Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Page 19
FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986.
31
I
■t 1
ari |
rts I
st-
SB
íþróttir
jnum
i úti í
sópa
Gauti
1 1
B I
-
:>ld I
lla |
la- I
Gud Torfason frá íslandi
ff
lánsmaður hjá Beveren
áá
I - segir belgíska blaðið Het Newsblad. Guðmundur hjá Beveren út keppnistímabilið
Kristján Bembujg, DV, Belgíu:
„Nýr íslenskur miðherji til Bever-
en“ er fyrirsögn á grein hér í Het
Newsblad í gær. I greininni segir að
Beveren sé búinn að fá íslenska lands-
liðsmanninn Gud(Guðmund) Torfason
leigðan frá Fram út þetta keppnis-
timabil eða fram til 1. júní. Það er
sagt að Guðmundur hafi orðið marka-
kóngur á íslandi með 19 mörk og að
hann sé í íslenska landsliðinu.
Beveren er eitt kunnasta félagslið
Belga. Aðallið félagsins er sem stendur
í 5. sæti í 1. deildinni í Belgíu en vara-
liðið í fyrsta sæti. Það má fastlega
reikna með því að Beveren hafi fengið
Guðmund leigðan til að taka stöðu
V-Þjóðverjans Franz-Josep Schmedd-
ing sem fótbrotnaði á dögunum í leik
gegn Lokeren og verður frá út þetta
keppnistímabil. Beveren keypti
Schmedding frá Dortmund.
Með Beveren leika einnig David
Fairclough, varamaðurinn frægi hjá
Liverpool, Tékkinn Marek Kusto,
Kanadamaðurinn Eugéne Ekeke og
ítalinn Salvino Marinelli sem er orð-
inn löglegur „Belgíumaður" í knatt-
spymu. Beveren má leika með þrjá
erlenda leikmenn og má fastlega búast
við að það verði þeir Guðmundur,
Fairclough og Kusto sem leika.
Nú bíður Beveren eftir því að Guð-
mundur komi til Belgíu og geti byrjað
að æfa með félaginu. Þess má geta að
í vetur hafa sautján leikmenn fengið
að spreyta sig með Beveren. Félagið
hefur leikið fimm heimaleiki og hafa
40.200 áhorfendur komið á þá eða rúm-
lega 8 þús. áhorfendur á leik.
-sos
• Guðmundur Torfason.
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
Jl
í
Risastokk hjá GR-sveitinni
- skaust úr 12. í 6. sæti. Skor Sigurðar Péturssonar taldi ekki
„Við settum okkur tvö takmörk fyr-
ir annan dag keppninnar. Annars
vegar að leika á 152 höggum og hins
vegar að komast í annan ráshóp í
dag. Tveir bestu hjá okkur léku á 153
höggum og okkur tókst að komast i
annan ráshóp. Það er mjög mikilvægt
til þess að okkur gefist tækifæri á að
leika gegn efstu sveitunum," sagði
Björgúlfur Lúðvíksson, fyrirliði GR-
sveitarinnar sem nú tekur þátt í EM
klúbbliða í golfi á Spáni.
GR-sveitin lék í gær ú 153 höggum
og skaust úr 12. sæti i 6. sem hlýtur
að teljast mjög góður árangur. Ragnar
Ólafsson lék best í gær, kom inn á 76
höggum. Hann lék fyrri níu holumar
á 36 höggum, pari, en síðari níu á 40
Ron Atkinson, sem var rekinn frá
Manchester United fyrir tveimur vik-
um, hefur fengið tilboð um að gerast
þjálfari tyrkneska landsliðsins í knatt-
spymu að því er stjómarmaður í
tymeska knattspymusambandinu
sagði í gær.
„Atkinson mun koma hingað fljót-
lega og dvelja hér í nokkra daga til
viðræðna og líta um leið á aðstæð-
ur,“ sagði einn af aðalfr ammámönnum
höggum.
• Hannes Eyvindsson lék á 77 högg-
um. Lék fyrri níu holumar á 38
höggum og síðari níu á 39 höggum.
• Sigurður Pétursson lék á 82 högg-
um og taldi því ekki og er langt síðan
að slíkt hefur gerst. Sigurður spilaði
vel þar til á 13. holu, fyrri niu á 37
höggum en þá fór allt fjandans til.
Óheppnin elti hann og höggin síðari
níu holumar urðu 45.
