleikar og danssýningjrjóðlega söng- og dansflokksins Lazgí frá Uzbekist- an, sem dvalist hefur hér á landi undan- fama daga í tilefni Sovéskra daga MÍR 1986, verða í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellssveit í kvöld, 10. okt., og heíjast kl. 20.30. Á efnisskrá eru þjóðlög og dans- ar frá Úzbekistan og fleiri lýðveldum Sovétríkjanna. Sýning á Hótel Selfossi Elísabet H. Harðardóttir sýnir myndvefn- að og vatnslitamyndir í anddyri Hótel Selfoss við Ölfusárbrú. Sýningin stendur í þrjár vikur. Ferðafélag íslands Dagsferð sunnudag 12. okt. kl. 13. Skúlatún-Gullkistugjá-Kaldár- sel. Ekinn Bláfjallavegur vestri að Skúlatú. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. ATH. að nálgast óskilamuni frá sumarferðunum á skrifstofunni Öldu- götu 3. Útivistarferðir. Helgarferðir 10.-12. okt. 1. Haustferð í Þórsmörk. Enn er tæki- færi til að sjá haustlitina. Gönguferðir. Gist í skálum Útivistar í Básum. Brottför föstud. kl. 20.30. 2. Emstrur-Ker-Markarfljótsgljúfur. 2 dagar. Brottför laugard. kl. 8. Gist í húsi. Góð haustferð að Fjallabaki. Uppl. og farm. á skrifst. Grófmni 1. Símar: 14606 og 23732. Dagsferðir sunnudag 12. okt. kl. 10.30 Fagradalsfjall-Meradalir. Geng- ið yfir vestasta fjall Reykjanesfjallgarðs- ins frá Arnarsetri yfir að Vigdísarvöllum. Kl. 13 Vigdísarvellir (rústir) - Núpshlíð- arháls. Létt ganga í Reykjanesfólkvangi. Brottför frá BSÍ bensínsölu (í Hafnarf. v. kirkjug.) Sjáumst. Útivist. Toyota Ht-Lux pickup árg. ’82, ekinn 100.000, blár. Verö 480.000,- Citroen GS Pallas árg. '81, ekinn 80.000, grasn- sans. Verö 210.000,- Toyota Camry 2000 GU ’85, einn með öllu, ekinn 22.000. Verö 585.000,- Toyota LandCrulser STW '83, ekinn 100.000, lit- ur beige. Verö 840.000,- Toyota HI-LUX 4x4, árg. '83, disil, original vökvastýri, yfirbyggður. Verö 700.000,- Toyota Corolla árg. ’81, liftback, SE, 5 gira, ekinn 48.000. Verö 285.000,- Toyota HI-LUX árg. ’86, bensin, vökvastýri, ek- inn 10.000. Verö 780.000,-. Plasthús. Toyota Tercel 4x4, ’85, ekinn 41.000, litur grá- sans. Verö 480.000,- Toyota Corolla Twln cam árg. ’85, ekinn 4.000, hvítur. Verð 520.000,- Toyota Corolla Liftback 1600 SE ’81, blár, ekinn 68.000. Verð 265.000,- Toyota Corolla Special Series, árg. ’86, ekinn 13.000, rauöur. Verð 410.000,- Toyota Corolla STW ’81, ekinn 37.000, litur hvít- ur. Verö 250.000. Einnlg gulur, eklnn 70.000. Verö 240.000,- Toyota Tercel ’83, ekinn 70.000, litur grænn. Verö 280.000,- Mazda 626 2000, 5 gíra, árg. '82, rafm. rúöur, vökvastýri, ekinn 110.000, grár. Verö 270.000,- VW Jetta árg. '81, ekinn 68.000, grár. Verð 220.000,- Toyota Hiace dfsil ’82, ekinn 90.000, 30.000 á vél, litur blár. Verö 350.000,- Toyota Cressida Diesel '84, ekinn 150.000, litur gullsans. Verö 460.000,- Daihatsu Charade ’82, ekinn 57.000, litur rauö- ur. Verö 220.000,- Toyota Corolla árg. ’85, 86 Twin cam. Toyota LandCruiser Diesel ’86 STW. Toyota Cressida GLi-6 árg. '83. Toyota Carina árg. '81. Toyota Starlet árg. ’80. Opel Rekord Diesel árg. '83. Toyota Tercel árg. ’81. Mazda 626 árg. '80. Opið virka daga 9-19. Laugardaga 13-18. Höfum vmsar teaundir bifreiöa á söluskrá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.