Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Side 15
FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986. 15 Alnæmi ekkert mál? Ég ætla að byrja á að þakka Gunn- laugi K. Jónssyni íyrir grein hans sem birtist í DV 13. nóvember siðast- liðinn. Grein hans um alnæmisvam- ir er sú fyrsta sem ég hef lesið hingað til sem eitthvert vit er í og þ.m.t. greinar eftir svokallaða „sérfræð- inga“ hérlendis um þessi mál. Alnæmið hefur sannað fyrir mér og fleirum sofandahátt og algert áhugaleysi þeirra manna sem með skipulagningu og fjárveitingar til heilsuvemdar hafa að gera. Og er það furðulegt þegar alvara þessa máls er skoðuð. Alnæmi skæðasta drepsótt allra tíma Einn þáttur, sem einkennt hefur sögu okkar Islendinga, eru hinar miklu drepsóttir sem herjuðu á þjóð- ina fyrr á öldum og ollu þvi að allt að þriðjungur þjóðarinnar lést í hvert skipti. Þá vom möguleikar til forvamar- starfs nánast engir. En nú þegar skæðasta drepsótt allra tíma er í þann mund að setja varanlegt mark sitt á íslenska menningu, á öld upp- lýsinga og tækni, sitja ráðamenn auðum höndum eins og hún komi þeim ekki við og hugsa, alnæmi ekkert mál. Skæðasta segi ég óhikað því þessi drepsótt er ólík hinum fyrri á a.m.k. þijá mikilvæga vegu! 1. Drepsótt þessi er lúmsk, þ.e. ein- kennanna gætir seint og er sýkingarhættan því meiri. 2. Vísindi nútímans munu ekki eiga svar við henni í nánustu framtíð, ef þá nokkm sinni. 3. Einu sinni til, alltaf til. Kynslóðir framtíðarinnar munu fæðast með veiruna í sér. Það er hreint og beint grátlegt að hlusta á hámenntaða lækna blekkja sjálfa sig og almenning í fjölmiðlum þegar þeir halda þvi fram að almenn- ingur geti varist drepsótt þessari með einhverjum leiðum s.s. með notkun smokka. Til þess að þetta hjálpartæki ástarlífsins gerði eitt- hvert gagn þyrfti það að hylja allan líkamann. Skírlífi er heldur engin lausn þvi þó það komi í veg fyrir smit kemur það einnig í veg fyrir viðhald þjóðarinnar. Hugleiðingar í þessar áttir em því út í hött. Allir í hættu Eins og allir vita hefur áhættuhóp- urinn breyst síðan drepsóttarinnar varð fyrst vart. Nú er svo komið að hún einskorðast ekki lengur við eit- urlyfjaneytendur og homma, heldur alla þá sem em að þreifa fyrir sér í ástarlífinu og em að leita sér að maka. Og skipta þeir tugum þúsunda hér á landi sem tilheyra þeim hópi. En hversu hratt breiðist drepsóttin út, og er almenningur raunvemlega í hættu? Fyrr á árinu lásum við í fjölmiðlum um að einn alnæmissjúklingur lægi fyrir dauðanum, nú em þeir tveir eða þríi', fyrir utan alla þá sem fengið hafa veiruna í sig en vita ekki af því. Þessar tölur láta litið yfir sér en lýsa vel fyrsta einkenni drepsótt- arinnar sem ég minntist á fyrr í greininni. Eins og aðrar farsóttir tvöfaldast tíðni þessarar á ákveðnu tímabili og er talið að þessi hafi tvöföldunartím- ann 9 mánuði sem stendur. Með einfóldum útreikningi getum við, ef við miðum við tvo alnæmissjúklinga í dag, séð að þeir verða orðnir 4 eft- ir níu mánuði, 8 eftir 18 mánuði, 16 eftir 27 mánuði, 32 eftir 36 mánuði, 64 eftir 47 mánuði o.s.frv. Samt er ég ansi hræddur um að tvöföldunartíminn eigi eftir að stytt- ast vemlega þegar farsóttin leggst með meiri þunga á fólk með eðlileg- ar kynhneigðir. Þess utan hefur verið talað um að um 100 manns gangi með veiruna, án einkenna, bak við hvern alnæmissjúkling á loka- stigi, sem myndi gera a.m.k. 6400 manns eftir tæp 4 ár. Flestir á aldrin- um 20-30 ára. Þó að þessir 6400 létust ekki strax eða yfirleitt, myndi ég álíta, þar sem þorri íslendinga hefúr ríka siðferðis- KjaUaiinn Gunnar A.H. Jensen nemi H.