Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986. Neytendur__________________________ dv Kartöflur á hverjum degi Kartöflur eru hollar og alls ekki fítandi nema þær séu djúpsteiktar Margir eiga birgðir af kartöflum eft- ir mjög gott kartöflusumar. Tilvalið er að notfæra sér þennan góða mat áður en hann skemmist. Við ættum að nota meira af kartöfl- um en við gerum. Vegna þess að á undanfomum árum hafa oft verið á boðstólum mjög lélegar kartöflur hafa margir hreinlega minnkað kartöflu- notkun sína og nota eitthvað annað í þeirra stað. Nefha má t.d. hrísgijón eða ferskt grænmeti. Einhvem tíma hafa líka kartöflur fengið á sig það leiðindaorð að þær væm mjög fitandi. Þetta er mesti mis- skilningur. Kartöflur em alls ekki fitandi í sjálfu sér. En ef þær em ma- treiddar sem „franskar" kartöflur em þær fitandi og óhollar. Sömuleiðis ef þær em færðar í „dqnskarí* búning og sykurbrúnaðar. Kartöflur em næringarefharíkar, innihalda bæði B- og C-vítamín. Þær innihalda einnig jám þótt í litlum mæli sé en þær gefa góða næringu. Við ættum að borða minnst 250 g af kartöflum á dag. Kartöflur em frekar ódýr matur, jafnvel þótt við þurfúm að kaupa þær úti í búð. Kg kostar á bilinu 36-10 kr. C-vítamíninnihald kartöflunnar er mest á haustin þegar hún er nýupptek- in en minnkar svo að vetrinum við geymsluna og er minnst á vorin. Matreiðslan Hægt er að matreiða kartöflur á marga mismunandi vegu. Þær em soðnar, steiktar, bakaðar, stappaðar, notaðar í salöt og ýmsan annan mat eins og kartöflukökur ýmiss konar. Það hefúr mikið að segja hvemig kartaflan er matreidd um hvemig C- vítamínmagnið varðveitist. Best er að sjóða kartöflumar með hýðinu eins og Iangalgengast er hér á landi. Vatns- magnið skiptir ekki máli, nema hvað það eyðist meira rafmagn ef vatnið er alltof mikið. Ef kartöflumar em hrásteiktar, stappaðar eða djúpsteiktar tapast einnig mikið af C-vítamíninu. Ef soðn- ar kartöflur þurfa að „bíða“ lengi missa þær einnig mikið af C-vítamín- magninu. Þess vegna er betra að snöggkæla soðnar kartöflur og hita þær svo upp aftur þegar allir em til- búnir. Vonandi er sá tími liðinn þegar kart- öflumar vom settar upp til suðu þegar búið var að ganga frá eftir morgun- matinn og síðan látnar Anásjóða þar til kl. 12 þegar heimilisfólkið kom í hádegismatinn! Það hefur ekki verið mikið af C-vítamíni eftir í þeim kart- öflum. Nægilegt er að ætla sér frá 15-30 mín. til að sjóða kartöflur, fer auðvitað dálítið eftir stærð. Þegar þær hafa verið flysjaðar getur verið gott að bregða þeim aftur í pottinn (þurran) og láta hann rétt sem snöggvast á heita plötuna til þess að þurrka kart- öflumar. Ekki er gott að láta lok á kartöfluskálina, notið heldur saman- brotið eldhúsblað yfir skálina. Annars vilja kartöflumar blotna. Ýmsa góða rétti má búa til úr af- ganginum af soðnum kartöflum. Eins og t.d. Kartöfluklatta 2-3 soðnar kartöflur 1 egg 2 dl mjólk V* dl hveiti salt og pipar Stappið kartöflumar, hrærið eggið með helmingnum af mjólkinni, bætið hveiti og kryddi út í. Bætið svo kart- öflustöppunni og afganginum af mjólkinni út í. Brúnið feitina á pönnu og steikið klattana Ijósbrúna á báðum hliðum. Þeir em bomir fram með góðri sultu. Kartöfluvínarbrauð Afgang af soðnum kartöflum er einnig hægt að nota í kartöfluvínar- brauð sem em sérlega góð. 250 g soðnar, stappaðar kartöflur 250 g smjörl. 