Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1986, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1986, Page 4
48 LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986. Neil Kinnock: BJört von Verka- manna- flokks- ins breska Það er sagt að menn gleymi því ekki hvernig aðrir líta út við fyrstu sýn. Þeir sem eru í sviðsljósinu búa sig því gjarnan undir slíkar stundir og þegar spurull fréttamaður kemur til að rekja garnirnar úr stjóm- málamanni þá fer ekki hjá því að framkoma hans og útlit festist í minni. Þennan morgun, er veðrið var í verra lagi, var leiðtogi stjórnarand- stöðu hennar hátignar að fást við eitthvað í horni skrifstofu sinnar og sönglaði á meðan Heavenly Shades are Falling ljúfri tenórröddu. „It’s twilight time..Neil Kinnock, björt framtíðarvon Verkamannaflokksins, var að taka í sundur álpípu sína en hann fylgdist vel með er ég lét segul- bandstækið mitt á kaffiborðið hans. „Eru þetta Disque Bleue?“ Hann kom beint að efninu. „Eru þetta Disque BIeue?“ sagði hann. „Mér líkar vel við Disque Bleue.“ Svo lagði hann frá sér pípuna og kveikti í einum af vindlingunum mínum. Augnabliki síðar fór hann að brosa og sagði: „Forboðnir ávext- ir“ með svo velskum hreim að ákveðnari hefði hann vart mátt vera. Ég las yfir spumingarnar mínar og sagði nokkrar setningar óstyrkri röddu til að leggja áherslu á getu mína til að halda uppi eðlilegum samræðum við slíkar aðstæður. Hann beið eftir að ég þagnaði en sagði svo: „Slökktu á þessu leiðinda- tæki.“ Þá stóð hann á fætur, gekk að veggnum, hugsaði sig um í nokkr- ar sekúndur en settist síðan fyrir framan skrifborðið og sagði: „Allt í lagi.“ Stjórnmálamaður er... „Stjómmálamaður er rass sem allir hafa setið á nema ærlegur maður.“ Hann leiðrétti mig. „Ég man,“ sagði hann, „að þessi ódauðlegu orð vom rituð af Bandaríkjamanni árið 1944. Og þau em enn í fullu gildi í dag, 42 árum síðar. Fólk tekur stjóm- mál alltaf alvarlega. Það tekur stjómmálamenn hins vegar ekki al- varlega. Og þannig á það einmitt að vera.“ Og hann er einmitt maðurinn sem á að vita hvað hann er að tala um í þessu sambandi því það var hann sem datt á rassinn í Blackpool fyrir framan allar sjónvarpsvélamar. Hann tók því hins vegar þannig að það er varla við því að búast að neinn reyni að gera grín að honum framar. Þeir ættu að minnsta kosti ekki að verða margir. Að vera sósíalisti Það er ekki auðvelt að vera sósíal- isti á þessum tímum þegar kapítal- isminn er í svona miklum framgangi. Og stundum er eins og menn vilji gleyma því hvað hann snýst um í raun og vem. Að biðja leiðtoga Verkamannaflokksins að skýrgreina sósíalisma er því eins og að biðja Margaret Hilda sjálfa að kenna sér að reka matvöruverslun. Manni finnst maður vera kominn óþægilega nærri kjama málsins. Herra Kinnock lét sér hins vegar ekki bregða það minnsta. „Það er allt í lagi að spyrja um það,“ sagði hann. „Eg á krakka og er alltaf að reyna að sannfæra þá.“ Og hann orð- aði það einhvem vegin þannig að það var eins og ég væri að heyra þetta í fyrsta sinn. „Fyrir mig þýðir það,“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.