Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1986, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1986, Page 15
LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986. 59 Halldóra Kristjánsdóttir: „Við viljum ekki láta kalla okkur vangefna, heldur þroskahefta. Nýlega var haldið á Hótel Loftleið- um tíu ára afmælisþing Landssam- takanna Þroskahjálpar. Við það tækifæri flutti ávarp þroskaheft stúlka, Halldóra Kristjánsdóttir að nafhi. Halldóra kynnti þarna sjónarmið sem sjaldan heyrast, sjónarmið þeirra þroskaheftu. Halldóra segir okkur hvað hana og hennar félaga langar til að gera og dreymir um, hvað þau vilja og treysta sér til að gera. Og augu manna eru að opnast fyrir því að einmitt þetta skiptir máli. Hvað einstaklingurinn, sem við teljum okkur vera að hjálpa, vill sjálfur. Félagasamtök og stofnanir, sem sinna málefrium þroskaheftra, vinna nú að því í vaxandi mæli að auka þátttöku þroskaheftra í starfsemi er varðar þá sjálfa. Ávarp Halldóru á þingi landssamtakanna er gott dæmi um slíkt. Ávarpið er birt hér í heild sinni. Komið þið sæl. Ég ætla að segja ykkur frá mál- þingi þroskaheftra og hópstarfi og nokkrum framtíðardraumum sem ég hef. Ég ætla að byija á hópstarfinu. Við erum sex í hópnum, en verðum átta. Við ákváðum sjálf hverjum við myndum bjóða í hópinn í haust. Það er á ábyrgð allra í hópnum hvemig hópurinn er. Við ræðum um öll mál, sambýlin, heimilisaðstæður og að við viljum vera sjálfstæð. Mér finnst gott að vera í hópnum og heyra að aðrir em að hugsa um sömu hluti og ég. Með því að tala saman getum við leiðbeint hvert öðm. Áður en ég fór í hópinn var ég svo feimin, þá þorði ég ekki að segja það sem mér lá á hjarta, en núna stend ég héma. Og er trúandi til alls. Við viljum að hópamir hittist og fari út að borða og geri eitthvað sam- an. Við fórum á málþing í Hveragerði 19.-20. september. Það var svaka gaman. Við söfnuðum okkur í alls konar hópa og fórum í leiki. Við vorum 4-6 í hverjum hópi og það var einn leiðbeinandi í hverjum hópi. Það var gaman að hlusta á ólíkar skoðanir í hópunum. Svo vöknuðum við snemma um morguninn og héld- um áfram. Það var vel hugsað um okkur á hótelinu og við fengum fínan mat. Svo ákváðum við að kjósa formann og varaformann. Og svo ætlum við að stofna okkur félag, það er nafn- laust ennþá. Kannski á það að heita „Ég veit það ekki“. Við viljum fara í útilegur og við viljum halda fundi í útilegunni og ræða saman málin. Og svo viljum við leyfa leiðbeinend- unum að hlusta á það sem við höfum gert á fundunum. Eftir jólin, í janúar eða febrúar, ætlum við að fara eitthvað. Ég vil að það gangi vel hjá okkur að vera svolítið sjálfstæð og hittast sem mest. Svo væri gaman að fara í einhveija utanlandsferð og skemmta okkur og svoleiðis. Við myndum biðja einn leiðbeinenda að koma með okkur. Við vitum ekki hvort það verði einhvem tíma eitthvað úr þessu. Við viljum ráða sjálf hvenær við komum heim á kvöldin. Við viljum ekki að foreldrarnir ráði því fyrir okkur. Við viljum að þeir treysti okkur.. Við viljum ráða frítíma okkar sjálf, en ekki að aðrir séu að ráða fyrir okkur. Við viljum að foreldrar þurfi ekki að hafa áhyggjur af okkur þegar við förum út að skemmta okkur. Við viljum ekki láta kalla okkur vangefna heldur þroskahefta... Símanúmer okkar í Tjamargötu 10 em 27208 27291 24530 17117 17757 29858 DVAIARHEIMIUS ALDRAÐRA SJÓMANNA Geymið auglýsinguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.