Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Page 10
10
FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986.
Utlönd
Albanía á leið inn í nútímann
Þeir segja að náttúrufegurð íjalla-
landsins Albaníu sé slík að aðkomu-
menn standi á öndinni i þessi fáu
skipti sem þeim býðst sú sjón. Sjálfir
kalla heimamenn (sem eru um 3
milljónir) Albaníu „land amarins".
Landið nær lokað útlending-
um
Það em að visu ekki mjög margir
sem hafa barið þessa annáluðu feg-
urð augum því að annað orðspor,
öllu meira og leiðinlegra í augum
margra vestrænna ferðamanna, fer
af landi og þjóð. Albaníu má kalla
nánast lokað land enda var ekki
nema um tíu þúsund ferðamönnum
hleypt inn í það í fyrra. Að vísu er
það þróun í átt til þess að opna
stærri glufu á gestainnganginn því
að ekki vom ferðamennimir nema
rétt um fimm þúsund árið 1980.
Fátækt og kommúnismi
Albanía er sögð eitt fátækasta land
Evrópu. Enniremur er hún fræg af
því að þar hefúr ríkt ein kreddu-
fastasta kommúnistastjóm sem
nokkurs staðar er við lýði.
í fjóra áratugi ríkti þar flokksein-
valdurinn Enver Hoxha, einn stað-
fastasti stalínisti sem kommúnism-
inn hefur alið. Um hann myndaðist
í Albaníu meiri persónudýrkun en
varð í Sovétríkjunum um Grúsíu-
manninn sjálfan og jafhvel meiri en
var í Kína um Maó formann og er
þó æmu til jafnað. Hoxha ól upp
ofstækiskennt útlendingaliatur og
lýsti Albaníu eina sanna marx-lenin-
istaríkið á jörðu hér. Albanía og
Albanir skyldu verða sjálfum sér
nógir á öllum sviðum og ekkert sótt
til annarra og var þá skorið á öll
tengsl, menningarleg, pólitísk og
efnahagsleg, við önnur ríki, bæði í
austri og vestri. Enn í dag hefur
Albanía hvorki stjómmálasamband
við Sovétríkin eða Bandaríkin.
Ramiz Alia, leiðtogi albanska
kommúnistaflokksins, vill að örninn
breiði út vængina.
Áhrifa Hoxha gætir enn
Einangrunarstefnan, sem Hoxha
innleiddi, hefur áfram verið leiðar-
ljósið hjá flokksforystunni þótt hann
hafí sjálfur fallið frá í fyrra, sjötíu
og sex ára að aldri. Við tók þá Ramiz
Alia sem Hoxha hafði sjálfur valið
sem arftaka sinn.
Þeir sem gleggst þekkja til í Alban-
íu segja að á síðustu stjómarárum
Hoxha hafi myndast glufa á útsýnis-
gluggum til annarra landa og í dag
þykir þeim sem sú glufa fari stækk-
andi þótt ekki verði talað um neitt
í líkingu við aukið frjálslyndi - frem-
ur að Albanía sé byrjuð að skyggnast
inn í nútímann.
Saga Albaníu er raunar mörkuð
innrásum erlendra heija og hemámi
á hemám ofan sem eðlilega hefúr
ekki alið af sér elsku í garð þess sem
útlenskt er eða væntingar um neitt
gott úr þeim áttum. Kommúniskir
skæmliðar undir forystu Hoxha
bám sigurorð af þýska hemámslið-
inu 1944 og innlendum áhangendum
nasista og fylgdu því eftir með því
að sölsa undir sig völdin. í anda
Persónudýrkunin í valdatíð Enver
Hoxha gaf i engu eftir Mao-dýrkun-
inni í Kína eða Stalíndýrkuninni i
Ráðstjómarrikjunum og sjálfur lét
hann aldrei af trúnni á Stalín.
kommúnismans innleiddi Hoxha
miðstýringu og með tilstilli hinnar
illræmdu öiyggislögreglu sinnar,
„Sigurimi“, hélt hann öllu í jám-
greipum.
