Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986. hársnyrtivörur frá Hárgreiðslustofa Grétu Sigurðar, Aðalg. 2, Stykkishólmi. DEEZOL dísilhvati MIXIGO bensinhvatí. Ódýr vöm gegn vetri. Minnkar við- hald og sparar peninga. Hreinsar vél og eykur vélarafl. Oregur úr mengun. Fæst hjá: ESSO stöðvunum á Akureyri. Kaldsólun hf. Dugguvogi 2 Sími: 84111 Hringið og Pantið Tíma. UÚönd Samstarfsmaður Reagans og ritstjóri US News and Worid Report: „Það er eitthvað að í Hvíta húsinu“ Segir Bandarikjaforseta ekki hafa verið sjátfum sér líkan undanfama tvo mánuði HaDdór Valdimarssan, DV, Dallas: Skoðanakannanir í Bandaríkjun- um í gær sýna að áttatíu og tvö prósent Bandaríkjamanna telja að rangt hafi verið að selja írönum vopn, jafnvel þó slíkt gæti aukið möguleika á því að Bandaríkjamenn sem eru í gíslingu í Miðausturlönd- um fáist látnir lausir. Meira en helmingur bandarísku þjóðarinnar telur jafnframt að að- gerðir Reagans forseta hafi í raun verið bein skipti á vopnum og gíslum þótt forsetinn tilkynni að engin tengsl hafi verið á milli þessara tveggja atburða. Viðbrögð fjölmiðla í Bandaríkjun- um við tilsvörum Bandaríkjaforseta á fréttamannafundi hans á miðviku- dagskvöldið voru svipuð viðbrögð- um almennings. Skortur á trausti Af forystugreinum og öðrum skrifum í dagblöðum í gær mátti greinilega ráða að fréttamenn trúa forsetanum ekki lengur. Mörg dagblöð fullyrða í forystu- greinum sínum í dag og í gær að bandaríska ríkisstjómin njóti ekki lengur trausts, hvorki innanlands né utan og forsetinn hafi á miðviku- dagskvöld reynt án árangurs að endurbyggja traust sitt og ríkis- stjómarinnar en hafi þess í stað verið ímynd áttavillts og þrjósks leiðtoga ríkisstjómar er ekki ætti sér samhangandi stefnu í utanríkismál- um lengur. Segja má að reiði bandarísku þjóð- arinnar endurspeglist í orðum eins leiðarahöfundar þar sem hann segir: „Khomeini vissi af þessu og þeir sem braska með vopna á svarta markað- inum vissu af þessu en bandaríska þingið og bandaríska þjóðin fengu ekkert að vita.“ Gagnrýni þingmanna bandaríska þingsins á Reagan vegna franmáls- ins færðist heldur í aukana í gær. Demókratinn Sam Nunn sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hann skildi ekki hvers vegna Reagan gæti ekki einfaldlega viðurkennt að honum hefðu orðið á mistök og svo haldið áfram eðlilegri stjóm landsins. Ein af bitmstu athugasemdum dagsins kom hins vegar frá Richard Luger þingmanni sem sagðist telja líklegt að forsetinn hreinlega skildi ekki lög þau sem lúta að skyldum hans til að skýra þingleiðtogum frá þeim aðgerum er hann hyggst grípa til. í gærkvöldi var rætt í sjónvarpi við David Gergen, ritstjóra tímarits- ins US News and World Report, en hann var á árabilinu 1981 til 1983 meðal nánustu samstarfsmanna Re- agans. Reagan að missa tökin? Gergen kvað frammistöðu forsetans á fféttamannafundinum á miðviku- dag hafa komið sér verulega á óvart því forsetinn hefði þar ekki virst trúa því sjálfur sem hann var að halda fram. Gergen sagðist óttast að Reagan væri að missa tökin á stjóm landsins og ef til vill ættu Bandaríkjamenn að búa sig undir meira þrátefli í þeim