Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Side 2
2
FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986.
Fréttir
Endurskoðun á Byggung á lokastigi:
Bakreikningarnir koma í
hnakkann á þriðja aðila
„Niðurstaðan ætti að liggja fyrir
í lok næstu viku. Ég á ekki von á
neinu slæmu,“ sagði Guðmundur
Karlsson, framkvæmdastjóri bygg-
ingasamvinnufélagsins Byggung,
um endurskoðun þá sem fram hefur
farið á vissum þáttum í bókhaldi
fyrirtækisins. Eins og kunnugt er
af fréttum DV þá gerðu íbúar í fjöl-
býlishúsum Byggung við Reka-
granda og Seilugranda kröfu um
endurskoðun eftir að þeim Höfðu
borist bakreikningar að upphæð allt
að einni milljón króna.
Nú hefur komið í ljós ný hlið á
bakreikningunum og snýr hún að
þriðja aðila, fólki sem keypt hefur
íbúð í fjölbýlishúsum Byggung af
upphaflegum byggjanda.
„Við gerðum samning upp á fast
verð og vissum ekkert af þessum
íbúðir hjá Byggung ganga kaupum og sölum og bakreikningarnir flækjast fyrir.
bakreikningum. Nú hefur hins vegar
komið í ljós að 900 þúsund króna
bakreikningur hvílir á íbúðinni. Ef
fyrri eigandi stendur ekki í skilum
getur þetta kostað það að við missum
íbúðina,“ sagði ung húsmóðir við
Seilugrandann í samtali við DV.
Seljandi íbúðarinnar var ekki bú-
inn að fá afsal fyrir íbúðinni og fær
það ekki fyrr en hann hefur gert upp
skuld sína við Byggung. Á meðan
verða nýir eigendur að bíða.
„Það er leyfilegt að selja Byggung-
íbúðir fimm árum eftir að úthlutun
fer fram. Það er einkamál þeirra sem
í þvi standa hvemig slíkir sölusamn-
ingar eru gerðir. En það fær enginn
afsal frá okkur fyrr en búið er að
gera upp,“ sagði Guðmundur Karls-
son, framkvæmdastjóri Byggung.
-EIR
Atvinnumissir vofir yffir hundruðum starfsmanna Útvegsbankans:
Hér heyri ég
engan gráta
„Hér heyri ég engan gráta og bitur-
leiki virðist ekki vera efstur í huga
fólks," sagði Guðmundur Eiríksson,
starfsmannastjóri Otvegsbankans, að-
spurður. „Hinu er ekki að leyna að
starfsmenn ræða eigin framtíð og
bankans sín á milli."
Þegar afdrif Útvegsbankans verða
ákveðin vofir atvinnumissir yfir
starfsmönnum bankans sem er sá
þriðji stærsti í landinu með tæplega
400 starfsmenn. Eru þeir dreifðir víða
um land í 13 útibúum þó flestir starfi
að sjálfsögðu í aðalbankanum við
Lækjartorg.
„Þesi sameiningamál hafa nú verið
að koma upp af og til frá árinu 1972
og eitt sinn var gerð skýrsla sem fjall-
aði um hvemig leysa skyldi starfs-
mannamál við slíkar aðstæður. Það
er ef til vill rétt að fara að glugga
aðeins í hana núna,“ sagði Guðmund-
ur. „Við vitum þó að hlutir sem þessir
eru alltaf að gerast í nágrannalöndum
okkar og þar tekst undantekningar-
laust að leysa starfemannavandamál
sem fylgja. Sú verður vafalítið einnig
- segir starfsmannastjórinn
raunin hér. í Utvegsbankanum er val-
inn maður í hveiju rúmi.“
Óvíst er hvað verðum um'húsnæði
Útvegsbankans við Lækjartorg ef og
þegar bankinn verður sameinaður
öðrum. Guðmundur Eiríksson taldi
víst að þar yrði banki áfram: „Þetta
er gott hús og ég hef trú á því að hér
verði banki um aldur og ævi.“
-EIR
Útvegsbankinn meðan allt lék í lyndi. Nú vofir atvinnumissir yfir tæplega 400
starfsmönnum.