í. kennd, að líf þeirra hefði algerlega tapað tilgangi sínum. Þvi einstakl- ingur með veimna í sér gæti ekki með góðri samvisku stundað kynlíf né náð sér í maka og alls ekki eign- ast böm, þar sem bömin fæðast með veiruna í sér sem svo gæti dregið þau til dauða. Hvað gerist þegar þúsundir ungmenna tapa lífstilgang- inum? Þau verða óvirkir þjóðfélags- þegnar. En slíkt hefði í fór með sér hrikalegar afleiðingar fyrir siðferð- iskennd okkar og hagkerfið. Óvinur þjóðarinnar númer eitt Ekki er fyrirsjáanlegt að vandamál þetta verði leyst af læknavísindun- um. Hvað er þá til ráða? Jú, við verðum að beita öllu okkar hugmyndaflugi, allri okkar ákveðni og öllum okkar vilja til lausnar því, á tvennan hátt. I fyrsta lagi verður að hlúa að þeim sem þegar hafa orð- ið fyrir barðinu á þessum faraldri. í öðm lagi verðum við að hefja virkt forvamarstarf því ekkert hefiir gerst á því sviði sem talandi er um. Ég sé í fljótu bragði enga aðra lausn en þá að beita verði möguleik- um upplýsingaþjóðfélagsins til hins ýtrasta. Þá á ég ekki við að auka verði þekkingu almennings á hinni fræðilegu hlið drepsóttarinnar því það hefur takmarkað gildi. Nei, í versta falli gætrrni við þurft að: 1. Skylda alla í ákveðnum aldurs- hópum til að gangast undir rannsókn reglulega. 2. Hafa eftirlit með þeim sem þegar em sýktir og gera j afnvel almenn- ingi kleift að nálgast upplýsingar um smitaða einstaklinga á auð- veldan hátt. 3. Jafhvel gæti þurft að skipuleggja hjónabandsmiðlun með tilheyr- andí varúðarráðstöfunmn o.s.frv. Slíkar aðferðir em að visu harð- neskjulegar en drepsótt þessi er ekki lengur einkamál fárra, heldur óvin- ur þjóðarinnar númer eitt! Fjárveitingar til þessa verkefnis verður að auka stórlega, 2,5 milljón- ir em hrein og bein móðgun, en 2,5 milljarðar væm nær lagi. Að síðustu vil ég skora á stjóm- málaflokkana að gera þetta mál að máli númer eitt í komandi kosninga- baráttu. Með von um árangur. Gunnar A.H. Jensen. „Alnæmið hefur sannað fyrir mér og fleir- um sofandahátt og algert áhugaleysi þeirra manna sem með skipulagningu og fjárveit- ingar til heilsuverndar hafa að gera.“ Vinstri sósíalistar DV var svo vingjamlegt sl. vor að bjóða mér að kynna samtökin Vinstri sósíalista í kjallaragrein. Þó ég viti að slík kynning verði ósköp takmörkuð í einum kjallara læt ég nú samt loks verða af því að þiggja þetta boð. Samtökin Vinstri sósíalistar vom stofnuð 14. júní sl. og halda sinn fyrsta aðalfund á morgun, laugar- dag. Mörgum kann að finnast að ekki hafi farið mikið fyrir þessum sam- tökum síðan, enda hafa samtökin ekki staðið fyrir neinni auglýsinga- herferð á verkum sínum. Vinstri sósíalistar em byrjaðir að vera það sem þeir ætluðu sér að vera, samstarfsvettvangur sósíalista og baráttufólks í hinum ýmsu fjölda- samtökum og hafa þegar sannað mikilvægi sitt á þeim stutta tíma sem þeir hafa starfað, þótt meðlimimir þyrftu að vera miklu fleiri. Flest af þessu fólki er mjög virkt pólitískt, í verkalýðshreyfingunni, kvennahreyfingunni, E1 Salvador- nefndinni, Samtökum herstöðvaand- stæðinga, svo eitthvað sé nefnt. Það saknaði þess að eiga ekki samtök þar sem almenn sósíalísk stefhumót- un færi fram. Slík stefnumótun átti sér ekki stað í þeim stjómmálaflokk- um sem fyrir hendi vom. Þetta fólk hittist á ýmsum vettvangi, fann að það var harla sammála og fannst rétt að skapa sameiginlegan slag- kraft. Þetta leiddi til stofnunar Vinstri sósíalista. Það er þó langt í frá að allir þeir sem eiga heima á þessum vettvangi hafi komið þangað enn þá. Fyrir sterkari verkalýðshreyf- ingu Eitt af því mikilvægasta sem sam- einar Vinstri sósíalista er það mat að í þjóðfélaginu ríki ósættanleg stéttabarótta, milli launafólks og auðstéttar. Þetta er andstætt því sem einkennir A-flokkana og verkalýðs- samtökin, sem em undir sterkom áhriftun þeirra. Þessir flokkar hafa í vaxandi mæli á síðari áratugum tekið undir þá stefnu Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar að hagsmunir stéttanna fari meira og minna sam- an. Þessi stéttasamvinnustefna hefur svo leitt til þess að barátta verkalýðshreyfingarinnar hefur set- ið á hakanum, og launastefna atvinnurekenda og íhalds hefur orð- KjaUaiiim Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur áfram. Launþegum er sko ekki þökk- uð undanlátssemin, þvert á móti ganga atvinnurekendur