Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Síða 18
18
FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986.
Iþróttir
„19-20 m næsta sumar'
- segir Eriendur Valdimarsson
„Mér líst mjög vel á Pétur. Ég
spái því að hann muni kasta
19,50-20 metra næsta sumar. Hann
er gífurlega áhugasamur og nennir
að spekúlera mikið í tækninni,“
sagði Erlendur Valdimarsson,
besti kringlukastari Islands í mörg
ár, í samtali við DV í gærkvöldi
en Erlendur hefur leiðbeint Pétri
undanfarið og fylgst náið með hon-
„Pétur hefur verið að kasta 17-18
metra í frosti síðustu daga og ég
tel að hann sé upp á 18,50-19 metra
í dag ef hann myndi geta keppt í
hita. Hann á gífurlega mikið inni
og á eftir að bæta sig stórlega,“
sagði Erlendur.
-SK
• Pétur Guðmundsson lét sig ekki muna um að mæta í kasthringinn í Laugardainum á stuttbuxi
í gærdag og taka nokkur létt köst fyrir DV. Hér er kúlan á leið í loftið. Pétur ætlar að kastc
vetur þrátt fyrir snjó og klakahrap eins og sést á myndinni. „Ég strái bara salti í hringinn og
snjónum burtu, segir þessi áhugasami kastari.
DV-mynd Brynjar
ff
Steypti mér
r
i
i
íslandsmót í píli
i
Fyrsta fslandsmótið í pílukasti á vegi
íslenska pílukastsfélagsins byrjar í kvi
og verður keppni síðan fram haldið a
helgina. Mótið íerfram í Ballskák aðSkú
götu 46.
Sigurvegarar fara til London og taka þát
einu stærsta alþjóðamóti í heiminum í ’ -
kasthring
við hlöðuna
ii
- rætt við Pétur Guðmundsson kúluvarpara
Hvaðgerir
Stjaman?
„Ég hef ákveðið að taka kúluvaipið föstum tökum eftir nokkurt hlé. Ég ætla
að æfa mjög vel í vetur og steíhi að því að kasta 19 metra á mótum næsta sum-
ar,“ sagði rétur Guðmundsson, 24 ára gamall Reykvíkingur, í samtali við DV.
Pétur pessi hefur vakið mikla athygli undanfarið íyrir miklar framfarir í kúlu-
varpi og þeir sem kunnugir eru málum seföa að þama fari næsti stórkastari
okkar íslendinga í ereininni og hafi allt til að bera til að verða í virkilega góður
á alþjóðlegan mælikvarða. Segja má að ekki hafi komið fram á sjónarsviðið hér
góður kúluvarpari frá því að Hreinn Halldórsson vann afrek sín t kasthringnum
en hann á sem kunnugt er Islandsmetið sem er 21,09 metrar. Pétur sigraði nyverið
á innanfélagsmóti í kúluvarpi og kastaði þá 17,81 metra og þætti fyrri árangur
sinn um tæpan metra.
Steypti hring við hlöðuna
Við báðum Pétur að segja stuttlega
frá upphafsárum sínum í kúluvarpinu.
„Ég er fæddur í Reykjavík og lék
knattspymu með Fylki til tíu ára ald-
urs. Þá flutti ég austur að Tungu i
Gaulverjabæjarhreppi og þar var ekki
aðstaða til neinna knattleikja. Þá fór
maður að prófa hinar og þessar grein-
ar og kúlan heillaði mig mest. Ég
steypti mér kasthring við hliðina á
hlöðunni heima og kastaði þar eins
og vitlaus maður hvenær sem tími
gafst til. Ég var 14 ára þegar ég keppti
á mínu fyrsta móti, Samhygðar- og
Vökumótinu og þar varpaði ég 8,50
metra og varð síðastur. Árið eftir vann
ég minn fyrsta sigur á sama móti og
kastaði þá 12,09 metra. Þá komst ég
að raun um það að ég gæti kastað
lengra en aðrir og það jók áhugann
til mikilla muna. Mér fannst ég vera
orðinn frægur.“
sem er mjög skemmtileg iþrótt.“
Kastaði 16,16 metra æfingalaus
„Það var síðan seinni part sumars i
fyrra að ég fór að æfa fyrir alvöru.
Fyrr um sumarið keppti ég í bikar-
keppninni og kastaði þá 16,16 metra
alveg æfingalaus. Þá gerði ég mér al-
varlega grein fyrir því að ég gæti náð
langt. Síðustu mnánuðina hef ég ein-
beitt mér að því að styrkja mig og þá
- gegn Slovan í kvöld
í kvöld leikur Stjaman frá Garðabæ síð-
ari leik sinn gegn júgóslavneska liðinu
Slovan í Evrópukeppninni í handknattleik
og fer leikur liðanna fram í Laugardalshöll.
Leikmenn Stjömunnar hefja leikinn í
kvöld með sjö mörk á bakinu en ef þeim
tekst vel upp er aldrei að vita hvað gerist.
Margir snjallir leikmenn em í liði Stjöm-
unnar og þetta júgóslavneska lið er alls
ekki ósigrandi. Stjaman tapaði fyrri leikn-
um, 18-25, eftir að staðan í leikhléi haföi
verið 3-11 þannig að Stjaman vann síðari
hálfleikinn með eins marks mun eftir að
leikmenn liðsins höföu áttað sig á hlutun-
Handknattleiksunncndur mega ekki láta
sitt eftir liggja i kvöld og verða að mæta í
Höllina og hvetja Stjömumenn til dáða.