Sárnaði fordæming Stalíns
Hoxha ofbauð svo þegar Krúsjeff
velti átrúnaðargoði hans, Stalín, af
stalli að hann rauf alveg tengslin
við Moskvu 1961. Hallaði hann sér
eftir það að kínverskum kommúnist-
um en þegar þeir hófu tilraunir sínar
með umbætur á áttunda áratugnum
gaf Hoxha þá einnig frá sér sem for-
kastanlega endurskoðunarsinna og
svo gott sem skar á efnahagstengslin
við Peking sem var raunar meiri
skaði fyrir Albaníu en Kína.
Á eftir þróuninni
í Albam'u er, þrátt fyrir smæð
landsins, dreifbýlis- fremur en þétt-
býlissamfélag. í höfuðborginni,
Tirana, búa um 300 þúsundir og þó
naumast það. Aðrir íbúar dreifast í
Tirana, höfuðborg Albaniu.
smábæi og þorp og samyrkjubú í
grennd við þorpin. Dreift milli fjall-
anna, venjulegast í útjöðrum þorp-
anna, em litlar verksmiðjur sem
framleiða vefnaðarvöm, niðursuðu-
vörur, gler og vélarhluti. Jafnt í
iðnaði sem í landbúnaðinum er það
aðallega handaflið sem knýr flest
áfram er annars staðar í Evrópu
hefur fyrir löngu verið að mestu vél-
vætt. Má oft sjá konum beitt fyrir
plógana. Aðalsamgöngutækin em
hestar postulanna því að bifreiðir
skipta aðeins nokkrum hundmðum
í öllu landinu.
Ein skýringin á stöðnuðu efha-
hagslífi Albaniu er rakin til þess að
landsmenn og landsfeður hafa nán-
ast ofhæmi fyrir skuldasöfnun.
Stjómarskráin leggur bann við
stofnun til erlendra skulda svo að
verslun við útlönd verður að byggj-
ast á vömskiptasamningum eða
beinhörðum gjaldeyrisskiptum fyrir
útflutningsvörumar, sem aðallega
em króm, olía og landbúnaðarafurð-
ir. Þar að auki stendur iðnaðurinn
á brauðfótum. Stáliðjuver, orkuver
og dráttarvélaverksmiðjur, smíðuð
af Kínveijum eða Sovétmönnum,
orðin átta til 25 ára gömul, em að
hmni komin.
Tortryggni gegn útlendingum
Þjóðemishyggja af herskárra tagi
hefur markað tíðarandann og upp
hafa þotið eins og gorkúlur um allar
jarðir steinsteypt skotbyrgi og
byssuvígi til vamar ímyndaðri inn-
rásarhættu frá austri eða vestri.
Þessi grýla kitlar byssugikkfingur
landamæravarða sem hafa orðið
mörgum flakkaranum að bana. Eitt
illræmdasta dæmið henti 1984 þegar
albanskir strandverðir skutu á gúm-
bát með þrem mönnum innanborðs
en þá hafði rekið fyrir ógætni inn í
lögsögu Albaníu. Reyndust þetta
ferðamálafrömuðir frá grísku eyj-
unni Korfu. Tveir björguðu sér á
sundi en sá þriðji lét lífið.
Örninn farinn að baða út
vængjum fyrir ferðamenn
Þrátt fyrir þetta hefur landið síð-
ustu árin opnast meira fyrir útlend-
um ferðamönnum. Bæði fyrir
hópferðir frá V-Evrópu og einstakl-
inga austantjalds. Munar Albani í
ferðamannatekjumar. Stjómin í Tir-
ana sýnir að visu engin merki þess
að hún vilji losa tök sín á landslýðn-
um en Alia hefur leitt yngri menn
og jarðbundnari en gömlu hugsjóna-
kurfana til trúnaðarstarfa og virðist
fús að taka upp stjómmálasamband
við fleiri ríki. Þótt hann sjálfsagt
verði að fara sér bæði hægt og var-
lega í allar breytingar því að hann
hefur of stutt verið á valdastóli til
þess að hafa treyst sig nægilega í
sessi.