á lagið í hvert sinn sem gefið er eftir fyrir þeim. Eitt af því sem einkennir þessa flokka er óseðjandi hungur þeirra að komast í ríkisstjómir. Þess vegna vilja þeir bíða núna með kjarabar- áttuna, þangað til eftir kosningar, í stað þess að fara af stað með fullum krafti um áramót þegar samningar em lausir. Ástæðan er sú, að þeir vilja ekki kasta þessu „trompi", launabaráttunni, fyrr en útséð er um það hvort íhaldið vill taka þá upp í til sín. Tíminn fyrir kosningar er sérstak- lega heppilegur fyrir kjarabaráttu, sérstaklega til baráttu fyrir stór- hækkun lægstu launanna. Það er svo skelfing erfitt fyrir atvinnurek- endur og íhald að standa gegn slíkum kröfum svona rétt áður en á að fara að kjósa þá. Þessu tækifæri virðist A-flokksforystan í verkalýðs- samtökunum ætla að fóma á altari stéttasamvinnustefhunnar. Hér standa Vinstri sósíalistar og aðrir stéttabaráttusinnar á móti og tekst vonandi að koma fyrir slík stétta- svik, þótt þeir séu því miður allt of „Nei, raunveruleikinn er allt annar en A-flokkarnir halda fram. Hvað sem þeir segja heldur stéttabaráttan áfram. Laun- þegum er sko ekki þökkuð undanlátssem- • c c ið allsráðandi, með hörmulegum afleiðingum, sérstaklega fyrir hina lægst launuðu. Reyndar með hörmu- legum afleiðingum fyrir verkalýðs- samtökin sjálf, sem því miður njóta minna og minna álits launafólksins. Nei, raunvemleikinn er allt annar en A-flokkamir halda fram. Hvað sem þeir segja heldur stéttabaráttan margir sem láta skeika að sköpuðu í þessu móli. Herinn, NATO og alþjóðamál Vinstri sósíalistar leggja áherslu á baráttuna gegn hemum og NATO og á alþjóðlegt samstöðustarf. Und- anhaldið í baráttunni gegn hemum er ekki síst að kenna því að andstað- „Vinstri sósíalistar leggja áherslu á baráttuna gegn hernum og NATO og á alþjóðlegt samstöðustarf. Undanhaldið í baráttunni gegn hernum er ekki sist að kenna þvi að andstaðan hefur misst mikilvægan þátt úr baráttu sinni, sem er Alþýðubandalagið." an hefur misst mikilvægan þátt úr baráttu sinni, sem er Alþýðubanda- lagið. Alþýðubandalagið og þar með Þjóðviljinn nýta sér þetta mál þegar herstöðvaandstæðingar em í sókn en gleyma því þegar þeir halda að það geti hrakið atkvæði frá. Svipað er uppi á teningnum varðandi stuðn- ing við frelsisbaráttu alþýðu um allan heim. „Sannleikur er það eitt sem ekki hrekur atkvæðin frá.“ Þetta þýðir að málflutningur erki- afturhaldsins á Mogganum er nánast einráður í íslenskri umræðu um alþjóðamál. Þessi grein er auðvitað þegar orðin allt of löng og ég get ekki farið að telja upp það allt sem Vinstri sósíal- istar telja sig geta sameinast um í þjóðmálabaráttunni. Ég gæti nefrit félagslega samhjálp eða samneyslu, umhverfismál, menntamál o.s.frv. Best að ég snúi mér þó að því sem allir virðast vera að bíða eftir um þessar mundir, framboðsmálum. Framboð í alþingiskosning- unum Spumingunni um það hvort við ætlum að bjóða fram í alþingiskosn- ingum á næsta ári höfum við hingað til vísað frá okkur með því svari að um þetta hafi bara ekkert verið rætt. Nú getum við ekki svarað svona lengur því umræða um framboð er hafin innan samtakanna. Ég held að engum blandist hugur um það í okkar röðum að þingmaður til vinstri við Alþýðubandalagið væri ómetanlegur fyrir vinstrihreyf- inguna og mundi leiða til gífurlegra breytinga á allri þjóðmálaumræðu hér á landi. Menn eru hins vegar í vafa um hvort samtökin hafi nægilegan skipulagsstyrk til að heyja sigursæla kosningabaráttu, og vilja ekki fara út í framboð nema eygja einhvem möguleika á þingsæti. Það er sem sagt ekki áhugi á framboði bara til að vekja athygli á okkar baráttu- málum, en það hefur reyndar verið aðalmarkmið þeirra framboða sem hingað til hafa komið fram á vinstri kantinum. En hvað sem öllum framboðsmál- um líður þá vil ég hvetja fólk, sem heldur að það kunni að vera okkur samsinna, að koma og kyrrna sér starf okkar, í það minnsta. Ragnar Stefánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.