Stökk úr landi efdr að hafa stolið myndbandstækjum:
Þjófurinn er til
á myndbandsspólu
Maður einn er leigði myndbands-
tæki, upptöku- og sýningartæki hjá
íslenskri myndritun á Laugaveginum
borgaði fyrir leiguna með innstæðu-
lausri ávísun, seldi svo tækin og stökk
úr landi. Hann er hins vegar til á
myndbandsspólu í fyrirtækinu þar sem
afgreiðslumaðurinn tók myndir af
honum er hann var að prófa tækin
áður en þau voru leigð út.
Er maðurinn tók tækin á leigu gaf
hann upp rétt nafii og nafhnúmer en
heimilisfang og síma hjá presti einum
hér í borg.
Viðkomandi maður mun vera bú-
settur á Ítalíu og á ekki lögheimili
hér. Hann mun hafa gefið út röð af
innstæðulausum ávísunum áður en
hann hvarf af landi brott. Telur Is-
lensk myndritun að tækin, sem hann
tók á leigu, séu glötuð og ekkert sé
hægt að gera í málinu eins og nú er
komið. Tækin, sem um er að ræða,
kosta nokkuð á annað hundrað þús-
und krónur en leigan var til tveggja
sólarhringa og kostaði 3000 krónur.
-FRI
Ólafur Laufdal
keypti Sjallann
J(hi G. Haukascn, DV, Akureyri: ^ sagði ennfremur að stutt
Ólafur Laufdal keypti veitingahúsið væri síðan sú hugmynd hefði komið
Sjallann á Akureyri seinnipartinn í upp að hann keypti Sjallann. „Þetta
gær fyrir um 75 milljónir króna. Iðn- var lítill fyrirvari.“
aðarbankinn átti skemmtistaðinn,
eignaðist hann fyrir skömmu á Um það hvers vegna hann hefði
nauðungaruppboði. Ólafur stefnir á neitað Sjallakaupunum við DV í
að opna staðinn um aðra helgi og fyrradag sagði hann: „Þið liringduð
ætlar að auglýsa eftir fólki um helg- á mjög viðkvæmum tíma og fréttin
ina. hefði getað spillt. samningum þar
„Að öllum líkindum reyni ég að sem fleiri voru inni í myndinni."
opna Sjallann á fimmtudagskvöldið Ólafur rekur fyrir skemmtistaðina
í næstu viku,“ sagði Ólafur við DV Hollywood, Broadway og Hótel Borg
í gærkvöldi. Hann ætlar sjálfur að og þé er hann að byggja stórt hótel
sjá um framkvæmdastjóm til að við Ármúla í Reykjavík.
Kerfið seinvirkt:
■■ ■ m ■ Jir ■ m * JK
- ellefii mánuðum eftár að dómur féll í HæstarétU
Á Þorláksmessu í fyrra féll dómur getur eflaust jrótt þetta langur tími
í Hæstarétti á þann veg að ríkissjóð- en málið er bara þannig að þetta er
ur skyldi endurgreiða bændum mikil vinna og gengur ekki hraðar
fóðurgjald sem lagt var á 1980 með fyrir sig en þetta. Ég á þó von á því
bráðabirgðalögum sem síðan voru að búið verði að greiða öllum kröfu-
staðfest á Alþingi 1981. Nú, ellefu höfum fyrir áramót," sagði Sigurður
mánuðum síðar, er ekki byijað að Þórðarson, skrifstofustjóri fjármála-
endurgreiða bændum þetta gjald ráðuneytisins.
nema Ásgeiri Möller, þeim er fór f Sigurður sagðist ekki geta sagt til
mál út af þessu og vann það. um hve upphæðin yrði há sem end-
„Við höfum verið að auglýsa eftir urgreidd yrði en sagðist telja að hún
kröfum og rann fresturinn út 15. yrðiábilinu20til30milljónirkróna.
nóvember sl. en hefur nú verið fram- -S.dór
lengdur til 15. desember. Mönnum
Ingélfur ekki
í sérframboð
Jón G. Haufcson, DV, Akureyii:
„Ég er ekki í neinum hugleiðingum
um sérframboð," sagði Ingólfur
Guðnason, sparisjóðsstjóri á
Hvammstanga, sem var efeti maður
BB-sérframboðs í Norðurlandskjör-
dæmi vestra við síðustu þingkosn-
ingar.
- En verða aðrir til að fara firam
undir BB-merkinu?
„Nei. Ég sé ekki BB-framboð fyrir
mér.
Ég kýs í prófkjöri flokksins í kjör-
dæminu um helgina og ætla að vinna
að framgangi B-listans í komandi
kosningum.“