Ferðamenn, sem komu til Albaníu
og þekktu þar til áður, segja lands-
menn gefa sig ófeimna á tal við þá
og sjá engan amast við því. Eins
finna þeir fleiri Albani tala ensku
en áður varð vart við.
Austurríkismenn ganga til þingkosninga á sunnudag:
„Fílahjónaband“ talið
líklegasta stjómarmynstrið
Austumkismenn ganga til almennra þingkosninga á sunnudag. Ljóst er aö núverandi rikisstjórnarsamstarf jafnaö-
armanna og sósíalista heldur ekki áfram eftir kosningar og er almennt búist viö aö stóru flokkarnir, ihaldsflokkur
og Sósialistaflokkur, myndi ríkisstjórn
Snorri Valssan, DV, Vínaiborg;
Þá er úrslitastundin runnin upp
í austurrískum stjómmálum enn á
ný;
A sunnudaginn, 23. nóvember
næstkomandi, fara hér fram þing-
kosningar og er þeirra beðið með
nokkurri eftirvæntingu.
Nokkuð hefur verið reynt að spá
fyrir um úrslit og nú síðast birti
tímaritið Basta ítarlega skoðana-
könnun um fylgi flokkanná ásamt
viðtölum við alla flokksformenn
austurrískra stjómmálaflokka sem
nú bítast um atkvæðin.
Kennir þar ýmissa grasa og margt
athyglisvert kemur í ljós.
Kanslarinn vinsæll
Það fyrsta, sem vekur athygli í
skoðanakönnuninni, em miklar vin-
sældir núverandi kanslara úr röðum
Sósíalistaflokksins, Franz Vran-
itzky.
Áttatíu og þrjú prósent aðspurðra
vildu að hann gegndi stóm hlutverki
í austurrískum stjómmúlum næstu
árin og fimmtíu og fjögur prósent
kváðust myndu kjósa hann sem
næsta kanslara landsins.
Helsti keppinautur Vranitzky er
formaður Ihaldsflokksins, Álois
Mock, en sá hlaut aðeins þijátíu og
fjögur prósent fylgi kjósenda í skoð-
anakönnun tímaritsins, eða tuttugu
prósent minna en Vranitzky.
Þá vekur einnig athygli að tuttugu
og eitt prósent þeirra, sem segjast
ætla að kjósa Ihaldsflokkinn, velja
samt sem áður Vranitzky sem kansl-
araefhi sitt.
Græningjar vinsælir?
í fyrrgreindri skoðanakönnun
kemur einnig í ljós að hvorki meira
né minna en fimmtíu og tvö prósent
aðspurðra kváðust vera fylgjandi
meginmarkmiðum austurríska
Græningjaflokksins og nítján pró-
sent að hluta til sammála en aðeins
tuttugu og sjö prósent kváðu sig
ósammála stefiiu flokksins að öllu
leyti.
Þó segjast ekki nema fjögur pró-
sent þátttakenda ætla að kjósa flokk
græningja í sjálfúm kosningunum.
Líklegir samstarfsaðilar
Samkvæmt skoðanakönnuninni er
gert ráð fyrir að sósíalistar og íhalds-
menn hijóti um það bil fjörutíu
prósent atkvæða hvor flokkur, jafn-
aðarmenn fimm prósent, græningjar
fjögur prósent og aðrir flokkar
minna.
Þegar eru hafiiar töluverðar bolla-
leggingar um mögulega stjómar-
myndunarmöguleika að afloknum
kosningum.
Sósíalistar hafa þegar hafhað
möguleika á stjómarmyndun með
jafhaðarmönnum sem er núverandi
stjómarmynstur. Ástæðan er nýr
formaður flokks jafnaðarmanna,
Jörg Haider, sem sakaður er um
náin tengsl við samtök nýnasista.
Líklegasti stjómarmöguleikinn er
nú talinn vera samstarf stóm flokk-
anna tveggja, íhaldsflokks og
Sósíalistaflokks, eða „fílahjóna-
bandið", eins og gárungamir kalla
það.
En hvað sem öllum vangaveltum
og spádómum líður, ráðast úrslit
kosninganna ekki fyrr en í kjörklef-
unum á sunnudag.