Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1986, Blaðsíða 6
50
LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986.
Til Sammatti
Paikkari, fæðingarstaður Eiiasar Lönnrots, höfundar Kalevala.
SMÁAUGLÝSINGAR DV
MARKADSTORG
TÆKIFÆRANNA
Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö
nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna.
Markaðstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands
sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug-
vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV
lesiö.
Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu,
eri um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og
eins.
Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný-
komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa
keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur.
Smáauglýsíngar DV eru markaöur meö mikinn mátt.
Þar er allt sneisafullt af tækifærum.
Þaö er bara aö grípa pau.
Þú hringir... 27022 Við birtum... Það ber árangur!
Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11.
Opið:
Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00
laugardaga, 9.00—14.00
sunnudaga, 18.00—22.00
ER SMÁAUGLÝSINGABLADID
Frjálst.óháð dagblað
Það er síðari hluti júnímánaðar
1986. Við hjónin erum stödd í Hels-
ingfors og erum að kveðja Finnland
þar sem við höfum átt fyrr og síðar
margar ánægjustundir. - Veður er
bjart og heitt dag eftir dag svo að
Islendingum finnst nóg um enda
segja rosknir Finnar að þeir muni
ekki jafnheitan júnímánuð.
Við stöndum við húsdyr og bíll
lektors rennur í hlað. Lektorinn er
íslandsvinurinn og skáldið Maj Lis
Holmberg sem hefur þýtt fjölda ís-
lenzkra nútímaljóða með prýði á
sænsku og finnsku.
Hvert er nú ferð heitið? Til Sam-
matti, smáhéraðs á mörkum Vestur-
Nýlands og Ábolands. Þangað er um
klukkutíma akstur, segir lektorinn.
Og hvert er erindið? kann einhver
að spyrja. Því er fljótsvarað. I Sam-
matti var fæddur og uppalinn
höfundur Kalevala, Elías Lönnrot,
og ég hef lengi haft mætur á mannin-
um.
Til Sammatti, sem er fámenn byggð
með rúmlega eitt þúsund íbúum, hef
ég aldrei áður komið, þrátt fyrir all-
langa dvöl í Finnlandi fyrr á árum.
Nú gefst gott tækifæri að heimsækja
þennan stað, án þess vil ég ekki vera.
Lektorinn ekur greitt um fagra
vatnabyggð, um birki- og barrskóga.
011 náttúran er í hásumarskrúða.
Ut úr rúmgóðum skógarrjóðrum
gægjast fram glæsileg bændabýli.
Víða er búfénaður á beit.
Frá skógunum berst fagur fugla-
söngur og búfmkan, ljúf og unaðsleg,
fylgir okkur á leiðarenda með söng
sínum.
Við vitum varla hvernig tíminn
hefur liðið. Áður en varir erum við
í Sammatti. - Bíllinn nemur staðar
rétt við hrörlegt kotbýli sem stendur
á hól á bökkum Valkejárvi (Valk-
sjór). Hér er þá Paikkari, fæðingar-
staður Elíasar Lönnrots.
Allt fram til síðustu aldamóta var
fjöldi slíkra smábýla í Finnlandi.
Stórbændur og aðrir jarðeigendur
leigðu þau út frá sér. Afgjaldið leystu
bændur að mestu af höndum með
vinnu á stórbýlinu. Eins og gefur að
skilja voru kjör leiguliðanna bág-
borin, á mörkum fátæktar og ör-
birgðar, og var faðir Lönnrots þar
engin undantekning.
Um aldamótin átján hundruð
byggði fátækur skraddari, Friðrik
Johann Lönnrot að nafni, lítinn
bjálkakofa við Valksjó. Auk iðnar
sinnar studdist hann við smábúskap
sem leiguliði. Hann og kona hans
voru í senn nægjusöm og sparsöm
enda óhjákvæmilegt þar sem þau
bjuggu við mikla ómegð. 1 harð-
indaárum, sem voru alltíð í Finn-
landi í byrjun nitjándu aldar, kom
það fyrir að börnin voru send út til
að betla og slapp Elías litli ekki með
öllu undan því.
En fyrir góðar gáfur og fádæma
viljaþrek brauzt þessi blásnauði
sveinn til mennta og var þó námið
slitrótt. Hann náði stúdentsprófi í
Ábo samtímis þjóðskáldinu, Jóhanni
Ludvig Runeberg og Jóhanni Vil-
helm Snellman, alkunnum stjórn-
málamanni og heimspekingi. Svo að
segja má að þessi stúdentaárgangur
skilaði miklu.
Lönnrot lagði síðar stund á læknis-
fræði og lauk embættisprófi í henni
frá háskólanum í Helsingfors.
Þó að Lönnrot nyti lengi góðs álits
sem læknir í Kajana í norðanverðu
Finnlandi er frægð hans þó bundin
við þjóðleg fræði, fyrst og fremst
ævagömul þjóðkvæði er hann safn-
aði og skeytti saman og orti í
gloppurnar af skáldlegu næmi. Fyrir
það hefur hann ekki aðeins verið
dáður í heimalandi sínu heldur um
allan hinn menntaða heim. Frægust
þeirra verka er hann hefur skilað af
sér eru Kalevala og Kanteletar söfn-
in. Á síðastliðnu ári var hálfönnur
öld liðin frá fyrstu útgáfu Kalevala.