250 g hveiti 2 egg Búið til hnoðað deig sem flatt er út í lengju, ca 20-25 cm breiða. Á miðjuna er smurt þunnu lagi af sultu, rabar- barasulta passar mjög vel. Barmamir em síðan lagðir saman yfir á sultulag- ið, en samt þannig að vel sjái í sultuna. Stráið söxuðum möndlum og perlu- sykri yfir, eða kanel og sykurblöndu, eða sykri og kókosmjöli. Bakið þar til lengjumar em ljósbrúnar í 180°-200° C heitum ofni. Þá em þær skomar í hæfilega stór stykki. Þetta er lystilega gott kaffibrauð. Kartöfluflatbrauð 450 g soðnar, stappaðar kartöflur 700 g hveiti 3 tsk. lyftiduft ca /i dl mjólk Hnoðað deig. Búið til tvær lengjur og skiptið hvorri lengju í ca sjö boll- ur. Fletjið hverja bollu út þannig að hún verði á stærð við gmnnan matar- disk. Bakið á þurri pönnukökupönnu og pikkið með gaffli. vel af því. Skerið í litla bita og bland- ið saman við stöppuna. Einnig má blanda saman við kartöflumar írystu spínati. Þá er betra að minnka mjólk- urmagnið sem notað er í stöppuna því það kemur heilmikill vökvi úr spínat- inu þegar það þiðnar. Hitið stöppuna svo upp við vægan hita. Hrærið í á meðan. Grísk stappa Einnig er hægt að búa til gríska stöppu. Kælið kartöflustöppuna og bætið út í 2-3 msk. majónsósu eða einni eggjarauðu. Út í þetta er svo bætt einum litlum pakka af grænum baunum (eða lítilli dós). Loks er klipptum graslauk hrært saman við og/eða fínt skorinni púrm. Pommes Dauphine Réttir úr kartöflum geta líka heitið fínum frönskum nöfhum. Pommes Dauphine em vatnsdeigsblandaðar kartöflur sem steiktar em í olíu. Hreinsið laukinn og hakkið. Flysjið kartöflumar og skerið í þunnar sneið- ar. Hitið olíuna í þykkbotna potti en það má samt ekki rjúka úr henni. Látið kartöflusneiðamar í olíuna og gætið þess að þær séu alveg huldar olíunni. Látið þá laukinn út í feitina og steikið áfram þar til kartöflumar em orðnar meyrar. Hellið þá kartöfl- unum og lauknum á sigti og látið feitina renna vel af. Þeytið eggin. Látið kartöflumar og laukinn út og hrærið varlega saman. Látið olíu á pönnu og hitið. Hellið eggjablöndunni á pönnuna, hristið hana af og til þannig að eggjablandan festist ekki við hana. Snúið eggjakö- kunni við þegar hún er bökuð að ofan en gætið þess að hún verði ekki þurr. Steikið nokkrar mínútur á hinni hlið- inni. Ofnbakaðar kartöflur Bakaðar kartöflur með sýrðum rjóma og svolitlum graslauk eða stein- Kartöflur í salöt Soðnar kartöflur em tilvaldar í alls konar salöt, bæði heit og köld. Heitt kartöflusalat með lauk og ediki passar sérlega vel með vínarpylsum. Heitt salat með lauk 4-6 stk. meðalstórar, soðnar kartöfl- ur 2-3 stk. laukar smávegis smjörl. edik, vatn, salt og pipar. Kartöflumar em skomar í sneiðar og sömuleiðis laukurinn. Smjörl. er látið i pott og laukurinn látinn krauma þar svolitla stund. Þá er kartöflunum bætt út í, svolitlu vatni hellt saman við. Þetta er kryddað með salti og pipar og soðið svolitla stund. Kartöflusalat með majónsósu Kartöflusalat með majónsósu passar vel með hvers kyns reyktum mat eins og pylsum, hangikjöti og skinku. Stappið soðnar og flysjaðar kartöflurnar og látið í pottinn. Velgið mjólkina með smjörlikinu og hrærið smátt og smátt út í kartöfiustöppuna. Hrærið mjög vel, mjög gott er að nota handhrærivél ef hún er til. . Skerið litinn kross i kartöflurnar áður