Fljótur að refsa mönnum
Völlurinn sem leikið er á er mjög
erfiður og minnstu mistök geta kostað
menn ótrúlegustu vandræði. Til að
mynda lék einn írsku keppendanna í
gær fyrstu 14 holumar á pari og stefhdi
í gott skor. Síðustu 4 holumar lék
hjá tyrkneska knattspymusamband-
inu. Sjálfur sagði Atkinson: „Það hafa
farið fram nokkrar viðræður um þetta
mál en ég er þessa stundina á leið í
smáfrí en þegar ég kem til baka mun
eg taka ákvörðun um hvað ég mun
gera í þessu máli. Það er mikið að
gerast hjá mér þessa stundina og þetta
tilboð frá Tyrkjiun er eitt af mörgum
sem ég hef fengið.“
-JKS
hann hins vegar á 12 yfir parinu og
kom inn á 84 höggum.
Danir lágu í því
Danir léku verst allra í gær. Þeirra
besti maður var á 84 höggum, næsti á
92 og þriðji maður á 98 höggum. Það
vakti athygli í gær að þrátt fyrir að
GR-sveitin væri á 153 höggum var
heppnin alls ekki með strákunum.
Ekki til í dæminu að kúlan rúllaði
stöku sinnum vinalega í holuna heldur
stöðvaðist hún oft á holubarminum.
Frakkar enn efstir
Franska sveitin lék í gær á 148 högg-
um og er efst á 292 höggum. V-Þjóð-
veijar koma næstir með 297 högg, þá
Englendingar á 299, Wales á 300,
Spánn 311, ísland 312, Finnland 312,
• Ragnar Olafsson lék á 76 höggum
i gær. DV-mynd GS
Belgia 313, Noregur 313, Svíþjóð 314,
írland 318, Sviss 320, Skotland 326,
Luxemburg 326, AusturiTki 330, Hol-
land 332, Danmörk 332, Ítalía 333,
Júgóslavia 340 og Portúgal 345.
Ágæt frammistaða
Frammistaða GR-sveitarinnar er
með ágætum það sem af er. Þegar
mótið er hálfnað hefur sveitin skotið
öllum sveitum hinna Norðurlandanna
aftur fyrir sig og fjölda annarra sterkra
sveita. Vonandi tekst strákunum vel
upp i dag en þá leika þeir í holli með
sveitum Wales og Spánar. -SK
Öraggur sigur
hjá LA Lakers
Lið Péturs Guðmundssonar, Los
Angeles Lakers, í bandaríska körfu-
knattleiknum er enn á sigurbraut.
Liðið sigraði San Antonio Spurs
117-108 í fyrradag en Pétur Guð-
mundsson er ennþá meiddur og leikur
ekki með liðinu á næstunni.
Boston Celtics vann góðan sigur gegn
aðalkeppinautum sínum, Atlanta Hawks,
111-107, og Filadelfia 76ers vann New
York Knicks, 98-94. Úrslit í öðrum leikj-
umn urðu þau að Golden State Warriors
sigraði Cleveland Cavaliers, 112 104, Was-
hington Bullets sigraði Detroit Pistons,
119-105, og Fönix Suns sigraði New Jersey
Nets, 111-101. -SK
Steinn kominn frá Noregi
Atkinson með til-
boð frá Tyrklandi
~ oq qo
'firleitt á toppnum á bilinu 28-32 ára
)annig að ég hef tímann fyrir mér.
3g er staðráðinn í því að halda áfram
i fullum krafti, auka styrkinn með
yftingum og hef sett markið hátt,“
agði Pétur Guðmundsson.
>arf á styrk að halda
Pétur Guðmundsson á án nokkurs
'afa eftir að ná langt í kúluvarpinu
;n eins og ávallt þegar afreksmenn eru
tnnars vegar þá kostar það mikinn
íma og peninga að vera góður í íþrótt-
ím hér á landi. Pétur er giftur Elísa-
)etu Pálmadóttur og eiga þau tvö
)öm. Hann stundar nám í Lögreglu-
ikólanum og mun innan skamms
dæðast lögreglubúningnum í Reykja-
rík. Það kann að velta mikið á
ituðningi góðra manna og fyrirtækja,
ívort við í náinni framtíð eignumst
cúluvarpara á heimsmælikvarða eða
;kki. Það þarf að styðja við bakið á
þróttamönnum eins og Pétri Guð-
nundssyni og vonandi verður það
;ert.
-SK
Clough sekt-
aði Metgod
Brian Clough, harðstjórinn mikli hjá
Nottingham Forest, sektaði Johnny Met-
god, hollenska leikmanninn í liði Forest,
um 50 pund fyrir að hann reifst við félaga
sinn í liðinu, markvörðinn Hans Seger, sem
einnig er hollenskur.
