Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Side 11
FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986.
11
Starfsfólk hins nýopnaða útibús Sparisjóðs vélstjóra, frá vinstri María Þorláksdóttir, Brynja Ingadóttir, Bengt
Bjarnason, Ólöf Kristjánsdóttir og Kristin Tryggvadóttir. DV-mynd Bjarnleifur Bjarnleifsson
Sparisjóður vélstjóra 25 ára
fé fimmfalt
enkrafister
Eigið
hærra
Á 25 ára afmæli Sparisjóðs vél-
stjóra, þann 11. nóvember síðastliðinn,
var fyrsta útibú sjóðsins opnað að
Síðumúla 1. Er það fyrsta bankaaf-
greiðsla á íslandi sem tengd er tölvu-
miðstöð Reiknistofu bankanna á
beinni línu strax ffá upphafi.
Hugmyndina að stofnun sparisjóðs-
ins má rekja allt til ársins 1925.
Vélstjórafélagið reyndi þá eftir fóng-
um að styðja við bakið á þeim sem
misstu fyrirvinnuna í mannskaðaveðri
er þá gekk yfir og tókst það framar
öllum vonum. Upp úr 1933 hóf félagið
að lána félagsmönnum sínum peninga
og baráttan fyrir stofhun sparisjóðs
fyrir þetta hundrað manna stéttarfélag
bófst en án árangurs.
Árið 1958 skaut þessari hugmynd
aftur upp og eftir fjölmarga fundi var
að lokum samþykkt að ráðast í að
stofna Sparisjóð vélstjóra. Fjöldi fólks
vann kauplaust til þess að koma starf-
seminni af stað.
Sparisjóðurinn tók til starfa árið
1961 að Bárugötu 11, í húsakynnum
Vélstjórafélagsins, þar sem sjóðurinn
fékk til umráða 12 fermetra herbergi.
Árið 1977 flutti sjóðurinn í eigið hús-
næði að Borgartúni 18 eftir að hafa
verið í leiguhúsnæði að Hátúni 4A í
sex ár.
Stofhendur sjóðsins urðu alls 353 og
lagði hver frarn 2.500 krónur og tók
jafnframt ábyrgð á jafhhárri upphæð.
Eigið fé sjóðsins er nú rúmlega fimm-
falt hærra en krafist er í nýjum lögum
um banka og sparisjóði og nemur það
núna um 100 milljónum króna. Er það
besta eiginfjárhlutfall hjá stærri pen-
ingastofhunum á landinu. Lögð hefur
verið áhersla á að allir fái greiðan
aðgang að bankanum.
Innstæður viðskiptamanna námu í
árslok 1985 444,7 milljónum króna, en
voru 295,2 milljónir króna í árslok
1984. Aukning milli ára var 149,5 millj-
ónir króna eða 50,6 prósent. Innláns-
aukning í sparisjóðnum var langt
umfram verðbólgu og nokkru hærri
en meðalinnlánsaukning banka og
sparisjóða.
-IBS
Söltunarstöðin Stemma leigð út
Júlía Imsland DV, Hcfa;
Fiskanes hf. í Grindavík hefur tekið
söltunarstöðina Stemmu á Homafirði
á leigu og er nú allt tilbúið til söltun-
ar. Fiskanes er með tvo báta ó síldveið-
um, Geirfugl og Gauk, og hefur hvor
þeirra tvo kvóta.
Víst er að Homfirðingar fagna komu
þeirra Fiskanesmanna í Stemmu, ekki
síst þar sem Stemma er lýst gjaldþrota
og hefur engin vinna verið þar í haust.
Fiskanes leigir verbúð Stemmu við
Hafnarbraut og er mötuneyti í söltun-
arstöðinni. Um 70-80 manns koma til
með að vinna við sildina.
Framkvæmdastjóri er Dagbjartur
Einarsson og verkstjóri Helgi Krist-
insson.
Strandir:
Nýtt einbýlishús á 1,2 milljónir
Eegína Thoiaiensen, DV, SeHossi;
Ung hjón, Sveindís Guðfinnsdóttir og
Hávarður Benediktsson, Kjörvogi,
Ámeshreppi í Strandasýslu, byrjuðu
að byggja íbúðarhús í júni í fyrra.
Fluttu þau í húsið núna í byrjun sept-
embér. Er húsið 128 fermetrar að
stærð. Ég varð stórhrifin þegar ég
heimsótti þau í nýja húsið.Hefur ver-
ið gengið fró öllu nema hvað að eftir
er að setja fataskápa í svefnherbergin
og forstofuna.
Hávarður sagði mér að húsið kost-
aði um 1,2 milljónir fyrir utan vinnu
þeirra hjónanna. Finnst þeim ungu
hjónunum dýrt að fá fagmenn úr
Reykjavík og Hólmavík þvi yfirleitt
taka þeir 4-500 krónur á tímann fyrir
utan fríar ferðir og frítt fæði. Ég bara
spyr í mestu einlægni: Gæti fólk í borg
Davíðs byggt 128 fermetra hús fyrir
1,2 milljónir? Mér er sagt af fólki í
Reykjavík að það kosti um eina millj-
ón að fá lóð undir þessa stærð af
einbýlishúsum.
ÓDÝRI
SKÓMARKAÐURINN
Margs konar skófatnaður, selst ódýrt.
Skómarkaðurinn,
Hverfisgötu 89.
Aðfaranótt fimmtudags, 20. nóvember kl. 03.00, var
símanúmerum á Höfn í Hornafirði og Djúpavogi breytt
úr fjögurra stafa númerum í fimm stafa númer.
í stað fyrsta tölustafs, sem nú er 8, kemur 81 á Höfn
og 88 á Djúpavogi. Númer sem nú er t.d. 8101 á
Höfn verður 81101 og 8801 á Djúpavogi verður
88801.
Umdæmisstjóri Pósts og síma, Egilsstöðum.
BILATORG
NOATUN 2 - SIMI 621033
NISSAN BLUEBIRD 20 SGX 1986
i
v~~-
BfLATÖRG
BMW 320 1982
BÍLATOm
Til sölu vel útbúinn Nissan Bluebird 1986, sjálfskiptur, vökvastýri,
rafmagnsrúður, ekinn 15.000 km. Verð 560.000,-
Til söiu BMW 320 1982, gullfallegur bíll, silfurgrár, litað gler, vökva-
stýri, útvarp-segulband. Skipti koma til greina.
Laugaidagspkaðui við Stóihöfða
ur opinn % Látið ekki happ úr hendi sleppa
W Lagerinn verður
á morgun frá kl. 10-16. Þar eru til sölu með
1 hre
ríflegum afslætti
ýmsar gerðir af gólfteppum, flísum,
hreinlætistækjum og öðrum byggingavörum.
Látið ekki happ úr hendi sleppa
2 góðar byggingavöruverslanir
Austast og vestast í borginni
Stórhöfða, sími 671100 -Hringbraut, sími 28600.
OPIÐ KL. 8-18 VIRKA DAGA
KL. 10 - 16 LAUGARDAGA