en þær eru bakaðar. Annars geta þær sprungið. Látið gróft salt í botninn á ofnskúffunni, þannig em kartöflurnar stöðugri. Þetta em ekta kökur til þess að borða með hangikjöti á jólunum. Þær eiga að vera dálítið þykkar. Kartöflustappa eða mús Kartöflustappa eða mús, eins og hún er stundum kölluð, er best úr ekta góðum kartöflum. Mús úr pakka getur svo sem verið ágæt, en samt ekki eins og alvöru kartöflumús. Til þess að búa til mús handa fjórum þarf eftirfarandi: 10-12 meðalstórar kartöflur 2-2 'A dl mjólk, (eða vatn og mjólk) smjörklípa, salt og pipar og 2-3 msk sykur Sjóðið kartöflumar eins og vanalega og flysjið þær. Stappið og látið í pott. Hitið mjólkina með smjörinu og hellið smátt og smátt út í kartöflumar og kryddið svo. Hrærið mjög vel. Best er að hræra stöppuna í hrærivél. Hægt er að búa ýmsa rétti til úr kartöflustöppunni eins og t.d.: Græna stöppu Sjóðið brokkál og látið vatnið renna Búið til stöppu eins og að framan greinir og blandið saman við eftirfar- andi vatnsdeig: 3 dl vatn 2 dl hveiti 3 egg Smjörl. er brætt í vatninu og hveitinu hrært upp í. Eggjunum bætt út í deig- ið einu í einu og hrært vel í á milli. Þetta er þykkt deig og dálítið erfitt að hræra það. Loks er deiginu blandað saman við kartöflustöppuna, búnar til litlar boll- ur með tveimur skeiðum og þær steiktar í heitri olíu. Látið renna af þeim á eldhúsrúllublaði. Bomar fram strax með spariréttum eins og steiktu lambalæri eða kjúklingum. Tortilla Þetta er eins konar kartöflu-eggja- kaka. Uppskriftin er fyrir 4-6 manns. 1 kg góðar kartöflur 2 meðalstórir laukar 2!ó dl olífuolía salt 4 egg selju em sérlega góðar og eiga vel við stórsteikur eins og t.d. nautasteik. Bökunarkartöflur eiga að vera nokkuð stórar, mjölmiklar kartöflur henta vel til baksturs. Byrjið á því að þvo kartöflumar vel því það verður að vera hægt að borða hýðið, sem sumum þykir það allra besta. Þurrkið þær vel og skerið kross í hverja kart- öflu. Gott er að strá grófu salti í botninn á ílátinu sem kartöflumar em bakaðar í, eldfast mót eða ofnskúflu. Þá verða kartöflumar stöðugri. Bakast í miðjum ofni við ca 225°C hita þar til kartöflumar em orðnar meyrar. Það getur verið allt upp í 45 mín. Ekki baka kartöflumar í álpapp- ír, það lengir bökunartímann en það getur verið gott að pakka þeim inn í álpappír ef þarf að halda þeim heitum. Berið fram með sýrðum ijóma eða kryddsmjöri. Til er sérstakur leirpottur, kartöflu- kölski, sem er sérstaklega hannaður til þess að baka í kartöflur á eldavél- inni. Þetta salat getur verið á ýmsa vegu, allt eftir því hve mikið hver vill leggja í það hveiju sinni og hvað er til á heimilinu. En sem grunnuppskrift má nota: Soðnar, kaldar kartöflur, skomar í lita bita. Epli, flysjuð og skorin í bita. Harðsoðin egg, söxuð. Smátt saxaður laukur Makkarónubitar Smátt skorið pikkles (relish) o.s.frv. Þessu er blandað saman við majóns- ósu sem hrærð hefúr verið upp með sýrðum rjóma eða hreinni jógúrt og bragðbætt með sinnepi. Þannig er ekki nokkur vandi að hafa kartöflur á borðum á hverjum degi, alltaf í mismunandi mynd. Og svona í lokin sakar ekki að geta þess að í 100 g af venjulegum soðnum kart- öflum em 65 hitaeiningar en í sama magni af „frönskum" em hvorki meira né minna en nærri 400 hitaeiningar! -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.