efrium næstu tvö árin en búist hefði verið við fram að þessu. „Það er eitthvað að í Hvíta hús- inu, ég veit ekki hvað, en það er eitthvað að,“ sagði Gergen sem telur Reagan forseta ekki hafa verið sjálf- um sér líkan síðustu tvo mánuði. Þess ber svo að geta að í frétta- skýringarþætti í bandaríska sjón- varpinu í gærkvöld kom ffarn einn þingmaður, repúblikaninn Ted Ste- vens frá Alaska, er lýsti yfir stuðn- ingi við Reagan í máli þessu og sagði forsetanum ekki hafa orðið á nein mistök. Verður ekki annað sagt en að rödd hans hafi verið hálf ein- manaleg-í öllu gagnrýniflóðinu. Holmer sakar stjómmálamenn um afskiptasemi af Palme-rannsókn Árangursleysi lögreglunnar farið að fara í taugar sænskra stjórnmálamanna Gunrúaiigur A. Jónsson, DV, Lundi: „Ég held að betur færi á því að Hans Holmer einbeitti sér að rannsókn Palme-morðsins í stað þess að skrifa greinar í blöð og veita bandarískum tímaritum viðtöl," sagði Lars Tobyson, varaformaður sænska íhaldsflokksins í gær. Hann var einn af stjómmálamönn- um er komu ffam á sænska sjónvarp- inu í gærkvöldi og gagnrýndu Hans Holmer lögreglustjóra. Tilefnið var að Holmer, er stjómar leitinni að morðingja Olofs Palme, hafði skrifað langa grein í dagblaðið Expressen í gær þar sem hann meðal annars sakaði stjómmálamenn um afskiptasemi af rannsókninni. „Ef okkur tekst ekki að leysa morð- ið, þá getur það enginn annar heldur, hvorki lögfræðinefndir né stjómmála- menn fá þar nokkru breytt“ skrifaði Holmer meðal annars. Greinilegt er að árangursleysi lög- reglunnar er farið að fara í taugamar í mörgum. Einn þingmanna, er sænska sjónvaipið ræddi við í gærkvöldi, sagði að augljóst væri að Holmer þyrfti meiri svefn og dagblöð em tekin að skrifa um gífurlegan kostnað morð- rannsóknarinnar og að rannsóknin hafi meðal annars óbeint leitt til þess að meira sé nú af eiturlyfjum og fíkni- efnum í umferð í Stokkhólmi en nokkru sinni áður vegna þess að lög- reglan hafi ekki haft mannafla til að sinna slíkum málum. Rannsókn Palme-morðsins hafi verið látin ganga fyrir öllu öðm. Ingvar Carlsson forsætisráðherra sagði í gærkvöldi að ásakanir Holmers um óþarfa afskiptasemi stjómmála- manna ættu ekki við rök að styðjast. Holmer hefur áður kvartað undan því er hann sagði vera gagnrýni forsætis- ráðherrans. Þrátt fyrir að vissa örvæntingu megi lesa úr út hinni löngu blaðagrein Holmers í Expressen í gær, segist hann þó enn trúa því að hann muni að lok- um hafa hendur í hári morðingjans. „Stundum finnst mér freistandi að taka blaðið frá munninum og skýra frá því á hverju bjartsýni mín byggist. En ég mun halda aftur af mér enn um hríð,“ skrifar Holmer. Hans Holmer, lögreglustjóri í Stokk- hólmi, gagnrýndi afskipti stjórn- málamanna af rannsókn Palme- morðsins í grein í Expressen í gær. Jólagjafahandbók DV VERSLANIR! Hin sívinsæla og myndarlega j ólagj afahandbólc kemur út 4. desember nk. Þeir auglýsendur, sem áhuga hafa á aö auglýsa JÓLAGJAFAHANDBÓKINNI, vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild Þverholti 11, eða í síma 27022, kl. 9-17 virka daga í síðasta lagi föstudaginn 21. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.