Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986.
7
Atvinnumál
Endurgreiða kjamfóður-
gjald með kjamfóðri
kjúklinga- og svínabændur verða að nota endurgreiðsluna til kjamfóðurkaupa
Frá því í júlí 1985 hefúr tvenns
konar gjald verið lagt á kjamfóður.
Annað er svonefnt grunngjald, sem
er í raun innflutningsgjald, og hitt
er vörugjald. Þeir sem eru með
kjúklinga- eða svínarækt eiga að fá
hluta af þessum gjöldum endur-
greiddan samkvæmt nýjum búvöru-
lögum. Þessir aðilar fá sendar það
sem þeir kalla ,,fóðurávísanir“ sem
endurgreiðslu. Ávísanirnar eru þó
þannig að með þeim er aðeins hægt
að greiða hjá fóðurbætissölum þann-
ig að í raun fá menn endurgreitt með
því móti einu að kaupa meiri fóður-
bæti.
„Ég hef reynt að fá þessu breytt
en var bara kallaður röflari og þeir
hættu að senda mér fóðurávísanir
en sendu þær í staðinn beint til þess
aðila sem ég kaupi kjamfóður hjá,“
sagði Tumi Ámason svínabóndi í
samtali við DV.
Gunnar Guðbjartsson hjá Stéttar-
sambandi bænda staðfesti að fyrir-
komulag endurgreiðslnanna væri
með þessum hætti. Hann sagðist að
vísu hafa orðið var við óánægju hjá
sumum bændum með þetta fyrir-
komulag en öðm vísi væri ekki
hægt að hafa þetta vegna þess
greiðslukerfis sem er á innfluttu
kjamfóðri.
Kerfið er þannig að kjarnfóðursal-
inn hefur 4ra mánaða frest að skila
inn þessu sérstaka gjaldi. Bændur
geta ekki fengið það endurgrcitt í
peningum í>ti- en fóðursalinn hefur
gert upp. Bændur fá fóðurávísanir 6
sinnum á ári þannig að fóðursalinn
er aldrei búinn að gera upp þegar
endurgreiðsla fer fram og því rennur
endurgreiðslan beint til hans.
-S.dór
Sameinuðu þjóð-
imar í Hnífsdal
Bjami Guömaissan, DV, ísafiröi;
I hraðfrystihúsinu í Hnífsdal starfa um
þessar mundir verkakonur af niu þjóð-
emum. Tvær koma frá Suður-Afríku,
tvær frá Ástralíu og tvær frá Nýja-
Sjálandi. Fjórar em frá Englandi, ein
frá írlandi, þrjár frá Svíþjóð, tvær frá
Danmörku og ein er belgísk. Níunda
þjóðin er svo auðvitað sú íslenska.
Fréttaritari DV heimsótti hrað-
frystihúsið á dögunum og var ekki
annað að sjá en að vel færi á með
stúlkunum. Margt var rætt en sam-
ræður fóm allar fram á ensku.
Fiskiþing:
Enn veldur
stjómun fiskveið-
anna deilum
Allt frá því að kvótakerfið í fiskveiðum
var sett á hefur stjómun fiskveiðanna
verið aðaldeilumálið á fiskiþingi. Nú
var ákveðið að láta málið liggja milli
hluta þar sem lögin um stjómun fisk-
veiða gilda til ársloka 1987. En tillaga
um reglugerðarbreytingu innan lag-
anna, sem lögð var fram í gær, varð
til þess að deilur um fiskveiðistjómun-
ina blossuðu upp á þinginu.
Tillagan sem hleypti öllu af stað í
gær var á þá leið að afnema svæðis-
skiptinguna innan kvótakerfisins.
Þessi svæðisskipting er þannig að við-
miðunartala togara af Suður- og
Vesturlandi (suðursvæði) er 1150 lestir
þegar kvóta er úthlutað, en á Norður-
og Austurlandi (norðursvæði) 1750
lestir. Á sínum tima vom þessar við-
miðunartölur fundnar þannig að
tekinn var allur afli togara af suður-
svæðinu og deilt í magnið með togara-
fjöldanum. Það sama var gert á
norðursvæðinu og útkoman varð þess-
ar meðaltals viðmiðunartölur. Ut-
gerðarmenn á suðursvæðinu una
þessu afar illa og tillaga um að leggja
þetta af var lögð fram í gær.
Það kom fram í ræðum manna að
þar sem aðeins rúmt ár er eftir af gild-
istíma núverandi laga um stjóm
fiskveiða, skyldi málið látið kyrrt
liggja á fiskiþingi nú.
Tillagan um þessa reglugerðarbreyt-
ingu nær ekki fram að ganga á fiski-
þingi þar sem kvótamenn og þeir sem
ekki vilja hreyfa málinu nú eru fjöl-
mennari en hinir. En deilumar í gær
sýna glöggt að langt er frá því að
menn séu búnir að sætta sig við kvóta-
kerfið.
-S.dór
Ríkismatsfrumvarpið:
Farið bil
Frumvarp sjávarútvegsráðherra um
breytingar á Ríkismati sjávarafurða
er komið fram. Ljóst er að ráðherra
reynir að fara bil beggja, ef svo má
segja, því að þing Sjómannasambands-
ins hafhaði því að leggja niður Ríkis-
matið en þing útvegsmanna
samþykkti að ríkismatið yrði lagt nið-
ur.
í frumvarpi Halldórs Ásgrímssonar
er lagt til að lögum um matið verði
breytt þannig að mat á ferskum fiski
skuli vera í höndum hagsmunaaðila,
en ferskfiskdeild Ríkismatsins skuli
fylgjast með meðferð, löndun, geymslu
og ástandi afla frá löndun til vinnslu.
Þá verður Ríkismatið eins konar
beggja
hæstiréttur ef deilur rísa milli kau-
penda og seljenda um gæðaflokkun
fisks. Yfirfiskmatsmenn munu þá
skera úr í slíku deilumáli.
Enn hafa kaupendur og seljendur
ekki komið sér saman um með hvaða
hætti ferskfiskmatið skuli framkvæmt
en ákveðið hefúr verið að breytingar
á Ríkismati sjávarafúrða taki ekki
gildi fyrr en slíkt samkomulag liggur
fyrir. Einnig liggur ekki ljóst fyrir að
seljendur, þ.e. útgerðarmenn og sjó-
menn, komi sér saman um aðferð við
ferskfiskmatið ef litið er til samþykkta
þinga þessara aðila á dögunum.
-S.dór
Það er margt rætt i kaffitímunum í hraðfrystihúsinu í Hnifsdal þar sem saman eru komnar stúlkur af niu þjóðernum.
Samræðurnar fara að sjálfsögðu fram á ensku. DV-mynd Bjami
Opið til kl. 20
í kvöld
Leiðin liggur til okkar
í verslunarmiðstöð
vesturbæjar
Nýkomin
þýsk
leður-
sófasett
Opið frá
kl. 9-16
laugardag
Matvörumarkaður 1. hæð - Rafdeild 2. hæð
Húsgagnadeild 2. og 3. hæð -
Gjafa- og búsáhaldadeild 2. hæð -
Ritfangadeild 2. hæð - Munið JL-grillið
Sérverslanir í JL-portinu
Munið barnagæsluna 2. hæð -
opið föstudaga
og laugardaga
Jón Loftsson hf.
VJSA
Jli
KORT
Hringbraut 121 Sími 10600