Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Page 16
16 Spumingin Teflirðu - hefurðu fylgst með íslenska skáklands- liðinu í Dubai? Þuríður Sigurðardóttir nemi: Nei, eða ég geri allavega mjög lítið að því, mér finnst lítil skemmtun að tefla. Aftur á móti finnst mér íslenska landsliðið standa sig mjög vel í Dubai. Helga Einarsdóttir nemi: Ég geri allavega lítið að því en ég kann þó mannganginn, þetta er annars ágæt dægradvöl ef maður hefur sig í að byrja. Ég hef ekkert fylgst með skák- mótinu í Dubai svo ég get ekki tjáð mig um það. Pétur Jónsson nemi: Já, ég geri það og þá aðallega í skólanum. Ég er nú samt ekkert sérlega góður skákmað- ur. Mér finnst íslenska landsliðið standa sig mjög vel enda eru þetta færir skákmenn. Sigríður Jónsdóttir nemi: Ég hef mjög gaman af því að tefla og geri mest að því í skólanum enda höfum við mjög góða aðstöðu þar. Mér finnst skákmennimir standa sig ágætlega enda mjög færir á sínu sviði. Bragi Hrafn Sigurðsson húsasmiður: Nei, ég er lítt hrifinn af tafli, ég kann þó mannganginn. Ég kemst nú ekki hjá því að fylgjast með skákmönnun- um og finnst mér þeir standa sig með ágætum. Georg Ingvason ellilífeyrisþegi: Nei, það fer allavega lítið fyrir því. Ég hef ekkert fylgst með skákmönnun- um í Dubai og veit því ekki hvemig þeir standa sig. FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986. Það er gaman að horfa á billjard. Léleg þjónusta á billjardstofu Stefán Jónsson hringdi: Ég vil kvarta yfir lélegri þjónustu á billjardstofú sem er í sama húsi og verslunin Kjöt og fiskur en hún er í efra Breiðholtinu. Maður er rekinn út á þeim forsendum að maður sé bara að horfa á, ekki að spila. Það fellur víst ekki í kramið hjá eigendunum. Það sem mér finnst þó verst við þetta að ég er rekinn út þegar fjöldi annarra stráka hangir bara úti í homi og gerir ekki neitt. Mér finnst þetta óréttlátt og vona að eigendumir bæti úr þessu sem fyrst. Það a eitt yffir alla að ganga Lesandi hringdi: Ég var að koma frá London á mánu- daginn síðastliðinn, hinn 10. nóvemb- er. íslenska landsliðið var í sömu vél. Nú, eins og við vitum öll þurfa allir, þegar í fríhöfnina er komið, að ganga í gegnum tollinn áður en út er farið. Allir meðlimir íslenska landsliðsins fengu að fara í gegnum tollinn án þess að nokkur af þeim væri stoppaður og án þess að nokkuð væri skoðað hjá þeim. En flestir aðrir, er með sömu vél komu, vom stoppaðir og allt grand- skoðað hjá þeim. Hvemig stendur á að tollverðir mismuna fólki svona eft- ir því hvort það er í landsliðinu eða ekki? Var ekki full ástæða til að tékka á þeim rétt eins og okkur. í tollinum á ekki að skipta máli hver maðurinn er, við eigum öll að fara í gegnum sömu tollskoðun eða hvað? Finnandi seðlaveskis Ragnar Sigurðsson hringdi: Ég var svo óheppinn að týna veskinu mínu með ávísanaheftinu í. Þetta gerðist á Hverfisgötunni föstudaginn 14. október en mér var síðan skilað veskinu aftur. Maðurinn, sem var svo elskulegur að láta mig vita að hann hefði fundið veskið mitt, er var með ávísanaheftinu í, er vinsamlegast beð- inn að hafa samband við mig í síma 14394 eða 34494. Bubbi spurður í þaula Stud.jur. Jónas skrifar: Siðastliðinn fimmtudag var hald- inn blaðamannafundur í beinni útsendingu á Bylgjunni. Þar var Bubbi spurður í þaula. Flestum þess- um spumingum tókst honum að svara þokkalega, sumum mjög vel, öðrum miður. Að flestu leyti fannst mér þetta fræðandi og skemmtilegur fúndur en þó voru nokkrir hnökrar þar á sem mér þótti lýta fundinn. I’ fyrsta lagi þá fannst mér talandi Bubba þungur og leiðigjam til lengdar, sérstaklega á köflum. Þetta tel ég að Bubbi geti vel lagað ef hann kærir sig um. í öðm lagi var heymarleysi hans mjög hvimleitt á köflum, lækkaðu nú í græjunum, Bubbi, ef þú vilt ekki missa heyrnina alveg. í þriðja og síðasta lagi og það sem mest fór fyr- ir hjartað á mér var málfarið. Það var engu líkara en þama væri á ferð- inni Færeyingur er dvalið hefði lengi í skuggahverfum New York. Bubbi, þú sjálfur segist óttast um hina íslensku menningu, einnig um að fólk muni gleyma henni. Þú bend- ir í því skyni á Stöð 2, myndböndin og búðarskilti á Laugaveginum. Þú hræðist þar á meðal að íslenskt mál hljóti hnekki af. Vissulega er þetta allt rétt hjá þér. En ætlir þú þér opinberlega að vara fólk við og leið- rétta skaltu sjá sóma þinn í að byrja á sjálfum þér. Ég legg til að þú farir að ráðum hins virta heimspekings Sókratesar og sjáir að viska er: „að vitund og vemnd séu rétt“. Þá held ég að ég láti gagnrýni minni lokið í bili og endi á því að óska þér til hamingju með nýju plöt- una. Hún er súper. Sándið geggjað og músíkin alveg meiri háttar. Mað- ur frikar út á því að þenja hana út enda fíla ég hana í botn. Ánægður með Bylgjuna Guðmundur Armann Bragason hringdi: Mig langaði að koma þakklæti mínu á framfæri við Bylgjuna en mér finnst frábært að það skuli vera útvarpað allan sólarhringinn um helgar. Ég hlusta mikið á Bylgjuna og er mjög ánægður með hana. Þar er spiluð skemmtileg og fjölbreytileg tónlist, allavega eitthvað við allra hæfi. Jón Axel er samt í uppáhaldi hjá mér og hvet ég hann til að halda sama stuðinu áfram. Það kemur sér vel að það er útvarpað allan sólarhringinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.