Var þess víða minnst, einnig hér á
landi. Meginhluti Kalevala er til á
íslenzku, í þýðingu Karls ísfelds.
En auk þessara tveggja höfuðrita
Lönnrots má nefna: Orðskviðasafn,
Gátur og Særingaþulur, að
ógleymdri stórri finnskri orðabók og
sálmabók sem hann var aðalhöfund-
ur að. Lönnrot var mjög hagur á mál
og skóp fjölda nýyrða við ritstörf sín.
Og að vissu leyti má telja hann föður
finnsks ritmáls þó að Mikael Agri-
ocla biskup, einn af frumherjum
siðskiptanna, sem var uppi á fyrri
hluta sextándu aldar, sé venjulega
eignað það.
Lönnrot var óþreytandi safnari
þjóðlegra fræða, einkum þjóðvísna,
sem bændafólkið hafði varðveitt öld
af öld í traustu minni. Hann fór í
ellefu meiri háttar söfnunarferðir og
ferðaðist ekki aðeins um Finnland,
heldur og Eistland og Ingermanland
sem voru á svipuðu menningarsvæði
og Finnland. Og hann komst alla
leið til Kólaskaga.
Sakir fjölþættrar þekkingar á sviði
þjóðlegra fræða var héraðslæknirinn
í Kajana kallaður til háskólans í
Helsingfors til þess að gegna þar
prófessorsstöðu í finnskum fræðum.
Þeirri stöðu gegndi hann í áratug en
hvarf þá heim til átthaganna í Sam-
matti og andaðist í Lammibæ 1884
áttatíu og tveggja ára að aldri.
Eins og áður gat byggði faðir hans
bjálkakofa í Paikkari. Er hann gafst
upp tók Henrik, eldri bróðir Elíasar
Lönnrots, við kotinu. Bjó hann þar
til 1838 og bætti við bygginguna. Að
Henrik liðnum bjó dóttir hans í Pa-
ikkari og hélzt kotið þannig í ættinni
allt til 1875 er það komst í annarra
hendur og hrörnaði æ meira.
Svo liðu tuttugu ár að enginn
sinnti því þó að kotið væri komið í
niðurníðslu, kotið sem var svo ná-
tengt einum frægasta manni í
þjóðarsögu Finna. En þá skerst The-
ódór Homén, prófessor í Helsingfors,
í leik. Fyrir brennandi áhuga og
harðfylgi tekst honum að kría út hjá
ríkinu sjö hundruð mörk til varð-
veizlu þessa gamla kofa og kaupir
hann ásamt smálandspildu kringum
hann. Góður héraðssmiður, K. Sil-
vander, náskyldur þeim Lönnrotum,
leysti viðgerðina vel af hendi enda
rann honum blóð til skyldunnar.
Fátæklegir munir búsins höfðu á
umliðnum tíma tvístrast í ýmsar átt-
ir í nágrenninu og margir voru
komnir í glatkistuna. Dóttir fyrr-
nefnds Henriks, sem hafði mikinn
áhuga á verndun kotbýlisins, sá um
að safna til innbúsins. Nokkra muni
átti hún sjálf, öðrum tókst henni að
hafa uppi á í grenndinni, en aðra
varð að smíða samkvæmt trúverð-
ugri lýsingu og undir eftirliti hennar.
Segja má að þau þrjú: prófessorinn,
smiðurinn og konan hafi bjargað því
sem bjargað varð svo að kofinn og
innbúið héldu að mestu þeim svip
sem var á uppvaxtarárum Elíasar
Lönnrots.
Þegar verkinu var lokið tók rikið
að fullu við kotinu og kom þar á fót
smásafni. Það var árið 1899.
Gengið er inn um lítið og þröngt
anddyri í Paikkari, út úr því er hálf-
rökkvuð kompa. Þau byggði, og
ennfremur allstórt herbergi, Henrik
bróðir Elíasar á sinni tíð. I herberg-
inu er nokkur hluti safnsins. En í
anddyri eru lágar dyr, sem gesturinn
fer um inn í aðalsafnið, stofuna þar
sem Elías Lönnrot fæddist.
Skal nú fyrst litið á innbú foreldra
hans. Þar er eingöngu um fátæklega
nauðsynjahluti að ræða, skulu þeir
taldir upp: Tvö veggrúm, hvort upp
af öðru. Lágur skápur, með tveim
skúffum, sú neðri var notuð sem
hvílurúm fyrir börnin: Saumakarfa,
nálapúði og fingurbjörg móður El-
íasar. Fyrir ofan lítinn glugga eru
áhöld skraddarans á hillu. Á gólfi
er borð í minna lagi. Var það í senn
skraddaraborð og matborð hjón-
anna. Við það eru tveir slitnir stólar.
Hjá borðinu eru trémaður og skæri
og alinmál, sem „Mustapáá Matti“
er uppi var á 18. öld, gaf skraddaran-
um, syni sínum. Fleiri hlutir eru eftir
hann, fjalabretti og stafur. Út við
vegginn er setstokkur sem börnin
neyttu matar við. Á einum veggnum
er slíður fyrir fimm skeiðar, einn
hníf og einn gaffal. Það voru öll
hnífapör heimilisins. Naglfastur
smábekkur við vegg. Á gólfi stendur
kassi með efdfærum og grýta og