-SK.
Snúningsstíllinn
„Ég man að árið 1981 keppti ég á
Landsmóti ungmennafélaganna á Ak-
ureyri og varpaði þá 14,40 metra með
bakstílnum, það er þessum hefð-
bundna stíl kúluvarpara. Þá ákvað ég
að snúa mér að snúningsstílnum, svip-
uðum þeim sem kringlukastarar nota,
og hef haldið mig við hann síðan.
Hann hentar mér betur. Árið eftir
bætti ég árangur minn úr 14,40 metr-
um í 15,36 metra á móti í Kópavogi.
Einum til tveimur mánuðum seinna
bætti ég árangurinn enn betur og
varpaði kúlunni þá 16,17 metra en það
var á meistaramóti íslands á Selfossi.
fylgir betri árangur í kjölfarið. Ég er
alveg búinn að ná mér af meiðslunum.
Ég veit að ég á gífurlegan styrk inni.
Ég sé það á þeim þyngdum sem ég
lyfti í lyftingum sem ég stunda hjá
Stefáni Hallgrímssyni í Orkulind. Én
ég er ennþá grútaumur miðað við
marga aðra.
inn í garð. Verður framhald á mótum
í vetur?
„Já, já. Það er ansi gaman að þessu.
Ég strái bara salti í kasthringinn og
kem svo tveimur tímum seinna og
hreinsa hann. Og þegar snjórinn kem-
ur þá sópa ég honum í burtu.“
„Strái salti og moka bara
snjónum í burtu.“
- Nú kepptir þú á móti um síðustu
helgi þótt vetur kommgur væri geng-
„Eg borða alveg rosalega mik-
ið“
- Hvemig er með kúluvarpara sem
er að byggja sig upp, hann þarf auðvit-
að að fá sér bita við og við?
„Jú, það er rétt og ég borða alveg
rosalega mikið. Ég reyni að vera aldr-
ei svangur og hafa magann aldrei
tóman. Ég borða góðan morgunmat
klukkan sjö á morgnana, tvo góða
diska af súrmjólk og svo aftúr um tíu
og góðan hádegismat, góðan slcammt
af kjöti og fiski og slatta af skyri á
eftir. Síðan borða ég kvöldmat og oft
einnig seint á kvöldin. Ég borða ein-
göngu hollan mat sem er algert
skilyrði í mínu tilfelli.
„Læknarnir sögðu mér að
hætta“
„Árið 1983 hélt ég til Bandaríkj-
anna, nánar tiltekið til Alabama, lagði
þar stund á nám í íþróttafræðum og
æfði með náminu. Fljótlega bætti ég
árangur minn úr 16,17 metrum í 16,89
metra. I því kasti meiddist ég illa, sleit
vöðvafestingar í mjöðm og læknamir
sögðu mér að hætta í íþróttum. Ég fór
heim aftur og i uppskurð og lagði enga
áhersluna á kúluna 1984 og 1985. Á
þessum árum var ég að dútla í blakinu
r „Pétur á eftir að ná gríðarlega langt n
„Ég hef fylgst vel með öllum
snjöllustu kösturum okkar í kúlu-
varpi frá því árið 1957, Hreini
Halldórssyni, Óskari Jakobssyni,
Guðmundi Hermannssyni og Er-
lendi Valdimarssyni svo einhverjir
séu nefndir og ég er ekki í nokkr-
um vafa um að ef Pétur Guð-
mundsson fylgir því vel eftir sem
- segir Ólafur Unnsteinsson þjátfari
hann er að gera þessa dagana þá
á hann eftir að ná gríðarlega
langt,“ sagði Ólafur Unnsteinsson,
hinn gamalkunni þjálfari í frjáls-
um íþróttum, í samtali við DV
þegar hann var spurður um Pétur
Guðmundsson.
hann gerir það. Eg spái því að hann
eigi eftir að ná 3. besta kasti lslend-
ings og varpa kúlunni yfir 19 metra
nassta sumar. Pétur minnir mjög á
Hrein og Óskar og ef hann hefur sjálf-
ur trú á pví að hann geti orðið jafngóð-
ur og þeir, sem ég efa ekki, þá nær
hann þeim,“ ságði Ólafur Unnsteins-
„Pétur þai-f að auka líkamsþyngd
og ná enn meiri tækni og ég veit að
-SK
„Hugsa um OL í Seoul 1988“
„Ég hef sett mér það takmark að
kasta 19 metra næsta sumar. Hvort
það tekst byggist algerlega á æfingun-
um í vetur. Það kann að spilla fyrir
að ég er að kaupa íbúð og þarf að
vinna mikið til að geta borgað af
henni.“
- Farinn að gæla við OL 1988?
„Já, ég get ekki neitað því. Það
væri ómetanleg reynsla að komast
þangað en frumskilyrði fyrir því er að
ég bæti árangur minn nokkuð mikið.
Ég hef mikla trú á því að hægt sé að
ná langt í kúluvarpinu hér á landi og
það hafa margir verið að hvetja mig
og hjálpa mér.“
- Hvað um þjálfaramálin?
„Ég hef aldrei haft neinn þjálfara
en geri mér ljóst að ég verð að fara
að gera eitthvað í þeim málum. Það
má segja að Erlendur Valdimarsson
sé minn þjálfari. Hann hefur hjálpað
mér mikið og fleiri góðir menn.“
- Þú ert sem sagt bjartsýnn á fram-
tíðina ?
„Já, ég er það. Kúluvarparar eru