Þetta atvik átti sér stað í fyrri hálfleik i
leik liðsins gegn Bratford í deildabikamum
á miðvikudaginn var. I hálfleik tók Clough
Metgod heldur betur í gegn og sagði að ef
hann héldi uppteknum hætti færi sektin upp
í 500 pund.
Metgod lét sér segjast og sagði ekki eitt
einasta orð í seinni hálfleik enda ekkert lít-
ið í húfi. Þetta litla dæmi sýnir svo ekki
verður um villst agann hjá Clough enda
nær hann alltaf góðum árangri hvar sem
hann fer. I
^ -mj
Steinn Guðjónsson, miðvallarspilari
úr Fram, er kominn frá Noregi þar sem
hann ræddi við forráðamenn 2. deildar
liðsins Vard. Þeir gerðu Steini tilboð
sem hann er nú með til athugunar.
Það er fastlega reiknað með að hann
geri Vard gagntilboð.
Friðrik Friðriksson, landsliðsmark-
vörðurinn snjalli úr Fram, mun ekki
fara til danska 1. deildar liðsins
Hvidovre eins og fyrirhugað var.
-sos
Keeling er með
tvö sænsk tilboð
- svarar IBK í næstu viku
Kristján Bemburg, DV, Belgíu:
Peter Keeling, sem er inni í myndinni
sem þjálfari Keflvíkinga í knattspymu
á næsta keppnistímabili, er búinn að
fá tvö tilboð frá Svíþjóð.
Annað tilboðið er frá fyrstu deildar
liði en hitt frá annarrar deildar. í sam-
tali við DV sagði hann að sér litist
vel á að taka við Keflvíkingum og
sagðist mundu gefa þeim ákveðið svar
í næstu viku hvort hann tæki við lið-
inu.
Hann sagði ennfremur að það væri
freistandi að koma til Keflavíkurliðs-
ins og reyna að koma þvi í Evrópu-
keppnina. Á timabili var haldið að
hann kæmi með tvo unga leikmenn
með sér hingað til lands en hann sagði
að öll þau mál væm á algjöru byijun-
arstigi.
-JKS.
I England:
I Hörku-
; leikir
| í deildabikamum
I
Dregið var í gær uni það hvaða
lið muni mætast í 8 liða úrslitum
enska deildabikarsins í knatt-
spymu. Stórleikui- 8 liða úrslit-
anna verður viðureign spútni-
kanna í Arsenal og Nottingham
Forest og verður leikur liðanna
á Highbury, heimavelli Arsenal
í Ixmdon.
Svo skemmtilega vill til að Viv
Anderson, núverandi leikmaður
Arsenal. hefur einnig spilað með
Nottingham Forest en hann var
einmitt keyptur á sínum tima frá
Forest til Arsenal. „Þetta verður
harður leikur sem hvorugt liðið
vill tapa þar sem sigur trvggir
sæti í undanúrslitunum. Leik-
menn Arsenal hugsa ekki um
þennan leik á næstunni því hann
verður ekki leikinn fyrr en 19.
janúar. Forest-liðið er sterkt á
heimavelli en tekst sjaldan að
fylgja því eftirá útivöllum, einni-
g
em framkvæmdastjórar liðanna
ólíkir, allir vita hvaða árangri
Brian Clough hefur náð í gegn-
um árin með Forest en George
Graham hjá Arsenal er ungur
og á langa leið framundan,-1
sagði Viv Anderson.
Southampton var heppið þvi
að liðið dróst gegn aimarrar
deildar liðinu Shi-ewsbury og var
mikil gleði á The Dell þegar það
fréttist. Á sama tíma keypti Sout-
hampton Gordon Hobson frá
Grimsby og var kaupverðið 125
þúsund pund.
Hinir tveir leikirnir I átta liða
úrslitunum gætu orðið sögulegir
því ef Tottenham vinnur Cam-
bridge United, en liðin þui-fa að
leika að nýju því jafntefli var hjá
þeim nú í vikunni, mætir það
West Ham sem einnig er frá Lon-
don á Upton Park, heimavelli
j West Ham.
Liverpool dióst á móti ná-
j grönnunum í Everton en til þess
að svo megi verða þurfa þeir fyrst
| að sigra Coventry en liðin þurfa
I að leika að nýju sökum jafnteflis
I í leik þeirra í milli fyrr í vikunni.
| Eins og að framan greindi
I verða leikimir í átta liða úrslit-
I unum leiknir 19. janúar en ef
West Ham fær Tottenham sem
| mótherja flyst leikur Arsenal og
. NottinghamForestframumeinn
I dag,
-JKS/SOS.